Tíminn - 04.04.1950, Page 6

Tíminn - 04.04.1950, Page 6
«5 TÍMINN, þriðjudaginn 4. apríl 1950 76. blað TJARNARBÍÚ KITTY Amerísk stórmynd eftir sam- nefndri metsölubók eftir Rosa- mond Marshall. Aðalhlutverk: Paulette Goddard Ray Milland Sýnd kl. 7 og 9. — Sfrkusdrengur- inn Bráðskemmtileg, brezk unglinga mynd. Sýnd kl. 5. I Þú Hf ir aðeins einu sinni Akaflega speimandi og vel leikin amerísk kvikmynd. - Danskur texti. Aðalhlutverk: Henry Fonda. Bönnuð börnum lnnan 16 ára. Sýnd kl. 7 og 9 LITLI og STÓRI og SMYGLARARNIR Sýnd kl. 3 og 5. Sala hefst kl. 11 f. h. Erlent yfirlit (Framhald af 5. síðu.J New Spoon River", en sú oók var miklu siðri hinni fyrri. Sið- ar gaf hann út fleiri ijóðabækur og ævisögur merkra manna, m. a. Abrahams Lincolns. Ekkert af þessum bókum hans náði telj- andi vinsældum. Masters auðn- aðist ekki að skapa nema eitt lífrænt verk um dagana, en það er líka líklegt til að lifa lengi og halda nafni hans á loft. Þegar Masters féll frá, mátti segja, að hann væri sjálfur fyrir löngu gleymdur maður, þótt „Spoon River Anthology“ nyti sömu viðurkenningar og áður. Árið 1941 fluttu blöðin þá fregn, að yfirvöldin hefðu fundið hann í húsgreni einu í Brooklyn, illa haldinn og raunar nær dauða en lífi. Aðdáendur hans gsng- ust þá fyrir samskotum, er nægðu til að koma honum \ berklahæli, og hin fráskilda kona hans sneri til hans aftur. Seinustu ár ævinnar dvaldi hann í Suðurríkjunum, von- svikinn og þreyttur á lífinu. \ Sigurd Hoel. Hinn kunni norski rithöfund- ur, Sigurd Hoel, verður sex- tugur í desember næstkomandi. 1 tilefni af því hefir Gyldendal ráðist í heildarútgáfu á verkum hans og verður hún í átta bind- um. Fyrsta bindið er nýlega komið út, en síðasta bindið á að koma út í desember. í því verður „Möte ved milepælen," sem kom út í íslenzkri þýðingu á seinasta ári. Þá er von á nýrri skáldsögu frá Hoel í haust, og er hennar beð- ið með eftirvæntingu. Almennt er hann nú viðurkenndur sem einn fremsti eða fremsti núlif- andi rithöfundur Norðmanna. N Ý J A □ í □ I Þar sem sorgirnar gleymast Hin hrifandi fagra, franska stórmynd með söngvaranum TINO ROSSI verður vegna ítrekaðrar eftir- spurnar Sýnd í kvöld kl. 9. Draugaskipið Sprenghlægileg skopmynda- syrpa með GÖG ogGOKKE Sýnd kl. 5 og 7. I l nglingar á villi götum Efnismikil og mjög eftirtektar- verð sænsk stórmynd, sem tek- ur til meðferðar vandamálið um hina vaxandi afbrotahneigð unglinga. Sonja Wigert Anders Henrikson George Fant Sýnd kl. 6, 7 og 9. Bönnuð börnum lnnan 12 ára. GAMLA Bí□ Fjárliættuspil- arinn Bráðskemmtileg og spennandi ný amerísk kvikmynd frá RKO Radio Pictures. Aðalhlutverk: Robert Young Barbara Hale Frank Morgan Sýnd kl. 5, 7 og 9. SÍÐASTA SINN. BÆJARBÍC HAFNARFIRÐI Hættuleg kona Sprenghlægileg og spennandi amerísk gamanmynd. Aðalhlutverk: Joan Bennett, Adolphe Menjou Victor Mature Bönnuð börnum innan 12 ára. Sýnd kl. 7 og 9. Simi 9184. Siml 81936. Dalalíf Stórfengleg sænsk mynd, byggð á frægri sögu eftir Fred- rik Stron. Aðalhlutverk: Eva Dalbeck Edvin Adolphsson Karl Henrich Fand. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bók um Trotski. í Bretlandi er nýlega komin út bók, sem fjallar um morðið á Trotski. Höfundur hennar er L. S. Salazar, sem var yfirmaður leynilögreglunnar í Mexico á þeim tíma, er Trotski var myrt- ur. Margt nýtt kemur þar fram og m. a. telur Salazar sig hafa heimildir fyrir því, að það muni hafa kostað rússnesku stjórnina 600 þús. dollara að láta myrða Trotski, því að hún hafi þurft að hafa margt leynilegra erind- reka til að koma því í kring. ELDURINN gerir ekki boð á undan sér! Þeir, sem eru hyggnir tryggja strax hjá Samvinnutryggingum 'Útbreilii TítnahH TRIPDLI-BÍC Milli vonar og ótta Afar spennandi og bráð- skemmtileg amerisk skauta- mynd með hlnni heimsfrægu skautadrotnlngu Bolita. Aðalhlutverk: Belita Barry SvJMvan Albert Dekker Bonita Granville Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð börnum innan 14 ára. . Síml 1182. Marshallhjálpin. (Framhald af 5. siðu.) samvinnu. Með því er í fyrsta sinn farið í stórum stíl inn á þá braut, að ríki, sem er efnahagslega vel stætt, hjálpi þeim, sem lakar eru sett, til sjálfbjargar og sjálfstæðis. Því meira, sem samvinna þjóð anna færist á þennan grund- völl, aukast friðarvonirnar. Friðurinn er og verður ekki treystur með öðru betur en að skortinum og fátæktinni sé útrýmt í heiminum. X+Y. • Tökum að okkur allskonar raflagnir önnumst elnnlg hverskonar viðhald og við- gerðir. Raftækjaversl. LJÓS & HITI Síml 5184. Laugaveg 79, Reykjavík WILLY CORSARY: 75. dagur Gestur í heimahúsum Að minnsta kósti rénar, sorgin og sársaukinn. Hún fór langar gönguferðir meðfram fljótinu og yfir ekrurnar. Báðum megin flpótsins var marflatt land og hvert þorpið við annað. Forstöðukona mötuneytisins horfði stund- um hugsandi á eftir henni: Hvað skyldi hún nú ætla að gera? Það glaðnaði yfir henni, þegar Sabína ávarpaði hana. Öllum fannst Sabína þægileg í viðmóti. Að samtölunum loknum fór Sabína nær ævinlega upp í herbergi sitt, fleygði sér á grúfu í rúmið og grét í koddana. Þá gat hún ekki neinar broslegar samlíkingar. Músin í gildrunni var svo grátt leikin. Það hafði verið heimskulegt af henni að gera þessa samlíkingu. Hún mátti vita, að hún myndi fremur tárast yfir henni en brosa að henni, svo vænt þótt henni um öll dýr. Stundum flaug henni í hug, að það væri betra, að hún reyndi að hugsa um sorg sína á raunhæfari hátt. Hún vildi hugsa um hana eins og persónu, sem hún yrði að venja um- gengni við, úr því að hún gat ekki losnað við samfylgd henn- ar. Hún ímyndaði sér sorgina í gervi gamallar og geðvond- ar piparkerlingar. Ég verð að vera þolinmóð, hugsaði hún, og ég má ekki bera birgður á rétt hennar. En samt gat ég ekki annað en bandað á móti henni hendinni: Vertu ekki að þessum ýkjum, sagði hún við hana. Sérðu ekki að sólin skín, og heyrirðu ekki þytinn í trjánum? En sorgin starði á hana, döprum og þreytulegum augum, og hvíslaði skjálf- andi röddu: Sólskin og tré.... hvers virði er það í návist minni? Forstöðukona mötuneytisins stór og mögur kona, harðleg á svip, en þreytuleg til augnanna. Hann var mjög* einmanna. Maður hennar vann daglangt úti í sveit, en sat liðlangt kvöldið í bjórstofunni. Börnin voru sífellt á hlaupum úti, þegar þau voru ekki í skólanum — lítil, ljóshærð börn á tréskóm, uppivöðslusöm heima fyrir og úti í frá. Sabína hafði alltaf þótt vænt um börn, en nú forðaðist hún þau. Sabínu datt oft í hug, er hún kom hingað í fyrsta skipti. Þá hafði hún verið á ferðalagi í bifreið — með Rikarði. Þau höfðu komið auga á húsið við fljótið, og þeim hafði undir eins fundist það vinalegt. Þau fóru inn í veitingastofuna, og báðu um kaffi, límonaði og kökur, þegar há og mögur kona spurði, hvers þau óskuðu. Hún hafði hvess augun ó- þægilega á þau, nærri því tortryggnislega, og Ríkarður hafði haft orð á því, að líklega væri hún hrædd um fatnaðinn, sem hékk til þerris úti i garðinum.... víðar kvenbuxur og margstöguð nærföt af karlmanna. Þau höfðu skemmt sér við gamanyrði um það, hvernig þeim færu þessar flíkur, og hlógu dátt, þegar konan færði þeim það, sem þau höfðu beðið um. Aftur leit hún á þau þessum hvössu tortryggnis- augum, og þá hafði’Sabína allt í einu orðið ljóst, að hún var heyrnarsljó. Þannig hafði frænka hennar litið á fólk, þegar hún var ekki viss um, að hún hefði skilið það rétt, eða einhver hló að henni. — Jú — jú, hafði hún sagt. Ég skil þig ósköp vel — svo heyrnarlaus er ég ekki. Þegar nú Samína sat á kvöldin úti í garðinum átti hún stundum langar samræður við hina heyrnardaufu konu. I Þetta varu undarleg samtöl, og það var eins og orða þeirra mættust af einkennilegri varfærni, líkt og ókunnugt fólk, sem ekki veit, hvað það á að hafa fyrir stafni. Konan hafði hafði gaman af þessum samræðum. Hún vildi allt fyrir Sabínu gera, skreytti herbergi hennar blómum og færði henni stundum ýmis konar lostæti sérstaklega. Þegar Sabína bjóst til brottferðar í vikulokin, varð hún þess vör, að konan saknaði hennar. — Ég vona, að ungfrúin komi hingað einhvern tíma aftur, og rétti hikandi fram vinnulúna höndina í kveðjuskyni. — Hérna er smávegis handa börnunum, sagði Sabína og fékk henni stóran brjóstsykurspoka. Konan brosti glaðlega. Hún stóð við grindurnar og veifaði, þegar járnbrautarlestin lagði af stað. Sabínu vöknaði skyndilega um augu. Hún vissi, að þessi kona hafði tekið tryggð við hana, þótt kynni þeirra væru ekki löng. Hún hafði látið eins og konan hefði skilið það rétt, er.hún sagði. Hún hreiðraði um sig í klefanum, horfði út um gluggann og barðist við sársaukann, er nú læsti sig um hana. Hún fór að hugsa um kveðjubréfið, er hún hafði sent Ríkarði. Hún gerði ráð fyrir, að það hefði komizt til útgáfufyrirtækis hennar í Middelburg á miðvikudaginn, og hún þóttist þess fullviss, að það hefði undir eins verið sent þangað, sem hún óskaði. Þetta hafði verið snjallræði, því að nú var bréfið póststimplað í Middelburg, og ef Ríkarður leitaði hennar, myndi hann fyrst bera þar niður. En kannske leitaði hann hennar ekki. Kennske hafði hann ekki kippt sér upp við það, þótt hann fyndi hana efcki í Lindarbrekku. Hún gerði sér

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.