Tíminn - 04.04.1950, Síða 5
76. blaS
TÍMINN, þriðjudaginn 4. apríl 1950
n* -
5
f*riðjud. 4. apríl
Svona hlaut það
að fara
Það hefir um lengra skeið
verið sérhverjum heilskyggn-
um manni ljóst, að fjármála-
stefna undanfarinna ára gat
ekki haft önnur endalok en
þau, sem nú eru komin fram,
stórfellda gengislækkun og
framlengingu dýrtiðarskatt-
anna.
Þeir menn, sem réðu þessari
stefnu og framfylgdu henni,
vissu líka vel, hvert þeir vorn
að stefna. Framsóknarmenn
létu ekkert ógert til að vara
við því, að slíkri stefnu væri
fylgt, því að það myndi valda
þjóðinni þungum búsifjum og
miklum erfiðleikum síðar.
Þessum aðvörunum þeirra
var ekkert sinnt. Kommúnist-
ar vildu vitanlega fyrir alla
muni framkalla þær afleið-
ingar, sem þeir vissu að hljót-
ast myndu af þessari stefnu,
því að erfiðleikarnir og öng-
þveitið eru bezti jarðvegurinn
fyrir þá. Forkólfar stórgróða-
mannanna hugsuðu um það
eitt að veita skjólstæðingum
sínum aöstððu til að ná sem
mestu af fljótfengnum gróða
og koma honum undan. For-
kólfar jafnaðarmanna þorðu
hér vitanlega ekki fremur en
endranær að rísa gegn yfir-
boðum kommúnista.
Þannig sameinaðist sú
þrenning, sem markaði og
framfylgdi dýrtíðarstefnu
undanfarinna ára.
Það mátti öllum vera ljóst,
að hið háa verðlag á útflutn-
ingsvörum fyrstu árin eftir
styrjöldina, var stundarfyrir-
brigði. það byggðist á hinum
mikla matvælaskorti í heim-
inum. Allar þjóðir létu það
vera fyrsta verkið i viðreisn-
arstarfi sínu að auka mat-
vælaframleiðsluna. Árangur-
inn af því er nú sem óðast
að koma í Ijós. Verðlag mat-
væla fer víðast lækkandi og
mun þó vafalaust eiga eftir
að lækka mun meira næstu
misserin.
Af þessum ástæðum mátti
okkur vera það ljóst, að það
Var ekki heppilegt að láta
framleiðslukostnaðinn á þess-
um árum fylgj a eftir hinu háa
bráðabirgðaverði á útflutn-
ingsvörunum. Þvert á móti
þurftum við að halda fram-
leiðslukostnaðinum svo í
skefjum, að útflutningsfram
leiðslan gæti greitt niður
skuldir og safnað nokkrum
varasjóðum til erfiðu áranna.
Það var á þetta atriði, sem
Framsóknarmenn lögðu mikla
áherzlu. Til þessa heilræðis
var hinsvegar ekkert tillit
tekið, heldur var framleiðslu-
kostnaðurinn látinn fara svo
langt fram úr útflutnings-
verðinu, að nauðsynlegt
reyndist að greiða stórfelldar
uppbætur úr ríkissjóði, ef
útflutningsatvinnuvegirnir
áttu ekki að stöðvast. Og þó
var alltaf haldið áfram að
auka framleiðslukostnaðinn,
eins og meirihluti stjórnar
Stefáns Jóhanns gerði vitandi
vits með kauphækkunum á
síðastl. sumri.
Afleiðing þessarar óheilla-
stefnu blasti ljóst við á síð-
astliðnu hausti, er stjórn Stef-
áns Jóhanns fór frá völdum.
í stjórnartíð hennar hafði
greiðsluhalli ríkisins verið til
ERLENT YFIRLIT:
Bækur og höfundar
Dante Bandaríkjanna látinn. — Heildarútgáfa
á verkum Sigurd Hoels. — Bók um morðið á Trotski.
Fyrir skömmu síðan andaðist heppnað. Fáir hafa öðlast þá
í Bandaríkjunum skáldið og rit- náð, að lif þeirra væri það, sem
höfundurinn Edgar Lee Masters,; kalla mætti hamingjusamt. Þó
81 árs gamall. Hann var þekktur [ eru þeir nokkrir. í eftirmælum
um víða veröld undir nafninu þeirra njóta hinir þýðu, Ijóð -
Dante Ameríku. Bók sú, sem rænu strengir Masters sín bezt,
ávann honum þetta heiti, er tal- j en þó er það nöpur kaldhæðni
in eitt merkasta skáldritið, sem J og gagnrýni á bæjarbragnum í
samið hefir verið í Bandaríkj- Spoon River, sem setja megin-
unum. svipinn á bókina.
Edgar Lee Masters ætlaði sér
upphaflega hvorki að verða Umdeild bók, sem hafði
skáld eða rithöfundur. Hann j mikil áhrif.
lauk laganámi rúmlega tvítugur j „Spoon River Anthology“ vakti
að aldri og var málaflutnings- ' strax mikla athygli. Formið og
maður í Chicago um þrjátíu ára , efniö var nýjung í amerískum
skeið (1891—1920). Nokkru fyrir : bókmenntum. Gagnrýnendurnir
þrítugsaldurinn byrjaði hann.aö , neituðu því, að hér væri um
fást við ljóða- og sögugerð í! raunveruleg ljóð að ræða, þar
tómstundum sínum, en var þó ó- sem Master hefði oftast sleppt
I
þekktur á því sviði til 1915, er j rími, þótt hann hefði notað
ljóðabók hans „Spoon River ljóðaformið. Slíkt mátti þá
Anthology" kom út. Hún gerði
hann frægan um öll Bandarikin
og miklu víðar. Það var hún,
sem vann honum nafnið Dante
Ameríku.
Framliðnir segja frá.
Masters hafði lesið mikið af
kvæðum Forn-Grikkja og samdi
heita óþekkt í Bandaríkjunum.
Efnið var þó enn óvenjulegra.
Hér var verið að særa fram dá-
ið fólk og það látið segja frá göll-
um sínum og mistökum. Einna
verst var þó, að bókin mátti
heita samfelld ádeila á bæjar-
lífið og bæjarmenninguna, eins
og þetta var yfirleitt í smærri
„Spoon River Anthology“ undir! borgum og bæjum miðvestur-
áhrifum frá þeim. 1 inngangs- J ríkjanna á þessum tíma. Á yfir-
kvæði er maður, sem
heim til smábæjarins Spoon
River, látinn spyrja um forn-
kunningja sína þar, en fær það
svar, að þeir séu allir í kirkju-
garðinum. Hann heimsækir þá
síðan hvern af öðrum og fær í
einskonar erfiljóðum yfirlit um
ævi þeirra, unz fengin er glögg
heildarmynd af lífi og störfum
fólks í amerískum smábæ.
Dante-nafnið hlaut Masters af
því, að hann valdi sér það form
að leiða þá framliðnu fram á
sjónarsviðið.
Það sýnir bezt, að Masters
hefir hér ekki tekið sér neitt
smávaxið viðfangsefni fyrir
hendur, að það eru ekki færri en
um 240 framliðnir, sem hann
leiðir fram á sjónarsviðið. Þeir
eru látnir segja hispurslaust frá
ávirðingum sínum og kemur þá
margt í ljós, sem samferðamönn-
um þeirra í fyrra lífinu hafði
verið hulið. Líf þeirra flestra
hafði verið meira og minna mis-
lJ
kemur, borðinu ríkti mikill strangleiki
og guðhræðsla, en þegar lengra
var krufið, var það slúður,
hleypidómar og smáborgara-
háttur, sem einkenndi bæjar-
braginn. Enginn höfundur hafði
afhjúpað þetta betur fram að
þessu en Masters í umræddri
bók sinni.
Dómarnir um „Spoon River
Anthology" voru því yfirleitt
harðir í fyrstu. Margir fyrri
vinir Masters sneru við honum
baki og hann varð að hrökklast
frá málflutningsstarfinu. Lífið
varð honum þungbært upp frá
þessu. En hann hafði þó hér
ótvírætt gerzt brautryðjandi í
amerískum skáldskap og skapað
verk, sem hlaut vaxandi viður-
kenningu sem mikið bók-
menntalegt afrek. Bók hans
ruddi nýju ljóðaformi braut í
amerískum bókmenntum. Hún
hafði jafnframt bent amerískum
rithöfundum á nýtt viðfangsr
efni, líf og störf hinna óbreyttu
Edgar Lee Masters
borgara í amerísku smábæjun-
um. f slóð „River Spoon Antho-
logy“ komu skáldverk eins og
„Winesburgh, Ohio“ eftir Sher-
wood Anderson og „Main Street“
eftir Sinclair Levis.
Hin mikla gagnrýni, se n
„Spoon River Anthology“ hlaut,
varð til að vekja á henni at-
hygli margra, sem annars hefðu
látið hana framhjá sér fara. U n
langt skeið var hún því met-
sölubók í Bandaríkjunum og
vann sér þá viðurkenningu -.5
vera eitt mesta skáldverk. sem
þar hefir verið samið.
Utan Bandaríkjanna hlaut
„Spoon River Anthology“ mikl-
ar vinsældir og var þýdd á fjól-
mörg tungumál. Danska þýð-
ingin hefir komið út tvisvar
sinnum og hefir auk þess verið
flutt i danska útvarpinu. Þo
kom danska þýðingin ekki út
fyrr en tuttugu árum siðar en
frumútgáfan og átti það óvenju-
legar orsakir. Fyrri kona Mast-
ers hafði verið af skandinavisk-
um ættum og leiddi slúlnaður
þeirra hjónanna til slíkrar ard-
úðar Masters á Skandinövum, að
hann bannaði lengi vel að tæk-
ur sínar væru þýddar á mál
þeirra.
Raunaleg endalok.
Árið 1924 gaf Masters út „The
(Framhald á 6. síöu.)
Raddir nábúanna
jafnaðar 60—70 millj. kr. á ári var hún búin að leika at-
vegna útflutningsuppbótanna
og niðurgeiðslna innanlands.
Vegna kauphækkanna á síð-
astl. sumri og verðlækkunar
erlendis var ljóst, að útflutn-
ingsuppbæturnar þyrftu nú
enn að stórhækka og hefðu
sennilega þurft að vera hátt á
annaö hundrað millj. kr. á
þessu ári, þar sem togararnir
þurftu þeirra nú ekki síður við
en bátaútvegurinn. Ef komast
átti hjá greiðsluhallalausum
ríkisrekstri hefði ríkið alltaf
þurft að afla um 200 millj. kr.
nýrra tekna, ef halda átti út-
flutningsuppbótunum áfram.
Slíkt var vitanlega með öllu
ógerningur. Þótt gengislækk-
unin sé neyðarúrræði, var hún
þó skárri en slikar álögur í
formi nýrra tolla og skatta.Þar
sem hún gerði hins vegar ekki
meira en að mæta útflutn-
ingsuppbótunum, var óhjá-
kvæmilegt að framlengja hina
fyrri tekjustofna ríkisins, ef
komast átti hjá greiðsluhalla.
Það er vitanlega enginn
skemmtileikur að þurfa að
grípa til slíkra örþrifaráða.
Stjórnarstefna undanfarinna
vinnuvegina, að það er enn
engan veginn víst, að þessar
ráðstafanir reynist fullnægj-
andi. Ef verðlag útflutnings-
varanna lækkar enn að ráði
erlendis eða kaupgjald og
framleiðslukostnaður hækkar
eitthvað, erum við strax komn
ir í gamla fenið aftur. Það er
því ekki að undra, þótt komm
únistar hafi dregið kaup-
hækkunarfánann að hún, því
að þeir vita, að kauphækkun
nú, getur ekki þýtt annað en
stöðvun eöa nýja gengislækk-
un.
Fyrir þjóðina er nú mest
um vert að læra af óhöppum
og mistökum hins liðna að
láta ekki glepja sig lengra út
á óheillabrautina. Enn er
möguleiki til viðnáms og við-
reisnar og þjóðin getur þá
fljótt unnið upp þá kjara-
skerðingu, sem hún verður nú
fyrir í bili. Sé hins vegar hald-
ið lengra út i ófæruna, eins og
gert hefir verið undanfarin 8
ár, bíður hennar meira böl en
flesta órar fyrir nú. Þess
vegna má þjóðin nú ekki
fylgja röddum þeirra, sem enn
ára hefur hins vegar gert það i vilja lokka hana lengra út i
óhjákvæmilegt. Svo grálega 1 ófæruna og öngþveitið.
„Réttarverndar“-nefndin,
sem kosin var á Iðnófundi
kommúnista á dögunum, er
enn eitt helzta umtalsefni
blaðanna. í forustugrein Vís-
is á laugardaginn segir:
„Ofangreind nefndarkosning
kommúnista er ekki einvörðungu
brosleg, heldur miklu fremur á-
töluverð. Kommúnistar ætlast
vafalaust til að þeir séu teknir
alvarlega, en ef það er gert
dylst engum, að hér er um beina
uppreisn gegn ríkisvaídinu að
ræða. Vilji einstakir menn taka
sér vald til þess að ögra ríkis-
valdinu og brjóta það á bak aft-
ur, myndu þeir tafarlaust stimpl
aðir sem réttlausir uppreisnar-
seggir. Engu breytir í þessu efni
þótt mannhópar gerist sekir um
sömu yfirsjón, að öðru en því,
að tiltæki þeirra getur verið
þeim mun háskasamlegra, sem
mennirnir eru fleiri. Uppreisnar-
tilraun verður að bæla niður þeg
ar í upphafi. Ella getur hún leitt
til dómsáfellis fyrir marga, sem
láta hrífast með vegna stundar-
geðbrigða eða varanlegs skyn-
semisskorts, en sem eru ekki í
eðli sínu glæpahneigðir. Vegna
slíkra manna og þjóðarheildar-
innar ber ríkisvaldinu skylda til
að fylgjast vel með störfum
„geðverndarnefndarinnar" og
gera viðeigandi gagnráðstafanir,
ef þess þykir við þurfa. And-
varaleysi á engan rétt á sér í
þessum efnum, einkum þegar
þess er gætt, hvert tilefnið er til
nefndarkjörsins og hvert verk-
efni nefndinni er ætlað“.
Það er bersýnilegt, að
kommúnistar hafa hér fyrir-
ætlanir á prjónunum, sem
geta dregið alvarlegan dilk á
eftir sér, ef þeir gera alvöru
úr því að reyna að fram-
fylgja þeim.
f gær voru liðin tvö ár síð-
an Bandaríkjaþing sam-
þykkti lögin um Marshallað-
stoðina. Nafn sitt hlaut hún
af því, að Marshall hershöfð
ingi, þáverandi utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna hafði
fyrstur borið fram hugmynd
ina um fjárhagslega aðstoð
Bandaríkjanna við endur-
reisn Evrópu. Marshali gerði
það í ræðu, sem hann flutti
við Harvardháskóla 5. júní
1947.
Upphaflega var til þess
ætlast að Marshallaðstoðin
næði til allrar Evrópu. Sovét
ríkin skárust hinsvegar strax
úr Ieik og neyddu leppríkin
síðan til að gera slíkt Hið
sama. Bæði Tékkóslóvakía
og Pólland höfðu ætlað að
vera meö í þessari efnahags-
samvinnu. Rússar munu ekki
hafa talið nána efnahags-
samvinnu Austur- og Vestur
Evrópu heppilega fyrir gengi
kommúnista í leppríkjunum.
Viðreisn Vestur-Evrópu mun
heldur ekki hafa verið neitt
eftirsóknarverð frá heims-
veldissjónarmiði þeirra, þar
sem batnandi afkoma al-
mennings þar var líkleg til
að draga úr fylgi kommún-
ista. Sú hefir líka orðið reynd
in, enda hafa kommúnistar
reynt að spilla árangri Mar-
shallviðreisnarinnar eftir
megni.
Þótt Marshallaðstoðin
leggi veruleg fjárútlát á
Bandaríkin, er það síður en
svo, að hún geti talist góð-
gerðarstarfsemi af þeirra
hálfu. Það er bæði beinn og
óbeinn hagur Bandaríkjanna
að Evrópa komist efnahags-
lega á legg og þurfi ekki á
sffeldri aðstoð þeirra að
halda. Slíkt getur til lang-
frama haft slæm áhrif á
sambúð þessara aðila og orð
ið kommúnismanum til
styrktar. Fyrir Bandaríkin er
tvímælalaust bezt, að Evrópa
geti orðið efnahagslega sjálf
bjarga og sjálfstæð og sam-
vinnan komist á jafnvægis-
grundvöll, þar sem hver að-
ili þarf á samstarfi við hinn
að halda, en er hins vegar
ekki neitt liáður honum. Þess
vegna er það líka fyrst og
fremst tilgangur Marshall-
hjálparinnar að gera Evrópu
efnahagslega sjálfstæða og í
því tilliti óháða bæði Banda-
ríkjunum eða öðrum stórveld-
um.
Það er tvímælalaust, að
Marshallhjálpin hefir þegar
borið mikinn og góðan árang-
ur. Hún hefir mjög flýtt fyrir
viðreisn Vestur-Evrópu og
bætt afkomuna þar. Það má
m. a. marka á fylgishruni
kommúnista í þessum lönd-
um. Þar sem lífskjörin fara
batnandi, hrakar fylgi komm
únismans. Eymdin og komm-
únisminn eru förunautar.
Upphaflega var gert ráð
fyrir, að Marshallhjálpin
stæði í fjögur ár, en Ijóst er
nú, að hún þarf að haldast
nokkuð lengur. Ýmsir áhrifa-
jmenn Bandarikjanna, cins og
Wandenberg öldungadeildar-
þingmaður, hafa því lagt til,
að henni yrði haldið áfram
í einu eða öðru formi. Helzt
hefir komið til orða, að það
yrði gert á grundvelli Atlanz-
hafsbandalagsins, en þvi er í
framtíðinni ætlað að vinna
að auknu efnahagssamstarfi
þátttökur ík j anna.
Marshallhjálpin markar
nýjan þátt í hinni alþjóðlegu
(Framhald á 6. síðu.)