Tíminn - 03.02.1950, Qupperneq 7
28. blað
TÍMINN, föstudaginn 3. febrúar 1950
7
Veiðar við Grænland
Efáir Jóit Ðtiasoit
Fimm sumur í röð hafa
tugir og hundruð skynbær-
ustu manna vottað það, að
of mörg íslenzk skip hafi ver-
ið gerð út á síld við Norður-
land. Þeir votta, að skipin
hafi spillt veiðinni hver fyrir
öðrum, og meira að segja að
ekki aðeins aflinn á hvert
skip heldur og heildárafli alls
síldarflotans hefði orðið meiri,
er skipin hefðu verið færri.
Þetta gæti verið skiljan-
legt, ef útgerðin væri eins
skipulagslaus nú og hún var
um síðustu aldamót. En nú
er sjávarútvegurinn orðinn
rígbundinn í skipulag: sjó-
mannafélög, Farmanna- og
fiskimannasamband, Fiskifé-
lag íslands og Landssamband
ísl. útvegsmanna, og ekki er
aðeins hver skekkja skrásett,
heldur og hver fengin branda
talin.
Fyrir þessi samtök ætti það
að vera mjög auðgert að beina
þeim hluta bátaflotans, sem
beinlín is ertil ógagns við
síldveiðarnar, til hinna arð-
bæru fiskveiða við Grænland,
og það því frekar sem þorsk-
vertíðin við Grænland byrjar
strax og þorskvertíðin hér er
að fjara út, og veiðin getur
þannig haldið óslitið áfram
með sömu veiðarfæfum.
í þessu sambandi beinist
hugur manna sérstaklega að
stóru bátunum nýju. Að
hverju gagni koma þeir nú?
Þegar verið vár að bollaleggja
um kaup á þessurn bátum,
sögðu þaulreyndir útgerðar-
menn, að þeir mundu eiga
erfitt með að bera sig á vetrar
vertíð. Þeir myndu ekki gefa
meiri afla en 30—40 topna
bátar, en verða miklu dýr-
ari í rekstri. Er þá von, að
þessir bátar beri sig nú á
vetrarvertíð?
Þessir stóru bátar voru sér-
staklega keyptir með tilliti tii
síldveiða við Norðuland. En
þar hafa þeir hlaðið á sig
tapi sumar eftir sumar.
En það eru einmitt þessir
stóru bátar, sem ekki njóta
sín hér við land, sem bezt
mundu henta til saltfiskveiða
við GrænJand. Á breiddarstig-
um íslands við Vestur-Græn-
land, er veðrátta hentug til
útilegu fyrir báta, en þó verða
stillur enn meiri, er lengra
dregur norður.
Með útgerðinni við Græn-
land er verið að reyna að
koma fótum undir nýjan at-
vinnuveg, sem sjávarútvegur-
inn og þjóðin öll hefir mjög
brýna þörf fyrir. Til þess, að
þetta megi verða, þurfum við
að afla okkur mikillar þekk-
ingar og reynslu, er ekki get-
ur fengist nema með áfram-
haldandi útgerð við Græn-
land. Á síðastliðnu sumri feng
um við nokkra, og mjög dýr-
mæta reynslu í þessum efn-
um. Við erum komnir yfir
erfiðasta hjallan. Og það
skal fram, sem f ramhorfir,
meðan rétt horfir, en þau
voru jafnan orð Páls lög-
manns Vídalíns.
Menn hafa látið þá fá-
vizku um munn fara, að ekki
mundi meiri fiskur vera við
Grænland að sumrinu en hér.
En halda menn, að Norðmenn
mundu sigla flotunum sínum
frá miðum Hvítahafsins og
framhjá miðum íslands, þar
sem allar hafnir eru opnar,
og alla leið vestur fyrir hið
lokaða Grænland, ef aldar-
Byggingakostnaður
í Reykjavík
fjórðungs reynsla væri ekki
búin að kenna þeim, að stór-
um meiíT" áflauppgrip væru
við Grænland, en á báðum
þesum nefndu fiskistöðumí
Mundu Færeyingar eftir jafn
langa reynslu taka öll sín
haffær skip af miðunum við
ísland og senda þau til Græn-
lands, ef aldarfjórðungs-
reynsla væri ekki einnig bú-
in að kenna þeim, að afla-
vonin sé miklu meiri við
Grænlánd en hér. íslenzkur
skipstjóri, er var við Græn-
land í júlí óg ágúst, aflarýr-
ustu mánuðunum þar, var
ekki viss-um, nema hann
hefði gatað reitt upp álíka
mikinn aflá hér við land á
sama tíma og hann fékk í
Grænlandstúrnum. En.hverju
skeikar hér? Hverju munar
það, að skipstjóri komi öllu
ókunnugur og. vitlaus til ein-
hvers lands og renni í blindni
í sjóinn allan tímann, eða
stundi starfið á grundvelli
þekkingar og reynslu kynslóð
anna og sinnar eigin? Hafi
þessi skipstjóri ekki getað
fengið miklu meiri afla við
ísland með allri sinni reynslu
og þekkingu þar, þá var miklu
meira um þann gula við
Grænland. Og þekkingarleysi
mannsins á veiðunum við
Grænland sannast m. a. af
því, að hann valdi sér lökustu
mánuðina til veiða þar.
íslenzka þjóðin eða forráða
menn hennar verða nú aö
taka af skarið og beina þeim
hluta bátaflotans, sem aðeins
er til óþúrftár á síldveiðinni,
til ábatávænlegra veiða við
Grænland næsta sumar, og
hraða svo undirbúningi þess-
arar útgerðar, að veiðiskipin
geti verið komin á Grænlands
mið í byrjún maí eða fyrr.
Það væri og fyllilega sann-
gjarnt, að þau veiðiskip, sem
tekin eru frá óþurftarstarfi
við Norðuriandssíldina og fara
til Grænlahds til að ryðja
braut fyrír nýjan ísl. atvinnu
veg þar, fettgju sjálf að flytja
inn gagnlegan varning fyrir
þann gjal$eyri, er fyrir afla
þeirra vií Grænland fæst.
Þetta Væri sanngjarnt frá
því sjónartöiði, að ísl. skipin
hafa þar alls ekki jafna að-
stöðu ettlf við skip þeirra
þjóða, sem orðnar eru þaul-
kunnugar við Grænland og
búnar að koma sér þar vel
fyrir.
Jún Dúason.
Kosningaviðbiinað-
I
! iiriim.
(Framhald"nf 3. slBu).
1 lyndir 10, Kommúnistar 2 og
aðrir 33. ■'*
Hvernigi,Verður þingið skip
að 23. feSfúar? Eins og sak-
ir standa virðast þeir Attlee
og Churchilj standa líkt að
vígi. En kosningabaráttan
kann þar áð breyta einhverju
um.
ELDURINN
jgerir ekki boð á undan sér!
Þelr, sdm eru hyggnir
tryggja strax hjá
Samvi nnutryggingum
I nýkomnum Hagtíðind-
um er birt yfirlit um bygg-
ingarkostnað í Reykjavík á
síðastliðnu ári. Aðalatriði
þessara upplýsinga fara
hér á eftir:
í lögum nr. 87, frá 16. des-
ember 1943, um breyting á
lögum um brunatryggingar í
Reykjavík, er svo ákveöið, að
bæjarstjórn sé heimilaö að
breyta árlega brunabótaverði
húsa*samkvæmt vísitölu bygg
ingarkostnaðar í Reykjavík,
og skuli Hagstofa íslands
reikna slíka vísitölu árlega
samkvæmt verðlagi næstlið-
ins árs miðað við byggingar-
kostnað árið 1939.
Frá skirfstofu húsameistara
ríkisins hefir Hagstofan feng-
ið áætlun um byggingar-
kostnað húss í Reykjavík af
ákveðinni stærð og gerð, og
eru teikningar af því birtar
í Hagtíðindum, aprílblaði
1944.
Hús þetta er einbýlishús,
en áfast við annað (þ. e. tvö
byggð saman með eldvarnar-
múr á milli>. Er það tvílyft
með kjallara. Á 1. hæð eru
2 herbergi, eldhús, búr, and-
dyri, fataklefi og stigahús, og
úr því gengt upp á efri hæð
og niður í kjallara. Á efri hæð |
eru 3 svefnherbergi, baöher- !
bergi og skápar. í kjallara j
þvottahús og geymslur auk j
útgangs.
Húsið er gert úr steypu og
járnbentri steypu, útveggir og j
þak einangrað, sem venja er j
til, fyrir hitaútstreymi að ut- ,
an,-skelhúðað, með bárujárns
þaki, að innan allt húðað, mál
að, veggfóðrað og dúklagt,
pípulagnir allar huldar. Fram
lag allt og frágangur vandað,
án íburðar. Flatarmál húss-
ins er 64 m-, en teningsmál
500 m3.
Hér fer á eftir yfirlit um
sundurliðaðan byggingar-
kostnað selds húss 1949 og
eru árin 1939 og 1948 tekin
með til samanburðar:
Byggingarkostnaður
Trésmíði 1939 3 375 1948 26 950 1949 28 918
Múrsmlði 4 684 24 150 24 374
Erfiðisvinna og akstur ... 4 004 24 676 26 455
Málu .*.. 1 309 8 040 8 078
Raflögn 2 415 9 782 10 109
Miðstöð, eldfæri, pípur pípulagnir 0. fl og 4 964 15 186 15 947
Veggfóðrun og gólfdúkun . 2 002 5 553 6 453
Járn, vír og blikkvörur . 2 328 5 250 6 076
Hurða- og gluggajárn, saum- ur, gler 0. fl 689 2 599 2 636
Timbur 1 975 5 925 6 439
Hurðir og gluggar 1 275 6 232 6 232
Sement 2 623 8 520 8 164
Sandur og möl 563 4 491 5 176
Ýmislegt 1 077 4 059 4 064
Samtals 33 283 151 413 159 121
pr. m:’> 66., 7 302.83 318..,4
I yfirliti þessu er ekki mið-
að við almanaksár, heldur er
árið látið byrja 1. október og
reiknað til septemberloka.
Fyrsta árið gildir fyrir tíma-
bilið V>» 1938 til 30/fl 1939 og
árin á eftir fyrir tilsvarandi
tima. Vísitala þessi á að sýna
hinar almennu verðbreyting-
ar á byggingarefni og bygg-
ingarvinnu á þessum tíma, en
hinsvegar má ekki búast við,
að unnt sé að heimfæra hana
upp á hvert einstakt hús, sem
byggt hefir verið á þessum
árum. Húsin eru svo margvís-
leg að efnj og gerð, og auk
þess geta verið ýmsar sérstak
^ ar ástæður, er gera það að
j verkum, að samskonar hús
jverður dýrara eða ódýrara í
einu tilfelli heldur en öðru.
í áætlun þeirri, sem hér
er miðað við, er gert ráð fyr-
r sama vinnumagni við hús-
bygginguna á hverju ári, þ. e.
sama vinnustundafjölda, og
því ekki tekið tillit til þeirra
kostnaðarbreytinga, sem
jkynnu að stafa af breyttum
afköstum vinnunnar. Hins-
vegar hefir verið tekið tillit
[ til yfirvinnu og helgidaga-
vinnu þannig, að miðað hef-
ir verið við það yfirvinnu- og
helgidagavinnumagn, sem al-
gengast hefir verið á hverju
ári, eftir þeim upplýsingum,
sem skrifstofa 'húsameistara
hefir getað aflað sér.
Gerizt áskrifendur að
7
^Jimanum
íslenzk fríraerki
Notuð íslenzk frímerki kaupi
ég ávalt hæzta verði.
JÓN AGNARS
Frímerkjaverzlun
P. O. Box 356 — Reykjavik
AuglýsSngasimi
TIMANS
er 81300.
Fasteignasölu-
miöstöðin
Lækjargötu 10 B. Sími 6530
Annast sölu fasteigna,
skipa, bifreiða o. fl. Enn-
fremur alls konar trygging-
ar, svo sem brunatryggingar,
innbús-, liftryggingar o. fl. i
umboði Jón Finnbogasonar
hjá Sjóvátryggingarfélagi ís-
lands h. f. Viðtalstími alla
virka daga kl. 10—5, aðra
tíma eftir samkomulagi.
'UtAcluAtatiftiir í
(ZcijkjaCtk
Vesturbær:
Vesturgata 53
Fjóla Vesturgata
Veitingast. Vesturg. 16
Miðbær:
BókastöiJ Eimreiðarinn-
ar.
Tóbaksbúðin Kolasundi
Hressngaskálinn
Söluturninn við Kalk-
ofnsveg.
Austurbær:
Bókabúð Kron.
ísbúðin Bankastræti 14
Gosi Skólavörðustíg
Óðinsgata 5
Laugaveg 45
Veitingastofan Vöggur
Laugaveg 64
Veitingastofnan Stjarn
an Laugaveg 86
Söluturnin við Vatns-
þró
Verzlun Jónasar Berg-
manns Háaleitisv. 52
Verzl. Krónan Máva-
hlíð 25
Verzlunin Ás Laugaveg
160
Matstofan Bjarg Lauga
veg 166
Vogar:
Verzlunin Langholtsveg
174
Verzlunin Nökkvavog
13.
E.s.,BrOarfoss’
fer frá Reykjavík laugardag
inn 4. febrúar til Hull og
Ábo í Finnlandi.
H.f. Eimskipafélag islands
Allt til að
auka ánægjuna
Hingað rakleitt haldið þið
hluti þarf að velja,
eldhúskolla eigum við
ennþá til að selja.
VERZLUN INGÞÓRS
Selfissi — Sími 27
Köld borð og heit-
nr luatur
sendum út um allan bæ.
SlLD & FISKITR.
tmmtmttnmnnnmtmumntnmtumRnmnmnmmnnnimmtnnHnmr
§ Jöröin Hafþórsstaöir
n ,
n I NORÐURARDAL fæst til ábúðar í næstu fardögum.
t{ Semja ber við Sverri Gíslason, Hvammi.
Áskriftasímar 81300 og 2323 1 imtmtmmnmHHnnnnnmmttnnnnniHinmtttmtmnmnnnnnnttmm