Tíminn - 25.02.1950, Qupperneq 1

Tíminn - 25.02.1950, Qupperneq 1
RitstjórU Þórarinn Þórarinsson F*éttaritstjóri: Jón Helgason Útgcfandi: Framsóknarflokkiirinn r——■---------------------- i Skrtfstofur t Edduhúsinu Fréttasímar: ', 81302 og 81303 Afgreiðslusimi 2323 ', Auglf/singasimi 81300 Prentsmiöjan Edda ----------------——-------------- 34. árg. Rcykjavík, Iaugardaginn 25. fcbrúar 1950 47. blað VerkaraannaflokkHíian brezku þingkosningunu íhaldsflokkurinn bætti þó viö sig allmiklu atkvæða- magni og mörgum þingsætum. Frjálsíyndi flokk- urinn tapaði nokkrum þingmönnum en hélt at- kvæðamagni. Kommúnistar þurrkaðir út úr þinginu Attlee telnr, að erfití misni verlSa fvrir flokk hans að st jiírna laiidiiui með svo nanmnm melrihlnta. Talningu atkvæða í brezku kosningunum var að mestu lokið klukkan 11 í gærkveldi. Eftir var þá aðeins að lelja í 10 kjördæmum og fimm þeirra voru í afskekktum héruðum Skotlands og úrslita ekki að vænta fyrr en á morgun cða mánudag. Verkamannaflokkurinn hafði þá hlotið 314 þing- sæti, íhaldsflokkurinn 292 og frjálslyndi flokkurinn 8, en aðrir flokkar ekkert. Báðir kommúnistaþingmennirnir féllu, og verður því enginn kommúnisti á hinu nýkjörna þingi. Attlee forsætisráðherra lét svo um mælt í gærkveldi, að meirihluti flokks síns væri svo naumur, að tæpara mætti ekki standa um stjórnarmyndun, og hefir hann kallað sam- an fund flokksstjórnar þegar i Atkvæðamagn flokkanna var þetta, þegar talið hafði verið í þessum kjördæmum: Verkamannaflokkurinn 13.1 millj., íhaldsflokkur- inn 11.9 millj., frjálslyndi flokkurinn 2.5 millj., kom- múnistar rúm 60 þús. og aðrir flokkar samtals 100 þús. Þingmannatala flokk- anna á fráfarandi þingi var þessi: Verkamanna- flokkurinn 390, íhaldsflokk urinn 201, og frjálslyndi flokkurinn 10. Atkvæða- magn þeirra við kosning- arnar 1945 var þetta: Verka mannaflokkurinn 11.967 þús., íhaldsflokkurinn 9.087 þús., frjálslyndi flokk urinn 2.227 þús. og komm- únistar 102 þús. Hið nýkjörna þing mun koma saman til funðar annan mánudag. Spennandi talning. Sagt er að talning atkvæð- anna í Bretlandi hafi aldrei verið eins spennandi og i gær, og áratugir eru nú liðn- ir síðan svo mjótt hefir ver- ið á munum milli aðalflokk- anna í kosningum í Bret- landi. Gallupskoðanakönnun hafði bent til, að atkvæða- magn þessara flokka væri mjög líkt, og veðmálin, hin séi'kennilega en töluvert ná- kvæma „loftvog“ Breta í kosningum, höfðu verið mjög lik á báða þessa aðalflokka. Um miðnætti í fyrrinótt bárust fyrstu úrslit úr kjcr- dæmum og þá fyrst úr kjör- dæmum í London og öðrum dag til að ræða úrslitin. stórborgum SuSur- og Mið'- Englands. Virtist Verka- mannaílokkurinn halda þar alivel fylgi sínu og hafði mik inn meirihluta yfir íhalds- flckkinn framan af talning- unni. í London og útborgum hennar eru 43 kjördæmi og af þeim hlaut verkamanna- flokkurinn 31 þingsæti, en íhaldsflokkurinn 12. Þar hlutu meðal annarra kosn- ingu frá verkamannaflokkn- urn Herbert Morrison, Isaacs og Bevin. Um hádegi í gær var taln- ing atkvæða rúmlega hálfn- uð og var þá meirihluti verka mannaflokksins allverulegur, og spáðu margir því þá, að hann mundi fá um 50 þing- j manna meirihluta, en ýmsir stjórnmálamenn spáðu, að meirihluti hans mundi verða 25—30 þingmenn. Eftir það fór mjög að draga saman með flokkunum og þegar bil ið var minnst, var meirihluti verkamannaflokksins aðeins sex þingmenn fram yfir íhaldsflokkinn. Eftir það dró aftur sundur og um kl. 7 í gærkvöldi þótti sýnt, að verkamannaflokkurinn i mundi halda meirihluta, en þó mjög naumum. Um kl. átta hafði flokkurinn fengið 313 þingmenn eða eins at- kvæðis meirihluta í deildinni. Var þá eftir að telja i 19 kjcrdæmum. j l i Atján konur kosnar. í gærkveldi höfðu átján konur verið kjcrnar á þing, en 23 áttu sæti á síðasta þingi. Af þeim má helzt Attlec Cliurchill nefna Lady Megna Lloyd Ge- orge, dóttur hins kunna for- sætisráðherra, en hún er varaformaður frjálslynda flokksins og var kjörin í Anglcsley i Wales, þar sem hún hefir verið þingmaður áður. Einnig var frú J. Lee, kona Bevans heilbrigðismála ráðherra kosin í Cannack í Staffcrdshire og vann þar haröa kosningu. í framboði voru 125 konur og er það fleira en nokkru sinni fyrr. Scnur Cburchills féll. Randolph sonur Churchills var í kjöri í Devonport í Plymouth og var talinn hafa nokkrar likur til að vinna kjördæmið, enda lögð á það mikil áherzla og fór faðir hans þangað til að styðja hann í baráttunni. Hann féll hins vegar fyrir M. Foot fram 1 bjöðanda verkama,nnaflokks ins. Hins vegar felldi tengda sonur Churchills, Soames, þingmann verkamanna- flokksins í Bedford. Churchill sjálfur var kosinn með 18 þús. atkvæða meirihluta í kjcrdæmi sínu, Woodford, og er það heldur meira en síð- ast. Eden var og kosinn með miklum meirihluta í War- wick. Tveir ráðherrar féllu. I t gærkveldi höfðu 26 ráð- herrar vel’kamannaflokksins I verið kjörnir, en tveir fallið, I þeir Jones nýlendumálaráð- herra og sir Franks. Attlee náði miklum meirihluta í kjördæmi sínu, Vestur-V/alt- hamstow og Stafford Cripps í Bristol. Bevan bætti við sig allmiklu fylgi í kjcrdæmi sínu í Wales. Þingmönnum frjálslyndra fækkar, en atkvæða- magn vex. Frjálslyndi flokkurinn hafði fengið sjö menn kosna i gærkveldi, en nokkrar lík- ur ’taldar til, að einn bættist við. Hefir þingmönnum hans því fækkað um 2—3, en at- kvæðamagn hans hins vegar vaxið um nálega 400 þús. Mun það þó stafa íyrst og fremst af fleiri frambjóðend um nú en síöast og aukinni kjörsókn, en ekki beinum á- vinningi. Formaður flokks- ins, Clement Davis, náði auð veldlega kosningu í Mongo- mery í Wales. Kommúnistar hverfa af þingi. Á fráfarandi þingi áttu kommúnistar tvo þingmenn, annan í London en hinn í Glasgow. Féllu þeir báðir og eiga því engan mann á þingi. ; Pollitt aðalritari flokksins ! féll í Rhonda'í Wales, þótt i hann stæði nærri kosningu siðast og hlaut nokkru minna atkvæðamagn en þá. Alls tapaði flokkurinn um (Framliald á 2. siðu.) „Tjöld í skógi” - ný kvikmynd, gerð af Ósvaldi Knudsen Ferðaíélag íslands hélt í gærkvökli skemmtifund, og var þar sýnd í fyrsta skipti kvikmynd, sem Ósvaldur Knudsen hefir gert eftir sögu Aðalsteins Sigmundssonar, „Tjöld í skógi.“ Gerist sagan við Álftavatn og i Þrastaskógi, þar sem tveir drengir búa í tjaldi og hyggja að undrum náttúr- unnar umhverfis sig. Er myndin, eins og saga Aðal- steins heitins, hin lærdóms- rikasta og skemmtilegasta. Einar Arnórsson sæmdur heiðurs- merki Einar Arnórsson, fyrrver- andi ráðherra og hæstarétt- ardómari, átti sjötugsafmæli í gær, og af því tilefni sæmdi forseti íslands hann stór- riddarakrossi hinnar íslenzku fálkaorðu. Siglfirzkir skíða- menn stökkva yfir 50 metra Mikill áhugi er fyrir skíða iþróttinni i Siglufirði nú, enn sem fyrr. Er þaö nú norskur skíðakennari, sem. æfir skíðamenn. Segir hann, að margir ungir og efnilegir skíðamenn séu í Siglufirði, sem vænta megi mikils af, æfi þeir vel og stundi íþrótt- ina. Búið er nú að gera nýja stökkbraut i Nautskálahól- jum og stökkva siglfirzkir skíðamenn yfir 50 metra f. þessari stökkbraut, sem tal- in er hin bezta. Eru skíða- ' æfingarnar aðallega á þess- ' um slóðum i nágrenni við ' skiðaskála skiðafélagsinfí ! Skjaldborgar. ' MlltlllltmillllltMIIHIHIIIIIIMIllllMHIII|illllHlllllllllllllllllllllllllltHIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIimillllllllllltltMm«m»« - | Alþýðusambandið boðar til ráðstefnu Stjórn Alþýðusambands íslands ákvað fyrir fáum | I dögum að kaila saman ráðstefnu fulltrúa frá verka- | 1 lýðsféiögunum, og verður hún háð í Reykjavík, en tími | | ekki enn verið ákveðinn, þótt sennilega verði hcnnar ii 1 skammt að bíða. Fyrirhugað verkefni þessarar ráðstefnu er aðal- | lega að taka afstöðu til kjara- og dýrtíðarmálanna, og 1 annarra mála, sem að þeim lúta, bæði með tilliti til þess I ástands, sem nú er, og verða kann. Á ráðstcfnu þessari skal eiga sæti einn fulltrúi frá | hverju félagi, sem í Alþýðusambandinu er, án tillits til | fólksfjölda í hverju félagi. tmiiitiiHHiiitiiiiiiittmiiiiitfiiiiimitiitiiiiiiiiititiiiiiitHii»ttiitimtiiimiHim»itiiiiiiimmtiitiiititiitiiiitMii«tMim3 ;ts;!iiseM]tiMiM!:iiiti:3]iM!Miuit*ttH!:msi!!:

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.