Tíminn - 22.01.1950, Blaðsíða 4

Tíminn - 22.01.1950, Blaðsíða 4
4 TÍMINN, sunnudaginn 22. janúar 1950 18. blað Vilja lesendur láta Ijúga að sér? Það má vel vera, að stjórn- málaumræður á íslandi hafi löngum verið með öðrum og leiðinlegri blæ en æskilegast væri. Við erum margir stór- orðir, íslendingar. Deilur hafa verið háðar af kappi og hörku. Og þá hefir ýmsum orðið gjarnt að draga inn í umræðurnar persónulegt líf andstæðingsins, ef þar mætti fá höggstað á honum. Nú eru það að vísu engin rök í deilumálum, þó að and- stæðingnum hafi eitthvað orðið á persónulega, eða hann sé lítill maður vexti. Þó má viðurkenna það, að mikill sé munurinn, ef satt er sagt, eða ef logið væri. Eins og stjórn- máladeilum er háttað hér á landi, má hver sá, sem þar gengur fram, vænta þess, að ráðizt verði á persónu hans. Það ætti þá um leið að verða honum hvct til að vanda framkomu sína, og því meir, sem honum er annara um þau mál, sem hann berst fyriry Menn verða líka að horfast í augu við staðreyndir lífsins, þó að ekki séu allar til á- nægju eða fremdar. Siðleg takmörk, sem allir hafa virt. En þó að íslenzk blaða- mennska hafi ekki alltaf þótt til einskærrar sæmdar, eru þó viss takmörk, sem alltaf hefir þótt óhæfa og æruleysi að ganea yfir. íslenzk blöð hafa jafnan sagt satt frá at- kvæðagreiðslum opinberum, tillögum og slíkum staðreynd um- Og það hefir aldrei þótt sæma að falsa ummæli manna þannig, að eigna þeim og birta innan tilvís- unarmerkja setningar, sem þeir hafa aldei sagt eða skrifað. „Met í sorpblaðamennsku". Mbl. var eitthvað að tala um met í sorpblaðamennsku nýlega. Það hefir nú sett met á bví sviði með því að brióta allar bær reglur, sem áðan voru hér taldar. Eg mæltist til bess um dag- inn, að ef nokkur vissi til þess. að slíkum aðferðum hefði verið beitt í blöðum á íslandi fvrr en á þessu ári, léti hann mig vita um það dæmi. Enginn hefir bent mér á neitt af því tagi. Ýmsa fróða menn hefi ég sourt, og enginn þeirra man eftir bví- b'kum sóðaskap og soillingu í blöðum landsins fyrr en á þessu ári. An<tstvggð einraeðisins. Eitt af því, sem okkur finnst andstyggilegt við ein- ræðið, er það, hvernig ríki- andi stiórnir eru einar til frásagnar úm liðna tíma, falsa söguna og banna cðr- um að leiðrétta eða gera at- hugasemdir við. Þannig er saean endursamin að vild og geðbótta hins ráðandi flokks. í einræðislöndunum er bjóð unum sögð saga liðins tíma eins og stjórnin telur sér henta- Þar eru fölsuð orð og ummæli. tillögur og atkvæða- greiðslur og enginn fær að gera neinar athugasemdir við það. ' Þetta er eitt af bví ljótasta við kúgun einræðisins. En Sjálfstæðisflokkurinn f«l«,nzki notar þessa aðferð cinræðisins, þó að í lýðræð- Eftir Ilalldór Kristjánsson. islandi sé. Bæði Mbl, og Vís- ir hafa notað dæmalaus vinnubrögð til að leita kjör- fylgis Reykvíkinga þessa síð- ustu daga. Hér verður nú birt ofurlítið annálsbrot eða kafli úr afrekaskrá þessara blaða: Afrekaskrá Sjálfstæðis- blaðanna. 12. jan. Mbl. falsar frásögn af til tekinni atkvæðagreiðslu í fjárhagsráði 28. nóvember 1949, og segir Framsóknar- menn hafa greitt atkvæði gegn tillögu, sem samþykkt var með samhljóða atkvæð um allra f járhagsráðs- manna, þar með Framsókn armannanna auðvitað. 13- jan. Mbl. segir að í tilteknum Iögiim, lögunum um togara kaup ríkisins frá 1945, sé heimild, sem þar er hvergi, fyrir því, að fjármálaráð- herra láni 18 milljónir úr ríkissjóði. 20. jan. Mbl. birtir innan tilvís- unarmerkja setningu, sem það hefir búið til, en segir að sé úr tiltekinni grein í Tímanum, og eignar siðan Rannveigu Þorsteinsdóttur þessi ummæli, þó að grein- in í Tímanum væri nafn- laus ritstjórnargrein. Sama dag: Vísir svarar réttum upp- lýsingum Tímans um frum varp Framsóknarmanna um stóríbúðaskatt í tilefni af þrálátum fölsunum Vís- is, með því að þræta og kallar Tímann Ijúga því fyrir hræðslu sakir, að í frumvarpinu séu ýms á- kvæði, sem þar hafa alltaf verið. Þetta er lítill þáttur úr af- rekaskránni í stríðsdagbók S j álf stæðisf lokksins. Sjálfstæðisstefnan þolir ekki sannleikann. Hvernig má það vera, að ekki heimskari menn en blaðamenn Mbl. og Vísis leið- ! ist út í annað eins og þetta? , Hvers konar ósköp eru þetta , á mönnunum? Stjórnir einræðisríkjanna . breyta sögunni sér í hag til J að gera fólkið hrætt yið and- stæðingana og vekja traust á sjálfum sér. Þessir landar okkar hafa fallið í sömú gröf- Ósannindin eiga að hjálpa Sjálfstæðisflokknum. Hans eigin menn halda, að vonlaust sé um völd hans og álit, ef fólkið veit sannleikann. Og þá er gripið til þessara ráða. Þá er logið til um efni í frumvarpi Framsóknar- manna og logið til um á- kveðnar atkvæðagreiðslur tiltekinna Framsóknar- manna. Þetta á að verða til að níða af þeim æru og tiltrú, * svo að fólkið haldi áfram að kjósa Sjálfstæðisflokk- inn. Það fæst ekki til þess með öðru móti og þá þykir sjálfsagt að reyna þetta. En ég held, að það sé æra og álit Sjálfstæðisflokk«ins og blaða hans, sem hér er í mestri hættu. Frægt að endemum. Það er orðið frægt að en- demum, að Þjóðviljinn sagði nýlega, að Aðalbjörg Sigurð- ardóttir hefði viljað láta brennimerkja atvinnulausa menn fyrir það eitt, að þeir væru atvinnulausir, þegar hún var í bæjarstjórn. En hitt er áþekkt, þegar Mbl. kemur þar í hugleiðingum sínum, að Rannveig Þorsteins dóttir muni láta taka þá af lífi, sem ekki vilji greiða stór- íbúðaskatt, af því Tíminn hafði bent á dæmi þess úr sögunm, að mikið arðrán og óhóf auðstéttarinnar gæti leitt til blóðugrar byltingar og mannvíga. Eina batavonin. Hér þarf að vakna öflugt og heilbrigt almenningsáli^ því að það eitt getur tekið í taumana- Hver óskar eftir því, að engu orði verði trú- andi af því, sem íslenzk blöð flytja? Blöðin eru að öðrum þræði tæki flokkanna til að afla sér fylgis. Ef hin nýju vinnu- brögð Sjálfstæðisblaðanna verða sigursæl, er auðséð, hvað af því hlýzt. Þá verða það hin ríkjandi vinnubrcgð framtíðarinnar. Þau blöð, sem segja satt, verða undir. Flokkar þeirra tapa og hverfa smám saman eða vinna það sér til lífs og gengis að taka upp sömu vinnu- brögð og íhaldið í blöðum sín um. Þeir menn, sem vilja binda sig við staðreyndir, eru þá dæmdir úr leik í blaðamennsku. Þar verða þeir einir liðgengir, sem ljúga purkunarlaust, eins og gert er nú á ábyrgð rit- stjóra Vísis og Mbl. Blöðin hætta að vera sagnfæðilegar heimildir. Innlendar fréttir verða sagðar svo, að þær hafi pólitískt áróðursgildi eins og útlendu fréttirnar í MbL, Alþýðubl. og Þjóðv- núna. Þetta er sú þróun, sem óhjákvæmilega er framund- an, ef vinnubrögð Sjálfstæðis blaðanna reynast sigursæl. Hér er það lesendanna, að taka i taumana. Ef almenn- ingur vill, að blöðin fari rétt með staðreyndir eins og efni laga, atkvæðagreiðslur opin- berra trúnaðarmanna og skjalfest ummæli annarra, þá verður hann að gera það j skiljanlegt þeim blöðum, sem! brjóta þessar reglur. Það eina, sem nú getur bjargað islenzkri blaÖa- menningu, er að blöð eins og Mbl. og Vísir hljóti hvers manns ámæli og almenna fyrirlitningu fyrir hin nýju vinnubrögð. Og þetta er alvarlegra mál en einar kosningar, þó að örulagaríkar séu. Brimlending íhaldsins. Eg skil það vel, að ritstjór- um Sjálfstæðisblaðanna er nokkur vorkunn. Þeir telja annað heppilegra umræðu- efni fyrir bæjarstjórnarkosn ingarnar en bæjarmálin, og það er eðlilegt. Svo var grip- ið til þess ráðs að gera frum- varpið um stóríbúðaskatt að æsingamáli. Áróðursvélin var (Framh. á 6. síðu.J JÓHANNES HARALDSSON i Laugahlíð hefir sent Tímanum eft irfarandi bréf í tilefni af blaða- skrifum undanfarið um húsnæðis- vandræði og erfið afkomuskilyrði í Reykjavík. Hér er hans álit: „ÞEGAR EG LAS grein þá í Tímanum, er segir frá eymd og örbirgð fólks í höfuðstað lands- ins, flugu í hug mér úrræði til I bjargar, er í fljótu bragði virðast I ofur einföld. Tökum þetta fólk, sem j enn er við heilsu, og flytjum það 1 út í sveitir til framleiðslustarfanna. Þetta mætti hugsa sér á tvenn- ' an hátt: í fyrsta lagi eru til fjölmargar byggilegar eyðijarðir í sveitum landsins, er setja mætti stærri fjöl- J skyldurnar á, ef bæjarfélag þeirra og þá ríkið legði þeim fé til stofn- kostnaðar búinu. Enda virðist þurfa fjárframlag til, ef fólk þetta á að lifa, og þá ekki séð, að það sé nema stundarfró, ef fólkið hefst við í bænum áfram. I J í ÖÐRU LAGI munu vera til fjölmörg sveitaheimili, er teldu sér happ að fá fólk, t. d. hjón með ■ barn, til vinnu á heimilinu, gegn I algengum og venjulegum kjörum, | og er reyndar víða þannig háttað, j að hjónin gætu haldið sitt eigið heimili þrátt fyrir það, að þau j annaðhvort eða bæði stunduðu i vinnu á búinu. ! Það verður ekki í fljótu bragði séð, að það ætti að vera verra að taka þetta fólk til landbúnaðar- | starfa en útlendinga, sem enga þekkingu hafa á atvinnuháttum hér og eru þar að auki mállausir að segja má, a.m.k. fyrst í stað. ÍSLENZKA ÞJÓÐIN á nú i mikl um erfiðleikum vegna fjárhags- óreglu og óstjórnar á ýmsum svið- um, og er hætt við, að frelsi henn- ar og sjálfstæði verði skammvinnt, ef eigi tekst að koma lagi á hið bráðasta. Mikinn þátt í því, hvernig kom- ið er, á hin öfuga stéttaskipting í þjóðfélaginu. Eftir því sem fólkinu fækkar, er vihnur að framleiðslunni, en öðr- um auka- eða millistéttum fjölg- ar, hefir heildarbúskapur þjóðar- innar versnað, sem og líka eðlilegt er, og er engin speki. Því hvaðan á því fólki að koma lífsviðurværi, er vinnur óarðbæru störfin, ef ekki frá þeim, er vinna að hinum skap- andi verðmætum þjóðarheildarinn ar? LAND OKKAR OG HAF mætti vera gjöfult, ef lítill hluti þjóðar- innar, sem vinnur að framleiðslu- störfunum, getur séð hinum stóra hópnum fyrir öllum þörfum og öll- um sínum lúxus, sem einmitt þar á sér stað, þó að örbirgð sé þar ekki einsdæmi heldur. Þessvegna er það á allan hátt þjóðarnauðsyn að taka blátt á- fram fólk, sem dregur fram lífið á ölmusum og styrkjum, og setja það niður við framleiðslustörfin, og styrkja það til þess. Það eru styrkir, sem kæmu aftur, kannske margfaldir. Þetta er í fáum orðum mín hug- mynd til lækningar eymd og vol- æði höfuðstaðarins, og jafnframt ofurlítil meinabót þrautpíndri og örmæddri framleiðslustétt“. í FYRRADAG voru nokkrir menn að talast við á veitingastað einum í Reykjavík. Þar voru fylg- ismenn Sjálfstæðisflokksins, Al- þýðuflokksins og Sósíalistaflokks- ins. Öllum leizt þeim heldur illa á bæjarstjórnarkosningarnar. Þar töldú þeir allir að baráttan stæði um Sigríði Eiríksdóttur og áttunda mann Sjálfstæðisflokksins. Fylgis- aukning Framsóknarflokksins í Reykjavík þótti þeim býsna slæm. Og svo var þetta allt svo öfug- snúið, að Framsóknarflokkurinn, sem átti að vera alveg fylgislaus í bænum, skyldi verða til þess að flytja og berjast fyrir máli eins og stóríþúðaskattinum og njóta svo vinsældanna af því að einhverju leyti, því að það voru þeir vissir um, að stóríbúðaskatt- urinn væri að verða vinsælt mál. — Skyldi það vera víða í bæn- um, sem menn tala svona? Starkaður gamli. Konan mín SIGRÍÐUR GUÐRÚN SIGTRYGGSDÓTTIR, andaðist að heimili sínu, Meðalholti 11, hinn 20. þessa mánaðar. EINAR MÁGNÚSSON. ÍUXZlMttUtÍÍU Allt til að auka ánægjuna Strákústar, Stufkústar, Stéttakústar, Miðst.-ofna- kústar, Glasakústar, . Veggf.kústar, Bílþvottakústar, Gluggakústar, 2 teg. Kalkkústar. Kúaburstar 3 teg., Klósettburstar 2 t. Fiskburstar, Naglaburstar 2 t. Uppþvottab. 4 teg. Fataburstar, Hárburstar, Skóburstar, Skóáburðarb., Brúsaburstar, Gólfsópar, margar teg., Hand-skrúbbur, • i margar teg.,i Skrúbbuhausar, 2 teg.,i Barnaskrúbbur, Pottaskrúbbur, Pottaþvögur, Kústasköft. Komið, — skrifiö, — símið, — sendið. — Takið bursta- vörurnar um Jeið og þið seljið okkur: Flöskur, glös ogi tuskur. Verzlun Ingþórs, Selfossi Sími 27.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.