Tíminn - 31.03.1950, Qupperneq 6

Tíminn - 31.03.1950, Qupperneq 6
6 TÍMINN, föstudaginn 31. marz 1950 73. blaff TJARNARBÍD í hamingjnleit (The Searching Wind) Afarfögur og áhrifamikil ný amerísk mynd. Myndin sýnir m. a. atburði á Ítalíu við valda- töku Mússólíni, valdatöku naz- lsta í Þýzkaiandi og borgara- styrjöldina á Spáni. Aðalhlutverk: Raibert Young Sylvia Sidney Sýnd kl. 5, 7 og 9. N Ý J A B í □ Á háimn braníum (Nightmare Alley) Áhrifamikil og sérkennileg ný amerísk stórmynd. Aðalhlutverk: Tyrone Power Coleen Grey Joan Blondell Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð börnum yngrl en 16 ára GAMLA Bí□ Stúlkan á strönd- inni Spennandi og einkennileg, ný amerísk kvikmynd. Aðalhlutverk: Joan Bennett Robert Ryan Charles Bickford Aukamynd: „Follow That Music" með Gene Krupa Sýnd kl. 5, 7 og 9. Síðasta sinn Humoresque Stórfengleg og áhrifamikil, ný amerlsk músikmynd. Sýnd kl. 9. Hættnleg kona Sprenghlægileg og spennandi amerísk gamanmynd. Aðalhlutverk: Joan Bennett, Adolphe Menjou, Victor Mature. Bönnuð börnum innan 12 ára. I Sýnd kl. 5 og 7. • -.o—<>_>—O— Erlcnt yfirlit (Framhald af 5. síðu.) 280 milljónir króna árlega til að reka starfsemi sína, og hann hefir þá sérstöðu, að hann á ekki að gera grein fyrir gjöldum sínum eða leggja fram kvittanir. í reikn- ingum ríkisins er þetta framlag kallað ..sérstök útgjöld ríkisstjórn- arinnar" og enginn fær nokkurn tíma að vita, hvað í því felst. DAGLEGT STARF ÞESSARA manna er kannske ekki jafn æv- intýralegt, en engu síður þýðing- armikið, og flestir hugsa sér. Einn „majórinn" kemur ef til vill í her- gagnaverksmiðju, þar sem leyni- leg vopnaframleiðsla er, og nokkr um dögum seinna má lesa í biöð- unum, að nokkrum verkamönnum þar hafi verið sagt upp starfi. Eða ef til vill kemur einn þessara starfsmanna út á flugvöllin við London til að hafa tal af útlend- um ferðamanni, sem er að koma til landsins. Daginn eftir flytja blöðin þá frétt, að grunsamlegum ferðamanni hafi verið neitað um iandvistarleyfi. Starfsliði leyniþjónustunnar er boðið að sýna grunsamlegum mönnum alla þá mýkt og lipurð, sem unnt er. Því til skýringar er saga sú, er hér fer á eftir: Borgaralega klæddur maður stöðvaði eitt sinn sjómann nokk- urn á götu í London (það er al- gengt að sjómenn séu notaðir til njósnarstarfa) og ráðlagði honum að hverfa aftur til skips. Sjómað- urinn, sem var njósnari, var þess fullviss, að hann ætti hér tal við mann úr leyniþjónustunni og sneri við, en þegar hann var þess ekki var, að sér væri lengur veitt eftirför, hætti hann við að fara um borð i skipið. Síðdegis næsta dag var hann aftur stanzaður á götu og beðinn að hverfa, nokkru Skveðnara en hinn fyrri daginn. Það er ekki ofmælt, að einhvers- I Englíngar á villi t götnm Efnismikil og eftirtektarverð sænsk stórmynd sem tekur til meðferðar vandamálið um vax andi afbrotahneigð vmglinga. Aðalhlutverk: Sonja Wigert Anders Henrikson George Fant Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð börnum innan 12 ára. < »—n —n —r_n_n_, mmummummvm' > Siml 81936. Dalalíf Stórfengleg sænsk mynd, byggð á frægri sögu eftir Fred- rik Stron. Aðalhlutverk: Eva Dalbeck Edvin Adolphsson Karl Henrich Fand. Sýnd kl. 5, 7 og 9. staðar í öðrum löndum hefði hann verið handtekinn og dæmdur. ÞAÐ ORÐ LIGGUR Á, að Silli- toe sé ágætur foringi leyniþjón- ustunnar. Hann hefir dugnað og hvatleik til að skjótast milli Eng- lands, Hong Kong, Afríku, Ástralíu og Kanada og vera jafnan þar sem þarf á réttri stundu. Hann er góð- látlegur maður, tröll að vexti, ná- lega tveir metrar. Það er sagt að hann unni börnum og hundum, sé vel að sér í golfíþróttinni og virð- ist ekki vera nema Jimmtugur, þó að hann sé sextíu ára. Það er líka sagt, að hann láti sér fátt fyr- ir brjósti brenna, sé óþreytandi og slunginn og geti verið vægðarlaus ef þvi er að skipta. Hann er þvf ekki neitt iamb að leika við fyrir þá kjarnorkunjósnara. sem enn kunna að vera að verki í Bret- landi. Anglýsmgasfml Tímans er 81300. BÆJARBÍÓ HAFNARFIRÐI Gimsteinabrúðan (Bulldog Drummond at Bay) Afarspennandi ný amerísk leyni lögreglumynd frá Columbía'. Aðalhlutverk: Ron Randell Anita Louise Bönnuð börnum Sýnd kl. 7 og 9 Rfml' Ö1R4 TRIPDLI-BÍÖ Sígaunastúlkan Jassy (JASSY) Ensk stórmynd í eðlilegum lit- um, gerð eftir skáldsögu Norah Lofts. Sýnd kl. 7 og 9. Dick Sand Skipstjórinn 15 ára. Hin skemmtilega og ævintýra- ríka mynd. Sýnd kl. 5. Slmi 1182. Aldrei gleymist Austurland (Framhald af 4. síðu.) grafar. Hitt gæti vakið til umhugsunar, hvers vegna svo mörg skáld eru fædd á ára- tuginum 1870—80, en tiltölu- lega fá 1880—90. Á það má benda, að kynslóðin 1870—80 er kynslóð Helga sjálfs, og hann líklegri til að ná til hennar fremur en til hinna síðari kynslóða, að sínu leyú eins og honum kunna að hafa verið hægari heimatökin í Loðmundarfirði og þvi hafi hann tiltölulega fleiri þaðan en annars staðar frá. Bergur Jónsson Málaflutningsskrifstofa Laogaveg 65, sími 5833 Heima: Vitastíg 14. WILLY CORSARY: 72. dagur Gestur í heimahúsum var búin að grafa upp öll leyndarmál. En hvað gerði það til? Sabína var ólíkleg til þess, að álasa honum fyrir þetta. Kannske hafði hún fengið þarna ágætt efni í skáldsögu. — Ég hitti hana í Hendaye í fyraa, sagði hann. Ég bjó í stóru gistihúsi, en hún í einhverju mötuneyti. Við kynnt- umst niðri á baöströndinni, lágum þar samán í sólbaði og I íórum á skemmtistaði á kvöldin. Loks taldi ég hana á að ifytja til mín í gistihúsið, og þar sagði ég, að hún væri kon- 'an mín, nýkomin.... — Snjallræði, sagði Allard, dálítið óþolinmóðlega. En þú 'hefir samt ekki sagt henni, að þú værir Allard Elsting, for- stjóri Nemófaverksmiðjanna? — Jú, svaraði Felix. Það var einmitt það, sem ég sagði. Allard þagði litla stund. Tveir eldrauðir dílar sáust í kinn- u.m hans. — Jæja.... Og svo? sagði hann. Ég hélt, að gort væri ekki meðal ókosta þinna. En mér hefir missézt. Röddin var kuldalega, og það leyndi sér ekki, að hann var reiður. — Ég var alls ekki að mikla sjálfan mig, Allard, sagði í'elix hógværlega. Ég sagði þetta aðeins í fullkomnu granda leysi. En það getur þú líklega ekki skilið. Það var eitthvað I hreimnum, sem skyndilega minnti á ásakanir ínu. — Eg skal samt reyna að skilja það, sagði hann þurrlega. — Svona byrjaði það. Einhver af fyrstu dögunum, sem við vorum saman, sagði ég við hana: Það er eitthvað í fari þínu, sem minnir mig á ínu. Og þetta var ekki nema satt. Ekki í útlitinu samt, heldur augnaráði hennar og orðavali.. ég á við ínu, eins og hún var í gamla daga.... Hún spurði: Er það kona þín? Og þá sagði ég já. Þetta var náttúrlega ekki annan en glens.... eða ég veit ekki hvað.... Þetta sagði ég að minnsta kosti. Hann hafði litið undan, svo að Allard sá aðeins á vang- ann á honum. r — Svo byrjaði það. Seinna færði hún konuna mina í tal aftur, og ég lét eins og ekkter væri. Þetta var ^kki annað en gletni. Því er nú einu sinni svo farið um suma, að þeim þykir gaman að brellum — aðrir eru frábitnir slíku. Henni var líkt farið og mér. Hún hefir sjálfsagt þegar grunað mig um græsku. Þess vegna hefir hún komið til þín — undir því yifrskini, að hún væri að skoða verksmiðjurnar. Hún sagði það oft, að henni væri ekki eins mikil forvitni á neinu og duttlungum og uppátækjum fólks. Öllu slíku viðaðai hún bók staflega að sér, líkt og aðrir safna frímerkjum eða gömlum peningum.... Ég hefi áreiðanlega komizt í safnið hennar. Hún þráspurði mig um allt, sem fyrir mig hafði borið, og ég svaraði alltaf fyrir þinn munn.... Ég hafði mikla skemmtun af þessu. Flestum hefir sjálfsagt einhverntíma dottið í hug, hve skringilegt það væri, ef fólk áliti allt í einu, að þeir væru allt annar maður en raun er á. Þetta var einhver leikaraskapur af því tagi.... ef þú skilur það. Eftir á gat ég ómögulega fengið mig til þess að segja henni sannleikann.... Hann þagnaði, en bætti svo við: Ég skal segja ínu alla söguna, ef þú villt.... Allard varð seinn til svars. Hann þagði lenggi, og Felix fór að leita í huga sínum að einhverju, sem hann gæti sagt. En loks rauf Allard þögnina, og Felix leit undrandi upp, þeg ar hann heyrði raddhreiminn. — Nei. Það myndi aðeis gera illt verra. — Hvers vegna? — Væri ég í sporum ínu, sagði Allard hugsandi, myndi jþessi saga aðeins vekja tortryggni mína að nýju, fyrst hún trúði því, sem henni var sagt upphaflega. Þessi frásögn þín hljómar ekki sennilega. — Hann hvessti augun á bróður sinn. — Finnst þér ekki sjálfum, að hún sé dálítið skrítin? Hann var mildari í orðum en Felix hafði búist við, og hon- um datt ekki undir eins í hug viðeigandi svar. Það var ekki spurningin sjálf, sem hann furðaði sig á, heldur hljómur- inn í röddinni. Hann hafði átt von á hörðum ákúrum og þungum dómum, eins og hann átti að venjast af hálfu Allards — gat jafnvel ímyndað sér, að hann stæði upp og gengi þegjandi brott og talaði aldrei framar við hann auka- tekið orð. Nú var eins og einhverjar vöflur væru á Allard. Hann virtist varla vita, hvað hann átti að segja. Hann vildi sýni- lega kynnast þessu máli til hlítar, og það fékk talsvert á Felix, því að hann vissi, að Allard myndi aldrei geta skilið þetta glettnisbragð á réttan hátt. Sjálfur sagði hann aldrei ósatt, og sízt af öllu myndi hann hafa skrökvað í algerðu tilgangsleysi. En augnaráð hans bar vitni um það, að hann reyndi af fresmta megni að átta sig á þessu furðulega fram-

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.