Tíminn - 08.01.1950, Blaðsíða 2
TÍMINN, sunuudaginn 8. janúar 1950
6. blað
'}tá hafi tii ketóa
Hvar eru skipin?
lííkisskip.
rlekla er í Reykjavík og fer það-
tn fimmtudaginn 12. þ. m. aust-
nr um land til Siglufjarðar. Esja
;r í Reykjavík og fer þaðan á
norgun vestur um land til Ak-
ireyrar. Herðubreið er væntanleg
;il Hornafjarðar um hádegi í dag
t leið til Fáskrúðsfjarðar Skjald-
oreið er væntanleg til Reykjavík-
u seint í kvöld eða nótt að vest-
m og norðan. Þyrill er væntan-
legur til Reykjavíkur á morgun
:crá Póllandi.
‘iimskip:
Brúarfoss kom til La-Rochelle
. Frakklandi 5/1., fór þaðan 6/1.
, 1 Boulogne. Dettifoss kom til
Rt/kjavíkur 1/1. frá Hull. Fjall-
:oss kom til Kaupmannahafnar 5/1
cer þaðan 9/1. til Gautaborgar og
-Æith. Goðafoss kom til Rotterdam
?/l. fer þaðan 9/1. til Hull. Lagar-
:oss er í Kaupmannahöfn. Selfoss
:ór frá Reykjavík kl. 20,00 í gær
/estur og norður. Tröllafoss fór
crá Siglufirði 31/12. til New ork.
v?atnajökull fór frá Vestmanna-
:ymm 2/1. til Póllands. Katla fór
:rá New York 30/12., væntanleg
il Reykjavíkur á morgun.
Messur í dag:
Dómkirkjan. Messa kl. 11, síra
ðjarni Jónsson.
Laugarneskirkja: Messað kl. 2
;. li. Síra Garðar Svavarsson.
Earnaguðþjónusta kl. 10 f. h. Síra
Garðar Svavarsson.
Frík'rkjan: Messa kl. 2 e. h.
Síra Ragnar Benediktsson prédik-
jr. (Ræðuefni: Máttur frækorns-
.ns í mannlegu hjarta). Unglinga-
élagsfundur kl. 11 f. h.
Hafnarfjarðarkirkja: Sunnudaga
;kóli K.F.U.M. kl. 10.
nskálaprestakall: Barnaguðþjón
jsta í Njarðvíkum kl. 2 e. h. Síra
cTiríkur Brynjólfsson.
Nesprestkall. Messað i Mýrar-
lusaskóla kl. 2,30. Síra Jón Thor-
jrensen.
Ur ýmsum áttum
iliaðamannafélag íslands
heldur fund kl. 2 í dag (sunnu-
iag) að Hótel Borg.
Prentarar!
Jclatréskemmtun H.Í.P. verður i
Jag 8. janúar kl. 4 e. h. Aðgöngu-
mðar verða seldir í dag í skrif-
jtofu fé’agsins frá kl. 4—7.
áunnudagaskóli
guðfræðideildar háskólans tekur
jftur til starfa í dag kl. 10 f. h.
Munu öll börn fá Jólakveðjuna,
pau, er ekki hafa fengið hana áð-
jr.
Blöb og tímarit
Bankablaðið
3.—4. tbl. 15. árgangs hefir blað-
mu borizt. Fyrst eru í blaðinu
mnningagreinar um Halldór Hall-
dórsson útibússtjóra og Ágúst J.
Johnson bankaféhirði. síðan skýrsla
um starfsemi Sambands ísl. banka
manna o. fl.
Hrer fylejist með
tímanum ef ehUi
LOFTVR?
Bókmítgáfa Menn-
ingasjóðs
(Framhald af 1. siðu)
1. 10 árum hafa þessar greiösl
ur úr Menningarsjóöi, vegna
félagsbókanna numið til jafn
aöar kr. 22.480.46 á ári. Að
sjálfsögöu hafa þessar fjár-
greiöslur verið útgáfunni
milcilsverð hjálp. Þær munu
þó hafa dugað skammt, eins
og kostnaöur við bókagerö
hefir verið og er gífuriega
hár, ef félagsmenn útgáfunn
ar hefðu eigi verið margir
eða um 12 þúsund eins og
þeir eru nú og er mikill meiri
hluti þeirra hlutfallslega úr
sveitum landsins.
Útgáfubækurnar.
Hér fer á eftir stutt yfirlit
um helztu ritin, sem útgáfan
hefir látiö prenta.
Bókaflokkar. Þrjár þeirra
bóka, sem félagsmenn fengu
á s. 1. ári, eru í bókaflokkum,
sem haldið verður áfram aö
gefa út á næstu árum. Þessir
bókaílokkar hafa samheitin
„íslenzk úrvalsrit“, „Úrvals-
sögur Menningarsjóðs" og
„Lönd og lýðir“.
íslenzk úrvalsrit. — í þeim
flokki hafa þegar verið gefn-
ar út 8 bækur. Höfundar eru
Jónas Hallgrímsson, Hjálmar
Jónsson frá Bólu, Hannes
Hafstein, Mattliías Jochums-
son, Grímur Thomsen, Guð-
mundur Friðjónsson, Stefán
Ólafsson og Kristján Jónsson.
í hverri bók er ritgerð um
skáldið og verk þess. Á þessu
ári mun félagsmenn fá bók
eftir Jón Thoroddsen. Verður
hún búin til prentunnar af
Steingrími Þorsteinssyni.
Óhætt mun aö segja að út
gáfa þessara handhægu bóka
glæðir áhuga manna fyrir
lestri fagurra ljóða, ekki sízt
þeirra, sem skortir fjárráð
eða tíma til að eignast og
lesa heildarútgáfur af ritum
þessara skálda.
Úrvalssögur Menningar-
sjóðs. — Tvö bindi eru þegar
komin út í þessum bóka-
flokki: Sögur frá Noregi og
Sögur frá Bretlandi. Mark-
miðið með þessari útgáfu er
að reyna aö kynna félags-
mönnum nokkuð af hinu
bezta í þessari bókmennta-
grein erlendis. Ekki er ólík-
legt, að síðar verði einnig
gefið út safn íslenzkra smá-
sagna í þessum bókaflokki.
Lönd og lýðir. — Þessi
flokkur á að verða alls a. m.'
k. 20 bindi og koma út á 10—
12 árum. Fyrsta bindið —
Noregur — eftir Ólaf Hansson
kom út í nóvember s. 1. Eftir
þeim fregnum. sem borizt
liafa frá félagsmönnum, virð
ist engri nýbreytni varðandi
val félagsbókanna hafa verið
tekið eins vel og þessari byrj-
un á yfirgripsmikilli íslenzkri
landafræði. — Á þessu ári
kemur út bók urn Svíþjóð,
samin af Jóni Magnússyni.
Ársrit. — Hin gömlu ársrit,
Andvari og almanak Þjóðvina
félagsins. eru á meðal hinna
árlegu bóka, sem félagsmenn
fá. Þorkell Jóhannesson hefir
verið ritstjóri þeirra beggja
s. 1. 15 ár. Síðustu árin hafa
LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR
Sýning í kvöld kl. 8
„Bláa kápan“
Aðgöngumiðar seldir í dag eftir kl. 2. — Sími 3191-
m. a. birzt á almanakinu rit-
gerðir um ýmsa þætti í sögu
íslands eftir 1874.
Erlend skáldrit. — Vinsæl-
asta skáldritið, sem bókaút-
gáfan hefir látið prenta til
þess, er án efa Anna Karen-
ína eftir L. Tolstoi. Á þessu
ári mun sennilega koma út
„Pickwick Papers“ eftir Ch.
Dickens i þýðingu Boga Ólafs
sonar. — Nokkrir viðskipta-
menn útgáfunnar hafa
rninnst á það, að hún ætti að
gefa út „spehnandi reyfara“.
— Útgáfustjórninni er ljóst,
að oft getur orkað tvímælis,
hvaða skáldrit eigi að ís-
lenzka fyrir hinn stóra félags
mannahóp. Reynt hefir þó
verið að velja sígild skáldrit,
sem geta sómt sér vel í bóka-
söfnum heimilanna eftir
tugi ára, ekki síður en nú.
Útgáfa fornrita. — Þegar
hafa verið gefnar út Njáls-
saga, Egilssaga og Heims-
kringla, I.—III. bindi. Sverris
saga, sem er framhald af
Heimskringlu, verður gefin
út á næstunni, búin til prent
unar af Lárusi Blöndal.
Ýmis fræðirit. — .Af þeim
skal nefna Mannslíkamann
og störf hans eftir Jóhann
Sæmundsson, Stjórnmála-
sögu eftir Skúla Þórðarson,
og Sögu heimsstyrjaldarinn-
ar 1939—45 eftir Ólaf Hans-
son. Heiðinn siður á íslandi,
bók um trúarlíf íslendinga til
forna, eftir Ólaf Briem, hefir
einnig verið gefin út af Menn
ingarsjóði. Sú bók var þó
ekki félagsbók.
Bréf og ritgerðir Stephans
G Steplianssonar. Heildarút-
gáfu í fjórum bindum á rit-
um þessa skálds í óbundnu
máli var lokið árið 1948. Sú
útgáfa var að öllu kostuð af
Þj óð vinaf élaginu.
Saga íslendinga. — Þetta
ritverk á að verða alls 10 stór
bindi. Þrjú þeirra (IV., V. og
VI.) eru þegar komin út. Ná
þau yfir tímabilið frá 1500 til
1770. — Nýtt bindi — „Tíma-
bilið 1770-^1830“, eftir Þorkel
Jóhannesson, er nú í prent- j
un. Sennilegt er að næsta •
bindi komi út árið 1951. Verð ,
ur það I. bindi, — Landnáms
og söguöldin — samin af
Barða Guðmundssyni. i
Ilíons- og Odysseifskviða.
— Hinar frægu Hómersþýð-
ingarSveinbjarnar rektors
Egilsonar hafa nú verið gefn- j
ar út að nýju i tveimur stór-
um bindum, enda voru þær
orðnar mjög fágætar. Um út
gáfuna sáu Kristinn Ármanns
son og Jón Gislason.
Lýsing íslands. — Undirbún
ingi að útgáfu þessa mikla
ritverks, sem áður hefir verið
greint frá, er haldið áfram,1
þótt hann sækist fremur1
seint. Ekki er því hægt að
segja um enn þá, hvenær _
fyrsta bindið muni koma út.
En kappkostað verður að láta
eitt bindi koma út ár hvert,
eftir að útgáfan er hafin. I
Handbækur Menningar-
sjóðs. — í næsta mánuöi'
kemur út bók. sem nefnist1
„Búvélar og ræktun“, samin
af Árna G. Eylands. Þetta
verður handbók fyrir bændur
um ræktun, meðferð og not-
kun búvéla. Ráðgert er, að
S.K.T
Nýju og gömlu dansarnir I G. T.-
húsinu sunnudagskvöld kl. 9 —
Húsinu lokað kl. 10.30.
Aðgöngumiðar seldir frá kl. 6.30.
JEPPAEIGENDUR”
Athugið að nú getum við sólað hjólbarða yðar með
hinu vel þekkta „GRIP-JEPPAMUNSTRI“
Látið okknr gera hjólbarða yðar sem nýja. — Send-
um gegn póstkröfu um land allt.
;
U
o
o
o
GÚMMÍ H.F.
Sænsk-ísl. frystihúsinu. — Sími 5977 — Reykjavík
Nýtt fyrirtæki
i:
Bændur!
•jönnumst alls konar ný-
Ismíði og viðgerðir. —
Kaupfélög!
Höfum venjulega fyrirliggj
andi í ýmsum stærðum,
ÞAKGLUGGA, Þ.4KRENN-
UR o. fl.
Öll vinna fljótt og vel af hendi leyst.
REYNIÐ VIÐSKIPTIN !
Blikksmiðjan FAXI
Hraunteig 14. — Reykjavík. — Sími 7236
Virðingarfyllst:
Björgvin Ingvarsson Benedikt Ólafsson
it
Blikksmíðameistari
Blikksmíðameistari
::
gefa út síðar fleiri slíkar bæk
ur, sem flytji hagnýtar leið-
beiningar um ýmis dagleg
störf, — og mynda þannig
safn handbóka viö almenn-
ingshæfi.
Bókaflokkur um listir. —
í ráði er að gefa út á næstu
árum nokkrar bækur um list
ir. Reynt verður að hafa þær
hvort tveggja í senn, alþýð-
legar og fræðandi. Til skýr-
ingar efninu verða í hverri
bók margar myndir. Þegar
hafa verið ráðnir 2 menn til
að semja bækur i þessum
flokki. Haraldur Björnsson
mun rita bók um leiklist og
Páll ísólfsson um hljómlist.
(A. m. k. önnur þessara bóka
á að koma út fyrir lok þessa
árs.
Sögustaðalýsing. — Mennta
málaráö hefir fyrir nokkru
ráðið Jón Jóhannesson til að
semja allsherjar lýsingu ís-
lenzkra sögustaða. Ekki er á-
ætlað, að rit þetta geti kom-
ið út fyrr en eftir 7—10 ár.
Útgáfa ýmissa fleiri rita
hefir verið rædd í útgáfu-
stjórninni, þótt ekki verði
•það rakið hér.
Menntamálaráð.
í Menntamálaráði eiga nú
sæti Valtýr Stefánsson for-
maður, Barði Guðmundsson
ritari, Pálmi Hannesson,
Magnús Kjartansson og Vil-
hjálmur Þ. Gíslason. Stjórn
Þjóðvinafélagsins skipa nú:
Bogi Ólafsson, forseti, Barði
Guðmundsson, Guðni Jóns-
son, Halldór Kiljan Laxnes
og Þorkell Jóhannesson.
Umboðsmenn útgáfunnar
utan Reykja'víkur eru nú 140.
Þeir hafa yfirleitt reynzt ötul
ir og traustir trúnaðarmenn
og á útgáfan mörgum þeirra
ómetanlega mikið að þakka.
Án þeirra hefðu bækur henn
ar alls ekki náð þeirri út-'
breiðslu. sem raun hefir á orð
ið.
Forráðamenn útgáfunnar
hafa beðið blaðið að þakka
umboðsmönnunum og öllum
hinum mörgu og góðu félags-
mönnum viðskiptin og sam-
starfið á undanförnum árum.