Tíminn - 02.02.1950, Blaðsíða 3
27. blað
TÍMINN, fimmtudaginn 2. febrúar 1950
3
Dánarminning: Ingiríður Brandsdótfir,
Ægissíðu
Nokkru fyrir nýliðin jól,
andaðist að Ásmundarstöðum
í Ásahreppi, Ingiríður Brands
dóttir fyrrum bónda í Marz-
hól á Bakkabæjum. En hann
var bróðir Jóns Brandssonar
bónda í Fíflholti, sem var
hestamaður svo mikill, að
enn býr að í Rangárþingi og
myndarmaður að ýmsu leyti,
•— en varð gæfulítill að iok-
um og endaði líf sitt á ömur-
legan hátt.
Ingiríður missti móður sína
barn að aldri. Fór á ungl-
ingsaldri úr föðurhúsum og
var vinnukona upp frá því,
meðan orka leyfði erfiði. —
Lengstum var hún á Ægisíðu,
hjá merkismanninum: Jóni
bónda Guðmundssyni Brynj-
ólfssonar á Keldum, — og
talin vera uppáhaldsvinnu-
kona hans. —
Eftir andlát Jóns var hún
kringum áratug hjá Ingi-
björgu dóttur hans, sem gift
var Bjarna Guðmundssyni
frá Háamúla, en nú býr ekkja
á Gaddsstööum á Rangár-
völlum. Og enn var hún þar
viðloðandi, árum saman, eft-
ir að aldur meinaði, að vera
í föstum vistum. — Ætla ég,
aö enginn vandalaus reyndist
henni eins vel og Ingibjörg
á Gaddstöðum. Síðast var hún
allmörg ár hjá Þórði bónda
bróður sinum á Ásmundar- j
stöðum og virtist líða vel. j
Fór þó þaðan fyrir fáum mán 1
uðum, og ollu því eigin geð-
brestir. —
Inga Brands var nvorki vit'
ur kona né víðförul. — Ætla
ég þó að á ungum aldri fylgdi
henni lífsþróttur og tiilits-
töfrar meir en meðallagi. En
lengst af átti hún lítilla kosta
völ. — Aödáun hennar á „hús
bónda“ siínumi jva'r 'e. t. v.
glaðasti geislinn, er vermdi
langa vinnukonuæfi. Og vissu
lega var það hvorki né er,
eftirtöluefni.
5. janúar 1950.
Helgi Hannesson
Dánarminning: Anna Jónsdóttir,
Eystra-Hóli
Anna gamia í Eystri-Hól er
dáin. Hún andaðist hinn 8.
desember s. 1. á 95. ári æfi
sinnar. —
Anna var ættuð úr Þykkva-
bænum, dóttir Jóns bónda
Einarssonar í Stöðulholti og
konu hans Guðrúnar Jóns-
dóttur, og ólst þar upp hjá
þeim. — Uppkomin fluttist
hún að Ægisíðu til Felixar
gamla og Helgu konu hans.
Hjá þeim var hún vinnukona
þar til hún giftist 1882, —
27 ára gömul. — Bóndi henn-
ar var Brynjólfur Baldvins-
son frá Lindarbæ. Byrjuðu
þau búskap þar. Fluttu brátt
að Hjálmholti og síðan að
Fulu. Þar lézt Brynjólfur eft-
ir langvarandi þjáningar,
sumarið 1897.
Af fimm börnum þeirra
hjóna, uxu tvö upp og urðu
myndaríólk: Guðrún, kona
Jóns bónda Sveinssonar,
Vatnskoti í Þykkvabæ og Ár-
sæll, sem lengi hefir verið
sjómaður og heima á í Reykja
vík.
Eftir missi manns síns,
bjó Anna enn um fjögur ár,
við mikla fátækt og örðug-
leika. En gafst þá upp og
gerðist vinnukona, og fylgdu
henni börnin hennar bæði. —
Fór hún fyrst til Jóns á Lýt-
lngsstöðum. En næst til Þórð-
ar í Litlutungu Tómassonar,
— með honum fylgdist hún
síðar að Eystri-Hól í Vestur-
Landeyjum. Hjá þeim hjón-
um og Helgu dóttur þeirra,
var hún meira en 44 ár. —
Anna var greind kona og j
fróðleiksfús, trúhneigö og
söngelsk, þrekmikil og heilsu- j
hraust með afbrigðum, enda j
mikil verkkona og sístarfandi
meðan sjón og limir leyfðu.
En sjö árin sín síðustu var
hún blind.
Ein af hetjum hversdags-
lífsins gekk hér örlúin til
grafar. —
15. janúar 1950.
Helgj Hannesson
Landssamband hestamanna
Dagana 18. og 19. des. 1949
komu saman í Reykjavík full-
trúar frá eftirtöldum hesta-
mannafélögum:
Þorlákur Björnsson, bóndi
í Eyjarhólum, frá fél. Sindra,
Vestur-Skaftafellssýslu.
Ólafur Jónsson, frá Aust-
vaðsholti, frá fél. Geysir,
Rangárvallasýslu.
Steinþór Gestsson, bóndi
Hæli, frá fél. Smári, Hrepp-
um, Árnessýslu.
Jón Pálsson, dýralæknir,
Selfossi, frá fél. Sleipnir, Flóa
Árnessýslu.
Björn Bjarnason, málaram.
og Kristinn Hákonarson lög-
rþj. frá féi. Sörla, Hafnarfirði.
Bogi Eggertsson, Lauga-
landi, H. J. Hólmjárn forstj.,
Þorlákur Ottesen verkstj.,
Ingólfur Guðmundsson af-
greiðslum., Björn Gunnlaugs-
son innheimtum. og Sólmund
ur Einarsson frá fél. Fákur,
Reykjavík.
Sigurdór Sigurðsson, frá fél.
Neista, Akranesi.
Ari Guðmundsson verkstj.,
Borgarnesi, Gunnar Bjarna-
son, hestræktarráðunautur
Hvanneyri og Sigursteinn
Þórðarson frá fél. Faxi, Borg-
arfirði.
Hermann Þórarinsson,
Blönduósi, frá fél. Neisti,
Austur-Húnavatnssýslu.
Ólafur Sveinsson kaupm. í
Reykjavík, frá fél. Stígandi,
Skagaf j arðarsýslu.
Pálmi Jónsson bókari i
Reykjavík, frá fél. Léttfeti,
(Framhald á 7. síðu.J
Sveitin okkar
Eftir Richard Bcck.
Fyrir nokkru birtist í
Lögbergi ritdómur eftir
prófessor Richard Beck um
þrjár Norðrabækur frá
seinasta ári. Fer hér á eft-
ir dómur prófessorsins um
eina þessara bóka.
Þriðja bókin, sem hér verð-
ur stuttlega gerð að umtals-
efni, er Sveitin okkar, eftir
Þorbjörgu Árnadóttur. Er hún
frábrugðin hinum tveim að i
því leyti, að hún er frumsam- j
in af höfundinum, en þó!
skyld hinum ritunum að efni, j
því að hún fjallar, eins og!
nafnið bendir til, um íslenzkt \
sveitalíf, en þar á íslenzk i
þjóðleg og bókleg menning |
sínar djúpu rætur og hefir
lifað og dafnað öldum saman.
Það hefir verið mikil tízka 1
í íslenzkum nútíðarbókmennt j
um að bregða upp, í áróðurs
skyni, sem ömurlegustum j
myndum úr íslenzku þjóðlífi
og sveitamenningu. Hér kveð-
ur við allt annan tón. í bók
sinni lýsir Þorbjörg Árnadótt-
ir sveitalífinu á fyrsta tug
þessarar aldar eins og það
kom henni fyrir sjónir á
æsku- og unglingsárum líenn
ar í einu af fegurstu og víð-
frægustu sveitum landsins.
Prestsdóttirin frá Skútustöð-
um færir hér í einkar aðlað-
andi og skáldlegan búning
bernsku- og æskuminningar
sínar, hitaðar eldi ræktar-
semi og þakkarhuga. Ýmsir
munu segja, að hér sé horft
á hlutina gegnum rómantískt
sjónargler, en þá er því til
að svara, að fegurðin er, góðu
heilli, eins raunveruleg og
ljótleikinn, hið góða eigi að
siður en hið illa, öllum þeim,
er líta lífið heilskyggnum
sjónum. Og það ætla ég, að
þeir, sem nú eru miöaldra
og ólust upp í íslenzkri sveit
á því tímabili, sem þessi lýsing
tekur yfir, muni af eigin
reynd kannast við sanngildi
hennar í meginatriðum, þó
að breyttir staðhættir komi
þar vitanlega til greina og
menningarlífið kunni að
ýmsu leyti að hafa verið auð-
ugra á prestssetrinu, æsku-
h^imili höfundar, en almennt
gerðist annarsstaðar.
Hér er lýst, með hrifningu
og aðdáun, lífinu í sveitinni
á öllum árstíðum, ‘æskunni
að leik og fullorðna fólkinu að
starfi innan húss og utan,
heimilis- og félagslífi hvers-
dagslega og á hátíðastund-
um; eigi aðeins ytri hliðinni
á lífi fólksins, heldur einnig
innra lifi þess, því að með
mikilli nærfærni er blæjan
dregin frá hugarheimum þess
í sorg og gleði. Falleg og sam
úðarrík er t. d. lýsingin á því^.
þegar fyrstu ástir kvikna í
brjóstum unga fólksins.
Bókin er rituð á íburðar-
iausu og blæfögru máli; nátt-
úrulýsingarnar oft bæði skáld
legar og markvissar, frásögn-
in nll lifandi og lÆldur at-
hygli lesandans vakandi.
Hollrar lífsspeki gætir einn
lg víða í þessari bók, ekki
sízt í orðum þeim, sem lögð
eru i munn prestinum, föð-
ur höfundarins. Og okkur,
sem áttum því láni að fagna
að þekkja séra Árna Jónsson
persónulega, finnst sem hann
sé þar lifandi kominn og á-
varpi okkur að nýju með hlý-
leik sýnum, víðsýni og vizku.
Dóttir hans hefir líka tileink-
að minningu hans þessa bók
Kabarettkvöld Templara
í Góðtemplarahúsinu
Edda Skagfield
Fyrir nokkru er byrjað að í þjóðlífinu, að það getur ver
hafa svokölluð Kabarett- ið sncrp og réttmæt ádeila,
kvqjd í Góðtemplarahúsinu.
Templarar hafa þar gengizt
fyrir því að koma á léttum
kvöldskemmtunum og það er
óhætt að segja, að þeim hefir
heppnast vel með þessari
fyrstu tilraun að gera fólki til
ánægju.
Dagskrá þessara skemmt-
ana eru ýmsir smáþættir. Þar
syngur Edda Skagfield ein-
söng. Tveir menn úr hljóm-
sveit hússins leika ungverzk
sígaunalög, Jan Moravek og
Guðni. Auk þessa er dansþátt
ur, upplestur, flutningur gam
anvísna og stuttir leikþættir.
Leikarar þeir, sem þarna
koma fram, eru Klemenz
Jónsson, Valdimar Lárusson,
Emilía Jónasdóttir, Sólveig
Jóhannsdóttir og Nína Sveins
dóttir. Heita má, að óslitinn
hlátur sé meðal áhorfenda,
meðan þau flytja atriði sín,
enda er margt haglega gert,
bæði í efni og meðferð
Nokkuð af efni þessara
skemmtana er eftir Loft Guð
mundsson. Hann á sinn hlut
bæði í leikþáttunum og gam-
anljóðunum. Ekki er annað
hægt en dást að því, hvað
heppinn Loftur er, . slikur
stcrframleiðandi sem hann er
á þessu sviði. Hann kann
undra vel að hitta á það, sem
fólk hefir unun af og vekur
hlátur. Og þáttur hans um
happdrættismiðann er mjög
haglega sniðinn. Sumt í
blankveldisljóðunum er líka
óvenjugott spaug og á sér
raunar svo mikla samsvörun
sína, og átti það ágætlega
við, því að hún kom út á ald-
arafmæli hans, sem börn hans
og aörir ættingjar minntust
virðulega að Skútustöðum
siðastliðið sumar.
Undiralda þessarar bókar
er djúpstæð átthagaást og ást
á þeim sögulegu og menning-
arlegu erfðum íslenzku þjóð-
arinnar, sem verið hafa henni
orkulind til dáða í liðinni tíð.
því að snúningur þessara
kunnu öndvegisljóða er ekki
annað en úthverfa þjóðlífs-
ins og öfuguggaháttur.
Með þessum Kabarett-
kvöldum er aukið nýjum
þætti í skemmtanalíf Reyk-
víkinga. Samtök bindindis-
manna hafa hér sótt fram og
náð nýjum áfanga á sviöi
skemmtanalífsins. Það^ er
spor í rétta átt, þó að það sé
ekki nema lítill þáttur í
löngu starfi, sem eftir er að
vinna. Templarar ættu að
halda áfram á þessari tíraut
og hafa fleiri og fjölbreyftari
skemmtanir, þar sem ál-
menningur gæti átt ánægju-
lega stund áfengislaust.
Frá þessu sjónarmiði er hér
um að ræða talsvert méfki-
legan atburð á sviði skern’mt-
analífs og áfengismála. 'Og
það vænti ég, að almennhig-
ur taki þessari fyrstu' tilraun
svo vel, að það verði tívsitn-
ing til að halda áfráni og
gera betur næsta vetur.
II.'Kr.
Jajji/aiiS
et vinsaBlasta blað unga fólksins.
Flytur fjölbreyttai greinar um er-
lendo sem innlenda iazzleikgra.
Sérstakai frétta- spurninga- texto-
og barmonikusíður.
lUndirritaður óskar áð gerast á
skrijundi aO Jaszblaöinu.
Naín ............................
Heimili ................*____"....
Staður