Tíminn - 02.03.1950, Qupperneq 3
51. blað
TÍMINN, fimmtudag'inn 2. marz 1950
3
Framsoknarflokkurinn er staðráðinn í að taka á vand-
anum með fullri ábyrgðartilfinningu
Herra forseti!
Góðir hlustendur!
Ég vil gera nokkra grein
fyrir því, hvers vegna ég og
háttvirtur fyrri þingmaður
Sunnmýlinga flytjum van-
traust á núverandi ríkis-
stjórn.
Barátta Framsóknarfiokks-
ins í fyrrverandi ríkisstjórn
fyrir nýjum leiðum.
Framsóknarflokkurinn tók,
eins og vitað ef, þátt í fyrr-
verandi ríkisstjórn. Hann
gerði það í þeirri von, að geta
sveigt stefnu ríkisstjórnar-
innar þannig í fjármálum.
atvinnumálum, viðskiptamál
um o. fl. þannig, að komist
yrði hjá þeim afleiðingum,
sem nú blasa við í þjóðlífinu
og eru þó miklu geigvænlegri
en menn gera sér almennt
grein fyrir. — Framsóknar-
flokkurinn fékk vægast sagt
litlu ráðið um starf og stefnu
fyrrverandi rikisstjórnar.
Hann varaði við afleiðingun-
um af þeirri stefnu, sem hald
. in var, og loks var svo kom-
ið s.l. vor, að ráðherrar Fram
sóknarflokksins, í fyrrver-
andi ríkisstjórn, tilkynntu
meðstarfsmönnum sínum, að
þá þegar yrði að hefja samn-
inga og undirbúningsvinnu
til að breyta um stefnu í fjár
málum og atvinnumálum og
eftir að sumarið hefði verið
notað til þessarar vinnu yrði
að leggja fram á Alþingi und
irbúið frumvarp um málin.
Með því að semja um trygg-
an meirihluta til að sam-
þykkja þær úrlausnir, er um
semdist, mætti byggja fjár-
lagafrumvarpið fyrir 1950 á
þessum nýja grundvelli og
framleiöslan gæti þá og starf
að ótrufluð á þessum sama
grundvelli, án stöðvunar.
Ráðherrar flokksins lögðu
samhliða þessu fram tillögur
um það, hvernig þeir teldu að
leysa bæri málin í höfuðatrið
um. Var þar bent á, að fjár-
málum og framleiðslumálum
væri þannig komið, vegna
verðbclgunnar, að ekki væri
nema um tvær höfuðleiðir að
velja, að lækka gengið, eða
færa niður verðlag og laun.
En áður, eða samtímis, yrði
Alþingi að gera ráðstafanir
til þess að tryggja heilbrigða
verzlun. að iækka okur húsa-
leigu, að útrýma svartamark
aði cg vöruokrun, að leggja
á stíreignaskatt og gera aðr-
ar slíkar ráðstafanir, þann-
ig að þjóðin almennt fvndi
það og troysti því, að bær
byrðar, sem hún varð að taka
á sig í bráð, meöan breyt-
ingar voru gerðar, væri lagð-
ar á hennar bak með jafn-
rétti og engan umfram það,
sem óhjájívæmilegt væri til
að reisa við failandi fjárhag
þjóðarinnar. Með þessu móti
gerðum við Framsóknar-
menn okkur von um, að þess-
ar ráðstafanir bæru árang-
ur, en yrffu ekki ónýttar í
íramkvæmd i höndum þeirr-
ar stjórnar, sem með þær
færi.
Samstarfsflokkarnir
höfnuðu tillcgunum.
. Þpssar tillögur Framsókn-
arflokksins fengu exki und-
Framsöguræða Hermanns Jónassonar um van-
trauststilöguna í gærkvöldi
irtektir samstarfsflokkanna
í fyrrverandi ríkisstjórn. Þeir
voru þeim sumpart andvíg-
ir, en töldu þær og sumpart
ótímabærar. Ráðherrar Fram
sóknarflokksirís tilkynntu þá,
að þeir gætu ekki borið á-
byrgð á aðgerðaleysi, sem
auðsætt væri að myndi leiða
til stöðvunar i fjármálum og
framleiðslu, þar sem ekkert
yrði undirbúið til að breyta
um stefnu fyrir haustþingið.
Þannig rofnaði samstarfið
og kosningar fðru fram. Al-
þýðuflokkurinn lýsti sig and j
vígan gengisiækkun, Sjálf-1
stæðisflokkurinn sló úr og í
og sagði, að gengislækkun j
væri algjört neyðarúrræði,
Sósíalistaflokkurinn taldi
lausnina þá að selja íslenzk-
ar afurðir til Austur-Evrópu.
í kosningunum sögðum
við þjóðinni hvar komið var.
Við Framsóknarmenn ein-
ir sögðum þjóðinni það í,
sjálfri kosningabaráttunni,
fyrir hana og eftir, að nú væri |
fjármáium og framleiðslu i
þjóðarinn^ þannig komið, að
ekki væru til önnur úrræði
en gengisbreyting eða niður- {
færsla — sem réttara er eins
og nú er komið að kalla nið-
urskurðarleið. En við lofuð-
um að samþykkja það ekki,
að gera þessar ráðstafanir,
nema áðurnefndar hliðar-
ráðstafanir væru gerðar sam
tímis til að draga úr byrð-
unum fyrir almenning eins
og framast væri unnt.
Það var oft sagt við okkur
Framsóknarmenn, að frá-
munalega óhyggliegt væri og
ólíklegt til fylgisauka að
segja þjóðinni í kosningun-
um að færa þyrfti niður og
þó einkum að lækka þyrfti
gengið, því hvorttveggja, og
einkum hið síðarnefnda, væri
óvinsælt með þjóðinni. En
við höfðum ákveðið það og
stóðum við það, að segja þjóð
inni það eitt, sem við að yf-
irveguðu máli álitum að væri
satt og rétt. Þjóðin reyndist
vrra byrjuð að átta sig eftir
"ullvímuna og hún svaraði í
kosningunum með því að
veita Framsöknarflokknum
veriilega aukið brautargengi.
Ýtrustu tilraunir gerðar til
að koma stefnunni fram.
Sú fyrsta skylda, sem við
Framsóknarmenn áttum að
gegna, er Alþingi kom sam-
an. var að framfylgja eftir
beztu getu þeirri stefnu, er
við álitum þjóðinni bezta, j
hcfffum lofað að fylgja fram
cg fengið umboð kjósenda til.
Þegar herra forseti íslands j
sneri sér til Framsóknar-'
flokksins og óskaði eftir að
ég reyndi að mynda meiri- j
hlutastjórn, álitum við Fram ,
sóknarmenn, að líklegasta
leiðin til þess að koma fram
stefnu þeirri, er við höfðum
túlkað, væri að Framsóknar-
flokkurinn og Alþýðuflokkur
inn mynduðu einskonar
bandalag eða samfylkingu í
hinni nýju ríkisstjórn. Eftir
að þessir tveir flokkar hefðu
komið sér saman um lausn
dýrtíðarmálsins, sem kæmi
sem léttast niður á vinnandi
stéttum landsins, ættu þeir
að mynda stjórn um þá
stefnu og þótt sú stjórn hefði
ekki alveg meirihluta, mætti
láta skeika að sköpuðu um
það, hvort stefna flokkanna
fengi meirihlutafylgi á Al-
þingi. Ef meirihluti fengist
fyrir stefnunni á Alþingi, var
málið leyst, — ef tillögur
flokkanna yrðu felldar, áttu
þeir að ganga til kosninga i
bandalagi og vinna stefnu
sinni meirihlutafylgi með
þjóðinni.
Alþýðuflokkurinn kvaðst
ekki taka þátt í slikri stjórn.
En flokkurinn kvaðst mundi
ræða málið, ef það væri frá
byrjun meirihlutastjórn, sem
hefði tryggt sér afgreiðslu
fjárlaga og annarra aðkall-
andi mála. En þar sem bæði
Framsóknar- og Alþýðuflokk
urinn töldu sér ekki fært að
mynda ríkisstjórn með Sósial
istaflokknum, var útilokað,
að leita eftir þeim stuðningi,
sem Framsóknar- og Alþýðu-
flokkinn vantaði til þess að
hafa meirihluta á Alþingi —
annarsstaðar en hjá Sjálf-
stæðisflokknum. En er leitað
var til Sjálfstæðisflokksins,
kvaðst hann þá fyrst svara
málaleitaninni, er Alþýðu-
flokkurinn hefði lýst yfir,
hvort hann vildi taka þátt í
ríkisstjórn og með hvaða
skilyrðum. — Alþýðuflokkur-
inn neitaði að svara því að
sinni.
Þannig var á þeim tíma
lokað fyrir Framsóknar-
flokknum þeim leiðum, sem
hann taldi færar til þess að
framkvæma það, sem hann
hefði barist fyrir í kosning-
unum, lofað kjósendum sín-
um að berjast fyrir og fengið
umboð þeirra til að fram-
kvæma.
Sjálfstæðisflokkurinn
myndar minnihlutastjórn.
Eftir að Sjálfstæðisflokkn-
um hafði og mistekist að
mynda meirihlutastjórn, fól
herra forseti íslands honum
að mynda þá minnihluta-
stjórn, er nú situr. Ýmsir —
já, margir hafa rætt um það
við okkur Framsóknarmenn,
hverju það gegni, að við bár-
um ekki fram vantraust á
núverandi ríkisstjórn þegar
í janúarmánuði, eftir að Al-
þingi hafði gert bráðabirgða
ráðstafanir vegna bátaútvegs
ins.
Það er ekki óeðlilegt að
spurt hafi verið. En því er
til að svara, að það er ekki
tími til að nota stór orð og
stórárásir til þess að ná eyr-
um þjóðarinnar, meðan hún
er á leiðinni út úr ógöngun-
um og unnt kann að vera að
afstýra því, að hún fari þang
að. En eftir að slysið er orð-
ið, er þýðingarlaust að nota
stóryrðin. Þá er timi til að
reyna að starfa og bjarga.
Við óttuðumst að í u.rpræð-
um um vantraust mitt í
hita bæjarstjórnarkosning-
anna kynni að verða ausið
þeirri olíu á eldinn, að erfið-
ara yrði fyrir flokkana að
ræðast skynsamlega yið um
vandamálin á eftir og við
Framsóknarmenn, sem höf-
um verið harðorðir í aðvö.r-
unum, erum og höfum verið
jafn staðráðnir í því að taka
á vandanum, þegar í_hajm
er komið, með fyllstu ábyrgð
artilfinningu, alveg án til-
lits til þess að við teljum okk
ur ekki eiga þar mesta sck.
Með þessum hug gengum
við að þeim samningatilraun
um, sem átt hafa sér stað
og ég mun nú greina frá.
Samningatilraunir.
Um afstöðu flokkanna,
sem við ræddust, Framsókn-
ar- og Sjálfstæðisflokksins,
fóru bréf á milli þeirra — og
því æðiljóst, hvað gerðist._
Það var 2. febrúar, sem for
sætisráðherra sneri sér bréf-
lega til Framsóknarflokksins
og spurðist fyrir um* hvort
Framsóknarflokkurinn vildi
tilnefna samninganefnd til
| að ræða við ríkisstjórnina
um dýrtíðarmálin, er ríkis-
1 stjórnin hefði nú undirbúið
tillögu um.
Framsóknarflokkurinn svar
aði því 4. febrúar, kvaðst
, telja eðlilegast að hann fengi
| aðstöðu til að kynna sér til-
, lögurnar, en mundi síðan
taka afstöðu til þess fyrir sitt
leyti hvernig hann teldi hag
kvæmast að vinna að málinu.
Flokkurinn móttók síðan
tillögurnar og kaus samstund
is þrjá menn, þá. Eystein
Jónsson, Steingrím Stein-
þórsson og mig, til þess að
ræða við Sjálfstæðisflokkinn
á þeim grundvelli, að ríkis-
stjórnin segði af sér og síð-
an yrðu þegar teknir upp
samningar um lausn mála og
myndun ríkisstjórnar, til
þess að hafa forystu þeirra
I á Alþingi. En áður höfðum
' við sömu menn, af hálfu
Framsóknarflokksins, athug-
1 að í framhaldi viðræðnanna
við Alþýðuflokkinn s.l. haust
' og i vetur, hvort nokkur
lausn yrði fundin á vandan-
um með honum, og komist að
| þeirri niðurstcðu, að sá mögu
leiki væri ekki til staðar að
sinni.
En afstaða okkar Fram-
sóknarmanna skýrist einna
bezt með því að ég lesi bréf,
er samninganefndin ritaði
formanni Sjálfstæðisflokks-
ins, dags. 13. febrúar.
Bréf samningsnefndar
Framsóknarflokksins.
Alþingi, 13. febr. 1950.
í framhaldi af bréfi for-
manns Framsóknarflokksins,
dags. 4. þ. m., viljum við und-
irritaðir taka þetta fram:
Eftir að flokkurinn móttók
tillögur ríkisstjórnarinnar. án
greinargerðar, kaus hann okk
ur til þess að ræða við Sjálf-
stæðisflokkinn um stjórn-
málaviðhorfið. Við höfúm átt
tal við hr. Ólaf Thors, for-
sætisráðherra, og hr. Bjarna
Benediktsson, utanrikisráð-
herra, af hálfu Sjálfstæðis-
flokksins, og viljum hér með
staðfesta þá afstöðu, sem við
tókum af hálfu okkar flokks
í þeim viðræðum, og þau rök,
sem við færum fram í þvi
sambandi.
1. Framsóknarflokkurinn er
reiðubúinn til þess að verða
við þeirri ósk Sjálfstæðis-
flokksins að taka upp sanfn-
inga við hann um frumvarp
ríkisstjórnarinnar og urrí
lausn vandamála í sambandi
jvið það, ef sú aðstaða- til
samninga er fyrir hendi, setn
rætt er um hér á eftir.’—
2. Framsóknarflokkurirín
telur fullvíst, að ríkisstjórn-
inni sé það ljóst, að frumvarp
hennar verður ekki lagt fram
á Alþingi, án þess að eiga á
hættu háskalegar afleiðing-
ar, nema frumvarpinu sé þar
tryggð fyrirfram umsamin og
skjót afgreiðsla.
j 3. Það má og telja ljóst, að
ef málinu er ekki tryggð uirí-
jsamin afgreiðsla, er allt í ó-
vissu um það hvernig af-
greiðslan verður, er Alþingi
hefir lagt á það síð’ustu
höríd.
j 4. Það virðist ljóst; að'
minnihlutastj órn, sem yfir-
lýst er, að ekki hefir stuðn-
íng nema sinna flokksmanría
einna, hafi mjög takmarkaða
jmöguleika til að tryggja fyr--
irfram þá samninga um
ugga afgreiðslu málsins, séffr
nauösynlegir eru.
| 5. Minnihlutaflokkssljðrrí
'myndi eiga mjög óhægt méð
að framkvæma málið, þótt
samþykkt væri, enda myndi
minnihlutastjórn, þarí’ sem
' svo mikið er undir framkv.-„
inni komið, tæplega verða
falin slík framkvæmd.
| 6. Við bendum á, aðffþfss-
um rökum er ekki beint "gbgn
Sjálfstæðisflokknum sérstak-
lega, heldur eiga þau við um
hvaða minnihlutaflokkssbíórrí
sétn með völdin færi. Einum
þingflokki, hver sem harín
væri, hlyti að reynast mjög
lörðugt að koma fram þessu
stórmáli, er snertir svo.
i margra manna hag, og þp
i enn örðugra að annast éirín
jframkvæmd þess.
i 7. Við bendum ennfremur
á, að ástandið í fjármálum
; og atvinnumálum hefir e. t.
v. aldrei verið alvarlegra, og
því aldrei ólíklegra að minni
hlutaflokksstjórn geti valdið
málunum almennt, en ein-
mitt nú.
8. Þess vegna teljum við
augljóst, að ef afgreiðsla
mála á að fara þannig úr
,hendi að likur séu til að það
komi að gagni fyrir þjóðina,
verði fyrsta skref rikisstjórn
arinnar að vera það, að hún
afhendi Alþingi umboð sitt,
þar sem hún telur og að lok-
ið sé undirbúningsstigi máls-
ins, og síðan séu þegar tekn-
ir upp samningar um af-
greiðslu þess og ríkisstjórn á
breiðari grúndvelli, ttl- þéss
(FramhaUi á 5. síðu)