Tíminn - 14.04.1950, Blaðsíða 3
81. blað
TÍMINN, föstudaginn 14. apríl 1950
3
>C«S«$í$$$44!y-SS555S55555SS5SS55SSS55SS55555S455555SS55S4SS5SS,iSS55*SS5
ís[en.dingajpættír
Dánarminning: Guðjón Jónsson,
áður bóndi í Nefsholti
Fyrir meir en áttatíu árum
barst kornungur drengur til
Benedikts prests í Guttorms-
haga, Eiríkssonar. Hann var
þá rúmlega sextugur að aldri
og búinn að bera hempuna á
herðum sér hálfan fjórða
áratug, en lifði 35 ár eftir
það og andaðist vorið 1903.
Drengurinn hét Guðjón Jóns
son Snorrasonar á Lýtings-
stöðum, og móðir hans hét
Þuríður Ögmundsdóttir, glað
vær kona og söngvin fram á
elliár. Þau Jón og Þuríður
voru um of efnalítil til að
geta haldist við jarðnæði, og
urðu að vera vinnuhjú hjá
öðrum. Bjuggu þó líklega um
stutta hríð í Stokkseyrar-
hverfinu, og þar var Guðjón
fæddur. Um tvö börn þeirra
önnur er mér kunnugt:
Kristínu, sem ennþá lifir há-
öldruð hjá hjónunum í Raft-
holti, og Ögmund heitinn í
Bjálmholti, sem drukknaði
fyrir fullum 50 árum og var
þá nálega nýkvæntur. Vig-
dís ekkja hans var upp frá
því vinnukona í Bjálmholti
og er ennþá þar.
Á heimili séra Benedikts,
fyrst í Guttormshaga og síð-
ar meir í Saurbæ, óx Guðjón
litli upp. Dafnaði hann vel
og varð brátt verkmaður
góður og hverjum manni
hugþekkur. Þar var og í
fóstri hjá afa sínum Sólveig
Magnúsdóttir á Ketilsstöðum
og Málfríðar Benediktsdóttur.
Þau fóstursystkin voru síðan
samvistum eins lengi og ævi
entist báðum. Þegar þau
höfðu þroska til urðu bæði
vinnuhjú hjá fóstra sínum,
unz þau sjálf byrjuðu búskap
í Nefsholti nokkru fyrir alda
mótin 1900.
Heldur var þá býli hinna
AUSTAN LANDS
Eftir Ragnar Ásgcir^on.
ungu hjóna bágt, og búið
fremur smátt, og fáum varð
þá búskapur að féþúfu. Enda
urðu þau aldrei rík af fjár-
munum. Ævin varð þeim
eins og flestum þá, stanz-
laust starf og umhyggja fyr-
ir þörfum sínum og sinna.
E. t. v. varð útlitið stundum
tvísýnt. Samt komust þau af,
án auðmýkjandi aðfenginnar
hjálpar. Og sjálfsagt áttu
þau sínar gleðistundir. Voru
enda þau vel látin af öllum.
í Nefsholti bjuggu þau unz
sonur þeirra tók við jörðinni
nokkru eftir 1920. Eftir það
voru þau oftast nær hjá hon-
um. Sólveig lézt fyrir 15 ár-
um síðan, en Guðjón fyrir
jólin nú í vetur, 83 ára gam-
all og algerlega þorrinn lík-
amsþreki.
Börn þeirra eru þessi:
Benedikt bóndi í Nefsholti,
kvæntur Ingibjörgu Guðna-
dóttur frá Hvammi, Júlía
kona Sigurðar bónda á Þing-
skálum, Páll húsasmiður í
Reykjavík, Eyfríður, Þuríður
og Halldóra munu búa í
Reykjavík.
Guðjón í Nefsholti var
nokkuð mikill á velli, traust-
legur og hóglátur í fram-
göngu. Ekki var hann smá-
fríður í andliti, en hreinleit-
ur og hýrlegur, og stafaði yl-
ur úr augunum. Jafnlyndur
var hann með yfirburðum, og
skipti naumast skapi svo
menn sæju, og engum vann
hann vísvitandi mein. Hann
var sami góði drengurinn frá
æsku sinni til ellidaga, og var
það eðli svo eiginlegt, að al-
menningur veitti því varla
eftirtekt.
2. apríl 1950.
Helgi Hannesson.
víkinga á þing og með því
móti afsalað sér réttindiyn
um til áhrifa á gang mál-
anna. Og með því hafa þeir
sjálfir ýtt undir fólksstraum-
inn úr sveitunum til Reykja-
víkur. Það væri til dæmis
fróðlegt ef reiknað væri út,
hvað það hefir kostað menn í
dreifbýlinu að svo að segja
allar innflutningsvörur til
landsins hafa árum saman
verið umskipaðar í Reykja-
vík. Hve mikið þannig hefir
verið tekið af bændum árlega,
í uppskipunargjöldum, vinnu-
launum og flutningsgjöldum
grunar víst fáa. Og mikil aft-
urför er þetta frá því fyrir
stríð þegar vörur fengust
fluttar beint frá útlöndum til
flestra smáhafna á landinu.
Þannig hefir bændastéttin
verið féflett og trúnaðarmenn
hennar, æðstu menn sam-
vinnufélaganna ekki fengið
spornað við. „Bændur fara á
kaldan klaka, kaupmenn gulli
saman aka“, kvað Páll Ólafs-
son forðum — óg svo virðist
það vera þannig enn. Og
stjórnmálaflokkarnir munu
sjálfsagt stunda sínar „bænda
Sænskar skrítlur
— Nú er ég loksins búin að
grafa það upp, hvar maðurinn
minn heldur sig á kvöldin?
— Nei! Hvernig gaztu það?
— Ég kom heim í fyrra lagi í
gærkvöldi, og þá var hann þar.
★
— Það er undarlegt, að þú skul-
ir ekki eiga bíl, önnur eins pen-
íngaráð og þú hefir.
— Einmitt þess vegna hefi ég
peningaráðin.
★
Kona nokkur keypti farmiða
Bændanámsskeið gerast nú
sjaldgæfari en áður var, og
álít ég að það sé skaði, vegna
þess að þau voru ágætar sam-
komur, þegar þau tókust vel.
Þau voru til góðrar fræðslu
um ýmsar greinar búskapar-
ins fyrir bændur landsins og
ráðunautar Búnaðarfélagsins,
sem voru oftast aðal kennar-
arnir, gátu einnig margt af
þeim lært, þau voru nauðsyn-
legur 'tengiliður milli þeirra
og bændanna, þar komust
þeir oft bezt að því hver væru
aðaláhugamál bænda og sáu
hvernig fræðslu um þau yrði
bezt hagað. Þá voru bænda-
námsskeiðin oft til allmikillar
tilbreytingar að vetrarlagi,
þeim fylgdi oft skemmtun og
gleðskapur góðrar tegundar,
enda voru þau oftast ágæt-
lega sótt af hálfu bændanna.
Það var ekki aðeins að bænd-
ur og búalið kæmu og hlust-.
uðu á fræðandi erindi, heldur
gátu þeir einnig borið fram
fyrirspurnir um ýmislegt, sem
þá fýsti að vita og oft fengið
leyst úr þeim. Þá voru oft um-
ræðufundir á námsskeiðun-
um, sem allir sem þar voru
gátu tekið þátt í, þar sem rætt j veiðar“ áfram með góðum ár-
var um alls konar áhugamál' angri fyrir alla aðra en bænd-
sveitafólksins, sem þurfti ur.
auðvitað engan veginn að
vera eintóm búfræði. Ég hefi
nú í þrjá áratugi tekið þátt í
búnaðarnámsskeiðum á veg-
um Búnaðarfélags íslands og
hefi því margs að minnast frá
þeim.
Af tvennum ástæðum hefir
dregið úr þessari fræðslu-
starfsemi síðustu tvo áratug-
ina; í fyrsta lagi vegna hinn-
ar miklu fólksfækkunar í
sveitunum og í öðru lagi
vegna þess að margir hugðu
að búnaðarfræðsla í útvarpi
gæti að miklu leyti komið í
stað búnaðarnámsskeiðanna.
íslendingar hafa eiginlega
tvisvar flúið land sitt, í fyrra
skiptið þegar allmikill hluti
þjóðarinnar flutti sig af landi
burt, vestur um haf, og var
það tilfinnanleg blóðtaka. En
í hið síðara skiptið þegar mik-
ill hluti fólksins flýr úr sveit-
unum og þyrpist suður á Sel
varð steinhissa, þegar hann sá
hana einn mikinn af minorkakyni' tjarnarnes og virðist mér sú
í miðjum hópnum. ógæfa ekki minni en hin fyrri,
— Hvermg heldur frúin, að hún þyj 0fvöxtur höfuðsins Sam-
haldi stofninum hreinum, með Því ( anborið við iíkamann er sjald
að hafa svona fugl saman við hæn an b0ppilegur eða góðs Viti.
urnar? sagði hann hissa. | Qg enn eru gtraumhvörf ekki
— Oh, það gerir ekkert til, sagði sj aanieg eða breyting til bóta
búkonan. Ég loka hann inni á næt j þvi efni
urnar- Ráðamenn okkar í peninga-
A málunum virðast hafa verið
- Hvað ertu gamall, góði minn? gjarnir á að beina fjármagn-
- Eg er sex ára, en mamma segir inu til sjávar og höfuðstaðar-
að ég gæti verið orðinn sjö ára, ins þar sem mikiis og fljót-
með svefnvagni í járnbrautarlest. j ef pabbi hefði ekki verið svo feim- fekins gróða var að vænta og
þangað streymir fólkið sem
fjármagnið fer og er nú svo
Munurinn á sveit og borg er sá, komið að 0nu jafnvægi virðist
að í sveitinni fer maður uppgef- . raskað, SVO að fleiri en ég eru
Að vörmu spori kemur hún aftur
að miðasölunni og segir:
— Það eru víst engir karlmenn
í klefanum?
Miðasalinn skildi hvað hún fór
og svaraði brosandi:
— Nei, frúin getur ekki ætlast
til alls fyrir einar 9 krónur.
★
Á búnaðarnámskeiði flutti ráðu-
nautur einn klukkustundar fyrir-
lestur um hænsnarækt. Kona ein.
sem hlýddi á hann, bauð honum
að líta á hænsnabúið sitt og sjá
leghorns-hænsnin sín.
Ráðunauturinn skoðaði hænsnin
og fór fögrum orðum um þessi
inn.
inn i rúmið að kvöldi, en vaknar
hress og sæll að morgni, en í borg-
inni er þetta öfugt.
★
— Og ég hefi unnið sjálf fyr-
ir þessari loökápu.
— Hvernig gaztu það?
— Ég vandi manninn minn af
að reykja.
★
— Og í fyrrakvöld lagði hann
handlegginn tvisvar utan um mig.
— Hamingjan góða! Hefir hann
ágætu leghorns-hænsni, en hann svo langan handlegg?
farnir að spyrja sjálfa sig um
hvort peningamenn okkar
hafi stjórnað fjármagninu
eða fjármagnið þeim. En af-
leiðingin er öryggisleysi og
verðfelling krónunnar hvað
eftir annað. Og enn kemur
þetta harðast niður á bænd-
um og sveitum þessa lands og
mega bændur nú glöggt sjá
afleiðingarnar af því að hafa
staðið sundraðir í öllum stjórn
málaflokkum og með því að
kjósa, margir hverjir, Reyk-
Um nokkurt ára bil hefir
fólksfæðin þjarmað svo að í
sveitum að ekki hefir þótt
fært að halda bændanáms-
skeið þess vegna, heldur
treyst á ríkisútvarpið með
búnaðarfræðsluna. Er þó tal-
ið að hún hafi ekki náð til-
gangi sínum vegna þess að
erindi fyrir bændur fást ekki
flutt á hentugum tíma fyrir
þá, enda þótt fast hafi verið
eftir því leitað. Skemmtiefni
fyrir höfuðstaðar- og kaup-
staðabúa verður að ganga fyr-
ir fræðandi erindum fyrir
bændur einu sinni eða tvisvar
í viku, 10—15 mínútur í hvert
sinn, i kvölddagskránni. Gagn
vart Ríkisútvarpinu eru bænd
ur líka réttlausir. Fólkið vill
brauð og leiki, eins og á dög-
um rómversku keisaranna og
gerir um það svo háværar
kröfur að aðrar nauðsynlegri
heyrast síður eða ekki. Bú-
fræði er ekki stofuhæft út-
varpsefni í kaupstöðum, eða
svo mun Útvarpsráði finnast,
og óhjákvæmilegt er stundum
að nefna áburðarefni o. fl.
þess háttar, sem er hvorki
fínt né skemmtilegt á að
hlýða fyrir fólkið þar. Þó flest
ir ráðamenn útvarpsins eigi
skammt til bænda að telja, er
eins og þeir hafi gleymt upp-
runa sínum og skuldinni við
þá, og setja þeir búfræðina
skör lægra en skemmtiefnið.
Enda þótt margar umkvart-
anir hafi verið bornar fram
við Ríkisútvarpið um hentugri
tíma til erindaflutnings fyrir
bændastéttina frá bændum
og Búnaðarfél. íslands hefir
þeim ekki verið sinnt og eng-
in leiðrétting fengist og er nú
svo komið að búnaðarfræðsla
hefir þar niður fallið með
öllu á þessum vetri. Ekkert er-
indi flutt búfræðilegs efnis —
engin bænda- og húsmæðra-
vika eins og undanfarin ár.
Mennirnir sem enn þrauka í
dreifbýlinu eru ekki í háu
gengi hjá ráðamönnunum í
Reykjavík.
Austurland virðist mér vera
einhver allra einangraðasti
fjórðungur landsins og margt
af því sem aflaga hefir farið
á síðari árum finnst mér hafa
komið harðast niður þar.
Þetta liggur ef til vill ekki í
augum uppi fyrir þá sem að-
eins fylgja alfaraleið þar, en
aftur á móti blasir það við
hverjum þeim, sem fer út af
þjóðleiðum og kemur til hinna
afskektari staða. Þar hefir
fólkið víða átt við mikla erf-
iðleika að búa undanfarin ár.
Eru þó víða þar góðar sveitir
og sumar ágætar, víst með
þeim beztu á íslandi. Hefi ég
komið þar að mörgu fallegu
býli og hitt margt fólk, sem
ég tel mér vinning að hafa
kynnst. En jafnframt runnið
til rifja einangrunin og það
öryggisleysi sem þetta fólk á
við að búa, sem er meira en
flestra annara íslendinga.
Mér þóttu það þvi nokkur
tíðindi þegar ósk kom frá
Búnaðarsambandi Austur-
lands til Búnaðarfélags ís-
lands, um að bændanámskeið
yrðu haldin í Austíirðinga-
fjórðungi í vetur, en búnaðar-
málastjóri Steingrímur Stein-
þórsson bað mig um að mæta
á þeim ásamt þeim Páli
Zóphoníassyni alþ.m. og Birni
Bjarnarsyni jarðræktarráðu-
naut. Lagt skyldi á stað frá
Reykjavík 16. marz með
„Herðubreið," að kveldi dags.
En sumt fer öðru vísi en ætl-
að ’er. Skipinu seinkaði um
einn dag og fyrirsjáanlegt var
að við myndum ekki geta
haldið áætlun, ef með því
væri farið, en fundir höfðu
þegar verið boðaðir. Var þá
tekið það ráð að hætta við
sjóferðina, en fara loftleiðis
til Hornafjarðar þann 17. —
Vorum við kvaddir út á flug-
völl kl. 10,30 og beið „Gljá-
faxi“ þar. Nokkurn tíma tók
að hlaða, þvi flutningur var
allmikill, en farþegar færri,
en um ellefuleytið hóf> vélin
sig upp yfir bæinn og hækk-
aði sig fljótlega og stefndi í
austurátt inn yfir Viðey og
Mosfellssveitina. Var veður og
útsýn hin fegursta, og sást að
vonum víða yfir. Eftir svo sem
15 minútna flug kom einhver
aðstoðarmaður flugmann-
anna aftur í til okkar og sagði,
með sólskinsbros á vörum, að
því miður hefðum „við“
gleymt að taka benzíndælu
með „okkur“ á flugvellinum,
en án hennar væri ekki hægt
að taka benzín á vélina í
Hornafirði til flugsins til
baka. Og því yrði að snúa við
til Reykjavíkur að ná i dæl-
una. Eftir að hafa verið hálfa
stund í loftinu höfðum við
aftur fasta jörð undir fótum.
Var þá talað við menn í
Hornafirði, og töldu þeir vax-
andi veður eystra og svo
hvasst að ekki væri lendandi
flugvél þar. Var því ákveðið
að fresta burtför til næsta
morguns.
Dagiíin eftir var enn bezta
veður og góðar veðurfregnir
að austan. Gljáfaxi beið hlað-
inn frá deginum áður og um
hálftíu skyldi mætt og mátt-
um við félagar nú engan tíma
missa. Vonin um greiða ferð
óx þegar við sáum hásetann
(Framhald á 6. síðu.J