Tíminn - 26.02.1950, Blaðsíða 7
48. blað
TÍMINN, sunnudaginn 26. febrúar 1950
7
Þnrfum vi®
Fríkirkju.
(Framhald af'4. siðu).
brigðri réttarmeðvitund, að
fríkirkju væri markað ákveð-
ið svið. T. d., að ekki mætti
vera nema ein fríkirkja inn-
an einnar þjóðkirkjusóknar.
Nú hefir Reykjavík verið skipt
niður í fjórar þjóðkirkju-
sóknir. Nú teygir fríkirkjan
sig um allar þessar sóknir og
hefir því ærið olnbogarúm.
Þetta virðist mér með öllu ó-
hæft. Með þessu móti, ef lög-
legt er, geta menn hvaðanæva
af landinu gerzt safnaðar-
meðlimir í fríkirkjunni í
Reykjavík. Með svona fyrir-1
komulagi veröur safnaðarlífið ,
losaralegt um of, og kirkju-
sóknin tæplega til fyrirmynd- '
ar. Getur þetta valdið hinum
mesta glundroða innan þjóð- 1
kirkjunnar.
Ég hefi nú hér að framan, á
breiðum grundvelli, ieitazt við
að svara spurninguni, sem er
yfirskrift þessarar greinar.
Svarið verður: Við þurfum
ekki fríkirkju. Hún er með
öllu þarflaus svo lengi, sem
ríki og kirkja eru sameinuð.
Meira að segja, þá er stofnun
fríkirkju óréttmæt, því að hún
er spor i áttina til að veikja
einingu þjóðkirkjunnar og
grafa undan henni. Þar sem
þjóðkirkjunni er skipað nið-
ur í fastar og ákveðnar sókn-
ir, þá virðist með öllú óhæft.
að fríkirkja geti verið ein í
fjölda þjóðkirkjusóknum, eins
og hér í Reykjavík. Með þessu
er fríkirkjunni gefið meira
olnbogarúm og valdsVið en
sjálfri þjóðkirkjunni. Virðist
tími til þess kominn að end-
urskoða kirkjulöggjöfina í
þessum efnum.
Nú er fríkirkjusöfnúðurinn
í Reykjavík klofinh. Kominn
í tvo andstöðuflokka. Sá mað-
ur, sem söfnuðurinn klofnar
um, var þriðji i röðinni að at-
kvæðamagni við síðasta
prestsval. Væri ekki úr vegi
að benda ungum guðfræðing-
um á, að mörg prestaköll eru
nú laus víðsvegar um landíð. í
þessum prestaköllum er gott
fólk, sívinnandi drottins ver-
öld til þarfa. Þaö á inni hjá
þjóðfélaginu fyrir þvi, að fá
sinn prest, og það er ærinn
starfi fyrir unga guðfræði-
kandídata í þessum lausu
prestaköllum. Mundu þeir
betur borga þjóðfélaginu
kostnaðinn af að efla þá til
mikillar menntunar með því
að vera þjónandi prestar í
sveitum, en þrengja sér inn á
söfnuði í borgunum, sem enga
þörf hafa fyrir þá.
Viðvíkjandií frkirkjunni í
Reykjavík skal hér sérstak-
lega minnst, að merki kristn-
innar hefir þar verið haldið
hátt á loft, enda þótt hún í
engu hafi skarað fram úr
þjóðkirkjunni. Geta má þess,
að fríkirkjusöfnuðurinn hef -
ir verið alveg sérstáklega
Skinnasýning
Skinnaverksmiðjunar Iðunnar verður opin í dag frá
kl. 10 til 22, í Kirkjustræti 8. Siðasti dagur. Notið þetta
ágæta tækifæri til að sjá og kynnast íslenzkri skinna-
framleiðslu. Aðgangur ókeypis.
Samltaad ísl. samvinnufélaga
Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð við andlát
og jarðarför
FRÍÐJÓNS BJARNASONAR, frá Ásgarði.
Fyrir hönd vandamanna, Ásgeir Bjarnason.
?.
Minningarathöfn
JÓHANNESAR ÓLAFSSONAR frá Svínhóli,
sem andaðist að heimili sínu Grettisgötu 16 B, 24, þ.
m., fer fram í Dómkirkjunni þriðjudaginn 28. þ. m.
kl. 14,30. Athcfninni verður útvarpað.
Aðstandendur.
heppinn um val sinna presta.
Geymast um hina fráförnu'
hinar beztu minningar meðal
safnaðarmanna og þjóðar-
innar í heild. Voru þeir öðl-
ingar í riki andans, kynborn-
ir menn, starfsamir og fæddir
til að vera foringjar lýðsins.
Fjöldi safnaðarmanna frí-
kirkjunnar í Reykjavík voru
og eru mætismenn og margir
af þeim meðal beztu borg-
ara bæjar vors. í fríkirkj-
unni í Reykjavík flutti séra
Haraldur Níeisson sínar ó-
gleymanlegu stólræður árum
saman. Þar flutti hann, þessi
mikli meistari orðsins, með
skörungsskap, eldi og valdi,
sínar máttugu prédikanir.
Þær vildu fleiri heyra en að
gátu komizt. Má með sanni
segja, að ræður hans geymist
íog gnæfi í hugans heimi svo
vítt sem andinn býst í jarð-
neskt orð. Mér finnst enn
ljóma slá á fríkirkjuna i
Reykjavík fyrir það, að séra
Haraldur Níelsson úthellti
anda sínum úr prédikunar-
stóli hennar. Mér fannst bæn-
armál hans svo heitt og hjart-
fólgið, að það hlyti að stíga
beint til guðanna.
Attlec.
Framhald af 8. síðu.
ins væri naumur, þá væri sér
það gleðiefni, að þjóðin hefði
veitt honum fulltingi til að
halda áfram starfinu til við-
reisnar og friðar í heimin-
um.
Þingmannatala flokkanna
er nú þessi: Verkamanna-
flokkurinn hefir fengið 314
þingmenn kjörna, íhalds-
menn 294, frjálslyndi flokk-
urinn 8 og aðrir flokkar 3.
Kommúnistaflokkurinn var
alveg þurrkaður út í þing-
inu.
Ef Attlee nær ekki sam-
vinnu við aðra flokka um af-
greiðslu fjárlaganna, er talið
liklegt, að þingið verði rofið
og efnt til nýrra kosninga.
'ÚtkreiiiÍ Titnahh
Meða! bænda á
Suður-ttalín.
(Framhald af 3. slðu),
Nógur er tíminn.
Baróninn tók við, þar sem
Guiseppe hætti.
— Timinn, sagði hann.
Það er það ódýrasta af öllu,
sem við höfum. Nóg er af
honum.
— Hér hafa aldirnar enga
þýðingu haft. Já. Timinn er
svo ódýr, að hann er einskis
verði.
Baróninn lék sér að penna
skaptinu. Hann velti því
fram og aftur um hnotuvið-
arborðið.
— Ég er fátækur maöur,
herra minn, sagði hann stutt
lega. Ég veit, að ég á mikið
land, en það er ekki mik ð,
sem það gefur af sér, — og
það fer mestallt í skattana.
— Hvers vegna ég læt
ekki bændurna hafa meira
af landi? Góði maður Vitið
þér hvað það kostar að
rækta landið, grafa vatns-
leiðsluskurði, byggja hús og
— nei, það er engin leið, —
ég er fátækur maður.
— Ef að ríkið vildi styrkja
mig horfði þetta allt öðru
vísi við. En það liggur ekkert
á. Nógur er tíminn.
Hvað tekur við?
Mario gengur undir byrði
inn hafa aldrei mætzt,
hvorki persónulega né mál-
efnalega.
Mario gengur undir byrgði
sinni eins og þolinmóður og
of þjakaður áburðarklár,
þar sem Guiseppe reynir að
geysast áfram eins og fjör-
hestur.
En baróninn gnæfir yfir
þá báða.
Fjallgarðar Lukaniu og
Kalabríu horfa niður á þá
alla. Með hrukkótt enni sáu
þeir Hannibal og innrásar-
her hans færa sig suður land-
ið og flytja með sér ógn og
skelfingu hvar sem þeir fóru.
Öldum síðar sáu þeir
Garibaldi og æskumanna-
sveitir hans sækja norður eft
ir með baráttuglöð hjörtu
undir rauðu skyrtunum.
iimiiiimiiimMiMimiiniiiinMiiiiMiniiminiiiiiiiiimiiiiiiimmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiumiiiiimiiiiiiiiMiiiiiiimimiin
AÐALFUNDUR J
Barnaverndarfélags Reykjavíkur j
verður hald nn þriðjudaginn 28. febr. í Iðnó og hefst |
kl. 8 e. h. með venjulegum aðalfundarstörfum.
Kl. 8,45 hefjast framhaldsumræður um uppeldismál, jj
sem öilum er heimill aðgangur að.
1. Símon Jóh. Ágústsson: Stutt ávarp.
2. Magnús Sigurösson: Verklegt nám barna. Fram- jí
söguerindi. ■■■
3. Frjálsar umræður.
Stjórnin
IIMIMIIIIMIIIMIIIIIIMIIIIIMIIIMMMMMIIIIIMIIIIIIIIIMIIIIttMIIMIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIMIMIIIIIIIIIIIIIMIIIIIinillllllllllllllll)
ITILKYNNING
Frá og með 1. marz verða útborganir hjá oss aðeins
2 daga í viku, þriðjudaga og föstudaga frá kl. 2—4,30
eftir hádegi.
Kassagerð Reykjavíkur
UTSVARSSKULDIR
Atvinnurekendur og aðrir kaupgreiðendur, sem hald-
ið hafa eftir af kaupi starfsmanna, eða hefir borið
skylda til að halda eftir af kaupi starfsmanna, til
greiðslu útsvara til Reykjavíkurbæjar árið 1949 (eða
eldri útsvarsskulda), eru enn á ný mjög alvarlega
minntir á, að gera nú þegar full skil4,il bæjargjald-
kera, enda bera þeir ábyrgð á slíkum útsvarsgreiðslum
sem eigin útsvörum, og verður innheimtu hagað sam-
kvæmt þvi.
Greiðið útsvarsskuldir yðar og starfsmanna yðar frá
1949 (og eldri) nú þegar, og ekki siðar en 11. marz,
vegna reikningsloka bæjarsjóðs 1949.
Borgarritari
TILKYNN Veitingastofan á Vesturgötu 16 byrjar ^ í dag að selja mjólk og kökur. U |p|| H,BS Verkamenn, verzlunar- og annað vinnandi fólk, komið og drekkið kaffið á Vesturgötu 16.
Fljót afgreiðsla - - Opið kl. 8 f.h. til kl. 11.30 e.h.