Tíminn - 16.04.1950, Blaðsíða 5

Tíminn - 16.04.1950, Blaðsíða 5
83. blað TÍMINN, sunnudaginn 16. apríl 1950 r-p--'—■ 5 Sunnud. 16. apríl Málgögn neyðar- innar Þjóðviljinn og Alþýðublað- ið, sem nú er orðið taglhnýt- ingur hans, reyna ákaft að telja lesendum sínum trú um það, að vandræði þau, sem íslenzkt atvinnulíf á nú við að búa, stafi af gengislækk- uninni. Þetta er sá boðskap- ur, sem þessi blcð flytja kost- gæfilega dag af degi. Það á t. d. að vera gengis- lækkuninni að kenna, að ekki eru nægar birgðir til af hrá- efni fyrir innlenda iðnaðinn. Torvelt er þó að finna rök fyrir því, hversvegna þjóðar- búið er síður umkomið að kaupa inn erlend hráefni vegna gengislækkunarinnar. Jafnmikið fæst af þeim er- lendis fyrir sama magn af íslenzkri framleiðslu. Ekki lamar gengislækkunin inn- lendan iðnað í samkeppni við útlendar. iðnaðarvörur. Hvað sem um gengislækk- unina annars má segja, ætti hún einmitt að gera auðveld ara en ella að reka íslenzk- an iðnað. Vandkvæði þau, sem á því eru nú, stafa af öðrum ástæðum og væru meiri, ef gengislækkunin hefði ekki verið gerð. Sama má segja um útgerð- armálin. Það, sem þar er nú erfitt úrlausnar, er ekki af- leiðing gengislækkunarinnar og væri enn meira og erfið- ara viðfangs, ef hún hefði ekki verið gerð. Svo er það þá aðalatriði allra þessara mála, en það eru atvinnuhorfur og afkomu horfur almennings, — þjóð- arinnar í heild. Dettur nokkr um heilvita manni í hug, að það sé erfiðara að reka at- vinnu, sem byggir á útflutn- ingi, vegna þess, að gengið hefir verið lækkað? Það hefir verið talað gegn gengislækkun vegna þess, að hún færði tekjur frá almenn ingi til útflutningsframleiðsl unnar. Það væri því eðlilegt, að gengislækkunin sætti nú gagnrýni fyrir það, að fram- leiðslan væri of arðbær á kostnað launamanna, þann- ig að útgerð og frystiþús söfn uðu óhófsgróða. Það væru rök, sem hlustandi væri á. En það talar enginn um slíkt, því að það er engin ástæða til þess. Hitt er alveg utan- gátta, að tala um að geng- islækkunin hafi komið út- gerðinni á hausinn. Þó að ein hver aðgerð sé ekki einhlít eða fullnægjandi, er ekki hægt að kenna henni um það, sem hún vinnur gegn. En nú má hugsa sér, að fræðilega séð væri til einhver leið, sem hefði gert gengis- lækkunina óþarfa. Allt slíkt má ræða. Alþýðuflokkurinn hefir lýst því yfir, að hann hefði engar tillcgur fram að bera. Það liggur ljóst fyrir, að hann hefir engin úrræði og hafði aldrei nein úrræði til að gera gengislækkunina óþarfa. Kommúnistar tala um það, að ef nógu hátt verð fengist fyrir íslenzka framleiðslu, Áróður í sambandi við gengislækkunina Oran í Algler 8. apríl 1950. Kæri ritstjóri: Þú munt hafa kalsað við mig að senda þér línu úr fjar- lægðinni og ég gefið þér vil- yrði um að svo skyldi verða. Og ætla ég í þessu tilefni að renna huganum til þín litla stund. Vilji hann fara beina leið, verður hann í þetta sinn að fara fyrst norður yfir Miðjarðarhafið, síðan yfir Spán og loks norður yfir allt ] Atlantshaf. En hann er frjáls greyið og fljótur í ferðum og löngum tamt að leita heim í átthagana. Frá dögum Tyrkjaránsins. Nú er ég staddur á slóðum þeim, sem íslendingarnir, er Tyrkir rændu heima, voru fluttir á og þar sem þeir flest ir eyddu síðan ævidögum sín- um. Þá réðu Tyrkir hér yfir Algier og sjóræningjarnir, sem munu hafa verið Algier- búar, gengu undir Tyrkja- nafninu. Eru sagnir um, að sjóræn- ingjunum, sem voru þá mjcg' voldugir og stórveldum Evr-' ópu stóð mikill stuggur af, hafi þótt mjög vænlegt að fara til íslands, sem var varn arlaust og ræna þar fólki, sem seldist háu verði hér syðra. Sagnir segja, að sumarið eft- ir að sjóræningjarnir rændu mest í Vestmannaeyjum, hafi þeir lagt af stað norður til íslands á sjö ræningja- skipum til mannfanga. En þá mættu herskip Englendinga þessum sjóræningjaflota fyr ir vestan írland og laust þeg- ar í bardaga, er lyktaði með sigri Bretanna. Og síðan hafa íslendingar fengið að vera í friði fyrir suðrænum sjóræn- ingjum. Drottningin í Algiersborg. Lítil spor munu vera hér eftir íslenzku fangana og lítt rekjanleg. En þjóðsagnir ýmsar hafa lifað um þá. Út af einni þeirra orti Sigfús Blöndal bókavörður hið á- gæta kvæði: Drottningin í Algeirsborg. Er það mörgum kunnugt, en mun bví miður horfðf málið öðruvísi við og hægt hefði verið að halda uppi genginu. Þetta þarf eng an speking til að segja, en það þarf fífl til að hlusta á slíkt sem raunhæfar umræð- ur. Þjóðviljinn hefir heldur aldrei getað svarað því, hverj ar líkur hann sjái til þess, að nokkur þjóð borgi meira fyr- ir vörur frá íslandi en hún þarf að borga fyrir samskon- ar vörur ef hún kaupir þær annars staðar en frá íslandi. Þetta er aðalatriði málsins. Gengislækkunin er tilraun til að koma fótum undir út- flutningsframleiðslu íslend- inga og þar með allan efna- hag og atvinnulíf þjóðarinn- ar. Mönnum er vitanlega frjálst að gagnrýna hana og benda á betri leiðir. En hvorki Alþýðufl. né kommún istar hafa borið gæfu til þess. Þeirra einkenni er úrræða- leysið. En úrræðaleysið leiðir til hruns, allsherjar stöðvun- ar, atvinnuleysis og neyðar- ástands. Þess vegna eru Alþbl.* og vera ófáanlegt fyrir lcngu síðan. Segir kvæðið átakanlega frá ungri stúlku, sem var gestkomandi í Vestmanna- eyjum þegar Tyrkirnir rændu þar 1627 og var tekin til fanga, ásamt fjölda annars fólks, og flutt hingað á ræn- ingjaskipi. En hún var svo frelsuð úr ánauð hér af Hus- sein Dey og varð síðan drottn ing hans. En hann réði ríki hér í Algigr í nokkur ár á ofanverðri 17. öld, þótt kallað væri, að hann íyti Tyrkja- soldáni að nafni til. Sigfús lætur hina hugljúfu, íslenzku konu segja: f „Og hér í Algier er einvöld drottning hin íslenzka, hertekna mey, eg, hún Ásta Eiríksdóttir, sem elskar hann Hussein Dey, því Hussein drottnar í Algier einn og allt lýtur boðum hans, en einvöld eg drottna í hans hjarta og hug, míns hugprúða eiginmanns“. ; -V , í Frjósamt land. * Ugglaust hefir jafnan ver- ið óþarfi að vera að hneppa fólk í þrældóm hér í þessu frjósama og blíða landi, til þess að aðrir gætu lifað hér góðu lífi. En að slíku hefir sjaldnast verið spurt, þegar í aðra hönd hefir verið auð- græðgi eða hóglífi einstakl- inganna og þrælabönd rlk- isvaldsins, sem reyrð hafa verið um almenning af ein- sýnum yfirdrottnurum, sem náð hafa ríkisvaldinu í sin- ar hendur. Jörðin hér í Algier er mjög frjósöm. Ræktað er hveiti, bygg, hafrar o. fl. kornvörur til útflutnings. Einnig er mik ið ræktað af ávöxtum, græn- meti og bómull. Kvikfjárrækt er hér líka mjög mikil: hest- ar, nautgripir, sauðfé (9—10 milljónir), múldýr, asnar, kameldýr, geitur og svín. — Fiskiveiðar eru einnig all- miklar fram með ströndun- um. Málmar eru líka miklir í : Þjóðv. blcð neyðarinnar og I „gagnrýni" þeirra er áróður sultarins. Umbótatillögur hafa þessi blöð engar borið frain. Það er eitt hið allra dap- urlegasta við íslenzkt stjórn- málalíf, að til skuli vera heið arlegt alþýðufólk, sem lítur á þessi málgögn hörmunganna sem einhver vinstri blöð. Erfiðleikar og vandræði yf- irstandandi tíma eru afleið- ing liðins tíma og þeirrar fjármálastefnu, sem þá var fylgt. Það er þetta, sem þjóð- in verður að skilja. Gengis- lækkunin er ef til vill ónóg til að jafna metin og rétt af öll þau ósköp, sem af því leiða. En nú liggur það verk- efni næst fyrir öllum þeim, sem vilja almenningi vel, að knýja fram einhverjar urjj- bótatillögur um verzlunar- mál, húsnæðismál og önnur þau efni, sem mest snerta hagsmuni almennings. Þar hefir Framsóknarflokkurinn fyrir löngu lagt fram sínar tillögur og nú er tækifæri til að verða þeim málum að liði. Vigfús Guðmundsson. var farþegi með Hvassafellinu, er það fór til Ítalíu með saltfiskfarm nokkru fyrir páskana. Hann drógst á það áður en hann fór að senda Tímanum öðru hvoru bréf úr ferða laginu og birtist hér það fyrsta. jörðu: járn, zink, kopar, blý og kvikasilfur. En kol vantar og hefir það dregið mjög úr iönaðinum. Meðalhiti ársins er talinn 18 stig á Celsíus, meðalhiti í heitasta mánuðinum (ágúst) 25 stig, en i þeim kaldasta (janúar) 10 stig. í þessum mánuði (apríl) er meðalhiti talinn vera 16—17 stig. Borgarbragurinn í Oran. Nú er algræn jörð og trén eru orðin allaufguð. Má ekki heitara vera í dag til þess að líða vel. En þá er að taka þao með ró í skugganum undir hinum yndislegu pálmatrjám. Útiveitingastaðir eru á öðru hverju götuhorni og situr fólkið þar í stórhópum í skugg um trjánna við að gæða sér á öli, ávöxtum og fleiru góð- gæti. Allar búðir eru fullar af varningi og markaðarnir á torgunum eru sérstaklega fjölbreyttir. Betlarar eru með meira móti, sem sést í borg- um og verzlunarprangið með allra mesta móti, og er þá mikið sagt. Sé stanzað á götu, má alveg eins gera ráð fyrir að verða umkringdur af allskonar sölulýð. Oran er önnur stærsta borg in hér í Algier landshlutan- um (um 400 þús. íbúar), en hin er Algier. Byggingarnar eru víða stór ar og fallegar í franska hluta borgarinnar, 8—10 hæðir margar, en mjög misjafnar í þeim arabiska. Eins er fólkið margt vel búið í aðalborg- inni, en mjög illa margt í arabiska hlutanum, og þó sér staklega við höfnina. Þar er einhver hinn óálitlegasti og óhreinasti lýður, sem ég hefi séð á ævinni. „Svarteygra kvenna fjöld“. Mjög mikið ber á Aröbum hér í borg, einkum í hverfum þeirra, sem eru úti í borgar- jöðrunum. Eru konurnar yf- irleitt sveipaðar skikkjum sín um, er dylja vöxt þeirra og ásjónu. En aðeins skín í ann- að augað efst í þessum hvíta línhjúp. Og þykir manni held ur þunnt, þótt gamall sé, að sjá ekki nema aðeins blika í annað augað! En þó að reglan sé, að ann- að augað sjáist aðeins blika (Framhald á 6. síSu.) Blekkingar stjórnmála- mannanna bafa sjaldan kom ist á hærra stig en í sam- bandi við gengislækkunina. Af hálfu margra þeirra hefir verið unnið hið kappsamleg- asta gegn því, að þjóðin fengi að vita hið sanna og rétta um þetta mál. Þetta gildir að vissu leyti báða málsaðila. Forvígismenn „verkalýðs- flokkanna" hafa lagt allt kapp á að telja mönnum trú um, að allir þeir erfiðleikar, sem nú steðja að, eins og t. d. gjaldeyrisskorturinn, stafaði af gengislækkuninni. Sann- leikurinn er þó sá, að þessir erfiðleikar voru orðnir til áð- ur en gengislækkunin var framkvæmd og hefðu orðið enn verri og tilfinnanlegri, ef ekki hefði verið ráðist i hana. Þá hefði öll útflutningsfram leiðsla stöðvast og engin gjaldeyrisöflun ætti sér þá stað. Atvinnuleysi og fullkom in neýð hefði þá heimsótt al- þýðuheimilin. Kjaraskerð- ingin, sem gengislækkunin veldur, er ekki nema brot af þeim erfiðleikum, sem al- þýðuheimilin hefðu ella þurft að stríða við. Áróður verkalýðsflokkanna um gengislækkunina er því eins rangur og hugsast get- ur. Hann dæmist líka enn ó- réttmætari og ranglátari, þegar þess er gætt, að „verka lýðsflokkarnir“ eiga sinn fyllsta þátt í þeirri óheilla- stefnu undanfarinna ára, sem gert hefir gengislækk- unina nauðsynlega, og að þeir bentu ekki á íhgin úrræði til að afstýra stöðvun framleiðsl unnar, sem oröið hefði óhjá- kvæmileg, ef ekki hefði ver- ið ráðist í gengislækkunina. Þeir hafa sjálfir ekki upp á annað að bjóða en að láta atvinnuvegina stöðvast og Iáta atvinnuleysið og neyðina komast í algleyming. Frekar skal svo ekki rætt um áróður wrkalýðsfiokk- anna, heldur snúið sér að á- róðri sumra þeirra, sem eru gengislækkuninni fylgjandi. Þeir gera sig ýmsir hverjir seka um litlu minni rang- færslur en „verkalýðsflokk- arnir“. Þeir reyna að halda því fram, að gengislækkunin skerði lífskjörin ekki neitt frá því, sem verið hefir. Þeir halda því einnig fram, að hún muni full lausn á þeim vanda, sem hin ranga fjár- málastefna undanfarinna ára hefir skapað. Þessi málflutningur er litlu betri en málflutningur „verkalýðsflokkanna“. Geng- islækkunin er kjaraskerðing, þótt hún að vísu skerði kjör- in miklu minna en hin al- gera stöðvun atvinnuveg- anna, er annars hefði orðið. Enn verður heldur ekkert full yrt um, hvort gengislækkun reynist varanleg lausn, held- ur aðeins fyrirbyggi stöðvun atvinnurekstrar til bráða- birgða. Því miður bendir margt til þess, að hún sé að- eins áfangi en ekki fullnaðar lausnin sjálf. Það sýnir bezt, hvílíkt ó- samræmi var orðið milii framleiðslukostnaðarins og gengisskráningarinnar, að nú eftir gengislækkunina þarf (Framhald á 6. siðu.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.