Tíminn - 30.12.1949, Blaðsíða 4

Tíminn - 30.12.1949, Blaðsíða 4
4 TÍMINN, föstudaginn 30. desember 1949 280. blaff Er þetta ekki frásagnarvert? IJtvarp og blöð segja iðu- lega frá þingum víðsvegar um heim, þar sem forustumenn þjóða glíma við vandamálin. Oft er samkomulagið mis- jafnt, og oft er árangurinn lítill. En hér á lapdi hefir þess varla verið getið, að undan- farin ár hafa verið háð þing í Svisslandi, sem eru senni- legá öllum hinum þingunum merkilegri. Þing , þessi hafa staðið yfir vikum og jafnvel mánnðum saman. Menn dveTja þar ýmist nokkra daga,' éða vikur, allt eftir á- stæðum. i s'umar komu þar 5000 full- trúiár frá 64 þjóðum. Allstór hópur kom hina löngu leið flugieiðis frá Japan til Banda ríkjanna og þaðan til Sviss- lands. ,í þeim hópi var fyrr- verándi sendiherra Japana í Bandaríkj unum og fleiri for- ustúmenn. í Caux í Svisslandi koma saman á þessum þingum verkamenn, verklýðsleiðtog- ar, Vitihuveitendur, iðjuhöld- ar, ’ " og kaupsýslumenn, kennarar, prófessorar, prest- ar, Biskupar og prelátar, þing menrt, ráðherrar og ýmsir forustumenn stjórnmála og þjóðmála heimsins. Þar ríkir sá áridi, sem er öllum öflum sterk^ri, andi, sem snúið get- ur hatri í mannúð og bróður- kæfléika, sundrung i sam- vinnu og bölsýni í þróttmikið vonalíf og bjartsýni. Einstöku koirtmúnistar, sem komizt hafá í snertingu við þessa hreyfingu, hafa sagt, að þar hafi þeir fyrst kynnst í raun og'Sannleika því bræðralagi, sem.þeir hafi trúað á og pré- dikað áratugum saman. Má til dæmis nefna Max Bladek, sem nú berst fyrir þessa andlegu hreyf- ingu, eins og hann áður barð- ist fyrir kommúnismanum, og gengur rösklega fram í slíku starfi í Ruhr. Hann seg- ir: „Við höfum sungið al- þjóðasön'ginn í 25 ár, en hér hefi ég séð hann gerðan að veruleik í fyrsta sinni. Hér er stéttlaust mannfélag, þetta sem við höfum alltaf barizt fyrir, og sé hægt að grund- valla mannfélagið á hinum fjórum. hornsteinum siðgæðis og réttlætis, þarf engin stétta barátta að eiga sér stað.“ Á þessum sama stað hefir sósíalista kvenleiðtoginn í Frakklandi, Irene Laura, sem verið hefir í fararbrodi millj- óna..kvenna og senf varð á stríðsárunum að horfa upp á Þjóðverja kvelja son hennar til ,dauða, rétt Þjóðverjum hlýja bróðurhönd til sam- starfs og samfélags. Þes5i hreyfing, sem ekki er neitt skipulagsbundið félag, gengur undir nafninu „Moral Re-Armament“ (hin siðferði- lega hervæðing hugarfars- ins). Upprunalega kenndi hreyfingin sig við Oxford, en til lengdar þótti það ekki við- eigandi. Höfundur hreyfingarinnar er Frank N. D. Buchman, sem orðinn er heimsfrægur mað- ur, jafnvel nokkuð þekktur á íslandi. Starfsemin er mikið kynnt á Norðurlöndum, mörg hundruð greinar hafa birzt um hana í sænskum blöðum. Þekktir menn eins og Ham- bro fyrrv. forseti norska Stórþingsins, hafa kynnt hana, rithöfundurinn Roh- Eftir Pótur ald Fangen og íþróttamaður- inn og rithöfundurinn Peter Howard, hafa skrifað heilar bækur um stefnu og starf hreyfingarinnar. Hún vill byggja mannfélag á fjórum hornsteinum siðgæðisins: ítrasta heiðarleik, skýlaus- um hreinleik, falslausum kœrleika og ströngustu óeig- ingirni. Hver maður verður að hlusta eftir rödd Guðs í brjósti sér. Hver maður á að stjórnast af Guði og þannig á allt mannfélag að stjórnast af anda hans og anda mann- kærleika og góðrar samvinnu. Spurningin er ekki þessi: Hver hefir á réttu að standa, heldur: Hvað er rétt? í heim- inum er nægilegt af gæðum fyrir allra manna þörf, en ekki fyrir allra manna græðgi. Ef allir láta sér annt um annarra þarfir og skipta bróðurlega, þá hafa allir nóg. Heimsbyltingin þarf að hefjast í hjarta hvers ein- staklings. Menn með hugar- far Krists, á vegum heiðar- ieika, hreinleika, kærleika og óeigingirni, skapa guðsríki á jörðu — bræðralag allra manna. Þessi hreyfing hefir unnið hið mesta furðuverk í brezk- um iðnaði, t. d. kolaiðnaðin- um, hún hefir skapað trú hjá Ameríkumönnum á viðreisn- armöguleika Þýzkalands og Evrópu yfirleitt. Hún hefir sameinað til mikilla fram- kvæmda og viðreisnar menn í fararbroddi fyrir milljónum manna. í Ruhr hefir hún unnið verk, sem kallast mætti kraftaverk, samkvæmt vitnis- burði forustumanna þar. Kenning þessara manna er engin nýjung, hún er kristin- dómurinn í sinni beztu mynd, en starfsaðferðir þeirra eru með nýtízkusniði að mörgu leyti. Yfir slíku er enginn drungablær. Þeir flytja fagn- aðarerindi og eru fagnandi menn. Þeir hafa sett á svið tvö einkennileg leikrit. Ann- að heitir: The forgotten Factor og hitt, the Good Road. — Góða leiðin og gleymdi aðilinn. Þau hafa verið sýnd vikum og mánuð- um saman í Englandi, Þýzka- landi, Ameríku og víðar. Eft- irspurn hefir ekki verið hægt að fullnægja. Alls staðar hafa sjónleikir þessir vakið mikla athygli og haft geysilega mik- il áhrif til samvinnu og sátta i deilum manna. Þegar eldri sjónleikurinr. var fyrst sýndur í Bandaríkj- unum, sögðu forustumenn þar, að með sjónleikunum hefði verið meiru til vegar komið á þremur dögum til framdráttar Marshallhjálp- inni, en blaðamenn hefðu á- orkað á þremur mánuðum. Og nú sögðu menn í Ameríku, að væri slíkur andi að verki í Nofðurálfunni þá væri sann- arlega ekki vonlaust um gagnsemi Marshallhjálpar- innar. Sjónleikur þessi tók svo hugi margra þingmanna Bandaríkjanna, að þeir buðu fulltrúum frá 29 löndum til ráðstefnu í Californiu, gerðu svo út 250 manna leikflokk, af 10 þjóðum með mismun- andi hörundslit, sendu hann til Evrópu og þar hefir hann farið einstaka sigurför. Norð- maður, sem tók þátt í þessum Sigurðsson leiðangri, hefir ritað um hann bækling, og er þar sögð hin gleðilegasta saga. Á vegum þessarar hreyf- ingar koma út tvö blöð, ann- an í Englandi og hitt í Ame- ríku, og heita bæði sama nafninu: The New World News. í amerísku útgáfunni, júní 1949, er bréf til ritstjór- ans frá G. L. Eastman, fyrrv. president Los Angeles, Cham- ber of Commerce. Þar segir svo: „Kæri herra. Síðastliðið ár hefir blað yð- ar flutt margar frásagnir um söngleik hinnar siðferðilegu hervæðingar hugarfarsins. The Good Road — Gæfu- brautina. Frá því er þessi sjónleikur var sýndur hér í Californiu og Hollywood fyrir einu ári, hefir hann verið sýndur, samkvæmt beiðni, í Svisslandi, Vestur-Þýzka- landi, Hollandi og Englandi. Alls staðar hefir þessi söng- revía reynst eitt máttugasta vopnið í baráttu 'okkar fyrir lýðfrelsi og mannréttindum. Alls staðar frá, bæði í Ame- ríku og erlendis, hafa komið fram kröfur um að fá sjón- leikinn filmaðan, því að að- eins á þann hátt gæti hann náð til hinna mörgu milljóna manna. Lesendur blaðs yðar munu fagna því, að nú er þegar byrjað á þessu í Svisslandi. Þetta verður kvikmynd, er hefir að baki sér viljaþrek og sannfæringu hlutaðeiganda. Helmingur kostnaðarfjár er þegar fengið. Það hefir alþýða manna víðs vegar í Ameríku lagt fram. Fullkomið kunn- áttumannalið fór frá Holly- wood til Svisslands til þess að annast um filmun leiksins, og það leggur til vinnu sína kauplaust.“ í sama blaði, sem birtir þetta bréf, er einnig ræða, sem einn senator Bandaríkj- anna flutti í öldungadeild þjóðþingsins. Senator þessi heitir Cain. Hann segir: „Herra forseti! Ég hefi tilboð og sérstakt mál að flytja Senatinu. Með viðburði síðustu daga í huga, fund utanríkisráð- herranna í París um framtíð- armál Vestur-Þýzkalands, sem birt hefir yfir við afnám samgöngubannsins til Berlín- ar, afturkomu Clays herfor- ingja og framgang Atlantz- hafssáttmálans, vil ég vekja athygli Senatins á fyrirhug- uðu þingi í Evrópu, sem ég þykist vita, að muni mjög efla frelsisbaráttu þjóðanna .... Undanfarin ár hafa marg- ir senatorar heimsótt þenna yndislega stað, Caux (Kó) í Svisslandi og komizt að raun um, að við hann eru tengdar sumar björtustu vonir Evrópu eftir styrjöldina. Eins og ég skrifaði Clay hershöfðingja, kynntist ég þar hinu eina skynsamlega mótvægi gegn yfirgangi efnishyggjustefn- unnar. Áður en ég kom þar, var ég í miklum vafa um, hvort þéir milljarðar dollara, sem fórna átti til viðreisnar Norðurálf- unni, mundu koma að fullum notum. En er ég hafði séð, (Framhtild d 7. síðu) Enn er það kveðskapur, sem mér hefir borizt. Fyrst eru hér þá vísur, sem „Glámskyggn“ sendir um bryggjugerð í Katanesi í Hval- firði og vegagerð að henni, en um eitt skeið var margt sagt um væntanlegar bílferjur yfir Hval- fjörð, þó að hljótt hafi verið um það mál um hríð, hvað sem veld- ur, En svona eru vísurnar: Forðum ákvað Akranes auð með ferjum safna, Hvalfjarðar við Katanes krónur skyldu dafna. Foruvilpu vegur dýr varð og bryggja hlaðin. Emils reyndist andinn hýr, alþjóð tryggði staðinn. Bryggjan óðum brotnar nú, bleyta veginn hylur, mjmd þar vart mun vegleg sú, er við Sjálfstæðið skilur. Vilji menn hér segja aðrar sög- ur skulu þeir bara senda mér línu. Það mun gleðja margan á þess- um siðustu og verstu tímum að fá sannar fregnir af glæsilegum stórframkvæmdum. Gamli Björn segist hafa kveð- ið þetta, „þegar Ólafur Thors var að hæla nýsköpunarskiptingu auðs íns“. Ólafs prúða er ábyrgð stinn útgerðina ef heftir, vel þótj geti vindhaninn veðrum snúizt eftir. Arðránsmenn og auðstétt lands er hans trúa klíka og Stefán Jóhann bræðrabands blessar stjórn því líka. Svo á Rerfur bóndi hérna stök- ur, kveðnar þegar nýja ríkisstjórn- in fæddist: Nýja stjórnin segir sex sumum finnst hún skritin. Krónan lækkar, kreppan vex, Kemst nú flest i skítinn. íhaldsstjórn er illa ræmd, - að ’henni margur hæddist. Þessi var þvi dauðadæmd daginn sem hún fæddist. íhaldsstjóm er óheppin oft á villigötu, hennar glamrar glymskrattinn gamla og slitna plötu. Svo látum við staðar numið í » dag. Starkaður gamli. Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför hjónanna RANNVEIGAR BJARNADÓTTUR og RUNÓLFS BJARNASONAR Hólmi, Landbroti. Aðstandendur. Skrifstofur vorar veröa lokaðar mánudaginn 2. janúar n. k. Almennar Tryggingar h. f. Carl D. Tulinius & Co. h.f. íslenzk endurtrygging. Liverpool London & Globe Ins.C. Sjávátryggingarfélag íslands h. f. Trolle & Rothe h. f. Vátryggingarskrifstofa Sigfúsar Sighvatssonar h. f. I LISTSÝNING I | Sýning á erlendum málverkum í íþróttahúsi Jóns Þor- | | steinssonar við Lindargötu, (bak við Þjóðleikhúsið.) I I Þessi einstæða sýning veitir yður tækifæri til að kynn- | i ast vinnubrögðum og verkum sumra helztu málara í | 1 Evrópu um fjögra alda skeið. i Lesið sýningarskrána um leið og þér skoðið sýninguna, I I það borgar sig áreiðanlega. Og gefið yður tíma til að | [ tefja, því að baki hverrar myndar leynist merkileg saga. | OPIÐ 2 — 10. IIMMtf miiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiimmiiiiimiiimiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimmiiiiiimmmimmimm iimiiimmmmimm GERIST ASKRIEE\líl'R AÐ TÍMANUM. - ÁSKRIETASÍMI 2323.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.