Tíminn - 31.03.1950, Page 8
„ERLEJVT YF1RLYT“ í DAG:
Brezka leyniþjjónustan
34. árg.
Reykjavík
„A F«R\LW VEGI“ I DAGi
At'i r fáni við hún
31. marz 1850
73. blað
Brezka stjórnin telur ekki | Efnahagssamvinnustofnunin veitti íslandi
ástæðu til aö segja af sér 1,9 milj. dollara síöasta ársfjórðung 1949
Þfngflokkur verkamanna ntun þó verða að
gæta betur fundarsóknar |$ingmanna sinna
Brezka stjórnin hélt ráðuneytisfund í gærmorgun og
að honum loknum gaf Attlee forsætisráðherra þá yfirlýs-
ingu í neðri málstofunni, að stjórnin teldi enga ástæðu til
að segja af sér þótt tillögur hennar væru felldar í fyrra-
kvöld með 26 atkvæða meirihluta.
Atkvæðagreiðsla þessi var
um kola- og olíufélögin svo
nefndu, og stafaði ósigur
stjórnarinnar af því, að um
40 þingmenn flokksins voru
fjarverandi.
Á þingmannafundi verka-
mannaflokksins i gær var um
það rætt, að flokkurinn
neyddist til að beita harðari
aga við þingmenn um fund-
arsókn, og yrði óhjákvæmi-
legt að setja þær reglur, að
enginn þingmaður flokksins
mætti láta hjá líða að sækja
fundi, nema um forföll væri
að ræða, sem óhjákvæmileg
væri og flokksstjórninni
væri gert aðvart um það.
Annars gæti stjórnin átt á
hættu að falla þá og þegar.
Stúlkur úr Fram
íslandsmeistarar
Handknattleiksmóti ís-
lands lauk í fyrrakvöld. Sigr
aði meistaraflokkur kvenna
úr Fram, en gerði jafntefli við
K. R. i mjög hörðum leik
sem endaði með fjórum mörk
um gegn fjórum.
Svo voru áhorfendur æstir
á þessum harða leik að
stöðva varð leikinn til að
draga úr hávaðanum svo
heyrst gæti í flautu dómar-
ans.
Ármann sigraði í 1. og 3.
flokki karla en K. R. vann í
2. flokki karla og 2. flokki
kvenna.
Handknattleikur er nú orð
in ein hin vinsælasta íþrótt
íslendinga og sækja hana
fleiri en aðrar íþróttir. Leik
ir handknattleiksmótsins
voru yfirleitt allir góðir og
mátti sjá skemmtileg tilþrif
í knattmeðferð hjá einstak-
lingum þó skipulag árása
væri ekki vel undirbúið og
samstillt.
Kosin stjórn félags
prjónlesfram-
feiðenda
Á aðalfundi Félags íslenzkra
prjónlesframleiðenda, sem
haldinn var 17. þ. m. voru
kosin í stjórn félagsins: frú
Viktoría Bjarnadóttir formað
ur, Haraldur St. Björnsson
ritari, og frú Salome Jóns-
dóttir gjaldkeri.
Félagið vinnur að því að
auka og bæta innlenda prjón-
lesframleiðslu og eru í því
eigendur prjónastofa bæjar-
ins.
Seretse Khama
fagiiað við
heimkomuna
Afríkuhcfðinginn Seretse
Khama, sem hélt heimleiðis
frá London fyrir þrem dög-
um gegn beiðni brezku stjórn
arinnar. Tilkynnti stjórnin,
að hann myndi verða kyrr-
settur við landamæri Rhó-
desíu. Fréttaritarar telja, að
hann muni aðeins verða kyrr
settur fjóra til fimm daga í
horginni Lobatse.á landamær
um Transval. Flugvél Seretse
lenti i fyrradag um 250 km.
frá höfuðborg ríkis hans,
Serowe, og þangað voru þá
komnir margir fylgismenn
hans og þjóðbræður til þess
að votta honum traust sitt
og taka á móti honum við
heimkomuna.
Stórbruni
s
í Bergen I
I
Stórbruni varð við höfnj
ina í Bergen í gær. Brunnuj
nokkur samstæð verk-j
smiðjuhús úr timbri.j
Brunaliðið átti lengi í bar;
áttu v.ð eldinn og beittij
alls 25 stórvirkum dælumj
bæði úr sjó og vatnsveituj
borgarinnar. Einnig hjlápj
uðu skip til við slökkvi-j
starfið með dælum sín-j
um. Verksmiðjur þessarj
framleiddu meðal annars
veiðarfæri. Um 750 manns
vann við verksmiðjur þess
ar, og tjónið er talði nema
allt að 18 millj. króna.
11111111111111111111 IIIIMIIIIMIIIIIIIIIMHIIIIIIIIIIIIIIIiUUIimi
Stjórn Jórdaníu
krafin sagna
Æðstaráð Arababandalags
ins samþykkti á fundí sínum
í Kairo í fyrradag að skora
á stjórn Jórdaníu að gera
fulla grein fyrir afstöðu
sinni til Palestinu fyrir n. k.
laugardag. Ennfremur var
samþykkt á fundinum, að
víkja hverju því Arabaríki úr
bandalaginu, er semdi sér-
frið við Ísraelsríki
Symfóníusveit og kór flytja
Jóhannesarpassíu Bachs
Dr. Urbantschitsch samræmir suilli orðs
! og hljóma þcirra Ilallgrlms Pcturssonar og
Joh. Scbastian llach. 80 manns flytja vcrk-
ift. 13 einsöngvarar, koma á svið
Jóhannesar passian eftir Joh. Sebastian Bach við texta
úr Passiusálmum Hallgríms Péturssonar verður flutt n. k.
sunnudag í Fríkirkjunni í Reykjavík.
Er þetta einn hinn mesti
(tónlistarviðburður ársins og
koma þarna fram um 80 þátt
takendur alls og þar af 13
einsöngvarar sem koma
fram í hinum ýmsu biblíu-
hlutverkum.
Einsöngvarar eru: Guðrún
Þorsteinsdóttir, Herdís Jóns-
dóttir, Þórunn Þorsteinsdótt
ir, Þuríður Pálsdóttir, Bjarni
Þorgeirsson, Daniel Þor-
kelsson, Guðmundur Jóns-
son, Gunnar Kristinson,
Kristinn Hallsson Ólafur
’Magnússon, Sverrir Kjartans
'son og Þórhallur Bjarnason.
Allir einsöngvararnir eru
meðlimir í tónlistarfélags-
kórnum að tveímur undan-
teknum, þeim Guðmundi
Jónssyni, en þeir fara með
stærstu hlutverkin. Sym-
foniu hljómsveitin leikur
með söngnum og Páll ís-
ólfsson leikur á orgelið.
Dr. Urbantisch stjórnandi
hljómleikanna hefir séð um
samræmingu íslenzka text-
ans þ. e. Passiusálmanna, og
hins heimsfræga tónverks.
Upphaflega var oratorið sam
ið við passiusálma Þjóðverj-
ans Heinrich Brockes en Dr.
Urbantich hefir tekist mjög
vel að samræma ljóðlínur
Hallgríms Péturssonar og
tóna Bachs.
Verk þetta var flutt fyrir
7 árum og vakti þá feikna
hrifningu enda hefir oft ver
ið mælst til þess að það væri
endurtekið, en vegna hins
mikla undirbúnings sem það
krefst hefir ekki verið lagt
í það fyr en nú. Var það þá
flutt fyrir styrktarmeðlimi
tónlistarfélagsins en í þetta
sinn eru allir velkomnir. Verk
ið er flutt á vegum Tónlist-
arfélagsins og Symfoniu-
hlj ómsveitarinnar.
Framli^ið fyrri hluta þcssa árs fer cink-
efiu til kanpa á vclum til virkjunar
Sogsins ©íS Laxár
Á síðasta fjórðungi ársins 1949 veitti efnahagssamvinnu-
stjórn ECA, íslandi innkaupaheimildir að upphæð 1.944.000
dollarar. Viðskiptamálaráðuneytið veitti innflytjendum á
sama tíma pöntunarheimildir fyrir 1.180.173 dollara, eða
11.052.315 kr. miðað við dollaragengið 9,36.
Þessar pöntunarheimíldir
skiptust þannig á vöru-
flokka:
Hveiti kr. 2.136.002. Hrís-
grjón kr. 168.570- Smjörlíkis
olíur kr. 49.466. Fóðurvörur
kr. 2.2466.392.. Efnavörur
kr. 49.218. Timbur 31.466.
Pappi og pappír til fiskum-
búða kr. 549.407. Smurnings-
olía kr. 1.531.221. Járn og
stál kr. 250.392. Dósablikk kr.
47.012. Rafmagnsmótorar kr.
562.424. Tæki og varahlutir
til Landsímans og Ríkisút-
varpsins kr. 334.789. Benzín
og diesvélar kr. 242.574. Snjó
plógar fyrir Reykjavíkurflug
völl kr. 234.125. Varahlutir í
skurðgröfur, krana o. fl. kr.
292.254. Herfi og plógar kr.
74.920. Varahlutir í landbún-
aðarvélar kr. 169.748. Fisk-
pökkunarvél og varahlutir
kr. 127.287. Bifreiðavarahlut-
ir kr. 1.203.793. Beltisdráttar
vélar kr. 383.715. Trollvinda
í björgunarskipið „María
Júlía“ kr. 1Q3.755. Síldarnæt
ur kr. 170.144. Gúmmíreimar
fyrír fiskimjölverksmiðjur
kr. 93.650.
Samkvæmt þessu yfirlíti
hafa um 40% af pöntunar-
heimildunum verið veittar til
kaupa á kornvörum tíl mann
eldis og skepnufóðurs. Heim
ildir, að upphæð kr. 1.034.888.
hafa verið veittar tl kaupa
á vélum og tækjum til sex
fískimjölsverksmiðja, en
nokkrar þeirra hafa þegar
tekið til starfa.
Á siðasta fjórðungi ársins
1949 nam innflutningur frá
Bandaríkjunum og Kanada
9.480 tonnum. Þar af hafa
(Framhald á 7. síOu.)
Dr. Jessup falin mik-
ilvægari störf
Dr. Jessup, sem stundum
er kallaður „sendiherrann
fljúgandi“ vegna hinna miklu
sendiferða hans í þágu banda
rískrar utanríkisþjónustu,
hefir nú verið leystur frá
störfum sem prófessor í lög-
um við Columbia-háskólann
í New York. Truman Banda-
ríkjaforseti hefir hins veg-
ar tilkynnt, að honum muni
verða falin ýmis mikilvæg
störf í sambandi við utanrík-
isþjónustu Bandaríkjanna,
og jafnframt hefir hann þakk
að Jessup hin mikilsverðu
störf hans að undanfcrnu.
Litið er á þessa tilkynningu
sem svar af hálfu forsetans
við þeim ásökunum um komm
únistavináttu, sem Jessup hef
ir sætt af hálfu óamerísku
nefndarinnar að undanförnu.
Fundur ráðherra-
nefndarinnar
Fundur ráðherranefndar
Evrópuráðsins hófst í Strass-
borg í gær og eiga sæti þar
12 utanríkisráðherrar. Bjarni
Benediktsson situr nú fund
nefndarinnar í fyrsta sinn
fyrir íslandshönd. Schumann
utanríkisráðherfa Frakka
var kjörinn forseti fundar-
ins, sem standa mun í þrjá
daga. Dagskrá fundarins hef
ir ekki verið fastákveðin
enn, en hún mun aðallega
snúast um það, hvernig auka
megi áhrif Evrópuráðsins
og bezt verði komið fram
þeim málum í einstökum
löndum Evrópu, sem ráðið
vill koma áleiðis.
Góð hvalveiði
Stærsta brezka móðurskip-
ið við hvalveiðar í Suðurhöf-
um kom til brezkrar hafnar í
gær með nær 2000 tunnur
hvalolíu og er það betri afli
en í fyrra og betri en nú er
hiá flestum öðrum skipum,
sem stunduðu hvalveiðar á
sömu slóðum.
69 þús. ISrctar flutt-
nst til Ástralíu
8.1. ár
Á síðastliðnu ári komu
130,000 innflytjendur frá
Evrópu til Ástralíu. Þar af
voru 09.000 frá Bretlandi. en
auk þess margir frá Póllandi,
Ítalíu og Júgóslavíu. Meðal
þessar innflytjenda voru
40,000 börn og unglingar.
Helmingur allra þeirra inn-
flyjenda, er hafa komið til
Ástralíu frá Evrópu síðast-
liðin 3 ár, hefir verið frá
Bretlandi.
Brooks i Bandaríkj-
unum
Brooks, forsætísráöherra
Norður-írlands er farin í
heimsókn til Bandaríkjanna.
Hann hefir látið svo um-
mælt, að Norður-írland hafi
tvisvar sinnum meiri dollara
en Bretland og Skotland, að
tiltölu við fólksfjölda.