Tíminn - 14.04.1950, Blaðsíða 4
4
TÍMINN, föstudaginn 14. apríl 1950
81. blaS
Harðindi og uppbætur
Tíminn 11. marz síðastlið-
inn flytur eftir Jens þennan
grein, sem hann teluir sig rita
vegna greinar eftir mig, sem
birtist í ísafold 14. febr. í vet-
ur, um málshreyfingu þá á
Alþingi að veita bændum I
styrk vegna harðindanna síð- |
asta vor. Ég mælti eindregið j
á móti slíkri styrkveitingu, en
Jens er ákveðinn með henni.!
Þegar svo ólík sjónarmið eru I
fyrir hendi, tel ég rétt að um j
þau sé fjallað. Jafnvel þótt
mér virðist Jens þessi að sumu
leyti, í rithætti sínum þannig,
að ekki sé hægt að taka hann
alvarlega.
Ég held mig fast við það að
ríkissjóður eigi aldrei að veita
hinum framleiðandi atvinnu-
vegum rekstursstyrki. Á þeim
atvinnuvegum byggir þjóðin
fyrst og fremst fjárhagsaf-
komu sína, og þess vegna
hljóta þeir að verða að standa
á eigin fótum, annars er hin
fjárhagslega bygging þjóðar-
innar á sandi reist. Með styrk-
veitingu, á þessu sviði, verður
jafnan dregið úr ábyrgðar-
vitneskju framleiðendanna.
En hún er nokkurskonar
barlest eða öryggi framleiðsl-
unnar.
Hitt er annað mál að bæði
sjávarútvegurinn og landbún
aðurinn, eiga sjálfir að hafa
Sina tryggingarsjóði, til að
styðjast við, í vondu árferði.
Gagnvart landbúnaðinum er
slíkur sjóður til og heitir
Bjargráðasjóður. Hann hefir
tekjur sínar í tillögum svefta-
sjóöanna, út um land. Þenn-
an sjóð ætti að eíla mjög, því
að honum er ætlað að mæta
skakkafölium í hallæri land-
búnaðarins. Bændur sýna nú
orðið lofsverða viðleitni til
þess að eignast sjálfir vara-
sjóði, hver á sínu búi. En það
eru heyfyrningar þeirra. Þær
hafa á síðari árum aukið
mjög öryggi landbúnaðarins
og siðasta harðæri mun vissu-
iega verða til eflingar þeirri
framkvæmd bænda. Þyrfti
sjávarútvegurinn að efla hlið
stæða framkvæmd.
Sú leið, sem nú er farin og
líka 1939 að fella krónuna, til
þess að rétta við framleiðsl-
una til sjávarins, virðist mér,
satt að segja, illfær og geti
ekki margendurtekist. Hún
veikir þjóðina út á við, trufl-
ar starfsháttu í landinu og
leggur byrðar á herðar land-
búnaðinum og öllum inn-
flutningsviðskiptum. Sjávar-
útvegurinn verður að byggja
sig upp sjálfur, fjárhagslega
og skipulega. Það getur ekki
gengið í framtíðinni að hann
hafi til umráða meginhluta af
veltufé þjóðarinnar og svo
hana alla og aðra atvinnu-
vegi að bakhjalli ef illa geng-
ur.
En því var ekki gengi krón-
unnar hækkað í veltiárunum
eftir 1940?
í grein minni hélt ég því
fram að bændur hefðu kom-
ist — þrátt fyrir mikla skerð-
ing á arði búanna — léttilega
út úr harðindunum «síðastl.
vor, á móti þvi sem varð
reynslan árið 1920. Um það
segir Jens:
„Hvaðan þessi bóndi hefir
fengið rök, seni þessi fullyrð-
ing hans styðst við, er mér
ókunnugt. En helzt er að
skilja á grein hans, að hún
styðjist við hans eigin hroka.“
Atliiigasomd við groin oftir
Jons í Kaldalóni.
Rök mín eru þessi: Arið
1920 drapst fjöldi vorlamba
um land allt og töluvert af
fullorðnu fé. Þá var meiri
erfiðleikum háð að ná í fóður-
bæti og hann þá margfalt
dýrari en nú, samkvæmt verði
afurðanna. Þá þurfti marga I
dilka til að borga með eina
tunnu af fóðurbæti. Þá vissi
ég þess dæmi að fjárstofninn ;
át sig allan upp í fóðurbæti.
Eða með öðrum orðum, þótt
bóndinn þá legði inn eða seldi
allt sauðféð haustið 1920. {
hrökk það ekki fyrir fóður- .
bætisskuldunum frá vorinu.
Auk þess áttu bændur þá litl- j
ar innieignir í verzlunum, en
nú töluverðar. Með því sem
vanhöldin á síðasta vori urðu
lítil samanborið við þau, sem
þá urðu. Er því hér mjög ó- j
líku saman að jafna.
Ég ber ekki á móti því að
vorharðindin síðustu hafa
valdið bændum miklu tjóni. I
En ég mun aldrei þurfa að,
fyrirverða mig fyrir þann
„hroka“ að halda því fram, j
að bændur og landbúnaöur- j
inn sé nú orðið gæddur því1
sjálfstæði og öryggi að geta
staðist þetta áfall, án sér-
stakrar styrkveitingar úr rík-
issjóði; þar sem þá heldur
ekki er um auðugan garð að
gresja og öllum ber okkur að
reyna að efla ríkissjóðinn.
Jens segir: „Það mun enda
fyrst hafa verið nú á stríðs-
árunum að bændur margir
náðu sér upp fjárhagslega
eftir vorharðindin 1920.“ —
Þar gengur hann fram hjá
því stóra atriði að í 9 ár eða
frá 1930 til 1938 neyddust
bændur til að selja búsafurðir
sínar undir framleiðslukostn-
aðarverði. Til dæmis 1932
fengu bændur hér í héraði um
átta krónur til jafnaðar fyrir
dilka sína, eða Vt verðs. Því
að þá var framleiðslukostnað-
arverð þeirra 24 krónur.
Helzt er að skilja á grein
Jens að hann miði ályktanir
sínar við afkomu bænda í
hans sveit, á síðastliðnu vori,
því að hann segir: „Víðast
hér á bæjum.“ En ég hefi
haldið mig við landbúnaðinn
og bændur um land allt. Og
þegar einstakar sveitir verða
mjög illa úti, þá á Bjargráða-
sjóður að hlaupa undir bagga
með þeim. Hann segir: „Það
fór því svo að margir bændur
misstu mörg og sumir mest af
lömbum sínum,“ og „þegar
bóndi, sem á 100 ær, missir
um 80 af lömbum sínum.“
Þetta vita allir að er tilfinn-
anlegt. Langvarandi húsvist,
með lambfé, veldur ávalt
einhverjum vanhöldum í
lömbunum. En svona mikil
vanhöld hljóta að stafa af
fóðurskorti eða einhverju
lambafári eða þá fágætri
handvömm. Fyrir öllu slíku
þurfa bændpr jafnan að vera
á verði. En nú skellir Jens
skuldinni á vorharðindin og
verður þá helzt að skilja að
svona mikil vanhöld hafi
stafað af fóðurskorti.
Annars er fullerfitt að taka
trúanlegt sumt af þvi, sem
Jens segir. T. d. þetta:
„Ærnar báru í tugatali á
bæ daglega, var ekki ósjald-
an að 8 til 12 og upp í 20
lömb voru slorblaut i einni
bendu, hvert um annað þvert
og ærnar, mæðurnar í sömu
bendunni, svo að engin leið
var að vita hvaða lamb hver
ærin átti þegar komið var í
húsin.“
Nú segir hann að ærnar á
bæjunum séu 100—200. Ég
hefi fengist við að hirða
lambfé í hálfa öld eða vel það
og þekki ekki svona fyrir-
brigði. Að ekki fleiri ær geti
borið í tugatali daglega og að
engin leið sé að vita undan
hvaða ám hin nýfæddu lömb
séu. Enn segir Jens: „Kuldinn
var sá heimur, sem viðblasti
þeim vesalings smálömbum
sem þá í fyrsta sinni augum
litu hina víðu náttúru í byrj-
un júnímánaðar og hélzt svo
til miðs júní að stormurinn
hreykti þessum nýfæddu
harðgerðu lífverum ofan af
hól og barði, niður í fyrstu
lautina eða afdrepið, sem fyr-
ir varð, þar sem hún lagðist
og lúrði í frosnu skjólinu og
beið oft þess að krókna niður
og deyja úr kulda.“
Þetta er sömuleiðis ótrúlegt
að lambær séu haföar úti á
freðinni gróðurlausri jörð, þar
til lömbin deyja úr kulda. —
Annars þola lömbin ótrúlega
mikinn kulda ef þau hafa
nóga mjólk. — Við hér um
slóðir þorðum ekki að sleppa
hendinni af lambánum, fyrri
en 15., 16. og 17. júní. Voru
þá elztu lömbin orðin 6 vikna
gömul.
Dylgjur Jens um drembi-
læti mitt, hroka og lítilsvirð-
ingu gagnvart bændum eru
órökstuddar getsakir hans í
minn garð, sem ég leiði hjá
mér að þessu sinni.
28. marz 1950.
Jón H. Þorbergsson.
Hugleiðing um
skírnina
Svar til Sigurðar Þórðarson-
ar Egg, frá Magnúsi Run-
ólfssyni
Kæri Sigurður Þórðarson,
ég held við stöndum nú nær
hver öðrum. Mér sýnist, að
við séum nú báðir sammála
um, að fólkið, sem gerði iðrun
við ræðu Péturs á hvítasunn-
unni, hafi látið skirast til fyr-
irgefningar syndanna og til
að öðlast gjöf Heilags anda
(Post. 2, 38) og menn íklœðist
Kristi með því að skírast (Gal.
3, 27). Þá hefir skírnin sálu-
hjálplegt gildi samkv. þessum
ritningarorðum. En hún hefir
það einnig samkvæmt hinum
stöðunum, sem ég nefndi.
En gagnar þessi' sáluhjálp-
lega skírn ungbörnum? Já,
reynslan sýnir, að Guð hefir
gefið þeim Andann, er þannig
voru skírðir, um aldaraðir.
Ritningin kallar skírnina um-
skurn Krists. Gyðingar um-
skáru sveinbörnin 8 daga
gömul. Þau voru tekin inn í
sáttmálann. Skyldi umskurn
Krists þá ekki megna það?
Ég fer ekki frekar út í ein-
stök atriði hér, en geri það í
sendibréfi.
Með vinarkveðjum.
UNDANFARNAR VIKUR hefir
allmjög verið rætt á Norðurlönd-
um um ferðamann einn frá Ame-
ríku. Maður sá er prestur og heit-
ir Freeman. Fylgdarmaður hans
var annar prestur, sænsk-amerísk-
ur, Boze að nafni, þegar þeir fé-
lagar komu til Noregs eftir að
hafa dvalið um hríð í Svíþjóð,
birti Dagblaðið viðtal við Boze.
Hann sagði, að Freeman hefði
læknað 500 manns í Stokkhólmi
og 80 í Gautaborg og til Noregs
var hann kominn til að lækna
sjúka.
BOZE SAGÐI, að fyrir þremur
árum hefði Freeman verið veik-
ur. Hann var með ólæknandi
krabbamein og auk þess var hann
hjartabilaður. Hann átti þá einsk-
is að bíða nema dauðans. En kona
hans bað fyrir honum og eitthvað
baðst hann fyrir sjálfur.
Svo var það einu sinni um há-
bjartan dag, þegar þau voru bæði
glaðvakandi, að þau sáu engil
standa í stofunni hjá sér. Engill-
inn sagði við Freeman, að hann
væri heilbrigður og hann skyldi
fara út í heiminn og lækna sjúka.
Gæti hann aðeins gefið mönnum
trúna, myndi ekkert verða honum
til fyrirstöðu.
FREEMAN VAR eina þrjá daga
í Osló. Hann hafði langa fundi og
fjölmenna. Síðasta daginn var öllu
fremur um að ræða áheyrn en
fund. Fó^c stóð langtimum sam-
an í biðrööum og birtu blöðin
myndir af marfnfjöldanum, sem
ætla má að skipt hafi þúsundum.
En lítt var látið af kraftaverkun-
um. Tveimur dögum eftir að Dag-
blaðið birti viðtalið við Boze, birti
það einskonar viðtal við norskan
leiktrúð, sem heitir Arnardo og
þykir fremstur norskra sjónhverf-
ingamanna.
ARNARDO sagðist játa sig sigr-
aðan. Sér þýddi ekkert að ætla
sér að jafnast á við Freeman á
fundum Hvítasunnumanna. Hins
vegar sagðist hann ekki vera fjarri
þvi, að ef til vill væri betri at-
vinna fyrir sig að gera sin töfra-
brögð drottni til dýrðar, enda
þyrfti hann þá ekki að borga
skemmtanaskatt af tekjum sínum
fremur en Freeman.
VITANLEGA verður lítið fullyrt
um Freeman, einlægni hans eða
árangur, eftir blaðaskrifunum ein-
um, en þau eru hinsvegar stað-
reynd, sem vel má ræða. Eg vil
að lokum vitna í grein, sem norska
blaðið Várt Land birti eftir að
Freeman var farinn úr landi. Várt
Land er kristilegt blað og flytur
stöðugt greinar og hugleiðingar
um kristindóm og trúmál. En höf-
undur þessarar greinar er lækna-
nemi, sem heitir Thorleif Grant-
Carlsen.
CARLSEN ÞESSI segir, að það
hefði verið farsælast fyrir allt
kristilegt starf, að Freeman hefði
verið neitað um að koma til Nor-
egs. Lætin öll í kringum hann hafi
spillt fyrir málstað trúaðra
manna.
Sjálfur segist höfundur vita af
eigin reynslu um ýms dæmi, þar
sem lækningamáttur einlægrar
bænar og trúar hafi gert menn
heilbrigða, en það sé staðreynd,
jafnvel á þessum skynsemistím-
um. Margur reyndur læknir viður-
kenni slíkar staðreyndir. Sin per-
sónulega trú á slík „kraftaverk“ sé
óhagganleg.
Samfara þessu hafi svo námið
og reynslan kennt sér að hugsa
rökrétt.
Á ÞESSUM grundvelli kom
Carlsen á fund Freemans. Ekki til
að gagnrýna, því að allir erum við
ófullkomnir. heldur í von um eitt-
hvað, sem mætti styrkja trú sína,
því að það er margt, sem ekki verð
ur skilið nema skilningi trúarinnar.
En Carlsen varð fyrir beiskum
Vonbrigðum. Þarna fann liann
hvorki frið né hvíld né áhrif heil-
agrar andagiftar. Þar varð ókyrrð
og æsing, svo að slík mót eru
hættuleg öllum, sem eru tauga-
veiiir.
Þarna voru lamaðir menn born-
ir inn og fatlað fólk staulaðist og
tróðst á þessi mót. Þarna var
fjöldi fólks, sem batt alla sína von
við lækninguna. En Freeman sinnti
einkum þeim, sem höfðu slæma
heyrn eða sjón, en þó nokkra.
Það var náttúrlega gott, en eng-
an veginn það, sem mestu skipti.
Og enginn var svo trúaður, að i
hans augum ynni trúin sigur á
þessum samkomum.
LÆKNANEMINN endar grein
sína með þeirri bón til þeirra, sem
beri ábyrgð á þessu móti, að þeir
iáti ekki slíkt koma fyrir aftur.
Hann segist ekki fullyrða, að hér
hafi allt verið svik og uppgerð.
Guðs er dómurinn. En áhrifin hafl
verið óheppileg fyrir alla þá, sem
séu vinir trúar og andlegs lífs.
Það er því ljóst, að Freeman
hefir enga sigurför farið til Nor-
egs og sú skoðun nær miklu víðar
en til vantrúarmanna. Eitthvað
svipað má segja ’ um komu hans
til Danmerkur og það bera ekki
allar heimildir honum sömu sögu
og Boze úr Svíþjóðaríörinni.
En jafnvel þó að einhver ófyrir-
leitinn fjárplógsmaður reyni að
gera sér helgustu tilfinningamál að
féþúfu, afsannar það ekki neitt.
Starkaður gamli.
mammmBmmmammmmmmmmmmmBmmmmmmmmmmam
Við þökkum öllum nær og fjær fyrir allan þann vil-
hug og samúð, sem okkur var sýnd við jarðarför föð-
ur okkar
ANDRESAR ANDRESSONAR
þann 1. apríl s.l. — En sérstaklega þökkum við öllu
Hellnafólkinu fyrir allar þess miklu og góðu móttök-
ur. — Sömuleiðis þökkum við Pétri Péturssyni á Mala-
rifi fyrir þær góðu móttökur. sem okkur voru þar
veittar. Ennfremur þökkum við bilstjórunum, Guð-
mundi Einarssyni og Aðalsteini Jónssyni fyrir frá-
bæran dugnað.
Við biðjum guð að launa ykkur öllum.
Börn hins látna.