Tíminn - 16.04.1950, Blaðsíða 6

Tíminn - 16.04.1950, Blaðsíða 6
6 TT"rt TÍMINN, sunnudaginn 16. apríl 1950 83. blaS TJARNARBÍD N Ý J A B í □ Qnartet Fjórar sögur eftir W. Som- Allt í þcssu fína seret Maugham. Aðalhlutverk (Stiting Pretty) leika margir frægustu leikarar Breta. Ein af allra skemmtilegustu Þetta er afbragðs mynd. gamanmyndum, sem gerðar Sýnd kl. 9. hafa verið í Ameríku á síðustu árum. — Aðalhlutverk: Mowgli Clifton Webb (Dýrheimar) Maureen O’Hara Myndin er tekin í eðlilegum Robert Young litum byggð á hinni heims- AUKAMYND: frægu sögu Kiplings. Sagan hefir undanfarið verið Ferð með Gullfaxa frá Rvik framhaldssaga í barnatíma út- til London, tekin af Kjartanl varpsins. Ó. Bjarnasynl. (Litmynd.) Aðalhlutverkur: SABU Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. , Sýnd kl. 3, 5, og 7. ( . < GAMLA Bí□ Páska- skriiðgangan CEaster Parade) Ný Metro-Goldwyn Mayer dans og söngvamynd í eðlilegum lit- um. Söngvarnir eítir Xrving Berlin. Aðalhlutverk leika: Fred Astaire Judy Garland Peter Lawford Ann Miller Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Aukamynd á 9-sýningu: A FERÐ OG FLUGI MEÐ i LOFTLEIÐUM. Blúndnr og blásýra Bráðskemmtileg, spennandi og sérkennileg amerísk kvik- mynd. Aðalhlutver: Cary Grant Priseilla Lane Sýnd kl. 7 og 9 Meðal mannæta og villidýra (Afrlca Screams) Sýnd kl. 3, og 5 Sala hefst kl. 11 f. h. .niminr--.Tr1rr-r.^-i----1 • Austan lands (Framhald af 3. síðu.) fólkið í sláturtíðinni. Var bændanámskeiðið haldið í þeim og rúmuðust þar hátt á þriðja hundrað manns, þeg- ar flest var, þriðja og síðasta daginn. Fór þar sæmilega um flesta og var *upphitun í lagi. Framh. rÁráður í sambandi við gengislækkun- ina. (Framhald af 5. síðu.) útflutningsframleiðslan ís- lenzka að greiða um tvö steriingspund fyrir dagsverk- ið, en í Bretlandi og á Norð- urlöndum kostar dagsverkið ekki nema eitt sterlingspund. Því fer því fjarri, að gengis- lækkunin hafi skapað út- flutningsframleiðslunni sam bærilega aðstöðu við erlenda atvinnuvegi, þótt hún hafi gert bilið stórum minna en áður var. Framangreindur samanburður sýnir, að við eigum vafalaust enn eftir að gera margháttaðar ráðstaf- anir og stórfelldar breyting- ar, ef koma á útflutnings- framleiðslunni á fullkomlega samkeppnisfæran grundvöll. Það er heppilegast í þessu máli sem öðrum að segja sannleikann, eins og hann er. Eins rangt og það er að kenna gengislækkuninni um erfið- leikana, sem hún er aðeins afleiðing af, er það rangt að telja hana enga kjaraskerð- Ingu eða fulla tryggingu fyr- Grímuklæddi riddarinn Afar spennandl og viðburða- rík amerísk cowboymynd í 2 köflum. Fyrri kaflinn sem heitir „Grímukheddi riddarinn skerst í leikinn" verður sýndur i dag Sýnd kl. 5, 7 og 9 SMÁMVNDASAFN Sýnd kl. 3 . Sala hefst kl. 11 f. h. Blml (1938. Sciðmærin á Atlantis Sérstæð amerísk mynd, byggð á franskri skáldsögu, er segir frá mönnum, er leituðu Atlantis Aðalhlutverk: Maria Montez Dean Pierre Amount Sýnd kl. 5, 7 og 9 Kalli óheppni Sýnd kl. 3. —n»n — r ——H ir varanlegri lausn. Vandinn, sem þjóðin glímir við, er nógu mikill, þótt ekki sé reynt að blekkja hana og reynt að sýna henni hlutina verri eða betri en þeir eru. X+Y. Bréf frá Afríku- strönduin (Framhald af 5. síðu.) inni í hvíta líninu, þá er ég nú strax farinn að sjá, að sú regla — eins og aðrar regl- ur — er brotin, þegar lítið ber á og dálítið næði býðst. Birtast þá stundum fögur andlit, sem sóma sér vel með- al hinna fögru pálmatrjáa og Cítrusviðar og angandi fag- urra blóma. En skriftamál skrifa ég engin hér frá hinni suðrænu strönd! Það er dásamlegt að hafa BÆJARBÍD HAFNARFIRÐI Sök bítur sokan Afar spennandi ný amerísk leynilögreglumynd. Aðalhlutver: Janis Carter Barry Sullivan Bönnuð börnum Sýnd kl. 7 og 9. Sími 9184 TRIPDLI-BÍÖ Á lelð til bimna- ríkis með við- koniu í víti. Sænsk stórmynd eftir Rune Lindström, sem sjálfur leikur aðalhlutverkið. Myndinni er jafnað við Gösta Berlings sögu. Aðalhlutver: Rune Lindström,' Eivor Landström Sýnd kl. 7 og 9 Frakkir fólagar Bráðfjörug amerísk gaman- mynd um fimm sniðuga stráka. Sýnd kl. 5 Sími 1182 fengið að bæta örstuttri ævi- stund við allar sem komnar eru, hér á ströndum Afríku og sjá „garðana grænu með pálnú- unum há og musteristurnana mjóu mannþröng torgunum á, og þökin flötu og húsin hvít sem hrein og skínandi tjöld, með gosbrunna, súlum og svalir og svarteygra kvenna fjöld“. Með kærri kveðju til kunn- ingjanna á gamla Fróni. Þinn einl. Vigfús Guðmundsson. Köld borð og heit- nr matur sendum út um allan bæ SlLD & FISKUR. W/UY CORSARY: 82. dagur Gestur í heimahúsum gistihúsi. Henni kom ekki dúr á auga um nóttina, og morg- uninn eftir lagði hún af stað í rauðabýtið.... Síðan hafði hún ekki um annað hugsaö en sjálfa sig — og sorg sína. Felix, Kristján, ína, sem hún þekkti orðið svo vel af öllu, sem Felix hafði sagt um hana — þau höfðu gleymzt henni á þeirri stundu, er hún flúði úr anddyrinu á Heiðabæ. Nú komu þau aftur til sögunnar. Nú minntist hún alls þess. sem hún hafði gleymt dögum saman. Bréfið frá ókunnu konunni hafði hrifið hana úr álögum. Það var komið kvöld, er hún hafði lokið tveimur bréfum. Annað var til ínu Elsting, hitt til Rikarðs. Hún skrifaði utan á fyrra bréfið aö Heiðabæ, því að hún vissi ekki, hvar Elsting- hjónin bjuggu, en vildi ekki senda það í Nemófa-verksmiðj- urnar. Hún fann tvö frímerki í öskju og ákvað að láta bréfin undir eins í póstkassa. Það var sunnudagur að morgni. Rík- arður myndi ekki fá bréfið fyrr en á mánudagsmorgun, og þá yrði hún komin út á rúmsjó. Það hafði verið henni mikil áraun að skrifa honum glað- legt bréf. Það mátti ekki heldur vera of glaðlegt, því að þá varð það óeðlilegt. Þetta bréf hlaut að eyða allri beiskju úr huga hans, án þess þó að vekja of mikla meðaumkun. Fjarlægðin á milli þeirra myndi fljótlega kenna honum að skilja, að allt var bezt eins og það var. Eftir fáeina mánuði yrði hann henni þakklátur. Hún hafði leyst þrautina — hugsað rökvíslega og beitt sömu aðferð og hún væri að leysa reikningsdæmi. Henni hafði alltaf fundizt rökvísi stærðfræði eitt af dásamlegustu fyrirbærum tilverunnar. Stundum datt henni í hug, að það væru einmitt æðstu sannindi lífsins og lykillinn að ráð- gátum þess. Litla stund sat hún hreyfingarlaus við skrifborðið, líkt og sárþjáð manneskja á milli kvalakasta. Nú fann hún fyrst, hve sársvöng hún var, og minntist þess, að hún hafði ekki bragðað annað allan daginn en eitt epli og tesopa. Hún ætlaði að kaupa sér fáeinar baruðsneiðar, um leið og hún léti bréfin í póstkassa, og þegar hún hefði borðað þær, ætl- aði hún að fá sér svefnlyf. Það rigndi enn. Hún fór í regnkápu og smeygði hettunni yfir höfuðið. Það var um það bil tíu mínútna gangur þangað, sem póst- kassinn var. Á götunum var mikil umferð. Sporvagnar skröltu áfram, og bifreiðar biðu í löngum röðum öndvert rauðum Ijósum götuvitanna. Það var sleipt á regnvotum götunum, og hjólreiðamaður, sem kom á fleygiferð, rann langa leið og hélt svo áfram, beint á móti rauðu ljósinu. Sabína stakk bréfunum undir regnkápuna, svo að þau blotnuðu ekki. Það var eins og hún væri enn í nokkru sambandi við Ríkarð — meðan hún hélt á bréfinu til hans. En þegar hún sleppti því niður í póstkassann, greip hana lamandi þreyta. Skammt frá póstkassanum var stórt veitingahús. í sömu andrá og hún gekk fram hjá dyrunum, kom hlæjandi fólk út á gangstéttina — tveir karlmenn og tvær stúlkur. Fólkið nam staðar á mjórri gangstéttinni, masaði saman og veifaði á leigubíl. Annar karlmannanna hélt utan um ljóshærða stúlku. Sabína komst ekki strax leiðar sinnar. — Fyrirgefið, sagði hún kurteislega. Karlmaðurinn leit við. Þetta var Ríkarður! Þau horfðu hvort á annað í birtunni, sem lagði út um veit- ingahúsdyrnar. Svipur hans var svo torkennilegur, að hún átti bágt með aö trúa því, að þetta væri í rauninni hann. En svo brosti hann, tók ofan og heilsaði henni. Leigubíll brun- aði upp að gangstéttinni, og hitt fólkið kallaði á hann. Hann dró ljóshæröu stúlkuna enn nær sér og fór inn í bílinn á eftir henni. Svo óku þau brott. Sabína horfði á eftir bílnum. Hún hélt fyrst, að hún hefði séð ofsjónir eða þá hana væri að dreyma. Svona hræði- legur gat raunveruleikinn ekki verið. Þetta kom aðeins fyrir í skáldsögum, jafnvel skáldsögum, sem hún hafði skrifað. En lífið var ekki svona miskunnarlaust. Það er laugardagur, hugsaði hún. Á fimmtudaginn hefir P hann fengið bréfið frá mér. Tveir þrír dagar! í dag hafði hún ímyndað sér, að hann jafnaði sig á fáein- um mánuðum. Fáeinum mánuðum! En fáeinir dagar höfðu nægt. Einhver ýtti við henni. Hún hugsaði aðeins um það, að óþarft hefði verið að senda honum þetta seinna bréf, sem

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.