Tíminn - 16.04.1950, Blaðsíða 2

Tíminn - 16.04.1950, Blaðsíða 2
TIMINN, sunnudaginn 16. apríl 1950 83. blað 'Jrá kafi til keiia mt í nótt: Næturlæknir er í læknavarðstof- unni, sími 5030. Næturvörður er í Laugavegs- apóteki, sími 1616. Næturakstur annast Hreyfill, sími 6633. Útvarpið Útvarpið í dag : Fastir liðir eins og venjulega. Kl. 11,00 Morguntónleikar (plötur). 14,00 Guðþjónusta í kapellu Há- skólans, við setningu 5. landsþings Slysavarnafélags íslands (séra Jón Thorarensen). 15,15 Miðdegistón- leikar: a) Vladimir Rosing syng- ur (plötur. b) 15,30 Útvarp frá síðdegistónleikum í Sjálfstæðis- húsinu ‘ (Qaarl Billich, Þorvaldur Steingrímsson og Jóhannes Egg- ertsson leika). 16,15 Útvarp til ís- lendinga erlendis: Fréttir. — Er- indi Margrét Indriðadóttir frétta- maður). 19,80 Tónlekar (plötur). 20,20 Samleikur á fiðiu og píanó (Þórarinn Guðmundsson og Fritz Weisshappel). 20,35 Erindi: íslands- viðskipti Englendinga á 15. og 16. öld. (Björn Þorsteinsson cand. mag.). 21,00 Kirkjutónlist (plötur). 21,15 Ávarp um almennan bæna- dag (Sigurgeir biskup Sigurðsson). 21,30 Tónleikar (plötur). 22,05 Dans lög (plötur). 23,30 Dagskrárlok. Útvarpið á morgun: Fastír liðir eins og venjulega. KI. 20,20 Útvarpshljómsveitin (Þór- arinn Guðmundsson stjórnar). 20,45 Um daginn og veginn (Þorvaldur Garðar Kristjánsson lögfræðing- mh. 21,05 Einsöngur (Sigurður Ól- afsson): Lög eftir Ingunni Bjarna dottur. 21,20 Erindi: Sauðfjárrækt — girðingar — skógrækt (Ólafur Sigurðsson bóndi á Hellulandi). 21,35 Tónleikar (plötur). 21,50 Frá Hæstarétti (Hákon Guðmundsson, hæstaréttarritari). 22,10 Létt lög (plötur). 22,30 Dagskrárlok. Hvar eru skipin? S.Í.S. — Skipadeild. Arnarfell er á Hólmavík. Hvassa felí fór frá Neapel í gær áleiðis til Cadiz. Eimskip: Brúarfoss var væntanlegur til Reykjavikur síðdegis í gær frá Akranesi. Dettifoss kom til Hull 14. apríl, fer þaðan til Hamborgar og Reykjavíkur. Fjallfoss er væntan- legur til Reykjavikur í dag frá Stykkishólmi. Goðafoss fór frá Antwerpen í gær til Leith og Reykjav.íkur. Lagarfoss var vænt- anlegur til Reykjavíkur kl. 22,00 í gærkvöldi. Selfoss fer væntanlega frá Heroy í Noregi í dag til Reykja víkur. Tröllafoss átti að fara frá New York 14. apríl til Baltimore og Reykjavikur. Vatnajökull var væntanlegur til Palermo í gær frá Tel-Aviv. Ríkisskip. Hekla er á Austfjörðum á norð- urleið. Esja er í Relkjavík. Herðu- breið var á Djúpavogi síðdegis i gær. Þyrill er í Reykjavík. Ár- mann fór frá Reykjavík síðdegis í gær til Vestmannaeyja. Einarsson & Zoéga. Foldin hefir væntanlega komið til Palestínu í gær. Lingestroom er í Amsterdam. Jöröin Borgir V Jörðin Borgz'r á Skógarströnd ey til sölu og ábúðar I; frá næstu fardögum. Jörðinni fyl^ja góð laxveiðiskil- ■; yrði. *; Upplýsingar gefa eigandi jarðarinnar, Jósep Einars- s son, Borgum og Elías Þorsteinsson, Keflavík. V.V.V.V.V.V.,.,.,.V.,.V.,.V/.VAV.V.V.V.,.V.V.,.V.V.V. . S.K.T. Árnað heilta Hjónaband. í gær voru gefin saman í hjóna- band hjá lögmanni ungfrú Helga Ólafsdóttir frá Eyri i Svínadal og Gunnar Sigurgeirsson frá Hömlu- holtum, Hnappadalssýslu. Hjónaefni. Nýlega opinberuðu trúlofun sína ungfrú Vilborg Guðjónsdóttir, Lyng um, Meðallandi og Magnús H. Stephensen, Hringbraut 76, Reykja- vik. Afmæli. Sextugur er í dag Gunnlaugur Hallgrímsson frá Dalvík. Hann er nú til heimilis að Njálsgötu 86 hér í bæ. Messur í dag: Fríkirkjan: Mecsað kl. 2 e. h. Ferming — Sr. Þorsteinn Björnsson. Laugarneskirkja. Messað á morgun kl. 2 e. h. (Ferm ing). Síra Garðar Svavarsson. Barnaguðþjónusta kl. 10 f. h. Hallgrímskirkja. Messað kl. 11 f. h. Próf. Sigur- björn Einarsson. Messað kl. 5 e. h. Síra Sigurjón Árnason. Dómkirkjan: Messað kl. 11 f. h. (Ferming). Síra Bjarni Jónsson. Messað kl. 2. (Ferming). Síra Jón Auðuns. Nesprestakall: Messa í kapellu Háskólans kl. 2. e. h. Síra Jón Thórarensen. ornum vec^i Iðnaður sveitanna Nýju og gömlu dansamir 1 Q. T.- húsinu sunnudagskvöld kl. 8 — Húsinu lokað kl. 10.30. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 6.30. ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■■■■■■■■■■■■■ ■ • ■ ■ ■■■■■■■■ ■■■■■■ ■ ■ SKÁTAKAFFI \ í dág 16. apríl verður hið árlega Skátakaffi í Skáta- ;■ heimilinu. Á boðstólum verður: Kaffi — Mjólk — Heimabak- aðar kökur — og brauð — Kaffisalan hefst kl. 3. *; Kvikmyndasýning, smá leikþættir og söngur veröur jí kl. 2 og kl. 5. — Aðgöngumiðar að henni verða seldir við innganginn og kostar kr. 3,00. ;■ Um kvöldið klukkan 8,30, heldur kaffisalan áfram í ;■ stóra salnum og verður þá dansað. í; HLJÓMSVEIT SPILAR lmm Kvenskátafélag Reykjavíkur. *|| SUMARFAGNAÐUR STUDENTAFÉLAGSINS ! í verður haldinn að Hótel Bdrg síðasta vetrardag, mið- V vikudaginn 19. apríl n. k., og hefst kl. 21.00. DAGSKRÁ: 1. Rœða: sr. Bjarni Jónsson. 2. Gluntasöngur: Ágúst Bjarnason og Jakob Hafstein. 3. DANS. Aðgöngumiðar verða seldir að Hótel Borg (gengið um aðaldyr) á morgun, mánudag og á sama tíma þriðju dag, ef eitthvað verður þá óselt. Öllum stúdentum’ er heimill aðgangur, en félags- menn í Stúdentafélaginu, sem framvísa skírteinum sín- um, njóta hlunninda við aðgöngumiðakaup. Samkvæmisklæðnaður. Stjórn Stúdentafélags Reykjavíkur. Eitt af því, sem ánægjulegast er nú um þróun atvinnulífsins í sveit unum, er það, hve iðnaður alls konar er að færast þar í vöxt. Þess er líka mikil þörf, því að víða eru þar óleyst verkefni og nauðsyn iðnaðarins vegna framleiðslu at- vinnuveganna brýn. Á undanförn- um árum hafa margvísleg verk- stæði búin góðum vélum ve4-ið stofnsett og leysa þau af hendi hið mikilsverðasta starf. Má nefna mörg dæmi um þetta. Vestur í Dalasýslu hefir bóndi siett upp vinnufatagerð og rekur hana af miklum myndarskap. Hefir hann fengið til þess vélar og vinnur að iðn þessari með heimilisfólki sínu o. fl. Framleiðsla hans hefir komið á markað heima í sýslu hans og þykir ágæt. Austur í Fljótshlíð er byggfr yfir jeppabíla á nýju verk- stæði, betur og ódýrar en á mörg- um stærri verkstæðum í kaup- stöðum, að því er talið er, á Hvols- velli er nýrisið trésmíðaverkstæði, þar sem ungir menn hafa myndað félag um fyrirtækið og smíða hús- gögn. hurðir, glugga o. fl. sem skortur er á i nágrenninu. Þann- ig mætti lengi telja. Kaupfélög og búnaðarsambönd eru að setja upp vélaverkstæði víða um land, víða í félagi við einstaklinga, sem á verkstæðunum vinna, og er þar annazt um viðgerðir hinna mörgu búvéla, sem landbúnaðurinn á nú þegar nokkuð af, en þó allt of lítið. Eitt hið mesta vandamál heim- ila í sveit á íslandi er hin mikla vöntun á heppilegum húsgögnum í hin mörgu og reisulegu hús, sem hafa risið þar að undanförnu og verða vonandi reist á næstunni. Bændur hafa varla átt kost á öðrum húsgögnum en dýrum og óhenVugum húsgögnjum keyptum i kaupstöðunum. En þarfir sveita- heimilanna eru nokkuð aðrar í þessum efnum en kaupstaðaheim- ilanna, vegna annarra lífsskilyrða og annarra atvinnuhátta. Það er verkefni fyrir hina ungu smiði í sveitum landsins að leysa það mál en ættu þó að njóta opinberrar aðstoðar 1 því efni. Búnaðarfélag íslands eða annar aðili á þessum vettvangi ætti með styrk ríkisins að láta rannsaka og gera tillögur um gerð fallegra og heppilegra húsgagna fyrir sveitaheimili, og síðan verða smiðir sveitanna að stofna verkstæði, þar sem þeir smíða húsgögn handa sveitaheim- ilunum. Þegar eru spor stigin í þessa átt og vonandi verður áfram haldið á næstu árum. íslenzk húsgögn jafnt í sveit og kaupstað eru flest þunglamflleg og klunnaleg. Sveitirnar ættu að hafa forgöngu um að leiða nýjan smekk í húsgagnagerð til öndvegis, og getum við sótt fyrirmyndir um það m. a. til Svía. Sveitaheimilin og smiðir sveitanna eiga að smíða lipur og létt húsgögn, þægileg í notkun og stílhrein, helzt í ljós- um litum. A. K. 'JWm-m- TILKYNNINGj Innflutnings- og gjaldeyrisdeild Fjárhagsráðs hefir í|| ákveðið eftirfarandi hámarksverð á lýsi i smásölu: í; í *■ í Þorskalýsi % Itr kr. 5.25 do. % - — 3.00 Ufsalýsi % - — 5.75 do. % - — 3.25 1 Framangreint hámarksverð er miðað við innihald, ■; en sé flaskan seld með, má verðið vera kr. 0.50 hærra £ á minni flöskunum og kr. 0.75 á þeim stærri. Söluskattur er innifalinn í verðinu. Reykjavík, 15. apríl 1950, í; í Verðlagsstjórinn ij ■ ■ ■ ■ ■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ Tvær stúlkur ;■ óskast strax í eldhús Kleppsspítalans. í; Upplýsingar hjá ráðskonunhi og í skrifstofu ■; /, ríkisspítalanna. ‘ V.V.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.