Tíminn - 04.04.1950, Síða 4

Tíminn - 04.04.1950, Síða 4
« TÍMINN, þriðjudaginn 4. apríl 1950 76. blað ff Funi kveikist af funa“ i. „Víða eru vörður reistar á vegum sögu þessa lands“. Landnemarnir komu hingað til að njóta frelsis í skauti Fjallkonunnar. Olnbogarými mátu þeir mikils. Þeir reistu bæi á víð og dreif, enda var lífsbjörg þjóðarinnar þá nær einvörðungu bundin við gæði landsins. Þeir mynduðu ríki, þjóðveldi, með löggjöf og dómaskipun. Löggjöf þessi var mótuð af djúpri úð og deilur oft jafnaðar með dómsúr- skurði, mál lögð í gerð eða dæmd af dómstólum. En vald ríkisins náði ekki lengra. Eng in ríkisstjórn sat í landinu. Aðili, sem fékk sakborning dæmdan, varð sjálfur að hlut- ast til um, að dómi yrði hlítt. Til þess þurfti vald, sem bundið var við mannafor- ráð. Með þessari stjórnskip- an bundust ættir traustum bcndum. Því stærri og traust ari sem frændgarðurinn var, þeim mun meiri vonir um á- hrif innan þjóðveldisins. Þegar tímar liðu, raskaðist stjórnskipulegt jafnvægi. Fáir menn fengu of mikil manna- forráð, Vald ættanna óx alls- herjarríkinu yfir höfuð. For- ingjar fylktu liði og bárust á banaspjót. Þjóðveldið liðaðist sundur og að lokum kom til skjalanna erlent vald, sem hét að láta þegnana „ná ís- lenzkum lögum og friði.“ II. Þegar litið er til fortiðar- innar með samanburði við þjóðlífið á þessum tíma, má sannarlega segja með skáld- inu: Nú er öld snúin, á aðra leið búin. Samt er ekki laust við á- rekstra innan þjóðfélagsins. Skipulag byggðarinnar er þannig breytt, að tveir þriðj- ungar þjóðarinnar búa í þétt- býli. Meira en helmingur af íbúum landsins reka ekki famleiðslu á eigin ábyrgð, en fá tekjur sínar í launum. Þó að hagur allra sé háður gengi framleiðslunnar, þegar djúpt er skoðað, er það sjónarmið ekki ætíð látið ráða, heldur leiða sérhagsmunir til átaka milli stétta. Hér skal til dæmis brugðið upp sannri svipmynd úr þjóðlífinu. Fyrir rúmu ári síðan lá hinn vel gerði togarafloti landsmanna um nokkurra víkna skeið, bundinn land- festum. Hver var orsökin? Útvegsmenn sögðust ekki geta sent skipin á fiski, nema með sívaxandi tapi, ef kostn- aður við útve^an lækkaði ekki frá því sot? orðið var. Mun þetta hafa mátt til sanns vegar færa. Alþingi er af ýmsum talið bruðlunarsamt, þegar það á- kveður laun. Ráðherrar og hæstaréttardómarar skipa hæsta flokk í launalögum og munu margir telja árstekjur þeirra sómasamlegar. En í togaradeilunni varð það bert, að skipstjórar á hinum nýja togaraflota hafa haft árs- tekjur hver um sig eins og tveir, þrír eða fjórir ráðherr- ar samtais. Undirmenn á skipunum báru að vonum kjör sín saman við þetta. Áhöfn á hverju skipi var skipt í mörg sérfélög og varð að semja við þau hvert í sínu lagi. Skyldur við atvinnuveginn og þjóðfé- lagið virtust 1 léttu rúmi liggja, þegar barátta um eig- Eftir Pál Þorsteinsson. in hag var annarsvegar. Fyrir þessar sakir missti þjóðarbúið 'af dýrmætum gjaldeyri allt i að tuttugu milljónum króna, | en varð á sama tíma að taka á móti fjárframlögum frá ÍAmeríku vegna framkvæmda, |sem þjóðin bíður eftir með ó- , þreyju. III. Bændastéttin er elzta at - vinnustétt landsins og ein hin fjölmennasta. Landið sjálft er vettvangur hennar. Hún hlúir að gróðri þess við ylinn af fjörgjafaljósinu bjarta. Hún er þjálfuð í baráttu við ' náttúruöfl og válynd veðra- | föll, en hefir verið sein til á- taka í hagsmunabaráttu stéttanna. Svo er þó komið, ! að bændur hafa myndað stéttarsamband, sem er aðili i til að halda uppi kröfum um í hagsmuni stéttarinnar til jjafns við aðra. Búnaðarfélög hreppanna mynda deildir þess og sýslufélög kjördæmi við fulltrúakjör á stéttarþing. Skipulagið er þannig, að miklir mökuleikar eru til samkeppni innbyrðis. Deildirnar eru margar og framleiðslan skiptist nokkuð eftir héruðum í sauðfjáraf- urðir, mjólk og garöávexti. En þess eru ekki dæmi, að bændur standi í kapphlaupi sín á milli um afurðaverðið, þannig, að sumir krefjist hækkunar á verði sauðfjáraf- urða til samræmis við verð mjólkurafurða. Framleiðslu- ráð landbúnaðarins verðlegg- ur búvörur í heild og flokkar þær, svo að samræmi haldist. Þeirri flokkun hlítir bænda- stéttin öll afdráttarlaust. Hjá launamönnum, sem taka kaup eftir samningum, er þessu á annan veg farið. Skipshöfn á togara til dæm- is skiptir sér í mörg stéttarfé- lög. Ekki er hægt að semja um kaup hennar og kjör í heild við einn aðila.Ekkert fast hlut fall er ákveðið milli tekna eftir störfum. Einn gerir kröfur til samræmis við kjör annars á sama skipi — og slíkum kröf- um er oft fylgt eftir með verk- föllum, hvað sem hagsmunum alþjóðar líður. Verkalýðsfélög landsins sameinast innan vé- banda Alþýðusambands ís- lands. En Alþýðusambandið gerir ekki heildarsamninga um kaup og kjör, heldur félög- in hvert um sig. Með þessum hætti hefir verið haldið við stöðugu ósamræmi Afleið- ingin hefir orðið sú, að ef kaup hækkar á einum stað, gera aðrir kröfur til samræm- is. Þegar það er fengið, eru gerðar kröfur að nýju vegna hærri framfærslukostnaðar á einum stað en öðrum, og svo koll af kolli. Þannig hefir ver- ið haldið á málum á undan- förnum árum með samþykki eða jafnvel að tilhlutun þeirra stj órnmálaflokka, sem mest í- tök hafa í verkalýösfélögun- um. Þetta veitir verkamönn- um ekki svo raunhæfar kjara- bætur, sem margir ætla, en veldur glundroða, sem þjóðfé- laginu stafar hætta af. Þetta myndi breytast til bóta, ef Alþýðusamband íslands yrði samningsaðili um kaup og kjör fyrir hönd verkalýðsfé- laganna í heild og samningar miðaðir við ár í senn, eins og verðlag á búvörum, ef breyta ætti kaupgjaldi til lækkunar eða hækkunar. Alþ.samband- inu ber að gera tillögur um skiptingu landsins í kaup- gjaldssvæði og um reglur um eðlilegt hlutfall milli tekna verkamanna eftir starfs- greinum. Þær háu tekjur, sem sumir iðnlærðir verkamenn hafa í byggingariðnaði og fleiri greinum, valda mikilli hækk- un á verði húsa að sínu leyti eins og gróði milliliða og hvílir sem byrði á hinum almenna þegni í bæjunum með okri á húsaleigu. Ætla hefði mátt, að þeir flokkar, sem telja sig öðrum fremur málsvara verkamanna, vildu ganga vel fram í því að taka þarna í tauma, en þess hefur ekki orðið vart. IV. fslenzka þjóðin hefir hrint af sér oki fyrri alda og stofn- að lýðveldi að nýju. Atvinnu- tækin hafa breytzt og batn- að. Draumurinn um stritandi vélar hefir rætzt að miklu leyti. Nú eru ættarböndin næsta veik, en í þess stað er þjóðin skipt í stéttir og þær aftur í smærri hópa, sem tak- ast á um hagsmuni, svo að oft kennir meira kapps en for- sjár. Einstaklingarnir eru knúðir inn í stéttarfélög. Per- sónuleg áhrif einstaklingsins minnka eftir því sem hópur- inn stækkar. En því stærri og traustari sem hópurinn er, því meiri líkur eru taldar um ávinning í átökum stéttanna. Ef stéttabaráttan gengur \ir hófi fram, er þjóðfélagsheild- inni hætta búin. Það er harla áhrifaríkt, hvaða reglum er fylgt um samskipti stéttanna innan þjóðfélagsins. Það er þjóðmál, sem borgararnir þurfa að íhuga. Þeir vandlátu biðja um norðlenzku ostana Fást hjá: Vestfirðingur á hér pistil um Njáluskrif þau, sem lesendur Tímans hafa fengið forsmekk af undanfarið, og er bréf hans á þessa leið: „Mikil dýrðarbók er Njála. Alltaf geta nýir og nýir fræði- menn komið fram með nýjan skilning og skýringar. Skemmti- lega skrifar Barði um höfund þessarar hefðarsögu, þó að sums staðar virðist veilur í rök- um hans og réttdæmi. Gaman þykir mér að greinum þeirra Benedikts frá Hofteigi og Helga á Hrafnkelsstöðum, en hans skoðun tek ég hér einkum til umræðu. Helgi telur Snorra vera höfund Njálu og hafi hann skrifað hana eftir fyrirsögn fóstra síns, Jóns Loftssonar. Þykir honum, sem auðsæ séu einkenni hins sama uppruna á Heimskringlu, Njálu og því, sem haft er eftir Jóni Loftssyni. Benedikt vill líka leiða rök að því, að Jón Loftsson sé líkleg- astur til að hafa skrifað Njálu. En hversu sennilegt sem mönn- um þykir slíkt, — hversu ljúf sem þeim er löngun til að trúa slíku, fer því þó fjarri, að sú skoðun hafi sönnuð verið. í fyrsta lagi hefir Helgi ekk\ orð Jóns Loftssonar frá fyrstu hendi, heldur eftir heimildum sögumanna alveg eins og þau ummæli önnur, sem hann vitn- ar til. Kynni því alveg eins að mega segja, að Þorláks saga biskups sverji sig í ætt við Njálu og Heimskringlu. I öðru lagi finnast ekki í heimildum ýmsar þær setning- ar, sem Helgi hefir sem sönnun- argögn. Ummæli þau, sem hann segist hafa úr Heimskringlu, eru allt öðru vísi í útgáfu Menn- ingarsjóðs og ég held fleirum. Verður þá ótraustara á að byggja, þegar þannig er unnið. I þriðja lagi er það ekki sér- kehni á máli einstakra ætta, að það standi í stuðlum. Það er ein- kenni íslenzkra málshátta, allra sem eru aldagamlir. Þetta er einkenni á xslenzku máli en engin sérgáfa eða einkamennt Oddaverja og Sturlunga. Nú skal ég geta nokkurra dæma: Víga-Glúmur segir við Ástríði móður sína, er hann fer utan: „En lógaðu ekki landinu, þó að þröngt verði kosti þínum.“ Við Björn járnhaus segir hann: 3 Sambandi ísl. samvinnufélaga I Sími 2678 og vil ég af því engu við þig jafnast, að út á Islandi mundi sá maður kallaður fól, er þann veg léti sem þú lætur. — En hér hef ég vitað alla bezt orðum stilla.“ Víga-Skúta sagði: „Ég heiti Margur að Mývatni en Fár í Fiskilækj arhverf i“ og „veiddi Fluga flatnefjunginn." Það ætla ég að allir þeir, sem um þessi mál vilja hugsa geti hér aukið við ótal dæmum, þó að nú sé numið staðar. Ekki sé ég neina ástæðu til að halda, að höíundur Njálu hljóti að hafa verið þjóðmálaskörung- ur eða höfðingi. Oft hefir skáld- um verið ósýnt um veraldar- vafstur, þó að þar sé fæst um fastar reglur. Ekki var sá bisk- up, sem orti Lilju, og hvorki var séra Jón á Bægisá biskup né amtmaður. Lítt var Hallgrímur Pétursson í veraldarvafstri stjórnmálamanna og aldrei hafði Stefán Ólafsson sýslu. Aldrei komst Matthías eða Davíð Stefánsson á þing og ekki orti Hannes Hafstein þjóðsönginn þó að hann væri gott skáld og ráð- herra. Þetta sannar ekki neitt, en til hliðsjónar má þó hafa það. Ég geri ráð fyrir, að það mætti bera fram ýms Barðarök fyrir því, að Brynjólfur biskup hefði getað ort Passíusálmana, þar sem hann sat heima í Skál- holti á gamalsaldri með sitt krabbamein en börn hans dáin úr berklum. Eins mætti sjálfsagt eigna Stefáni Ólafssyni sálma þá, ef nafn Hallgríms væri týnt, og vafasamt að mikið þyrfti að víkja við öllum vísum hans, svo að líking gæti sýnzt með sum- um þeirra og sálmunum. En aðrir mér færari rnunu skrifa um þessi efni. Þetta er ekki sagt af því, að mér sé nein ömun að því, sem skrifað hefir verið um höfund Njálu. Ég vona, að því verði haldið áfram. En ég er ekki viss um, að höfundur hennar hafi verið neinn þeirra höfðingja, sem mestan hlut átti að lands- stjórn um sína daga, enda hefir Einar Ólafur Sveinsson fært rök að því, að hann muni ekki hafa verið svo vel að sér í landslög- um, sem þeir menn, sem mest hafa staðið í löggjafarstörfum og dómum á Alþingi, og sýnast það vera nokkuð sterk rök í málinu. Jón Loftsson mun hafa vitað hvað voru lög í landi." Ég sé ekki neina ástæðu til að bæta nokkru viS þetta bréf að svo komnu máli. Starkaður gamli. UTBOÐ Tilboð óskast í leigu á Gamla stúdentagarðinum til gistihússhalds frá 4. júní til 25. sept. n k. Tilboöum sé skilað til skrifstofu stúdentagarðanna eigi síðar en 15. apríl. Nánari upplýsingar gefa Kristján A. Kristjánsson, sími 6482, og Jón P. Emils, sími 4789. Stjórn stúdentagarðanna. t Auglýsingasími Tímans 81300

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.