Alþýðublaðið - 01.07.1927, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 01.07.1927, Blaðsíða 4
4 ALBÝÐUBLAÐIÐ í Landsbankalögin til þess, að einkabankar' (íslandsbanki) eigi hægara með að keppa við hann. Sigurjón Á. Ólafsson lýsti kaup- lækkunartiiraunum atvinnurekenda og spurði, hve nær „frjálslyndi flokkurinn“ eða „frjálslyndu" mennirnir svo nefndu hefðu stutt kaupkröfur verkalýðsins. Ekki sá Jakob sér fært að svara þeirri spurningu. Jón Ól. talaði um aukningu kosningarréttarins á þá leið, sem væri það meinleysis- ,°g gagnleysis-mál. Kom þar glögt fram, hvert áhugamál honum er rýmkun hans. Þeir Magnús dó- sent þóttust nú loksins ætla að svara fyrirspurnunum frá fyrri fundinum, en svör þeirra voru •yfirleitt mjög óákveðin og spurn- ingunni um, hvort þeir vildu banna vínveitingar í rikisveizlum við hátíðahöldin 1930, sleptu þeir af eðliiegum ástæðum alveg að svara. Þeir þorðu ekki að neita henni, en vi'ldu ekki játa. — Jón Ól. mintist á vantrauststillöguna á stjórnina,. sem Héðinn flutti á þinginu, og var leiður yfir þvi, að hún skyldi hafa komið fram. Minti Héðinn þá á þann árangur, er af henni varð, að neðri deild lýsti yfir því, að stjórnin væri að eins starfandi til bráöabirgða, þ. e. þangað til kjósendurnir steypa henni núna við kosningarnar. J. Ól. abbaðist enn á ný upp á hvildartímalög togaraháseta og kallaði þau „svefn í atvinnulíf- inu“. Hann virtist kunna bezt við, að hásetarnir væru skyldaðir til að vaka 24 stundir í sóiarhring. Þegar Jakob Möller hóf mál sitt, sagði hann: „Það færi betur, að ég yrði ekki mitt á milli Jóns Ólafssonar og þingsins." Það hug- boð hans getur að eins ræzt á einn veg: að J. ÓI. falli, en hlutkesti ráði á milli Ágústs Jó- pefssonar, þriðja manns á al- þýðulistanum, ög Jakobs. Þannig virðist þá Jakobi Möller lítast kosningahorfurnar eftir orðunum að dæma. Stefán Sveinsson, er hnýtt hefir verið aftan í B-Iistaim, lýsti ótta sínum við það, ef Alþýðuflokkn- um tækis.t að koma yfirráðunum til alþýðunnar/. — vildi heldur hafa þau hjá íhaldsstjórn, og Steinn nokkur Steindórsson úr Hafnarfirði hélt skálaræðu fyrir Stefáni og Sigurbjörgu. Kvaðst hann tala, svo að sveitamenn foeyrðu til.sin í víðboíinu, en ekki tók hann fram, hvort hann ætl- aðist til, að þeir kysu neðan af íhaldslistanum í Reykjavík. Ólaf- ur Guðbrandsson talaði á móti B- og C-listunum. Jón Bergsveins- son virtist ekki vera mjög hrif- inn af hugsjónum. Sigurjón Pét- ursson viídi koma á verndartoll- um,og fiess uegmt vildi hann láta kjósa Jakob Möller. — Hvernig lízt kaupmönnunum á það? — Einnig tóku til máls Hallgrímur Hallgrímsson og Sigurður Eggerz. Ekki sýndi ðlafur Thors neinar. patæfingar á þossutn fundi, en Björn R. Stefánsson nokkur mælti fyrir m.inni Nasreddins sáluga,, að því, er næst varö komist um efni orða hans. Jón Baldvinsson benti á, hvílík fjármálaheimska það væri, að taka aftur upp tveggja ára fjárlög og margfalda þar með fálmið og á- gizkanirnar í fjárlagasetningunni. Hvatti hann kjósendur til að krefj- ast þess, að stjórnarskrárbreyt- ingafrumvarpið verði felt. Enn fremur benti hann á ónytjungs- hátt íhaldsstjórnarinnar, sem Ste- fán Sveinsson vildi halda völd- unum til, hversu Eún hefir heykst á hverju málinu eftir annað, sem hún hefir þó látið svo sem væru þau áhugamál hennar, t. d. Jón Þorl. á járnbrautarmálinu og Magnús Guðmundsson á tóbaks- einkasölunni o. s. frv. Bar Jón Baldv. hokinbasl hennar saman við framkomu Hannesar Hafsteins í ritsímamálinu og sýndi, hver reginmunur þar er á. Ágúst Jó- sefsson lýsti aðbúð íhaldsliðsins við verkamenn, og fléðinn hvatti alþýðuna til að gera hærri kröfur, kröfur um betri húsakynni, aukna menningu og betri líðan á allan hátt. Frá Síokkseyri. Þaðan er skrifað á þessa leið: Undan farna daga hefir verið hér á ferð Þórður nokkur Jónsson, gamail vikadrengur íhaldsins og sannur vinur þess. Hefir hann rölt kot úr koti til að boða fagnaðar- erindi Einars prófessors, ekkert sjáandi utan manngæzku ihalds- ins til handa okkur smælingjun- um. Sennilegt er, að enginn Stokks- eyringur sé svo þunnur að Irjbsa tyrir fortölur þessa manns, því að maðurinn er þeim alt of kunn- ur og að fáu góðu. Sannast á íhaldinu hið fornkveðna: „Sér grefur, gröf, þótt grafi“, því að meiri ,,hræðu“ gat íhaldið ekki sent hingað en þennan snúninga- iiðuga legáta sinn. Hann er senni- lega búinn að gleyma hinum fyrri afskiftum sinunj af málum Stokks- eyrar og Stokkseyringa, síðan hann konist að fjósaverkum hjá ihaldinu; en Stokkseyringum eru þau afskifti hans í of fersku minni til þess, að hann fái þar nokkru áorkað með atkvæðas'möl- un. Allir á Stokkseyri eru sammála um, að íhaldið beri að kveða nið- ur, og þeir, sem áður voru á báðum áttum, eru nú algerlega snúnir gegn því eftir komu þessa uppgjafa-„kontórista“ úr „Ingólfi“ sáluga. X. Ðómur hefir verið kveðinn upp út af bifreiðarslysinu í vor, þegar barn- ið beið bana. Var bifreiðarstjór- inn sýknaður, þar eð hopum verði ,ekki kent um slysið. Om dagian «sff w©f|Imsi. Næturlæknir er í nótt Halldór Hansen, Sól- vangi, sími 256. Haraldur Sigurðsson píanósnillingur heldur hljómleik í Nýja Bíó í kvöld kl. 7V2- Hljóm- leikurinn er helgaður minningu Beethovens. Knattspyrnukappleikurinn í gærkveldi fór þannig, að „K. R.“ vann „Víking", skoraði 4 mörk gegn 2. Átta iþróttamenn fóru utan með „Lyru’“ í gær- kveldi á alheimsíþróttamót „Kristi- legs félags ungra manna“, sem haldið verður í Kaupmannahöfn dagana 10.—17. þ. m. Alpýðubókasafnið verður loka’ó allan júlímánuð vegna bókatalningar. Allir, sem hafa bækur að láni, eru alvarlega ámintir að skila þeim sem allra fyrst. Munið, þið, sem farið úr borginni fyrir 9. júlí, en eigið kosningarétt hér! að kjósa hjá bæjarfógeta áður. A-listinn er alþýðulistinn. Fund heldur félag lóðaleigjenda ann- að kvöld kl. 8V2 í Kaupþings- salnum. Nýkomið: Feiknin öll af léreftum, tvisttauum, sængurdúkum og kjólatauum. Alls konar teppi: Dívan-teppi Borð — Vegg — Rúm — Gölf — Linoleum hvergi betra en hjá okkur. Vöruhúsið. Bæknr. Rök iafnadarstefnunnar. Útgaf- andi Jafnaðarmannafélag íslands. Bezta bókin 1926. Bylting og íhald úr „Bréfi til Láru“. Deilt um jafnadarstefnuna eftir Upton Sinclair og amerískan 1- haldsmann. Byltingin í Rússlandi eftir Ste- fán Pétursson dr. phil. Höfudóvinurinn eftir Dan. Grif- fiths með formála eftir J. Ram- say MacDonald, fyrr verandi for- sætisráðherra í Bretlandi. Kommúnista-ávarpid eftir Karl Marx og Friedrich Engels. Fást í afgreiðslu Alþýðublaðs- ins. Sænska flatbrauðið (Knackebröd) er næringar- mesta brauðið. Skipafréttir. „Lyra“ fór utan í gærkveldi. „Esja" fór í morgun vestur um land í hringferð og „Suðurland" til Borgarness. Tii sildveiða fór togarinn „Þórólfur“ í nótt. Veðrið. Hiti 15—9 stig. Átt suðlæg, hvergi hvöss. Úrkoma á Suður- landi og sums staðar eystra. Þurt annars staðar. Grunn loftvægis- lægð við Suðvesturland. Útlit: Suðlceg átt, víðast hæg, nema á Suðvesturlandi austan Reykjaness allhvöss. Úrkoma á Suðurlandi. Þurt annars staðar. Qeugi erlendra mynta í dag: Sterlingspund. . . 100 kr. danskar . . 100 kr. sænskar . . 100 kr. norskar . . Dollar.............. 100 frankar franskir. 100 gyllini hollenzk 100 gullmörk þýzk. kr. 22,15 — 121,97 — 122,40 — 118,07 — 4,56s/4 — 18,05 — 183,08 — 108,25 „Leiguliði1*, , sem skrifar í „Mgbl,“, og aðrir húísaleigjendur í Reykjavík eiga þess að minnast, að það var Magnús dósent, sem barðist mest fyrir afnámi húsaleigulaganna og þar með húsaleigunefndarinnar, Sokkar — Sokkar — Sokkar frá prjónastofunni Malin eru ís- lenzkir, endingarbeztir, hlýjastir. Veggmyndir, fallegar og ódýr- ar, Freyjugötu 11. Innrömmun á sama stað. Sænska flatbranðið (Knackebröd), inniheldur bætiefni (Vitamin) sem ekki eru í venjulegu rúgbrauði. Hafið þér heyrt það, að Örkin hans Nóa gerir ðdýrast við reið- [hjól í bænum? og reynslan sannar bezt, hvernig verkið er af hendí leyst. Tófuskinn til sölu, failcg og ódýr. 1. flokks skinnaupp- seining. Valgeie Kristjánsson, Langavegi 18 A, uppi. Verzlit VÍB Vikar! ÞaV ver’ður, notadrýgst. Hólaþrentsmiðjan, Hafnarstrætl 18, þrentar smekklegast og ódýr- ast kransaborða, erfiljóð og alla smáprentun, sími 2170. sem ákvað áður mát á húsaleigu þar, sem þess var krafist. Ritstjóri og ábyrgðarmaður _____Hailbjörn Halldórsson. Alþýðuprentsmiðjan.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.