Tíminn - 16.04.1950, Blaðsíða 3

Tíminn - 16.04.1950, Blaðsíða 3
83. blað TÍMINN, sunnudaginn 16. apríl 1950 3 Leikfélag Hösavíkur minnist 20 ára starfsemi 50 ár liðin frá sfofiiim lcikfclags á Hásavík. Hinn 3. marz s.l. hafði Leikfélag Húsavíkur boð inni til minningar um tuttugu ára starfsemi sína, og jafnframt til að minnast þess, að fimm- tíu ár voru liðin síðan fyrst var stofnað leikfélag á Húsa- vík. Hóf þetta sátu flestir nú- verandi félagar Leikfélagsins og margt boðsgesta. Formað- ur Leikfélags Húsavíkur, Ein- ar M. Jóhannesson, stjórnaði samsætinu, bauð gesti vel- komna og minntist látinna forvígismanna leiklistarmála í Húsavík. Meðan setið var yf- ir borðum rakti Júlíus Hav- steen bæjarfógeti sögu leik- listar og leikfélags á Húsa- vík, í ýtarlegu erindi, en hann var um skeið starfandi að leiklistarmálum í þorpinu. Varaforseti bæjarstjórnar, Axel Benediktsson, og sr. Friðrik A. Friðriksson prófast ur fluttu einnig ræður í hóf- inu. Frú Aðalbjörgu Jónsdóttur, sem um langt skeið hefir starfað í Leikfélagi Húsavík- ur og verið einn hinn ötul- asti og vinsælasti leikari, sem á svið hefir komið í Húsavík, var afhent mynd af Húsavík, sem þakklætis og viðurkenn- ingarvottur félagsins fyrir á- gætt starf. Að loknu borðhaldi voru sýndir þættir úr leikritinu Maður og kona, sem æfðir höfðu verið til sýningar vegna afmælisfagnaðarins. Gamla leikfélagið. Árið 1886 var fyrst leikinn sjónleikur á Húsavík svo vit- að er. Árið 1893 var Skugga- Sveinn sýndur þar. Af leikend úm þeim, sem þá komu á svið, eru tveir enn á lífi, þeir Grímur Sigurjónsson járn- smiður og Þórhallur Sig- tryggsson kaupfélagsstjóri, og sat hinn síðarnefndi nú hóf Leikfélagsins sem gestur þess. Hinn 14. febrúar 1900 var stofnað leikfélag á Húsavík AUSTAN LANDS og nefndist það Sjónleikafé- lag Húsavíkur. Af stofnendum' þess eru átta á lífi og voru þeir nú allir kjörnir heiðurs- j félagar Leikfélags Húsavíkur, í tilefni af hinu tvöfalda af-! mæli, er hér var minnzt. j Menn þessir eru: Bjarni Bene j diktsson kaupm., Benedikt Snædal, Guðni Magnússon, Karl Einarsson og Valdimar Jósafatsson, allir búsettir í Húsavík, Finnbogi Finnboga- son, Klemenz Klemenzson og Steinólfur Geirdal; eru hinir þrír síðast tcldu nú allir burtfluttir af Húsavík. Árið 1902 missti Sjónleika- félag Húsavíkur öll áhöld sín, tjöld og búninga, í eldsvoða, er verzlunarhús Örum & Wulfs brunnu. 20 ára starf. Leikfélag Húsavíkur, það er nú starfar, var stofnað 4. des. 1929 og hefir starfsemi þess haldist óslitin síðan, þrátt fyrir margskonar örðugleika. Stjórn félagsins skipa nú: Einar M. Jóhannesson form., Njáll Bjarnason gjaldkeri, Valdimar Kristinsson ritari og meðstjórnendur Birgir Steingrímsson og Sigurður Hallmarsson. Leikrit þau, er Leikfélag Húsavikur hefir valið til sýn- inga, hafa yfirleitt verið valin með það fyrir augum, að þau hefðu menningarlegt gildi fyrir áhorfendur og leikend- ur. Af leikritum, sem félagið hefir sýnt, má nefna: Ævin- týri á gönguför, Skugga- Svein, Lénharð fógeta, Mann og konu, Pilt og stúlku og Galdra-Loft. Margir góðir leikkraftar hafa komið fram á svið á leiksýningum félagsins, og hefir meðferð margra leikrita og einstakra hlutverka verið með ágætum. Má í því sam- bandi nefna Kristján Ólason (Skrifta-Hans, Lénharður fógeti), Sigurgeir Aðalsteins- son (Skugga-Sveinn), Guð- (Framhald á 7. siðu.) UTAN UR HEIMI Sjómenn á svörtum lista. í spurningatíma í norska stór- þinginu kom það nýlega á dag- inn, að um það bil tvö þúsund norskir sjómenn hafa misst at- vinnu sína með þeim atburðum, að útgerðarmenn hafa nöfn þeirra á skrá og ráða þá naumast nokk- ursstaðar í skiprúm. Sakargiftir á hendur þessum mönnum eru ýmislegar, svo sem að hlaupast burt úr skiprúmi, koma ekki til vinnu þegar skyldugt var, þrjózka, þjófnaður og svo framveg- _ is, en skrifstofustjóri vinnumiðl- unarskrifstofunnar segir, að und- antekningarlítið stafi ógæfa þess- ara manna af drykkjuskap. Sakamálasögur lengja lífið. Norma Talridge heitir 105 ára gömul kona í Englandi. Hún seg- ist hafa haldið heilsu sinni við með því að lesa sakamálasögur, enda lesi hún aldrei minna en þrjár á viku, enn þann dag í dag. — Segið svo að þær séu óhollar! Gaukarnir. í Noregi hafa þeir, sem reka launsölu áfengis, verið nefndir gaukar og gegn þeim vinna nú áhugamenn af miklu kappi. Flestir hvolpar. Nýlega var frá því skýrt, að hundtík nokkur hefði átt 12 hvolpa i einu og töldu ýmsir heimsmet. Fljótlega bárust þó fréttir um annað eins og vel það. Hæsta tala, sem komið hafði fram fyrir nokkrum dögum í þessu sam- bandi, var 15 hvolpar í einni fæð- ingu. Það var i Hokksund í Nor- egi — en einn af hvolpunum fædd ist andvana. Friðaðar rottur. í Nýju Delhi á Indlandi og hér- aðinu í kring er talið að séu 50 sinnum fleiri rottur en menn. Af trúarlegum ástæðum gera Hindúar lítið til að eyða rottum, svo að það eru aðeins slöngur og ýmsir rottusjúkdómar sem eyða þeim. Framh. Mánudagsmorguninn var hætt að snjóa og létti dálítið til. Fengum við nú jeppa og bílstjóra frá Skálafelli til að flytja okkur á Hcfn, í stað hins bilaða1. En færð og vegir er miklum breytingum háð á þessum slóðum. Nú var talið með öllu ófært að aka á ís yfir fljótin miklu og breiðu, sem voru svo greiðfær dag- inn áður, og þegar komið var austur fyrir Flatey á Mýrum, var beygt til sjávar og ekið meðfram honum, því þar var mun snjóléttara. Er þar farið fram hjá Skinneyjarhöfða. Hjá honum er vík, þar sem þeir Mýramenn og Suðursveit ungar róa stundum, þegar gott er í sjó og fiskivon. Höfðu þeir róið þar tvisvar eða þrisvar í vetur og fengið mikinn afla, ágæta björg í bú. Alkunnug er hin mikla kartöflurækt Austur-Skaft- fellinga, skilyrði eru þar góð og sendinn jarðvegur, en að- stcðu þessa hafa sýslubúar notað svo vel, að það er öðr- um landsmönnum til fyrir- myndar. Okkur gekk ferðin vel austur á flugvöllinn á Mela- tanga og innan skamms kom bátur að flytja okkur yfir ós- inn á Höfn. Og litlu síðar bar frú Þorbjörg frá Volaseli heit svið á borð fyrir okkur og Jón kom heim frá vinnu sinni. Enn var mokafli og mikið að gera fyrir alla. Það mun hafa verið í ráði að fundur okkar félaga yrði haldinn á Höfn og að bænd- ur kæmu þangað. En bersýni legt var, að enginn Hafnar- búi myndi koma þangað, ann ríkis vegna. Höfn í Horna- firði er að mörgu leyti blóm- legt kauptún, sem styðst bæði við land og sjó. Margir þeirra bænda, sem flutt hafa af jörðum sínum í sýslunni, hafa ekki farið til Reykja- víkur, á mölina, heldur stað- næmst á Höfn, byggt þar yf- ir fjölskyldu sína og ræktað sér landspildu og styðjast því að ekki litlu leyti við búskap enn! Nú var snúið blaði við í skyndi og fundur okkar boð- aður á samkomustað Nesja- búa, við Laxárbrú. Hófst hann um tvöleytið. Hann sóttu milli 30 og 40 bændur úr Nesjum og Lóni og af Mýrum. Fluttum við þar sitt erindið hver eins og í Suður- sveit og voru fyrirspurnir og umræður á eftir. Samkomu- staðurinn er í kjallara sókn- arkirkjunnar og þykir sum- um það ekki viðfelldið. Hefir svo verið lengi. Þessi frjó- sama og góða sveit á eftir að koma sér upp samkomuhúsi , við sitt hæfi, en skylt er að , geta þess, að nú er þar haf- i ist handa um nýtt og betra I hús og byrjað á grunni þess. j Oft hefi ég verið á fund- i um í kirkj ukj allaranum og skemmt mér vel við glaum og dans, en fyrir stærri sam- komur er hann lítt hæfur, og engin skilyrði til veitinga, sem þó er oft þörf fyrir. Ein- kennilegt er, að hinar fá- mennari sveitir sýslunnar hafa komið sér upp góðum fundarhúsum, meðan stærsta sveitin og fjölmennasta lét það ógert. Eftir Ragnar Ásgcirsson. J upp á Hérað og færðinni um Héraðið, en þar var talið ó- Þegar lokið var fundinum Fagradal — frá Reyðarfirði í Nesjum fórum við til kvöld- verðar til Hjalta bónda Jóns- sonar í Hólum ásamt fleiri fært víða vegna snjóþyngsla. gestum. Hjalti er kvæntur En nú hafði brugðið til hins Önnu dóttur Þorleifs í Hól- J betra og gert blíðviðri. Ráð- um, er lengi var þingmaður stafanir voru gerðar til að Austur-Skaftfellinga, þjóð- [ ryðja Fagradalsveginn beggja kunnugs manns. Lifir hann megin frá, en á sleðum enn og er hjá þeim hjónumj skyldi farið yfir ófæruna. Við háaldraður. Þótt nokkuð væri j önduðum því rólega og höfð- síðla kvclds, er við komum um litlar áhyggjur um kvöld þar, var hann á fótum, létt- [ ið á Reyðarfirði og spiluðum ur í lund og léttur í spori og allt kvöldið, fyrst hjá hús- ekki er mikið að að verðajbónda vorum, en á eftir hjá gamall, þegar endingin er svo Þorsteini Jónssyni kaupfé- góð. Hann er bæði fróður og minnugur og því gaman við hann að ræða. Var ekki langt til miðnættis, er við kvöddum það heimili og fórum út á Höfn, en þar beið sá farkost- ur, er skyldi flytja okkur til Reyðarfjarðar. Allt of fáa kunningja hitti ég á Höfn, til þess var enginn tími, því mið ur fyrir mig. Nú héldum við beint út í varðbátinn Óðinn, því komið var miðnætti, og skriðum „til köjs“. Var nú komið að þeim hluta ferðarinnar, sem helzt var ástæða til að kvíða fyrir ósjóvana landmenn. En sá kvíði var ástæðulaus, því sjór lagsstjóra. Miðvikudaginn lögðum við svo upp frá Reyðarfirði og voru þeir Þorsteinn og Páll með í förinni. Farið var á tveimur 10 hjóla „trukkbíl- um“ frá setuliðinu og voru þeir fullhlaðnir vörum til úti bús kaupfélagsins á Gálga- ási, hinu nýja þorpi hjá Eg- ilsstöðum. Var þar aftöku- staður fyrrum eins og nafn- ið bendir til, og má enn sjá mannabein þar norðan und- ir ásnum. Enn hefi ég ekki heyrt annað nafn á hinu nýja þorpi, og finni málhag- ir menn þar eystra ekki ann- að betra en Gálgaás, er hætt var að heita má sléttur alla j við að það festist fyrir fullt leið. Við sofnuðum fljótt og og allt við bæinn. vel og ég vaknaði ekki fyrr j pag Var seinfarið eftir veg- en í bugtinni út af Lóni, en (inum og snjóýtan að verki á í þá sveit höfðum við ekki undan, en þar sem rudda leið komið i þetta sinn. Þótti það þraut beið Jón póstur frá ekki rétt sökum þess, að Egilsstöðum með hesta og tvo taugaveiki hafði komið upp j g'teða. Settumst við þar klof- þar á næsta bæ við fundar- j Vega á heypoka og létum okk staðinn og lágu sjúklingar ur iíöa vel. Snjóbirtan var þar þungt haldnir og var ekki mikil, sólskin og blíða, him- séð fyrir endann á útbreiðslu ingnæfandi, fannhvít fjöll til veikinnar. Að ýmsu leyti er,beggja hliða. Á miðjum Lónið ein einkennilegasta Fagradal er sæluhús, allgott, sveit landsins. Fjöllin hrika-j og þar sem við vorum vel leg og falleg og við fólkið hefi' nestaðir, ef ferðin skyldi ég kunnað vel. Hrjósturlönd j ganga seint, þótti sjálfsagt eru þar mikil og sandar, en ( að neyta þess þar. Ekki tafði þar eru líka einhver fegurstu það lengi og settumst við nú bæjarstæði á Islandi, t. d. Stafafell og Hlíð. Eystra- Horn eða Hvalneshorn er tröllalegt að sjá af sjó og ströndin þar óvingjarnleg. Við fórum nærri Papey og komum við á Djúpavogi til að setja einn farþega á land, og annan á Breiðdalsvík. Upp af henni gengur Breið dalur, mikil sveit og fögur, en einangruð. Eru þar um 30 bæir. Til mála hafði komið að halda námskeið þar, en þótti ekki gerlegt sökum þess, að ekki er enn komin hita- lögn í hið nýbyggða fundar- hús sveitarinnar í Heydöl- um. Vel fór um okkur félaga á Óðni. Skipstjóri, Gunnar Gíslason frá Papey, og mat- reiðslumaðurinn gerðu allt fyrir okkur, sem hægt var, en við hvíldum okkur á milli máltíðanna. Undir kvöld var komið til Reyðarfjarðar og er við höfðum komið okkur fyrir á gistihúsinu, gengupi við að hitta formann Búnað^ arsambands Austurlands, Pál Hermannsson, fyrrum al- þingismann, því hann var hinn raunverulegi húsbóndi okkar* meðan við dvöldum í Austf irðingaf j órðungi. Heldur höfðum við haft slæmar fréttir af færðinni á saddir og hreSstir á heypok- ana aftur og leið enn betur en fyrr og ókum þar til snjó- inn þraut og bíll beið okkar. Er einkar skemmtilegt að koma af Fagradal niður í Egilsstaðaskóg á hvaða tíma árs sem er, og björkin er eitt hið prúðasta skógartré, bæði sumar og vetur. Ófærð mikil hafði vérið á Fagradal und- anfarið og Jón póstur oft feng ið verstu veður á þessari leið, þar sem við fengum nú sól- skin og blíðu. Innan stundar sátum við í stofu hjá Sveini bónda á Egilsstöðum. Litlu siðar komu trukkbílarnir að skila vörunum í verzlunina og urðu menn fegnir að fá með þeim ýmislegt, sem far- ið var að vanta „í efra“, en aftur nefna Héraðsbúar Reyð arfjörð „í neðra“ í dagigeu tali. Vetrarlegt nokkuð var uppi á Héraði, þó að allmikið hefði hlánað, en vegir voru nú aft- ur að verða færir um byggð- irnar. Lagarfljót var ísi lagt. Leit nú allvel út með fund- arsókn næstu daga, enda fór svo, að hún mátti teljast góð. Á Gálgaási hefir nú verið byggt sláturhús og frystihús, en braggar tveir allmiklir reistir til íbúðar fyrir verka- (Framhald á 6. siOu.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.