Tíminn - 30.12.1949, Blaðsíða 1

Tíminn - 30.12.1949, Blaðsíða 1
Ritstjóri: Þkrarinn Þórarinsson Fréttaritstjóri: Jón Helgason Útgefandi: Framsóknarflokkurinn l-------------------------- ---------------------------■— Skrifstofur í Edduhúsinu . Fréttasímar: , 81302 og 81303 Afgreiðslusimi 2323 Auglýsingasími 81300 Prentsmiðjan Edda i 33. árg. Reykjavík, föstudaginn 30. desember 1949 280. blað Mynd þessi er af einu málverkinu á sýningunni í íþrótta- húsi Jóns Þorsteinssonar, sem opin verður fram yfir nýárið. Málverkið nefnist „Litli hjarðsveinninn“ og er eftir ítalska málarann Saldvador Rosa, sem uppi var um miðbik 17. aldar. Hefir hann jafnan verið talinn einhver fremsti mál- ari lands síns á 17. öld og eru myndir eftir hann nú til i flestum þjóðsöfnum heims. Batnandi söluhorfur á togarafiskinum í Bretlandi Margir togarar Iiafa saltað afla simi í des- ember, vcgna slsemra aiarkaðsliorfa ojí aflatregðu. Fáir íslenzkir togarar hafa selt afla sinnl í Bretlandi í þessum síðasta mánuði ársins, sem nú er að líða. Afla- sölurnar hafa líka verið með allra lélegasta móti, en fróðir menn, sem kunnugir eru fisksölu, telja, að hér hafi um eðlilegt fyrirbrigði verið að ræða, og er almennt búizt við því, að ísfiskur hækki aftur verulega í verði á brezkum mark- aði nú eftir hátíðarnar. I Verð'fallið er talið hafa staf , aTS af óvenju miklum afla' togara norður í Hvitahafi og því, að margir brezkir tog- j arar komu inn með afla um ! líkt leyti, vegna verkfalls, sem 1 verið hafði nokkru áður. Nú er hins vegar farið að minnka um ísfisk á mark- aðnum aftur, og eftir ára- mótin er búizt við að togar- arnir fari aftur að selja með eðlilegum hætti, komi þá ekkert óvænt fyrir, sem áhrif getur haft á fiskverðið. Hefir þessi truflun á brezka ! markaðnum komið sérlega1 illa við íslenzka sjómenn, vegna þess, að einmitt um sama leyti mátti heita, að þýzki markaðurinn lokaðist, þó að ekki sé enn fyllilega búið að flytja þangað umsam ið magn af fiski. Verður þó ekki flutt meira þangað af ísvörðum- fiski nema sam- kvæmt nýjum samningum og þá á næsta ári, en ekki er vitaö til þess, að slíkir samn- ingar séu hafnir af hálfu hins opinbera. Margir íslenzku togaranna hafa lagt upp afla sinn til söltunar hér heima í þessum mánuði og stafar það ekki, síður af aflatregðu á Halan- I um en verðfallinu. Hefir afli hjá togurunum verið ákaflega rýr á Halan- um að undanförnu og ekki fengizt það mikill afli á löng- um útilegutíma, að hægt væri að leggja með hann í sigl- ingu. Truflunin á brezka markaðnum, sem nú er sá eini, sem um er að ræða, að svo stöddu, hefir svo ýtt und- ir menn að salta aflann, þó að því fylgi aukakostnaður, en saltfisksaii er aftur á móti talin talsvert örugg. Úthlutun skömmt- unarseðla hefst í dag í dag hefst úthlutun skömmtunarseðla fyrir næsta skömmtunartímabil. Er út- hlutunin í Góðtemplarahús- inu eftir venju og hefst kl. 10 árdegis og stendur til kl. 5 síðdegis. Hún heldur síðan áfram á gamlársdag en ekki nema til hádegis. Menn eru áminntir um að sækja skömmtunarmiða sína þessa daga og skila stofnum á- rituöum nafni eiganda. ÚTILEGUMENNIRNIR I HÖFUÐSTAÐNUM: Tugir manna eiga hvergi nokkurn samastað fjmkoniuleysingjariiir panía jólavist í liegningarliiísinu eins og' betri borg'ar- ar fágælan jólamat. Blöðin hafa skýrt frá því, að jólahelgih hafi að þessu sinni verið „tíðindalítil“, og má það vafalaust til sanns vegar færa, að fátt stórviðburða hafi gerzt um jólahelgina. En bak við hið nokkurn veginn fellda yfirborð býr þó margt, sem sann- arlega má til tíðinda telja. Tilmæli frá rann- sóknarlögreglunni Aðfaranótt fimmtudagsins 29. þ. m. kl. 2 voru tveir dreng ir á aldrinum 12—14 ára staddir á gatnamótum Vest- urgötu og Framnesvegar. Maður gaf sig á tal við dreng ina og sagði að þeim væri hollast að fara heim og sofa. Maðurinn fór svo leiðar sinn- ar, en drengirnir urðu eftir. Þessi maður er beðinn að gera svo vel og hafa sam- band við rannsóknarlcgregl- una hið fyrsta. Svíinn dæmdur í Prag Svíinn Holger Hjelm, sem leiddur var fyrir rétt í Prag í fyrradag ákærður fyrir njósnir, skemmdarstarf og hjálp við tékkneska flótta- menn, var í gærmorgun dæmdur í þriggja ára fang- elsi, þótt hann neitaði öllum ákærum og engar sannanir fyndust gegn honum. Rétt- arhöldin voru lokuð að mestu. Átta tékkneskir menn og kon ur voru ákærð ásamt honum og talin samsek voru dæmd í fangelsi frá 10 mán. til hálfs þriðja árs. Fansrelsisvist pöntuð eins og jólagæs. Eitthvað af því, sem sýn- ir nokkuð, hvað undir yfir borðinu býr, er sú stað- reynd, að hvert haust pant ar hópur manna að fá að sitja inni í hegningarhús- inu í Reykjavík um jólin. Stundunw «ru pantanirnar gerðar löngu fyrirfra.m, líkt og þegar hinir betri borg- arar panta jólagæsina. Þessir menn eru heimilis- lausir auðnuleysingjar, sem hrýs hugur við ömurleik útskúfunar sinnar, ef þeir lifa jólin sem „frjálsir“ menn, og finnst fangavist- in vera hátíðabrigði. Fangelsisvistinni af góð- semi frestað til jólanna. Tíðindamaður frá Tíman- um átti í gær tal við saka- dómara og leitaði staðfest- ingar hans á þessu. — Þetta er rétt, sagði saka- dómari. Þessir aumingja menn kvíða því að vera á hrakningi úti um jólin, svang ir, aðhlynningarlausir og bún ir rifnum og óhreinum drusl- um á sömu gangstéttum og prúðbúið fólk. í fangahúsinu fá þeir húsaskjól og sæmileg- an mat. Þessa vist í hegningar- húsinu fá þó ekki aðrir en þeir, sem eitthvað hafa brotið af sér, skulda á- fengissektir eða því um líkt. En við höfum gert það af góðsemi okkar að leyfa .að frestað sé afplánun hegningar fyrir ýms af- brot, þar til á jólum, þeg- ar í hlut eiga gersamlega umkomulausir menn, sagði sakadómari að lokum. Sex slíkir menn í fanga- húsinu um þessi jól. Samkvæmt upplýsingum fangavarðarins við hegning- arhúsið í Reykjavík voru þar um þessi jól sex slíkir menn, sem hvergi munu eiga höfði sínu að að halla. Öllum var þeim það sameiginlegt.að þeir tóku fangelsisvistina langt fram yfir hrakninga úti í myrkri og kulda. ' Gistihúsið neðanjarðar. j Tíðindamaður Tímans átti einnig tal við lögreglustjóra. Hann skýrði svo frá, að það bæri nokkuð oft við, að beð- izt væri gistingar í fanga- i geymslunrji í kjallara lög- , reglustöðvarinnar, og fanga- | verðirnir hefðu ekki brjóst í sér til þess áð bægja nauð- , leitarmönnum í brott, ef klef ar væru auðir. Hann sagði ^ einnig, að í bókum embættis- ins mætti sjá, að í hendur lögreglunnar kæmi fólk, sem hvergi teldi sig eiga sama- stað og ekkert heimili virtist eiga. Einn úr langri lest. Þá hafði tíðindamaður Tím ans tal af einum þeirra manna, sem samkvæmt eigin ósk og bæn naut þeirrar til- hliðrunarsemi að fá að sitja af sér áfengissekt i hegn- ingarhúsinu um jólin. Maður þessi er rúmlega fertugur, ættaður úr kaupstað á Aust- urlandi. Hann byrjaði að stunda sjó fimmtán ára gam- all og hefir lengst af verið (Framhald á 8. siðu.) I ER ÍHALDiÐ AÐ BÚA TIL I | EMBÆTTI HANDA JÓNI AXEL? | í Bæjarstjjúrn samþykkir að skipa scr- | 1 stakt útgcrðarráð oj; ráða tvo fram- I I kvæimlastjóra fyrir iitgcrð bæjarins. f Á bæjarstjórnarfundi í Reykjavík í gær lá fyrir til | | umræðu frumvarp frá bæjarráði um reglugerð fyrir = i útgerð bæjarins. Samkvæmt henni var lagt til að stofna | | sérstakt útgerðarráð og ráða tvo framkvæmdarstjóra. í i Sigfús Sigurhjartarson hafði þó þá sérstöðu, að hann f i lagði til, að bæjarráð tæki að sér störf útgerðarráðs- i | ins og framkvæmdarstjórinn yrði einn. Fylgdi Pálmi i Í Hannessop þeirri tillögu. íhaldið og kratar samþykktu 1 i hins vegar frumvarpið eins og það var frá meirihluta f | bæjarráðs, með sérstöku útgerðarráði og tveim fram- i f kvæmdarstjórum. Er sýnt, að íhaldið er þarna að búa 1 i til embætti handa Jóni Axel, og er reglugerðin miðuð f | við það að kratar og íhaldið hafi sinn framkvæmdar- | f stjórann hvort. Sérstakt útgerðarráð er einnig með öllu i Í óþarft. Má í því sambandi benda á það, að aðrir bæir, f Í sem bæjarútgerð reka, svo sem Hafnarfjörður hafa i f ekkert útgerðarráð og aðeins einn framkvæmdarstjóra f I fyrir útgerðinni og virðist nægja. i IIIIIIUIHIIIininilllllllllllllllllllllHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIVlMlllllllllliHIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIUIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIO

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.