Tíminn - 26.02.1950, Blaðsíða 4
4
r ”rr-f ]
TÍMINN, sunnudaginn 26. febrúar 1950
48. blað
Þurfum við Fríkirkju?
í stjórnarskrá hins íslenzka
iýðvelclis, 62. gr., er svo fyrir
mælt, að hin evangeliska lút-
erska kirkja skuli vera þjóð-
kirkja á íslandi, og skuli rík-
isvaldið, að þvi leyti styðja
hana og vernda.
í 63. gr. stjórnarskrárinn-
ar-segir þó svo, að landsmenn
eigi rétt á að stofna félög til
að þjóna guði sínum með þeim
hætti, sem bezt á við sann-
færingu hvers eins. í skjóli
þessarar síðarnefndu greinar
stjórnarskrárinnar hefir frí-
kirkj.a verið stofnuð hér á
landi. Hefir þetta hliðarhopp
verið tekið hér á stundum, að
nýafstöðnum prestskosning-
..ufn. 'Þeir, sem hafa talið sig
•tapa í leik kosninganna, hafa
reynt að bæta sér upp þetta
ímyndaða tap með því að
kljúfa söfnuð sinn og efna til
.fríkirkju.
„.Fyrsti vísir að fríkirkju hér
á landi mun vera í Hólma-
prestakalli við Reyðarfjörð.
Gengust þeir fyrir þessari frí
kirkjusafnaðarstofnun, sem
þóttust bíða skarðan hlut i
tafli nýafstaðinnar prests-
kosningar þjóðkirkjunnar.
Þessi utan-þjóðkirkjusöfn-
.. uður hélzt þó ekki lengi sam-
•an. Það var heldur ekki von.
Fyrirtækið var ekki byggt á
heilbrigðum grunni.
Þegar prestakalla-sam-
steypulögin 1907 gengu í gildi,
skyldi, meðal annars, Gaul-
verjabæjarsókn sameinast
Stórahraunssókn í Árnespró-
/astsdæmi, samkvæmt fyrir-
mælum langanna. Að þessu ný
mæli gazt Gaulverjabæjar-
sóknarmönnum illa. Já, svo
ílla, að þeir færðust í fang
stofnun fríkirkju í mótmæla-
skyni við lögin. Með þessu
reistu þeir sér hurðarás um
öxl og stóðust ekki fjárhags-
iegan þunga fyrirtækisins.
Nokkru síðar, þegar móðurinn
rann af þeim, hurfu þeir frá
villu síns vegar, lögðu frí-
kirkiuna sína niður og hurfu
til þjóðkirkjunnar aftur.
Fríkirkja í Hafnarfirði var,
á 'sínum tíma, reist á grunni
lcÖsningadeilna, um val þjóð-
kjrkjuprests í Garðapresta-
kalli. Er því fyrirtæki enn
haldið gangandi, en ávalt
hefir fríkirkja Hafnarfjarðar
Verið fyrirferðarlítil á skák-
borði kristindómsmálana.
Frjálslyndi söfnuðurinn í
fíeykj avík var kallaður saman
í mótmæiaskyni við veitingu
kfrkjumálaráðherra á prests-
embættum Hallgrimssóknar í
Reykjavík, en prestskosning-
in þar var þá ólögmæt, eins
og kunnugt er. Bar þessi
stofnun utan þjóðkirkjunnar
ött- merki þess, að hún mundi
skammlíf verða, enda fékk
hú'n litlu seinna hægt and-
lát.
Það á að vera aðalsmerki
mannanna að kunna sig í
andbyri lífsins, gæta vits og
góðtar stillingar, þó í fang
blási, og þola tapið æðrulaust
jafnt í prestskosningum sem
öðrum mannraunum. Minnast
beV og þess, að sá er ekki fær
úm sigurvinning, sem ekki
þolir tap.
Kem ég nú síðast en ekki
sízt, að stofnun fríkirkjunn-
ar í Reykjavík. Hefir sú stofn-
un staðið í hálfa öld. Ekki
var' stofnun hennar hrundið
í framkvæmd út af ágreiningi
um val þjóðkirkjuprests. Til-
drög að stofnun fríkirkju hér
i Reykjavík munu vera þau,
ao þáverandi Dómkirkjupresti
Eftir Péíur Jakobsson.
greiddust svo illa launin frá
’ sa^iaðarfólkinu, að hann
neyddist til að biðja um lög-
j tak fyrir sóknargjöldum, hjá
nokkrum skuldseigum gjald-
j endum. Út af þessu neyðarúr-
ræði Dómkirkjuprestsins
urðu menn svo háværir og
herskáir, að þeir gripu til
þess úrræðis að stofna hér
fríkirkju. Til að lokka menn
út á þessa nýju braut, í flokk
hinna óánægðu, voru þeim
heitin ýms veraldleg fríðindi
innan þessa nýja safnaðar.
Meðal annars má nefna, að
sóknargjöldin voru ákveðin
einni krónu lægri en í þjóð-
kirkjunni. Ekki átti að taka
sóknargjöldin til fríkirkj-
unnar lögtaki, þó eigi greidd-
ust, og ef til vill hafa fleiri á-
líka fríðindi fylgt með. Gekk
þetta svo allt til ársins 1920,
að sóknargjöldin voru einni
krónu lægri í fríkirkjunni, en
þá munu þau hafa verið
hækkuð til samræmis því, sem
í þjóðkirkjunni gilti. Lögtaks-
réttar mun og fríkirkjan í
Reykjavík hafa beiðst á sókn-
argjöldum um 1930. Munu nú!
gjöld til þessarar fríkirkju
vera innheimt af tollstjóra
Reykjavíkur, ásamt opinber-
um gjöldum öðrum, sem hanr
heimtir inn. Mun þessi ráð-
stöfun hafa verið gerð sem
nauðvörn vegna vanskila
safnaðarmanna.
Þegar eftir stofnun fríkirkj-
unnar í Reykjavík fékk hún
allmarga áhangendur og virt-
ist verulegur áhugi um vel-
] ferð hennar og framtíð. Frí-
kirkjusöfnuður þessi var al-
veg framúrskarandi heppinn
um val presta sinna. Má með
sanni segja, að hvert stór-
menni aindans eftir annað,
úr prestastétt lands vors, veld-
ist til fríkirkju þessarar. En
Adam var ekki lengi i paradis.
Hér fór sem oftar hjá mann-
anna börnum, að þau voru
ekki nægilega stöðug í því
góða, sem þeim var meðskap-
að. Safnaðarfólkið fór nefni-
lega að vanréekja kirkju sína.
Það fór að telja sig nægilega
ríkt í andanum og þess um-
komið að sitja heima, þegar
þess ágæti prestur messaði.
Bera fór á vanskilum sóknar-
gjaldanna og því var beðið um
lögtaksheimildina.
Það er gömul saga, sem þó
er ávalt ný, að ekki er nóg
að koma fyrirtæki á fót, það
þarf líka að annast það af al-
úð og kostgæfni. Sannast alls
staðar málshátturinn, að ekki
er minni vandi að gæta feng-
ins fjár en afla. Það er ekki
það, sem lifið krefst af mann-
inum, að hann sé áhlaupa-
maður; gangi berseksgang
að ætluðu marki og hrynji svo
saman eins og poki, heldur
hitt, að maðurinn sé sjálfum
sér og sinni köllun trúr, sé
hógvær í meðlætinu og stað-
fastur í mótlætinu.
Meðlimir fríkirkjusafnað-
arins hafa ekki verið köllun
sinni nægilega trúir. Það fór
fyrr eh varði að bera á fúa í
andlegum viðum fríkirkjunn-
] ar. Þetta kom ekki að mikilli
] sök, en hefir þó grafið um sig.,
I Þrátt íyrir tómlæti safnaðar- j
, manna starfaði presturinn af ,
^ meðfæddum og kynbornum
, skörungsskap til hinztu
stundar. Kyrrð og friður var
um kirkjuna og fúinn leyndi
sér. Þegar svo þáttaskiptin
urðu og ganga varð að sóknar-
prestsvali, kom einingarleys!5
í ljós. Fúinn hrundi úr stofn-
inum. Fríkirkjusöfnuðinn
vantaði sameining andans og
klofnaði um val safnaðar-
prests síns.
Ég hefði nú raunar ekki
trúað því, að nokkur söfnuð-
ur væri svo laust sameinaður,
að sundrungar gætti við val
þess prests, sem flest atkvæði
fékk í kosningunni og var lög-
lega kosinn. Þetta virðist svo
sjálfsagt réttlæti. Hitt hafði
ég ímyndað mér, að við þetta
tækifæri mundu verða ráðn-
ir tveir prestar til fríkirkj-
unnar. Safnaðarstjórnin telur
vera um 10.000 safnaðarmeð-
limi frikirkjunnar. Virðisf
hér vera um ærinn starfa fyr-
ir tvo menn, einkum þegar
þess er gætt, að þessi söfnuð-
ur er dreifður um allt lög-
sagnarumdæmi Reykjavíkur.
Er ekki að vænta mikils sam-
starfs milli prests og safnað-
ar undir svona erfiðum kring-
umstæðum. Mundi það hafa
verið fríkirkjusöfnuðinum til
mikils sóma, ef hann samein-
aður hefði fjölgað þjónandi
prestum og þar með aukið
stórlega árangur af starfi
sínu. Hefði fríkirkjusöfnuður-
inn sameinazt um það nýmæli
að fjölga þjónandi prestum
við fríkirkjuna, mundi hann
hafa eflzt að miklum mun.
Geri ég ráð fyrir, að samein-
ing í andanum og efling safn-
aðarins, sé takmarkið, sem
safnaðarmeðlimirnir keppa
að. —
Ég hefi hér að framan, á ó-
fullkominn hátt og saman-
dreginn, leltast við að rekja
hin ytri tildrög fyrir stofnun
fríkirkju hér á landi. Má með
sanni segja, að fyrirhöfnin
hafi verið mikil, en árangur-
inn ekki orðið að sama skapi.
Væri þá ekki úr vegi að
skyggnast inn í andlegu hlið-
ina. Fríkirkja hér á landi er
að sjálfsögðu evangelisk lút-
ersk frikirkja og á . að vera
sambærileg í öllum aðalatrið-
um þjóðkirkjunni okkar. Meö
öðrum örðum, þá hefir frí-
kii'kjan ekkert sérstakt „pró-
gramm“ fram yfir þjóðkirkj-
una. Þetta er heldur ekki von.
Innsti kjarni kristindómsins
er alls staðar hinn sami.
Grundvöllur hans er löngu
lagður og enginn getur annan
grundvöll lagt. Af þessu leið-
ir, að í fríkirkjunni skulu
kennd rétt og hreint hin ev-
angelisku lútersku fræði ,eins
og þau er að finna í hinum
postullegu og spámannlegu
ritum. Prestar fríkirkjunnar
skulu hafa hlotið hina sömu
menntun og prestar þjóð-
kirkjunnar; þeir þurfa að
þiggja vígslu af biskupi lands-
ins, messusiðir verða að vera
hinir sömu og í þjóðkirkj-
unni, embættisskrúði hinn
sami; kosning fríkirkjupi-esta
fer fram með svipuðum hætti
og kosning presta til þjóð-
kirkjunnar, og loks verður að
fá staðfestingu kirkjumála-
ráðherra landsins á ráðningu
fríkirkjuprestsins, til þess að
hann megi starfa á sínu sviði
sem fullgildur embættismað-
ur. —
Þegar fríkii'kja var stofnuð
hér í Reykjavík, var borgin
okkar eitt prestakall. Virðist
eðlilegt, og samkvæmt heil-
(Framhald. á 7. síðu.)
Þingeyskur bóndi skrifar: —
„Engin tvímæli eru á því, að
umræðuraar á fundi Stúdenta-
félags Reykjavikur, um andlegt
frelsi, sem útvarpað var af stál-
þræði litlu síðar, eru með því
allra eftirtektarverðasta, sem
Útvarpið hefir flutt á síðustu
misserum, enda þótt þær sner-
ust meira upp í deilur um ytri
ríkisskipulagsatriði en fyrsti
frummælandi, Tómas Guð-
mundsson, mun hafa ætlazt til,
eða gaf tilefni til. — Það hygg
ég víst vera, að almennt hafi
menn komist í skilning um það
af ræðu hans, að meginhættan,
sem verja þurfi hið andlega
frelsi fyrir, komi ekki fram í
líkamlegu eða verklegu ofbeldi á
hendur mönnum, heldur í hinu,
að persónulegur vilji manna til
að hugsa og álykta, sé lagður í
læðing, méð lævíslegri áróðurs-
tækni. Þessi misþyrming á and-
legu ástandi manna, er reyndar
alls staðar að verki, nú á dög-
um, þó hún gangi misjafnlega
nærri mönnum, en vitanlega
lengst þar í löndum, sem öll
gagnrýni á gerðir ríkisvaldhaf-
anna er stx-anglega útilokuð, og
öll frávik frá stefnu þeirra for-
dæmd og lögð jöfn við landráð.
Þennar. skilning á viðfangs-
efninu og tilgang með umræð-
unum virtist mér dr. Matthías
Jónasson ítreka bezt af þeim
ræðumönnum, sem á eftir komu,
þó nokkrir fleiri virtust að vísu
viðurkenna hann. Aftur á móti
varð ekki annað ráðið af frum-
ræðu Þórbergs Þórðarsonar, en
að stigatölu hins andlega frels-
is í hverju landi mætti einfald-
lega meta af því, hvað þar stæði
í lögum og stjórnarskrá um at-
kvæðisrétt manna. 1 Sovétríkj-
unum t. d., öðluðust menn at-
kvæðisrétt í öllum málum við
16 ára aldur, en hér yrði unga
fólkið að bíða 3 árum lengur
eftir þeim réttindum. Þurfti þá
fleiri vitna við til að sanna það,
hve við stæðum Sovétþjóðinni
aö baki um andlegt frelsi?
Reyndar láðist Þórbergi að geta
um það hvenær menn öðluðust
framboðsrétt til aimennra
starfa, austur þar, íhlutunar-
laust af stjórnarvaldanna hálfu,
, og einnig hitt, hvort það væri
átölu- og refsingalaust að láta
vera að greiða atkvæði. — Hún
er nefnilega æði grunsamleg
þessi 100% þátttaka — eða þvi
sem næst — sem gumað er af
við kosningar í Rússlandi, þar
sem þó ekki er fyrir öðru að
gangast, en að mega, viljugur
eða nauðugur, játa stjórnskip-
uðum framboðslista holiustu
sina. Þátttakan ber því ósjálf-
rátt vitni um það, sem vafalaust
er þó ætlunin að leyna, að þar
þora menn ekki annað — fremur
en í Þýzkalandi nazismans — en
að greiða atkvæði, af ótta við að
vekja grunsemd, og við aðrar ó-
fyrirsjáanlegar afleiðingar. Það
er þó ein grein andlegs frelsis aö
mega óhegnt láta vera að nota
réttindi sín, ef manni er það
þvert um geð.
j Ef til vill Yar framhurður
Björns Sigfússonar magisters
’ merkilegasta fyrirbærið, sem
fram kom í þessum umræðum.
Hann viðurkennir beriega þá
( andlegu áþján, sem eigi sér stað
í Sovétríkjunum, en telur það
\ tilvinnandi fyrir þessa kynslóð
að skerða þannig frelsi sitt, tií
1 þess með því að byggja upp
! sterkt þjóðskipulag, sem tryggi
næstu kynslóð fullkomið frjáls-
ræði. — Menn hafa sjálfsagt oft,
1 og með viðunandi árangri, neit-
að sér um ýmsar ytri þarfir,
jafnvel soltið, til þess að geta
þeim mun betur búið í haginn
efnalega, fyrir börn sín, eða
næstu kynslóð. Þar eiga menn
mest undir sjálfum sér. En and-
legu frelsi verður ekki safnað
upp í sjóð, til seinni tíma nota,
þó menn afsali sér því. Þess
munu engin dæmi í allri mann-
kynssögunni, að þeir valdhafar,
sem menn sjálfrátt eða ósjálf-
rátt, hafa afsalað frelsi sínu til,
hafi ótilknúðir skilað því aftur.
Og hvernig ætti sú þjóð að knýja
þá til þess, sem með hinni mark -
vissu áróðurstækni nútímans er
rænd allri vitneskju um hvað
andlegt frelsi er, og þar með
bæði viljanum og getunni til að
ávinna sér það aftur?
Víst eru það mikil býsn, að
gáfaður menntamaður, eins og
Björn Sigfússon er, skuli láta
slíka fjarstæðu út úr sér. Eigi
að síður er vitnisburður hans
vel til þess fallinn að vekja at-
hygli á, hvers konar „lægðir“
eru í andrúmsloftinu kringum
okkur. Varðstaðan um andlegt
frelsi, sem Stúdentafélagsfund-
urinn gerði samþykkt um, er
bezt tryggð, og verður í raun-
, inni ekki tryggð almenningi með
, öðru en því, að haida uppi
; glöggri vitneskju með þjóðinni
i um, í hverju það sé fólgið, og
í hverju því kann að verða mis-
boðið. — Fundarumræðurnar,
1 sem hér voru gerðar að umtals-
efni, voru þakkarverð við-
, leitni í því efni.“
1 Eg- vildi gjarnan mega sem
oftast koma á framfæri athuga-
semdum og áliti þeirra, sem
fjarst búa höfuðstaðnum en
fylgjast þó með engu miður en
aðrir.
Starkaður gamli.
30% og 40%
OSTAR
frá Húsavík, Akureyri og Sauðárkrók
alltaf fyrirliggjandi í heildsölu hjá:
Sambandi ísl. samvinnufélaga
Sími: 2678.