Tíminn - 14.04.1950, Page 6

Tíminn - 14.04.1950, Page 6
6 TÍMINN, föstudaginn 14. apríl 1950 81. blað TJARNARBÍD Brezka stórmyndln Quartct Fjórar sögur eftir W. Somerset Maugham. a) Glettni örlaganna. b) Hveitikorn þekktu þitt. c) Flugdrekinn. d) Kona ofurstans. Formáli fluttur af höfundinum. Mai Zetterling Susan Shaw Cecil Parker Þessi óvenjulega ágætismynd hefir hlotið miklar vinsældir hvarvetna, sem hún hefir verið sýnd. — Sýnd kl. 5 og 9. AUKAMYND: Ljónsandi fallegar litmyndir úr Reykjavík eftir Óvald Knudsen. Talaður texti. ------- MÝJA B ÍD AHt í þcssu fína------- (Stiting Pretty) Ein af allra skemmtilegustu gamanmyndum, sem gerðar hafa verið f Ameríku á síðustu árum. — Aðalhlutverk: Clifton Webb Maureen O’Hara Robert Young AUKAMYND: Ferð með Gullfaxa frá Rvík til London, tekin af Kjartani Ó. Bjarnasyni. (Litmynd.) Sýnd kl. 5, 7 og 9. 3AMLA bíö Páska- skrúðgangan (Easter Parade) Ný Metro-Golcfwyn Mayer dans og söngvamynd í eðlilegum lit- um. Söngvarnir eftir Irving Berlin. Aðalhlutverk leika: Fred Astaire Judy Garland Peter Lawford Ann Miller Sýnd kl. 5, 7 og 9. Aukamynd á 9-sýningu: Á FERÐ OG FLUGI MEÐ LOFTLEIÐUM. Mcðal mannæta og villidýra (Africa Screams) Sprenghlæglleg og mjög spenn- andi ný amerísk kvikmynd. — Aðalhlutverkin leika vinsælustu grínleikarar, sem nú eru uppi: Bud Abbott, Lou Costello. Ennfremur ljónatemjarinn Clyde Beatty, og hnefaleika- heimsmeistararnir og bræðurnir Max og Buddy Baer. Sýnd kl. 5, 7 og 9. — C —.o—n—° — n — o«< . Erlcnt yfirlit (Framhald af 5. siðu.) vegis ekki nema lítill hluti kjarn- orkuiðnaðarins. Þrír fjórðu hlutar Í)ans nú þegar beinast að frið- samlegum viðfangsefnum. Ennþá eru þetta tómar fram- tíðarsýnir. Eins og stendur á ríkið allar kjarnorkustöðvar, en eftir því, sem þær verða þýðingarmeiri fyrir iðnað og athafnalíf Banda- ríkjanna, gæti farið svo, að það raskaði öllum hlutföllum, sem nú eru í fjárhagskerfi þjóðarinnar, ef þær yrðu allar ríkisreknar. Þá hlytu áhrif ríkisins mjög að vaxa einkafjármagninu og áhrifum þess yfir höfuð. VinnudeLlur og kaup- gjaldssamningar (Framhald af 5. síðu.) erjur og vinnudeilur. Jafn- framt ætti Alþýðusambandið að fara með samningaum- boð fyrir öll félögin og verk- fallsréttinum ekki að vera beitt, nema að meirihluti þeirra meðlima, sem í Alþýðu sambandinu eru, hefðu áður lýst sig því fylgjandi. Verk- fallsvaldið ætti þannig að vera í höndum heildarinnar, en ekki einstakra smáfélaga. Það væri nauðsynlegt skil- yrði slíkrar tilhögunar, að hóparnir innan Alþýðusam- bandsins hefðu áður komið sér saman um þau mismun- andi hlutföll, sem eiga að vera í kaupgreiðslum til þeirra. Þar er líka vissulega þörf á samræmingu, sem eng um ber fremur að vinna að en þessum aðilum sjálfum. Það væri langheppilegast, ! Æskuástir tón- snillmgsins (Hjertets Komplekser) Efnismikil og hrífandi ítölsk músikmynd. — Aðalhlutverk: Mariella Lotti Sýnd kl, 7 og 9. Viiiirnir (A boy a girl and a dog) Sýnd kl. 5. BÆJARBÍÓ HAFNARFIRÐI „IIuinorcsquG“ Stórfengleg og áhrifamik- il ný amerísk músíkmynd. Tónlist eftir Mendelssohn, Tschaikowsky o. m. fl. Aðalhlutverk: Joan Grawford, John Garfield, Oscar Levant. Sýnd kl. 9. Litli og Síóri og smyglararnir Sprenghlægileg og spenn- andi gamanmynd. <sýnd kl- 7- ~ Simi 9184. Blml 11930. Sciðmærin á Atlantis Sérstæð amerísk mynd, byggð á franskri skáldsögu, er segir frá mönnum, er leituðu Atlantis Aðaihlutverk: Maria Montez Dean Pierre Amount Sýnd kl. 5, 7 og 9. að sú tilhögun, sem hér er minnzt á, effa önnur, sem næði sama tilgangi, kæmist á með frjálsu samkomulagi hlutaðeigandi aðila. En það er ekki aðeins hagur þjóðfé- lagsins, heldur fyrst og fremst verkalýðsins sjálfs, að íastari og heppilegri skipan komist á þessi mál. X+Y. Austan [ands (Framhald af 3. síðu.) bera benzíndæluna út í flug- vélina og vel gekk að hefja sig til flugs og var tekin bein stefna á Hornafjörð, yfir Þingvallavatn, Apavatn og þaðan yfir Hreppa og þaðan inn yfir óbyggðir. Framh. Auglýsið i Tímanum. TRIPDLI-BÍD licðurlilakan (Die Fledermaus) Hin óviðjafnanlega og gullrall- ega þýzka litmynd, gerð efttr frægustu óperettu aUra tíma, Die Fledermaus, leikin af þýzk- um úrvalsleikurum. Sýnd kl. 7 og 9 Jumho og ég Og Kóngsdóttirin, sem vildi ekki hlæja. Tvær bráðskemmtilegar rússn- eskar barnamyndii Sýnd kl. 5. — Sími 1182. 1 —n~l'- -ll-l-ll»ll».»U.< | Utvegum frá Tékkóslóvakíu Múrhúðunarvírnet Saum Skrúfur Gaddavír Girðingarvírnet Vatnspípur og fittings Baðker og éldhúsvaska Rafmagnsheimilsvélar Rafmagnseldavélar Raflagningarefni Hóffjaðrir o. m. fl. Tafarlaus afgreiösla. Hag- kvæmt verð. R. Jóhannesson h.f. Lækjargötu 2. Sími 7181. Reykjavík. WILLY CORSARY: 80. dagur Gestur í heimahúsum maður er einmana, er góð bók hollur vinur. Þar leitar mað- ur fróúnar, hughreystingar og uppörvunar. Bækur yðar hafa reynzt mér vel, og þess vegna skrifa ég yður. Mér hefir oft liðið svo illa, að ég hefi óskað þess, að ég væri kominn undir græna torfu. En þegar ég hefi bækurnar yðar á milli handa, hugsa ég: Þessi kona hefir orðið margt að þola, og hún hfeir ekki látið hugfallast — annars gæti hún ekki skrifað svona. Og þessi hugsun hefir aukið mér hugrekki og glætt mig bjartsýni. Ég veit með vissu, að það eru fleiri en ég, sem þannig hugsa, þótt þeir láti yður ekki í té vitneskju um það. Það eru margir svo hræddir um, að þeir geri sig hlægilega í augum annarra. Ég held, að bæði þeir og aðrir fari oft margs góðs á mis af þeim sökum. Ég hefi sagt við sjálfa mig: Ég skrifa frú Nansen og segi henni, hversu dýra gjöf hún hefir fært mér, því að ég vona, að það gleðji hana.... • Sabína leit upp. Vatnið var farið að sjóða. Hún bjó til te, en hugur hennar var allur við bréfið. Hún hafði fengið mörg bréf frá aðdáendum sínum. En þetta hafði meiri áhrif á bana en flest hinna — einmitt af því, að það kom núna. En hún var ekki forviða. Tilviljunin var oft svo skrítin. Hún fór með teið inn í stofuna, kveikti á lampa og las bréfið í annað sinn. Það komu tár fram í augun á henni. Síðustu mánuðina hafði hún fjarlægzt kunningja sína æ meira, og nú síðast hafði hún misst Ríkarð. Nú var sem henni gæfist mitt í einstæðingsskapnum nýr vinur, sem hún þurfti ekki að flýja. Hún hugsaði: í mörgum á ég vini, sem dá mig, þótt ég hafi aldrei séð þá eða heyrt. En svo skammast hún sín. Hún átti ekki skilið að fá svona bréf. Ekki látið hugfallast! Það var sagt, að hún væri hugrökk. Loks hafði hún sjálf farið að trúa því, að hún væri það.... En þegar reynslustundin kom, var hún blauð. Fólk kallar mig hugrakka vegna þess, að ég var fátæk og lagði hart að mér. En mér vár aldrei um megn að vinna, og fátæktin þrúgaði mig ekki. Það er leyndardómurinn við hugrekki mitt, hugsaði hún. Aðrir dáðust að því, að ég vann á dag- inn og las á nóttunni. Sé ég hreinskilin við sjálfa mig, þá verð ég að viðurkenna, að ég var alls ekki vansæl. Ég hefi aldrei verið vansæl, og það er ekki sjálfri mér að þakka, að ég hefi verið lífsglöð og bjartsýn. Ég harmaði ekki einu sinni hlutskipti mitt, þótt mér væri stundum kalt. Aðeins einu sinni harmaði ég klæðleysi mitt — þegar frú Ter Heul gaf mér frakkan af sér! Hún sá sjálfa sig í anda, fimmtán ára gamla, magra og illa búna. Hún var með gamlan bletóttan hatt, í baðmull- arsokkum og gatslitnum skóm — en dýrindis frakka. Þessi frakki hafði verið ætlaður stórri og bústinni konu, en fór lítilli og horaðri telpu ankannalega. Sumir skellihlógu að henni. aðrir glottu, vinnukonurnar í næstu húsum gláptu á hana, en götustrákarnir hrópuðu á eftir henni háðs- glósur. Loks hafði hún falið frakkann og farið aftur í þunnu sumarkápuna sína. En þegar frú Ter Heul komst að þessu, reiddist hún og heimtaði frakkann af henni, og kallaði þetta vanþakklæti. Sabínu sárnaði þetta, og þegar hún fékk í fyrsta skipti borgun fyrir smásögu; mörgum árum síðar, keypti hún blóm, fór til gömlu konunnar og sagði henni alla söguna. Þá höfðu báðar hlegið, en svo hristi gamla konan höfuðið. — Það var samt heimskulegt af þér, áagði hún. Þú hefðir getað fengið lungnabólgu. Heldur hefði ég viljað ganga í frakkanum en eiga það á hættu. Sabína hafði ekki svarað. En hún var viss um, að hún hefði heldur kosið lungnabólguna. Hún gat ekki gert henni þetta skiljanlegt. Hvað vissi líka kona eins frú Ter Heul, hvað það var að láta hlæja að sér? Sabínu fannst það vítiskvölun verra að láta benda á sig, stara á sig og hlæja að sér. Hún hugsaði: Þá hræddist ég eiginlega ekki neitt annað. Ekkert var jafn skelfilegt. Þá trúði ég á lífið.... En nú.... nú var allt breytt.... Og hvernig hefir mér farið? Ég reynd- ist ekki sérstaklega hugrökk, þegar á hólminn kom. Hún fór aö ganga um gólf. En svo rak hún sig á koffortið. Ég fer! Ég flý! Það er ekki versti kosturinn. En ég hefi blekkt fólk, þótt ég vissi, að ég ylli því óþörfum áhyggjum og hugraunum. Ég hefi talið kunningjum mínum trú um, að ég viidi vera ein með Ríkarði líka. Hann ber auðvitað þungan hug til mín og heldur, að ég vilji ekki sjá sig fram- ar — ef til vill heldur hann, að ég hafi tekið saman við

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.