Tíminn - 31.03.1950, Page 1
Ritstjóri: \
Þórarinn Þórarinsson
Fréttaritstjóri:
, Jón Helgason
Útgefandi:
Framsóknarflokkurinn
<-----——— ----------------
Skrifstofur í Edduhúsinu
Fréttasímar:
81302 og 81303
Afgreiðslusimi 2323
Auglýsingasími 81300
Prentsmiðjan Edda
---------1----------
34. árg.
Reykjavík, föstudaginn 31. marz 1950
73. blað
Arnarfell komiö ör fyrstu
Ameríkuferðinni
Hvassafell lagði af sta!$ til líaiín sae® salt-
fiskfarm í gærkveMi
Það hittist svo á, að bæði skip Sambandsins, Arnarfell o?
Hvassafell létu úr Reykjavíkurhöfn í gær. Arnarfell var ný-
komið úr fyrstu Ameríkuferðinni og fór vestur og norður
um land til að skila vörum á höfnum, cn Hvassafell lagði
af stað til Italíu með saltfisk.
Ágætt skip til
Ameríkusiglinga.
Þetta var fyrsta ferð Arn-
arfells til Ameríku, og kom
það þaðan fullfermt vörum
fyrir nokkrum dögum. Hélt
það síðan til ísafjarðar í
gærkveldi, en það er fyrsta
höfnin, sem það affermir
vörur vestan og norðanlands.
Síðan mun skipið fara til
Skagaatrandar, Siglufjarðar,
Akureyrar og Húsavíkur.
Arnarfell er talið mjög hent
ugt skip til vöruflutninga frá
Ameríku vegna stærðar sinn
ar, lestarúms gerðar allrar.
Flytur vörurnar beint
á hafnirnar.
Eins og kunnugt er hefir
mjög kveðið að þvi undanfar
in ár, að skip, sem flytja vör
ur frá útlöndum, affermi
þær allar í Reykjavík, og
síðan verði að umskipa þeim
þar og flytja með öðrum skip
um til hafna umhverfis
landið. Af þessu hefir skap-
azt aukakostnaður fyrir
byggðarlögin utan Reykja-
víkur, og hefir hann komið
illa við og mælzt illa fyrir.
Sambandið hefir viljað ráða
bót á þessu með skipum sin-
um eftir því sem kostur er
á, og því siglir nú Arnarfell
t. d. með vörurnar til ákvörð
unarhafna víðs vegar um
land en skipar þeim ekki á
land í Reykjavík eftir að
það kemur úr Ameríkuför-
inni.
Tekur saltfisk á
austurhöfnum.
Þegar Arnarfell hefir los-
að farminn mun það halda
áfram austur um land og
taka þar saltfisk á mörgum
höfnum fyrir Austurlandi o?
víðar og sigla síðan með
hann til Grikklands.
Hvassafell íil Ítalíu.
Hvassafell var líka statt
hér í Reykjavík í gær og hélt
af stað til Ítalíu í gærkveldi
með saltfiskfarm eins og
fyrr segir. Tók það farminn á
ýmsum hcfnum norðan lands
og vestan.
Dóraur í máli vest-
urveldanna og
Balkanríkja
Alþjóðadómstóllinn í Haag
kvað í gær upp úrskurð í deilu
máli vesturveldanna annars
vegar og Búlgaríu, Rúmeníu
og Ungverjalands hins vegar
um brot á ákvæðum friðar-
sampinganna. Úrskurðaði
dómurinn, að þjóðum þessum
bæri að fullu að haga sér
samkvæmt ákvæðum friðar-
I samninganna í skiptum við
vesturveldin. Ellefu fuitrúar
greiddu þessari niðurstcðu at
kvæði, en fulltrúar Rússa,
Pólverja og Júgóslavíu í dómn
um greiddu atkvæði gegn
henni.
Tvö met sett á
sundmótinu
Tvö met voru sett á Sund-
meistaramóti íslands í sund-
höllinni í gærkvöldi. í 100 m.
frjálsri aðferð karla setti Pét
ur Kristjánsson A. met. Tími
hans var 1:03,3 m. sem er und
ir íslandsmet tíma. Met hans
er þó óstaðfest.
Sveit Ármanns í 4X50 m.
setti glæsilegt met á 1:53,5 en
sveit í. R. var önnur á 1:54,4
m. Sundhöllin var troðfull af
áhorfendum. Mótinu verður
haldið áfram annað kvöld.
Rætt um framlengingu söluskattsins á Alþingi:
Aðalatriðið er að tryggja greiðslu-
lalausan ríkisrekstur
ÓIijákiænsile|*l er að fraralcngja núver-
snslá ttekjuöflun ríkisins, en gengislækkun-
sn Iseffr komið í veg fyrir, að ríkið giurfi
að anka hana um 100 istillj. krúna
í gær var til fyrstu umræðu í neðri deild frumvarp um
framlengingu söluskattsins, auk 75% leyfisgjalds á ferða-
gjaldeyri og 35% gjalds á leyfum fyrir fólksbifreiðum. Þing-
ið var áður búið að framlengja umrædd gjöld til 1. apríl,
en frumvarpið leggur til að þau verði látin gilda fyrir allt
árið. Þó er sú breyting gerð, að ferðaleyfisgjaldið er lækkað
úr 75% í 25%.
Leon Blura látinn
Jón Einarsson í
Reykjahlíð, látinn
í dag er til moldar borinn
að heimili sínu Reykjahlíð
við Mývatn Jón Einarsson,
bóndi. Hann lézt fyrir viku
siðan tæplega áttræður að
aldri. Jón var einn af
fremstu bændum sveitar sinn
ar og átti frumkvæði að ýms
um framfaramálum bænda,
svo sem áveitustíflu við Laxá
og stofnun og starfrækslu
sjóðs er veitti hagkvæm lán
til bústofnauka syo að eitt-
hvað sé nefnt. Jón var einn-
jig meðal forystumanna Kaup
! félags Þingeyinga, deildar-
stjóri og löngum fulltrúi á
jaðalfundum. Jón var giftur
Hólmfríði Jóhannesdóttur og
áttu þau mannvænleg börn.
Með Jóni Einarssyni er fall-
inn í valinn merkur og fram
taksamur bóndi er á stór-
merkt starf aö baki.
Hinn kunni jafnaðarmanna
leiðtogi, Leon Blum lézt í
gær að heimili sínu við
Versailles. Blum var 78 ára
að aldri. Hann var kosinn á
þmg fyrir jafnaðarmanna-
flokkinn 1919 og kosinn for-
maður hans 1934. Árið 1936
varð hann forsætisráðherra
og beitti sér þá mjög fyrir
ýmsum framfaramálum í
verkalýðsmálum svo sem lög
bindingu 40 stunda vinnuviku
Hann átti einnig sæti í ýms|
um stjórnum á árunum 1938 \
—1940. Þjóðverjar tóku hann
höndum eftir hernám Frakk
lands og dvaldi hann í fanga
búðum á árunum 1943—45.
Eftir stríðslok varð hann aft
ur forsætisráðherra nokkra
mánuði en lét að fullu af
ráðherrastörfum í janúar
1947. Hann var um 20 ára
skeið aðalritstjóri eins stærsta
blaðs jafnaðarmanna í París.
MIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIilllllMIUHIIIIIIHIIIIMIIIIIItlllllllMIIH
= t
I Fundur Framsókn-1
| arraanna í Borg-1
arnesi
1 :
jjj r •
e A skírdag, fimmtudag- I
| inn 6. apríl, efnir Fram- I
| sóknarfélag Mýrarsýslu til I
f almenns fundar Framsókn 1
I armanna í héraðinu. Fund |
f urinn hefst sem aðalfund I
| ur Framsóknarfélags Mýr \
f arsýslu en síðan hef jast I
f umræður. Þingmaður kjör f
I dæmisins, Bjarni Ásgeirs- \
f son mun mæta á fundin- f
\ um og ræða stjórnmála- f
I viðhorfið. I
= í
Fundurinn verður hald- |
! inn í samkomuhúsi Borg- I
! arness og hefst kl. 2 eftir 1
! hádegi.
Nauðsyn greiðslujafnaðar.
Eysteinn Jónsson, fjármála
ráðherra fylgdi frumvarpinu
úr hlaði og sagði m. a.:
Frumskilyrði þess, að
hægt verði að nú jafnvægi
í efnahagsmálunum er
greiðsluhallalaus ríkisrekst
ur. Allt kapp verður því að
leggja á greiðsluhallalausa
afgreiðslu fjárlaga.
Eins og fjárlagafrumvarp-
ið er nú, gerir það ráð fyrir
greiðslujöfnuð. Það er gert
ráð fyrir að söluskatturinn
haldist áfram. Hinsvegar ger
ir frv. ekki ráð fyrir neinum
útflutningsuppbótum. Gengis
lækkunin lækkar því ekki
neitt útgjaldabálk frv. Hefði
hún hins vegar ekki komið til
og uppbótunum verið haldið
áfram, myndi hafa þurft að
hækka útgjöldin um marga
tugi millj. kr. og afla nýrra
tekna tilsvarandi.
Óhjákvæmilegar
útgjaldahækkanir.
Sé útgjaldabálkur fjárlaga
frumvarpsins athugaður, kem
ur fljótt í ljós, að þar vantar
enn ýmsa stóra útgjaldaliði
Þar er t. d. ekki gcrt ráð fyr
ir launauppbót þeirri til opin
berra starfsmanna, sem
greidd hefir verið undanfarna
mánuði. Þá vantar á þau
ýmsa lögboðna útgjaldaliði,
eins og 1,3 millj. til afla-
tryggingasjóðs, styrk til báta
útvegs tvo fyrstu mánuði árs
ins, sem nemur 1,7 millj. kr.,
og ýmislegt fleira. Þá verður
nauðsynlegt að hækka styrk
til námsfólks' vegna gengis-
lækkunarinnar og eins þarf
að auka styrk til kaupa á
stcrum ræktunarvélum af
sömu ástæðum. Fullvíst er og
að vegaviðhaldið er of lágt
áætlað. Loks hækka ýmsir út
gjaldaliðir beint vegna geng
islækkunarinnar.
Af þessum ástæðum öll-
um er augljóst, að hækka
verður ýmsa Jiði í útgjalda
bálk fjárlaganna svo að
mjög verulegu nemur, og
vafalaust mun meira en
hægt verður að lækka aðra
liði hans að þessu sinni.
Tekjuáætlunin.
Um tekjubálk frv. er það
hinsvegar að segja, að inn-
flutningurinn í ár verður að
öllum líkindum mun minni
en í fyrra, a. m. k. er varlegt
áð reikna með því. Það má
því heita góð útkoma, ef
tekjurnar geta orðið þær, sem
frv. gerir ráð fyrir, þrátt fyr-
ir hækkun þá, sem verður af
völdum gengiálækkunarinn-
ar.
Af þessu öllu athuguðu
er það sýnt, að ekki verð-
ur hægt að fella niður
meira af núv. tekjustofn-
unum ríkisins, ef komast á
hjá hallalausum rekstri
ríkisins
Ríkisstj órnin mun þó reyna
að lækka eitthvað skatta á
lágtekjumönnum, en aðra
(Framhald á 7. síðu.)
Teikningar heiraa-
vistarskóla til sýnis
í vetur efndi fræðslumála
stjóri til samkeppni um sem
haganlegasta teikningu að
heimavistarbal’naskóia í
sveit. Lögð var áherzla á að
byggja mætti húsið í áföng-
um eítir þvi, sem nemenda-
fjöldi gæfi ástæðu til, frá 12
börnum í heimavist upp í 32.
Fjórtán teikningar bárust.
Fyrstu verölaun hlaut Sig-
valdi Thordarson, arkitekt,
Skarphéðinn Jóhannsson,
arkitekt hlaut önnur verð-
laun og Bárður ísleifsson,
arkitekt þriðju verðlaun. Þá
lagði dómnefndin til að
keyptar yðru teikningar eft
ir eftirtalda þrjá menn:
Ágúst Steingrimsson bygg-
ingarfræðing, Gunnlaug Hall
dórsson, arkitekt og þá Þóri
Baldvinsson og Árna Hoff-
Möller arkitekta. Nokkrar
hinna teikninganna voru at
hyðlisverðar.
Teikningarnar verða til
sýnis í Melaskólanum, kjall-
aranum, til rnánaðarloka kl.
17—19 daglega.