Tíminn - 22.01.1950, Blaðsíða 1
r................................-■;!
Skrifstofur l Edduhúsinu
Fréttasímar:
81302 og 81303
Afgreiðslusími 2323
Auglýsingasími 81300
Prentsmiðjan Edda
,
34. árg.
Reykjavík, sunnudaginn 22. janúar 1950
18. blað
Baráttan er milli Sigríðar Eiríksdóttur
og áttunda manns á lista Sjálfstæðisfl.
Ef allir stuðningsmenn berjast einhuga og af al-
efli fyrir sigri B-I>stans eru úrslit bæjarstjórnar-
kosninganna fyrirfram ráðin
Nokkur orð til
Alþýðublaösins
Alþýðublaðið hefir tekið
sér stöðu við hliðina á blöð-
um Sjálfstæðisflokksins i and
stöðu við frumvarp Framsókn
armanna um störíbúðaskatt,
en rangfærslur um það mál
eru nú tíðar í þeim blöðum.
í gær, laugardaginn 21. jan.,
er mín sérstaklega getið í
Alþýðublaðinu í sambandi
við þetta mál, og segir þar,
að ég vilji „skattleggja íbúð-
ir í Reykjavík“ en sleppa
mínu „eigin stórhýsi“ fyrir
norðan-
f frumvarpinu um stór-
íbúðaskatt er lagt til, að á-
kvæðin um hann gildi á
þeirn stöðum, þar sem húsa-
leigulögin hafa komið til
framkvæmda, en ekki ein-
gcngu í Reykjavík. Það er
alkunnugt, að þau hafa kom-
ið til framkvæmda á mörg-
um stöðum utan Reykjavik-
ur.
Eg skrifaði grein í Tím- ,
ann um stóríbúðaskattinn I
fyrir nokkrum dögum og
sýndi þar fram á, að á-1
kvæðin um skattinn í frum
varpi Framsóknarmanna!
eru ekki strangari en það, |
að formaður Alþýðuflokks |
ins, sem hefir verið for- ^
sætisráðherra undanfarin
ár. þvrft ekki að borara
stóríbúðaskatt af ibúð
sinni, þó að frumvarpið
væri orðið að lö^um. Skatt
urinn myndi aðens lenda
á þeim mönnum, sem telja
sig þurfa meira húsrúm
fvr<r hvern h^imilismann
heidur en siálfur forsætis |
ráðherra landsins hefir lát
ið sér nægja á undanförn-
um árum.
Og nú g»t ég upplýst Al-
þvðiibiaðið um það, að bój
að búsaleivulöiíin hefðu
komið tii framkvæmda í
minni sveit, og skatta-
ákvæðin ættu þar af leið-
andi að gilda þar, þá mvndi
ég ekki hurfa að borga
neinn skatt, samkvæmt
frumvarninu. af húsi mínu
sem Albýðublaðið nefnir
.„mvndarlesrt stórhýsi“.
Skattaákvæðin eru ekki
stran^ari en þetta. Eg
mvndi sleppa við skatt-
inn, eins og Stefán Jóhann,
formaður Alþýðuflokksins
þó að Alþýðublaðið telji
mig eiga „stórhýsi“.
Skúli Guðinundsson.
hað verður æ ljósara, að í þessum bæjarstjórnarkosning’-
um stendui baráttan milli frú Sigríðar Eiríksdóttur hjúkrun-
arkonu, sem er í öðru sætinu á B-listanum, og áttunda
mannsins á lista Sjálfstæðisflokksins. Þetta er öllum and-
stæðingunum þegar orðið ljóst, og þá ekki sízt Sjálfstæðis-
mönnum, enda hafa öll andstæðingablöðin birt svo að segja
daglega tvær og þrjár svæsnar skammagreinar um Fram-
sóknarmenn. Þetta er órækasti vitnisburðurinn um það,
livert þau óttast, að straumurinn muni liggja.
Framsóknarmenn hafa frá
upphafi gengið sigurreifir til
þessara kosninga, á sama
hátt og þeir voru alltaf sig-
urvissir í þingkosningunum í
haust. Sigríður Eiriksdóttir
getur náð kosningu, hnekkt
þar með meirihluta Sjálfstæð
ismanna, sem engum hefir
fyrr tekizt, og Framsóknar-
menn þar með náð mjög þýð-
ingarmikilli aðstöðu til þess
að hafa áhrif á bæjarmálin
og berjast fyrir beim málum,
sem mest eru aðkallandi —
arðgæfri, jákvæðri atvinnu,
útrýmingu húsnæðisleysisins
og bætttri heilbrigðisþjón-
ustu.
Hvort þetta mark næst,
ræðst í næstu viku. Það er
undir því komið, hversu öt-
uliega stuðningsmenn B-list-
ans ganga fram um það að
afla listanum fylgis, skýra
fyrir mönnum stefnu Fram-
sóknarmanna og B-listans í
umbótamáJum Reykjavíkur
og þýðin^u þeirra áhrifa, sem
vaxandi flokkur, gæddur vor-
hug og • framsækni, getur
haft á þróun bæjarins og af-
komu bæjarmanna. Vinni
stuðningsmenn listans ein-
huga og staðfastlega þessa
daga til kosninga, er nú opin
leið til þess að hnekkja meiri
hluta íhaldsins og stuðla
þannig að því, að nýtt tíma-
bil megi renna upp í sögu
Reykjavíkur.
B-Jistinn heitir á liina
gömlu fylgismenn Framsókn
arflokksins og hina mörgu
nýliða að láta einsJds ófreist-
að að afla listanum þeirra til
tölulega sárafáu atkvæða,
(Framhald á 7. siðul
Samþykkja heimild
til vinnustöðvunar
Við atkvæðagreiðslu sem
lauk í gær var stjórnum fé-
laga ísl. loftskeytamanna og
stýrimannafélags íslands gef
in heimild til að láta kom til I
vinnustöðvunar á kaupskipa |
flotanum takizt ekki samning
ar í vinnudeilu þeirri sem
þar stendur yfir. Af 55 loft-
skeytamönnum voru .53 með
heimildinni, einn á móti og
einn skilaði auðu. Af 68 stýri
mönnum voru 64 með heimild
inni, en fjórir á móti.
Fjölmennið á fundinn
í Stjcrnubíó í dag
B-listáfundurinn í Stjörnubíó er í dag, og hefst
k ukkan tvö. Húsið verður opnað klukkan hálf-tvö.
Skorað er á alla að koma tímanlega, því að fundur-
inn hefst stundvíslega-
Stuðningsmenn B-listans! Fjölmennið á fundinn
og takið með ykkur gesti. Látum fundinn í Stjörnu-
bíói í dag verða glæsilegasta fund Framsóknarmanna
í sögu höfuðstaðarins.
Rannveig Þorsteinsdóttir
flytur frv. um endurgreiðsiu
á hinum óeðlilegu hátollum
á sænsku húsunum
Fjárniálaráðhorrar íluiltlsins liafa livor af
öðrum vanrækt að nota hoimild til endur-
greiðslu o$>' liundsað áskorun moira on
lirjátín |)in$>nianna
Árið 1946 veitti alþingi ríkisstjórninni heimild til endur-
greiðslu á tollum á tilbúnum timburhúsum, sem þá voru
flutt inn. Var þá í gildi 30% verndartollur á efni í þau Hins
vegar stóð svo á í landinu, að húsnæðisskortur var mikill,
en erfitt að fá smiði til húsbyggingar. Var því horfið að því
ráði að flytja inn talsvert af tilhöggvum húsum í tilrauna-
skyni. Þessi endurgreiðsla hins óeðlilega tolls hefir þó aldrei
fariö fram, og nú fyrir nokkru flutti Rannveig Þorsteins-
dóttir frumvarp um þessa endurgreiðslu.
Þessi tollur var því rang-
látari, sem tiltölulega lítið af
húsunum var flutt inn sem
Gísli Sigurbjörnsson, forstjóri ellihcimilisins Grund í Reykjavík hefir borið fram gagn-
merkar tillögur um lausn húsnæðisvandræða gamals fólks, og hefir þeim tillögum verið
lýst hér í blaðinu. Leggur hann til að reistar verði sambyggingar með Iitlum íbúðum, og
gefist einstaklingum og fyrirtækum færi á að tryggja sér afnot af íbúð með fjárframlög-
um gegn sanngjarnri leigu. Þórir Baldvinsson byggingameistari hefir teiknað þessi hús,
og hefir verið gert líkan af þeim. Mynd þessi er af líkaninu, sem Gísli sýndi fréttamönnum.
fullunnin vara, mikið hálfunn
ið, en sumt sem óunninn við-
ur. En á allt þetta var lagð-
ur 30% tollur, sem á tímum
atvinnuskorts í byggingariðn
aninum hafði verið lögleidd-
ur.
Saga þessa máls er sú, að
heimild um endurgreiðslu
ríkisstjórninni til handa var
samþykkt á þingi 1946. Fjár
málaráðherrar íhaldsins hafa
þó hver af öðrum tregðast
við að endurgreiða hinn óeðli
lega toll, og það jafnvel þótt
tollstjórinn í Reykjavík hafi
ítrekað réttmæti þess, að svo
yrði gert og bent á heppileg-
ar leiðir í því efni, og yfir
þrjátíu þingmenn sent ríkis-
stjórninni áskorun um það.
Eysteinn Jónsson fékk mál
ið hvað eftir annað tekið til
umræðu i ríkisstjórninni, en
svör af hálfu fjármálaráð-
i herra íhaldsins voru vífilengj
ur einar og undanfærzlur.
1 (Framhald á 2. síðu).