Tíminn - 30.04.1950, Blaðsíða 7

Tíminn - 30.04.1950, Blaðsíða 7
94. blað TÍMINN, sunnudaginn 30. apríl 1050 7 Öfng'þróuniii í skólamálumim (Framhald af 4. síðu.) • að erindi, þótt þeir hafi ekki skapfestu til þess að fylgja sannfæringu sinni? Það er lögmál, sem ekki verður breytt með neinu valdboði, að þeir sem ánnars hafa al- ist upp við frelsi, græða lítið á því námi, sem á að neyða þá til — jafnvel töluvert efa mál, hvort sumir sleppa jafn góðir frá því, en hinir, sem vilja menntast, gjöra það ó- neyddir, og hafa í þessu þjóð' félagi mjög sómasamlega að- stöðu til þess, eftir því, sem hæfni þeirra og framtaks- semi leyfir. En hvert stefnir svo þessi stríði straumur til skólanna og úr þeim? Einhver lítill hluti ræður snemma við sig eitthvert iðnám, og eyðir þá ekki öllu meiri tíma en kom- ist verður hjá i aukanám. Mikill meiri hluti fer þó aðra leið, og spyrji maður einhvern úr þeim fjölmenna flokki um takmark námsins, verða svörin oftast eitthvað á þessa leið: Þegar búið er að læra, kemst maður alltaf að ein- hverju! En hvað er svo þetta „eitthvað“ ef nánar er leit- að? Framleiðslustör f ? Nei, fráleitt. Stundum er það ein- hverskonar kennsla, en jafn- vel oftast að komast í verzl- un, einhverja af hinum fjöl- mörgu og sífjölgandi skrif- stofum, greiðasölum, o. s. frv. Auðvitað nauðlendir töluverð ur hluti í öðrum störfum, vegna þess að bíðröðin, er all fyrirferðarmikil umhverf- is hið gullna hlið fyrirheitna landsins. En getur það gengið enda- laust að fjölga sífellt í þeim stéttum, sem hanga utan í framleiðslunni, en fækka jafnframt í henni sjálfri? Enn eru til sveitir, sem ó- spart er dregið frá fólk bæði til erfiðis- og trúnaðarstarfa, en þar fækkar óðum. Skyldi enginn finna skarð fyrir skildi áður en þær eru al- eyddar? Margir þeir, sem telja sig skelegga framfara- menn, virðast þó líta meö vanþóknun á þá þróun. En er ekki skóla-bákniö farið að líkjast ískyggilega mikið snjóflóði, sem stöðugt hleður á sig og eykur ferð sína, og enginn getur séð fyr- ir hversu miklum verðmæt- um það geti tortímt áður en það stöðvast? A. m. k. er það óbifanleg sannfæring mín, að lenging skólaskyldunnar sé hið versta óhappaverk, sem unnið hefir verið i hérlendri löggjöf í seinni tíð. Er mögu- legt, að þeir sem að henni stóðu, hafi getað sefjað sig svo í þröng atvinnusjónar- mið, að þeir hafi verið sann- færðir um að þetta væri það, sem þjóðina vantaði mest, eða skyldi eiga eftir að ræt- ast á þeim hið fornkveðna: Vits frýr þér enginn, en grun aður ertu um græsku. ? Eitt mun nokkurnveginn víst, að í þeim daufa og ábyrgðar- sljóva fjölda, sem hún fram leiðir með stóriðjusniði, sú skólaspeki, sem ég hefi drep- ið hér á, er hinn ákjósanleg- asti jarðvegur fyrir miklar kröfur, minnkandi eftir því sem nær dregur, og minnst ar til sjálfs síns — og mér er sem ég sjái viðbjóðslegt Ali-Baba-trýni glotta mein- fýsilega að þessu verki og árangri þess, sem varla mun standa mjög lengi á að fari að segja til sín. Afar okkar og ömmur höfðu enga möguleika til menntun- ar á nútíða mælikvarða, að örfáum undanskildum, og litu því upp til þeirra sem æðra kyns, er betur stóðu þar að vígi og urðu þannig yfirstétt í landinu. Feður okk ar og mæður s&u hina gull- vægu menntun í nálægri hyll ingu, sem allmargir af þeirri kynslóð náðu. Svo virðist það smátt og smátt, í ákefðinni að vilja nfðjum sínum hið bezta, mást úr meðvitund þjóðarinnar að skólaganga og menntun geta farist sorglega á mis, þó það hafi verið ein- læg trú og von menntavina að það færi saman. * Væri nú ekki ómaksins vert 'fyrir forustumenn þjóðarinn ar aö athuga ofurlítið hvar komið er hinum raunhæfu menntamálum þj óðarinnar og rejma svo að ráða bót á háskalegri öfugþróun áður en það er orðið um seinan, því ekkert þýðir að velta vöng- um yfir deyfð æskunnar, flótta frá starfi o. s. frv., en láta löggjafarvaldið hjálpa sjúkri tízku að tilreiða hugs- unarlausa daufingja úr veru- legum hluta af vaxtarbroddi þjóðarinnar. j Og íslenzk alþýða! Finnst þér ekki tími til kominn að jendurskoða eitthvað afstöðu til skólamálanna yfirleitt, jeða finnst þér sæmandi ald- urtili þeirri gömlu menningu, 'sem oft hefir verið minnst á með dálitlum drýgindum, að láta úrelt sjónarmið, stein runna hefð, sjúka tízku og opinbera ofstjórn hjálpast að, að teyma þig á eyrunum fram af ætternisstapanum? Guðmundur Þorsteinsson, frá Lundi. TENGILL H.F. Heiði við Kleppsveg Simi 80 694 annast hverskonar raflagn- ir og viðgerðir svo sem: Verk smiðjulagnir, húsalagnir, skipalagnir ásamt viðgerðum og uppsetningu á mótorum, röntgentækjum og heimilis- vélum. LÖGUÐ . LSiSter ^ USFSHKSr! fínpúsning send gegn póstkröfu um allt land. F ínpúsningsger ðin Reykjavík — Sími 6909 Reykjavík (Framhald af 3. síðu.) nokkur atriði. Vafalaust eru fjölmörg ótalin, sem gegna ’ sama hlutverkí. En þó er full- j ljóst af þessu, að höfuðborg- ' inni verður víða vel til fanga,) og að tekjur hennar standa j föstum fótum um bæ og byggð. | Verkin sýna merkin og það er engin tilviljurí hve hún hefir vaxið gífurlega á síð- ustu árum. Fjármagn þjóðar innar hefir að miklum og mestum hluta verið veitt þang að. Ríkið hefir með ábyrgð- 1 um og hverskonar annarri að stoð hjálpað höfuðborginni til að hrinda í framkvæmd þeim tveimur stórframkvæmdum, sem gerð hafa verið á seinni árum, hitaveitunni og Sogs- virkjuninni. Þetta hefir verið sjálfsögð ráðstöfun og á- nægjulegar framkvæmdir, en jafnframt styðja þær mjög að örum vexti Reykjavíkur. Þegar rætt er um byggingu áburðarverksmiðju, þykir sjálf sagt að hún sé í eða við Reykjavík. Þegar byggja á sementsverksmiðju, þykir forráðamönnum Reykj avíkur sjálfsagt. að hún sé þar. Þeg ar ríkið fær verulegt fjár- magn af Marshallfé til að reysa síldarverksmiðjur, fær! Reykjavík mestan hluta þess þótt enn sé tvísýnt um hanp ið. Eftir rólega umhugsun, verður varla umdeilt, að hinn mikli og öri vöxtur I Reykjavikur, sé eðlilegt og ó- j hjákvæmlegt áframhald af stefnu þeirri og verkum, sem lýst hefir verið hér að fram- ! an. Og á meðan að haldið er j áfram vitandi vits, eða í hugsunarleysi, að soga fjár- magnið frá öðrum landhlut- um til Reykjavíkur, heldur hún áfram að vaxa óeðlilega ört. Meðan svo er haldið fram stefnu, getur höfuðborgin verið sterk, og bent á að sveitir og bæir séu veikari og framkvæmdir minni. En þegar stefnubreytingin verður og dreyfðu byggðirnar skilja til fullnustu gildi sitt fyrir þjóðarheildina og heimta fullkomna hlutdeild í fjármagni og möguleikum heildarinnar getur verið hætta á ferðum. Það er stundum veikleiki, að vaxa of ört. B. G. Barnasamkoma verður í Guðspekihúsinu í dag kl. 2 e. h. stundvíslega, sönvar, leikrit og Indíáni kemur fram. Aðgangur 1 kr. Öll börn vel komin. Þjónustureglan Hangikjot — Það bezta fáanlega — selur Samband ísl. samvinnufélaga Símar 4241 og 2678 1 Bré£ frá Rómaborg (Framhald af 5. síðu.) tún, sem heitir Tivoli og í því er einhver sá allra yndislegasti íkemmtigarður. sem ég hefi nokk- ursstaðar séð. Áreiðanlega hefi ég aldrei séð annan eins gosbrunna fjölda og þar milli fagurra, hárra trjáa, klettastalla og tjarna. Taldi ég 300 gosbrunna á örlitlum bletti og annarsstaðar voru þeir miklu fleiri. — Þá eru aðalleikvangar Mussolinis í borgarjaðrinum og allt þeirra umhverfi stórbrotið og dá- samlegt. Borgarlýðurinn er vel búinn yf- irleitt, en þó er auðsjáanlega fá- tækt og scðaskapur nokkuð áber- andi í einstaka hverfum. í borg- inni eru 400 kirkjur og heldur fleiri opinber vændiskvennahús. Hvoru- tveggja stofnanirnar kváðu vera mikið sóttar og í miklu afhaldi! Víða sjást mikil merki um fram- farir margskonar frá Mússólíni- tímabiiinu: íþróttavellir, skógrækt, nýtízku byggingar, breiðir og bein- ir vegir o. s. frv. Og ennþá er Mússólíni miklð dáður hjá mesta fjölda manna um alla Ítalíu. Má oft sjá menn kytsa myndir af hon- urn í blöðúm og tímaritum. En nú er talið, að páfinn og klerkavald hans ráði öllu og De Gaspari og stjórn hans sé verkíæri hins mikla „heilaga föður“. Heimilishaldið í Róm. Hinn almenni borgarbúi hér virð ist léttur og glaður. Og lætur hann víst hverjum degi nægja sína þján ingu. Heimi'.ishaldið kvað oftast vera einfalt og fábrotið og venju- lega varla hægt að tala um heim- ili. Til dæmis þegcr borðað er heima, þá er mataraðdrátturinn svo hnitmiðaður við þá máltíð í það sinn, að að henni lokinni er ekkert matarkyns til á heimilinu, ekki svo mikið sem sykur- eða salt- korn. Enda er mest borðað úti á „börunum" og varla komið heim á heimilin nema til að sofa. Smá- börnin virðast vera úti um götur fram á nótt, oft skítug og sóða- leg. Algengt er að mæta á götunni 4—6 ára börnum betlandi. Þegar þveginn er þvottur heima á heim- ilunum, er hann þveginn sápu- laust upp úr köldu vatni og bar- inn all myndarlega. Það er haft eftir Matthíasi Ein- arssyni lækni, þegar honum þótti knappur kosturinn til sjúklinganna í Landakoti, að hann hafi sagt við nunnurnar. að það væri betra að hafa einni skeiðinni meira af súp- unni og einni bæninni færra. Þann ig er það hér á Ítalíu, að það væri betra að sjá örlítið minna af „þeim svörtu" og öllu því gróða- bralli og prangi, sern umhverfis þá er „til dýrðar guði“, en fá aftur á móti meira af hreinlæti, fræðslu og margskonar lífsgæðum, sem al- menningur virðist fara óþarflega mikið á mis við. En þrátt fyrir allt er lendið og umhverfið mjög víða heillandi, og þá ekki sízt hér í Róm. Og fólk- ið er léttlynt og kátt, en nokkuð örgeðja, tilfinninganæmt og tauga- óstyrkt, en kurteist og elskulegt í viðmóti. Fáfræði um ísland. Fáir hér held ég viti nokkuð um ísland né Islendinga. Þó er það einn íslendingur, sem „slegið hefir i gegn“ á Ítalíu nú á síðustu miss- erum, og það er Albert Guðmunds- son knattspyrnumaður, sem nú er í Frakklandi. Eru knattspyrnuleik- ir mjög dáðir hér og hefir Albert verið þar undanfarið ein aðal- stjarnan. Líklega er enginn íslend ingur búsettur á ítaliu nema Hálf- dán Bjarnason konsúll í Genúa einn, þegar frá eru taldið örfáir skólapiltar, er dvelja hér syðra um stundarsakir. Hálfdán hefir nú ver ið búsettur hér suðurfrá í aldar- fjórðung og mun vera víða þekkt- ur hér í landi og mjög vel metinn. Hann er traustur og góður íslend- ingur og ómetanlegur útvörður ættlands síns hér á Ítalíu. Ég hefi komið hér inn í nokkrar ferðaskrifstofur og m. a. litið eft- ir, livort nokkuð væri að sjá þar frá íslandi. Nei, alls ekki neitt. Hér er þó einhver mestamanna- miðstöð heimsins. Hér koma nokkr ar milljónir ferðamanna á hverju ári. Vöntun á upplýsinga- starfsemi. Frá nær öllum löndum heirns- ins eru snotrir fræðslu- og aug- lýsingabæklingar ókeypis til ferða- manna á ferðaskrifstofunum — nema frá íslandi. Þaðan sézt hvergi orð, mynd né kort. Alls ekkert. í þau fjögur ár, sem Ferðaskrifstofa íslands starfaði heima hér á ár- unum, gaf hún út, þrátt fyrir fá- tækt aðstandenda hennar og án nokkurs styrks frá ríkisvaldinu, snotra fræðslubæklinga um ísland á ensku. Dreyfði hún þeim um all- ar ferðaskrifstofur í Evrópu og nokkru víðar. En hvað gerir Ferða- skrifstofa ríkisins í þessum efnnm, sem er búin að kosta almenning stórfé frá fyrstu tíð? Ugglaust er : það meira heldur en að kynna Reykvíkingum Keflavíkurflugvöll. Hellisheiði og 1—2 kolabæi yfir á Skotlandsströnd. En máske er það svo með þessa íslenzku ríkisstofn- un, að hún stundi meira að út- vega góðan akstur fyrir einn „bíla- kóng" heldur en að kynna landið út á við? Það er kannske svipað og mcð þjóna páfans hér, sem virð ast leggja meiri stund á að safna aurum í kistu hins „heilaga föð- ur“ heldur en að útrýma pútna- húsum eða fáfræði og fátækt al- mennings. íslending'ur, sem söng fyrir páfann. Einn íslendingur dvelur við söng nám hér í Róm. Það er Guðmund- ur Baldvinsson írá Reykjavík. Kannast margir við Guðmund, m. a, af því, að hann söng fyrir páf- ann ásamt mörg þúsund áheyr- endum i fyrra — við ágætan orðstír. Guðmundur er efnilegur ágætisdrengur, sem mikils má vænta af í framtíðinni. Hann er eini íslendingurinn í þessari stóru og merkilegu borg. Örðugt má nú vera fyrir fátæka íslendinga að stunda nám hér í landi, því dýr- tíð ^r mikil. Ugglaust væri þó feng ur, að þeir, sem fara út á lista- brautina — ekki sízt söngsins — ættu kost á því að dvelja nokk- uð hér á Ítalíu. Því hvað sem má segja um landið og íbúa þess, þá kemur flestum saman um, að hvergi sé eins þrungið af allskon- ar fögrum listum og hér á Ítalíu — enda er hún oft nefnd land list- anna. Með beztu kveðju heim. Vigfús Guðmundsson. Forðizt eldinn og eignatjón Framleiðum og seljum flestar tegundir handslökkvl tækja. Önnumst endurhleðslu á slökkvitækjum. Leitið upp- lýsinga./ Kolsýruhleðslan s.f. Sími 3381 Tryggvagötu 10 Reykjavík tltbreiíií Tintahh

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.