Tíminn - 07.03.1950, Page 1
Ritstjórt:
Þórarinn Þórarinsson
Frtttaritstjóri:
Jón Helgason
Útgefandi:
Framsóknarflokkurinn
34. árg.
Revkjavík, þriðjudaginn 7. marz 1950
Skrifstofur I Edduhúsinu
Fréttasímar:
81302 og 81303
AfgreiSslusími 2323
Auglýsingasími 81300
Prentsmiöjan Edda
<S
55. bla<
Ottast um vélbátinn Jón Magn- Reykjavíkurbátur hætt kom-
ússon frá Hafnarfirði r ■« inn í StÓrsjÓ Og hvaSSVÍðrí
Ekkcrt til lians spnrzt klakk
laaííarda?'
•í' •?* ' z
IfcJtl ími fcft :
Ottast er nú að sviplegt og átakanlegt sjóslys hafi orðið á
veiðislóðum Faxaflóabáta síðastliðinn laugardág. ílefir ekk-
ert spurzt til vélbátsins Jóns Magnússonar frá fíáfnarfirði
G. K. 425 síðan um klukkan 2 á laugardag en þá höíðu bát-
ar, sem nærstaddir voru, samband við bátinn í talsíöð, cn
nokkrir bátar biðu þá yfir veiðarfærum sínum nóttina áður
og fram á laugardag á þessum slóðum. Á bátnum var sex
manna áhöfn. ,
Hættir að heyrast í
talstöðinni.
Á föstudagskvöldið reru
bátar almennt frá verstöSv-
um við Faxaflóa. Veður var
þá all gott, en um nóttina
hvessti og gerði aftakavéður
með morgninum svo að marg
ir bátanna gátu ekki lokið að
draga línuna. Biðu þeir þá
lengi dags eftir að veður
lægði svo hægt væri að ná
þvi sem eftir var af línunni.
Jón Magnússon var einn
þessara báta og var hann
dýpst út af Garðskaga eða
um 18 sjómílur vestur. Höfðu
bátarnir samband sín á milli
Mann tók út af bát
frá Akranesi
\ J». IVIklr fékk á sig
er kíi$ var að
tlraga línuna
Um kl. 2,30 síðastliðinn
laugardag vildi það slys til
að maður drukknaði af vél-
bátnum Fylki frá Akranesi.
Vildi þetta sviplega slys til
með þeim hætti, að skip-
verjar á Fylki voru að ljúka
við að draga línuna og ganga
frá síðustu bjóðunum á þil-
farinu, er sjór reið yfir bát-
inn.
Tók sjórinn einn skipverj-
ann fyrir borð og varð hon-
um ekki náð aftur. Maður-
inn sem drukknaði var tví-
tugur að aldri. Hét hann
Kristján Kristjánsson og var
nýlega fluttur til Akraness
frá Skagaströnd. Lætur hann
eítir sig unnustu á Akranesi.
Bróðir Kristjáns, sem einn
ig var á bátnum varð fyrir
sama sjónum og munaði
minnstu að hann gæti bjarg
að sér undam ólaginu.
Rétt áður en báturinn tók
á sig sjóinn var gengið frá
því að loka lúum, og ganga
írá ýmsu á þilfari, en sjórinn
skolaði samt fyrir borð öllu
lauslegu og töpuð'ust þannig
nokkuð af hjóðum sem búið
var að draga. Skipstjóri á
Fylki er þaulvanur og reynd
ur sjómaður.
í gegnum talctöðvarnar. Var ;
síðast talað við skipverja á!
Jóni Magnússyni um klukkan ;
2 á laugardaginn. Var þá enn
hið versta vsður, hvassviðri
og stórsjcv. Síðan hefir ekkert
heyrzt til bátsins.
Það, sem fundizt hefir.
Á sunnudaginn fannst á réki
hurð úr bát, sem reyndist
vera úr Jöni Magnússyni. Var
það' vélbáturinn Eggert Ólafs
son, sem fann hurðina á reki.
í gær fundust svo reknir aðr
ir munir, sem ótvírætt eru úr
bátnum. Eru það merktir
lóðabelgir og brak úr lestar-
karmi, sem fundist hefir rek-
ið á fjörur í Melasveit í Borg
arfirði hjá bæjunum Belg-
holti og Asi.
Leitin í gær.
f gær fór fram víðtæk leit
að bátnum. Tók þátt í henni
björgunarflugvél af Keflavík-
urflugvelli sem búin er radar
tækjum ásamt vélbátum, sem
leituðu á viðu svæði, þar sem
helzt voru líkur til að bát-
inn væri að finna. Flugvélin
byrjaði leitina klukkan 7,30
í gærmorgun og leitaði til há-
degis og aftur eftir hádegi.
Leitin var árangurslaus.
Sex manna áhöfn.
Á vélbátnum Jóni Magnús-
syni var sex manna áhöfn.
Var hún skipuð þessum mcnn
um:
Halldór Magnússon, skip-
stjóri, Noröurbraut 11, Hafn-
arfirði. 51 árs, ókvæntur og
átti eitt stálpað barn.
Sigurður Guðjónsson stýri
maöur, Hellisgötu 7, Hafnar-
firði, 3G ára kvæntur og átti
1 barn.
Guðlaugur I-I. Magnússon,
Vesturbraut 13, Hafnarfirði,
19 ára, ókvæntur.
Jónas Tómasson, Skúla-
skeið 20, Hafnarfirði, 23 ára,
i ckvæntur.
Sigurður Páll Jónsson frá
ísafirði, 16 ára.
Hafiiði Sigurðsson, ókvænt
j ur, frá Bolungavík.
iBáturinn var smíðaður í Sví-
Iþjóð og keyptur hingað til
jiands 1946. Hann var byggð-
jur úr eik og með 180 hest-
aíla Bolindervél og 61 smá
lest að stærð. Eigandi báts-
ins er hlutafélagið Framtíðin
í Hafnarfirði.
iiifl gröBflvöll-
ur fyrir meiri-
tóutasíjérn
IT/'V’nxnr. Jánasson fyrr-
verandi forsætisráðherra
hefir í dag tilkynnt for-
seta ísíands, að Sjálfstæð-
isflokkurinn hafi i gær
neitað að fallast á íillög-
ur Fiamsóknarflokksins
varðandi lausn dýííðar-
i vandamálsins. Hann álíti
því þýðingarlaust að hann
geri tiháun tií að mynda
meirihlutasíjórn eins og
sakir standa.
Efíir að haí'a fengið
; þessa tilkynningu hefir
; forseti íslands í dag' rætt
! við formenn þingílokk-
■ anna.
Aðalfundur Barna-
verndarfélagsins
Barnaverndarfélag Reykja-
víkur hélt aðalfund sinn í
Iðnó 28. febr. s. 1. Sr. Jón
Auðuns stýrði fundinum. For-
maðurinn, dr. Matt'nías Jón-
asson skýrði frá störfum fé-
lagsins. Aðaláherzla hefir
verið lögð á útbreiðslu- og
kynningarstarfsemi. Hefir
féalagatalan aukizt verulega
og eru félagar nú 260. í febr.
var stofnað Barnaverndarfé-
lag Akureyrar. Á stofnfundi
þess flutti dr. Matthías fyrir-
lestur um afbrigðileg börn í
skólum. 130 manns gerðust
félagar. Ríkir mikill áhugi um
þessa starfsemi norður þar.
B. R. hefir ákveðið að beita
sér fyrir rannsókn á afbrigði-
legum börnum hér á landi.
Landlæknir og borgarlæknir
hafa heitið félaginu aðstoð
(Framhald á 7. síðu.)
Skógræktarf élag
stofnað í Keflavík
Stjórn Félags Suðurnesja
hafði forgöngu um það, að
stofnað var Skógræktarfélag
í Keflavík um síðustu helgi.
Eru stofnendur 40 og voru
þessir menn kosnir í stjórn:
Ófeigur Ófeigsson læknir,
Huxlei Óiafsson, Ingimundur
Jónsson, Hallgrímur Th.
Björnsson, Ragnar Guðleifs-
son allir úr Keflavik, og
Sveinn Jónsson, Vogum og
Oddbergur Eiríksson, Njarð-
víkum.
Egill Hallgrímsson kennari
í Reykjavík gaf félaginu 1000
krónur.
Skípverjar á mls. SkíSa sýndu suarræði og
ásamí áheíisinni á nib. Svan sem
dró SkiSa íil lands
Vélbáturinn Skíði frá Rcykjavík var einn þcirra báta, seir
beið yfir Iínu sinni á iaugaröaginn í fárviðrinu. l'm klukk-
an sjö um kvöldið fékk báturinn á sig þungt áfali. Rrotnað
hann ofanþilja ail mikið og hálf fyllti af sjó. Rak bátinii
síðan stjórniaust í fimm klukkusíundir, þar til vélbálurinr
Svanur kom til hjálpar og dró bátinn til hafnar.
Skipverjar Skíða voru að
draga límma þegar óhappið
vildi til. Voru þeir búnir að
sæta lagi og draga 25 bjóð
um daginn og voru að færa
sig að annarri bauju, þegar
ólag skall yfir bátinn og braut
aftur eftir honum.
í ólaginu brotnaði lúkar-
kappinn af og framhlið úr
stýrishúsinu, en bátinn hálf-
fyllti af sjó. Meiddust skip-
stjóri og vélstjóri þegar sjór-
inn skall á stýrishúsiö. Með
snarræði og vegna þess að
heppnin var með tókst að
keyra bátinn upp úr sjónum,
en eftir ólagið stöðvaðist vél
in fljótlega, og rak bátinn
stjórnlaust í fimm klukku-
stundir.
Þrír menn voru í stöðugum
austri allan tímann, en bál
var kynnt' á þilfari til að
vekja athygli annETiTa báta á
Skíða og það tókst að lokum.
Með öðru móti var ekki hægt
að hafa samband við aðra
báta, þar sem talstöð báts-
Agæt skemmtun
Ferðafélagsins
Ferðafélag íslands hélt
einn af sínum vinsælu
skemmtifundum í Tjarnar-
kaffi í gærkvöldi. Söndar voru
tvær kvikmyndir, sem Sören
Sörensen hefir tekið, önnur
frá Axarfirði og Kelduhverfi
og hin frá Norðfirði. — Skýrði
Pálmi Hannesson rektor Ax-
arfjaröarmyndina. Á eftir
var dansað og fór skemmtun-
in hið bezta fram.
ins bilaöi eftir áfallið.
Það voru skipverjar á m.b
Svan, sem tóku eftir' bálini
um borð i Skiða og komu hor
um til hjálpar. Var veður þá
heldur farið að lægja og tóks:
að koma dráttartaugum um
borð í bátinn og draga hanr.
xil Reykjavíkur.
iimuiiiiiiiiiiitiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiin:
Framsóknarvist
Að tilhlutan Framsókn-
arfélags Reykjavíkur verð
ur skemmtikvöld í Lista-
mannaskálanum n. k.
föstudag. Byrjar það með
hinni vinsælu Framsóknar
vist. Aðgangur verður að-
eins 15 krónur. Undanfar-
ið hefir talsvert verið
spurt cftir hvenær næst
yrði Framsóknarvist og er
líklegt að vissara sé fyr-
ir þá sem ætla að skemmta
sér í Listamannaskálan-
um á föstudagskvöldið að
panta fyrr en seinna að-
göngumiða í síma 5564.
41111111111111111IIIIItltillllllllllt111111111111111111111111111111111!
Grísku kosning-
arnar
Atkvæði í grísku þingkosn-
ingunum hafa ekki öll verifi
talin enn, en íullvíst þykir.þé
af úrslitum þeim, sem þe^ai
eru kunn, að þjóðflokkurinr.
og frjálslyndi flokkurinr
muni verða sterkustu flokkar
þingsins.
IIIUIIUUlllllftUIIUIItllllllllllfflllllnllUllllNU •MlllllllllllltllllllllllllllllllllllllllllltlllllllllllVM4l»*l*ft**kBllfltalBIM**
Fjölmennið á fund Framsóknar-
fél. um frumvarp stjórnarinnar
Fundur Framsóknarfélags Reykjavíkur um dýrtíðar-
frumvarp fráfarandi stjórnar er í Listamannaskálan-
um i kvöld, kl. 8,30. Þórarinn Þórarinsson ritstjóri mun
hafa framsögu um afstöðu Framsóknarmanna til frum-
varpsins og tiliögur þeirra í þeim málum. Einnig mun
verða rætt um stjórnmálaviðhorfið almennt. — Fram-
sóknarmenn, fjöimennið á fundinn og ræðið þetta
mikla vandamál. Mætið stundvíslega og takið með ykk-
ur nýja félaga.
| uiiuiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiuuiiuiiiuuiuiiiiiiuiuiiiiiiiiiiiiiumiiuuiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiuiiiiiiiiNniiiuuHiiiiiiiiHiiiuiiiej