Tíminn - 04.04.1950, Side 2
2
TÍMINN, þriðjudaginn 4. apríl 195«
76. blað
f nótt.
Næturlæknir er í læknavarðstof-
unni, sími 5030.
Næturvörður er í Lyfjabúðinni
Iðunn, sími 7911.
Næturakstur annast Hreyfill,
slmi 6633.
Utvarpið
ítvarpið í kvöld:
(Pastir liðir eins og venjulega.)
18.00 Framhaldssaga barnanna:
„Eins og gerist og gengur" eftir
Guðmund L. Priðfinnsson, IV.
(Guðmundur Þorláksson kennari
les). 19.30 Þingfréttir. — Tónleik-
ar. 20.20 Tónleikar: Serenade í D1
dúr fyrir fiðlu, víólu og celló eftir
Beethoven (plötur). 20.45 Erindi:
Þættir úr sögu Rómaveldis, IV.:
Hrun Rómaríkis (Sverrir Kristjáns
son sagnfræðingur). 21.15 Einsöng-
ur: Isobel Baillie syngur (plötur).
21.35 Upplestur (Karl ísfeld rit-
stjóri). a) „Korinþska skrauthlið-
ið“, smásaga eftir André Maurois,
í þýðingu upplesarans. b) „Rispa“,
kvæði eftir Alfred Tennyson, í þýð
ingu Einars H. Kvaran. 22.10
Passíusálmar. 22.20 Vinsæl lög
(plötur).
Hvar eru skip'in?
Eimskip:
Brúarfoss er á leið frá Sarps-
borg til Reykjavíkur. Dettifoss fór
frá Reykjavík í gærkvöldi til Hull
og Rótterdam. Fjallfoss er á Siglu-
firði, fer þaðan í dag til Akureyr-
ar. Goðafoss fór frá Hamborg til
Gdynia í gær. Lagarfoss fór frá
New York 1. apríl til Searsport og
Reykjavíkur. Selfoss er á Akur-
eyri. Tröllafoss er á leið til New
York. Vatnajökuil er á leið til
Palestínu.
Efni: Styðjið sjúka til sjálfsbjarg-
ar, eftir Valgerði Helgadóttur.
Ársskylda Félags íslenzkra hjúkr-
unarkvenna, og annar fróðleikur
um hjúkrunarmál.
Heilsuvernd.
4. hefti 1949, útgefandi Náttúru-
lækningafélag íslands. Ritstj. er
Jónas Kristjánsson læknir. —
Tímaritið er 32 blaðsíður og flyt-
ur margvíslegan fróðleik. Meðal
annars er í heftinu: Tveir starfs-
menn kvaddir, Vörn og orsök
krabbameins. Fóðurtilraunir á dýr
um sýna yíirburði safrjhaugaá-
burðar fram yfir tilbúinn áburð.
Húsmæðraþáttur. Merkilegar rann
sóknir á orsök krabbameins. Hlut-
verk svitans. Ókunn efni í mat-
vælum, og margt fleira. — Ritið
er mjög vandað að frágangi.
Heimili og húsgögn.
Sveinn Kjarval flytur 3. erindi
sitt um heimili og húsgögn og
þjóðfélagið, í bíósal Austufbæj-
arbarnaskólan kl. 3 i dag. Erindi
þessi eru flutt á vegum Mæðra-
félagsins.
r
ilr ýmsum áttum
Sundmeistaramóti íslands
líkur á mánudagskvöld. Glæsi-
legasta metið, sem sett var, setti
Hörður Jóhannesson í 400 m. bak-
sundi. Tími hans var 5:51,6 mín.
og er tími hans nærri 12 sek.
skemmri en gamla metið en það
átti hann sjálfur.
Annar efnilegur sundmaður sem
komið hefir fram á mótinu, er
Pétur Kristjánsson, Árm. hefir
hann sett tvo drengjamet annað
í 100 m. frjálsri aðferð og hitt
í 200 m.
Sveit Ármanns hefir einnig sett
tvö íslandsmet, annað í 4x50 m.
og hitt í 4x200. Tíminn í seinna
metinu var 10:19,2 mín.
íþróttavöllurinn
í Reykjavík var opnaður 1 gær
fyrir þá, sem vilja fá að æfa þar.
Jóhannesarpassían
var flutt af kór Tónlistarfélags-
ins og symfóníuhljómsveitinni í
Frikirkjunni í Reykjavík siðastl.
sunnudag. Kirkjan var fullskipuð
og mikil hrifning var meðal áheyr-
enda. Guðmundur Jónsson íór með
hlutverk Krists, en Magnús Jóns-
son með hlutverk Jóhannesar post
ula. Alls komu fram 13 einsöngv-
arar. Enn er óráðið, hvort verkið
verður endurtekið.
Leiðréttingar.
í frásögn blaðsins á sunnudag-
inn um fræðsluerindi Gunnlaugs
Pálssonar var sú missögn um sam-
byggðu einbýlishúsin, an þau sneru
að götu, en átti að vera „snúa gafli
að götu“.
í frásögn af fundi í Framsókn-
arfélagi Akraness misritaðist nafn
Ásmundar Ólafssonar, sem gerður
var heiðursfélaei.
í. R. Páskavikan
Kolviðarhóli.
Þeir, sem sótt hafa um dvöl að
Kolviðarhóli um páskana, sæki
dvalarleyfi sín í kvöld kl. 8—9 i
Í.R.-húsið. Ef einhver leyfi verða
ekki sótt, verða þau seld eftir
kl. 9.
fo
ornum uec^i
BIÐRAÐIR Á NÝ
Kíkisskip.
Hekla er í Reykjavík og fer það-
an síðdegis á morgun vestur um
land til Akureyrar. Esja fór frá
Akureyri kl. 1.30 í nótt á leið aust-
ur um land til Reykjavíkur. Herðu
breið fer frá Reykjavík í dag aust
ur um land til Siglufjarðar. Skjald
breið fer frá Reykjavík á morgun
tii Breiðafjarðar. Þyrill er I Rvík.
Ármann á að fara frá Reykjavík
síðdegis í dag til Vestmannaeyja.
Linarsson, Zoéga & Co.
Foldin er á leið til Palestínu með
freðfisk frá Bretlandi. Lingestroom
fer frá Norðfirði á morgun áleiðis
til Amsterdam.
Skipadeild S.í S.
M.s. Arnarfell er á Akureyri.
M.s. Hvassafell fór frá Reykjavík
30. marz áleiðis til Ítalíu.
Blöð og tímarit
Menntamál.
Janúar-marz hefti 1950, 23. árg.
Ritið er 64 blaðsíður að stærð og
flytur fjölbreytt efni um mennta-
og uppeldismál og á því brýnt er-
indi til allra. Væri óskandi að for-
eldrar létu sig mál þessi meira
skipta og fylgdust betur með hinu
umfangmikla starfi kennara í
kennslu- og uppeldismálum.
Eíni ritsins er þetta :\ Stofn-
skjal barnaskóla í Reykjavík. Geð
verndarfél. íslands stofnað. Frá
uppeldismálaþingi í Amsterdam.
Landssamband framhaldsskóla
stofnað. Kristindómsfræðslan á ís
landi. Kennaraþingið í Stokk-
hólmi. Frá Gagnfræðaskólanum
við Lindargötu. Stafsetning og
stílagerð. Norskt rit um uppeld-
ismál. Kennslubækur gagnfræða-
skólanna. Sundskylduákvæðin 10
ára. Marg fleira efni er í blaðinu.
Hjúkrunarkvennablaðið
1. tbl. 26. árg. er nýkomið úó
Undanfarnar vikur hafa sjaldan
sézt biðraðir við búðardyr hér í
bænum. Orsökin hefir þó ekki ver-
ið sú, að fólk sé hætt að hugsa um
að kaupa vörur eða búðirnar hafi
verið svo fullar, að ekki hafi þurft
að sitja um þær. Nei, ástæðan var
raunverulega sú, að vörurnar lágu
á hafnarbakkanum og fengust ekki
þaðan. Nú eru þessar hafnarbakka
vörur smátt og smátt að koma 1
búðir. og þá hefst kapphlaupið um
þennan píring á ný.
í gær var rifizt um nokkrar flau-
elskápur hjá Haraldi, og seldust
þær upp á skammri stund. Við
skóverzlanir mátti víða sjá biðrað-
ir eftir hádegið, og var kvenfólkið
þar í meirihluta. Þar voru seldar
„bomsur“ að því er sagt var. Á
einum stað á Laugaveginum neðar
lega var þéttur hópur við búðar-
dyr, og var þar nauðsynjavara sú,
er vaxdúkur nefnist, til sölu, en
slíkur munaðarvarningur hefir sem
sé ekki verið auðfenginn að und-
anförnu.
Við höfum nú þegar fengið all-
mikla æfingu í þeirri göfugu list
að standa í biðröðum, en þó virð-
umst við harla skammt á veg komn
ir i biðraðamenningu, þótt nokk-
uð hafi skipazt í þeim efnum frá
því sem áður var. Það er harla fá-
títt að sjá fallega og skipulega röð
við búðardyr; miklu algengara er
að sjá ólögulega þyrpingu fólks við
dyrnar, og þegar opnað er, treðst
hver sem betur getur til þess að
komast inn.
Það er oft til þess tekið, hve'
Bretar séu fullkomnir f. þeirri liift ■
að standa í biðröðum. Þeir leggja
það stundum á sig að standa sól-
arhringum saman, ekki endilega
til þess að ná sér 1 skó eða kápu,
heldur kannske til þess eins að
fá að sjá konung, forseta, prinsessu
eða einhverja aðra sjaldgæfa
mannpersónu. Hafa þeir þá gjarna
með sér nesti eða jafnvel grammó-
fón til að stytta sér stundir. Er
gifting Elísabetar drottningarefnis
glöggasta dæmið um þetta. Ást
Bretans á því að standa í biðröð
er rakin til þess, að þar gefist hon
um kærkomið tækifæri til að
spjalla við náungann, komast í
kynni við fólk, fá að segja brot
úr ævisögu sinni (eða alla ævi-
söguna) og fá að heyra ævisögu-
brot annarra. Það virðist að,
minnsta kosti staðreynd, að menn ’
verða óvenjulega opinskáir og'
hreinskilnir, þegar þeir standa í
biðröð, og eru þess ljós dæmi úr
biðraðareynslu íslendinga.
Kunningi minn, sem ég hitti:
snöggvast í gær, hafði orðið fyrir |
barðinu á biðraðaómenningunni í
gærmorgun. Hann hafði staðið sem
aðrir við búðardyr, og þegar hann !
ætlaði að sæta lagi og skjótast inn '
fyrir dyrastafinn, þjarmaði ein- j
hver beljaki svo óþyrmilega að hon
um, að armbandsúrið nam við
brún stafsins með þeim afleiðing- j
um, að armbandið slitnaði, en eig- !
andinn fékk dálitla skeinu á ú!n- !
liðinn innanverðan, rétt við slag- 1
æðina, og taldi allvel sloppið — inn
■fyrir;stafinh. fi o ■/ i
a -vhi .i(>“ . ;riuTíiíf. 4. K. j
\
\
TILKYNNING
til skattgreiðenda
Skattgreiðendur í Reykjavík, sem enn hafa eigi
greitt að fullu þingjöld, tryggingagjöld og söluskatt,
eru áminntir um að gera full skil nú þegar. Lögtök fyr-
ir gjöldum verða framkvæmd án frekari aðvörunar.
Reykjavík, 31. marz 1950
Toiistjóraskrifstofan, Hafnarstræti 5
«'
o
o
o
O
o
o
o
o
O
o
O
o
o
o
<»
O
O
f
o
o
o
o
o
o
O
o
O
«>
<I
I >
I»
I >
1»
O
I >
«»
< >
« >
Reyktar rúllupylsur
Saltaðar rúllupylsur
Fyrirliggjandi
Samband ísl. samvinnufélaga
Sími 4241
«>
<>
<>
«>
o
o
o
o
I >
o
«>
o
o
I >
o
o
O
o
o
I >
lllllllllllllllllllllllllllllllllll■■lllllll■llll|ll|l|||||■lll|||||||||||||||||||||||■|||||l|||||||||ll|lllllllll■ll■lal|a|||lllllllllllllll|ID
Auglýsing nr. 4/1950
frá skömmtunarstjóra
Samkvæmt heimild í 3. gf. reglugerðar frá 23. sept^
1947, um vöruskömmtun takmörkun á sölu, dreifingu
og afhendingu vara, hefir verði ákveðið að úthluta
skuli nýjum skömmtunarseðli, er gildir frá 1. apríl
1950. Nefnist hann „Annar skömmtunarseðill 1950,“
prentaður á hvítan pappír, í grænum og fjólubláum
lit, og gildir hann samkvæmt því sem hér segir:
Reitirnir: Sykur .nr. 11—20 (báðir meðtaldir) gildi
fyrir 500 grömmum af sykri hver reitur. Reitir þessir
gilda til og með 30. júní 1950, þó þannig, að í aprílmán-
uði 1950, er óheimiit, að afgreiða sykur út á aðra af
þessum nýju sykurreitum en þá, sem bera númerið 11,
12 og 13. Jafnframt hefir verið ákveðið, að sykurreitir
no. 1—10 af „Fyrsta skömmtunarseðli 1950“ skuli halda
gildi sínu til loka aprílmánaðar 1950.
Reitirnir: Smjörlíki nr. 6—10 (báðir meðtaldir) gildi
fyrir 500 grömmum af smjörlíki hver reitur. — Reitir
þessir gilda til og með 30. júní 1950.
Annarvskömmtunarseðill 1950, afhendist aðeins gegn
því, að úthlutunarstj órum sé samtímis skilað stofni af
„Fyrsta skömmtunarseðli 1950“, með áletruðu nafni og
heimilisfangi, svo og fæðingardegi og ári, eins og form
hans segir til um.
Neðantaldir skömmtunarreitir halda gildi sínu til árs
lojca 1950:
Skóreitir nr. 1—15 1950 af „Fyrsta skömmtunarseðli
1950 “
„Vefnaðarvörureitir nr. 1—700 af „Fyrsta skömmtun
arseðii 1950.“
Ennfremur skulu neðantaldir skömmtunarreitir frá
1949, halda gildi sínu til júníloka 1950:
Vefnaðarvörureitir nr. 1—1600 af fyrsta, öðrum og
þriðja skömtunarseðli 1949.
Sokkareitir: „Skammtur 2 og 3“ af fyrsta skömmtun
arseðli 1949.
Sokkareitir: Nr. 1—4 af öðrum og þriðja skömmtun-
arseðli 1949, og „Ytrifataseðill“ (í stað stofnauka nr. 13)
Ákveðið hefir verið að vinnufataseðill nr. 6 og vinnu-
skóseðill nr. 6 skuli báðft1 halda gildi sínu til 1. maí 1950.
Fólki skal bent á að geyma vandlega skammta nr. 2—
8, af „Fyrsta skömmtunarseðli 1950“, og skammta 9—11
af þessum „Öðrum skömmtunarseðli 1950“, ef til kæmi,
að þeim yrði gefið gildi síðar.
Reykjavík, 31. marz 1950
SKÖMMTUNARSTJÓRI
fiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii