Tíminn - 30.04.1950, Blaðsíða 3

Tíminn - 30.04.1950, Blaðsíða 3
94. blað TÍMINN, sunnudaginn 30. apríl 1950 3 REYKJAVÍK Eftir Bjjörn Guðiminclsson UM VIÐA VERÖLD: Tákn hefnd arinnar hverfur Reykjavík er höíuðborg ís- lenzka lýðveldisins. Öllum menningarþjóðum þykir vænt um höfuðborgir sínar og vilja veg þeirra sem mestan. Ekki fer það nærri alltaf saman, að höfuðborgir séu jafnframt mestu verzlunar- borgir og fjölmennustu í hverju landi. En hér er því greinilega svo háttað. Reykja vík mun einmitt vera einhver stærsta höfuðborg í hlutfalli við íbúatölu þjóðarinnar. Er þetta styrkur hennar og veik- leiki. Það munar miklu hve sam- eiginlegt átak 55 þúsund manna orkar meiru en 30 þús. Það er mikill misskilningur þegar forráðamenn Reykjavík ur barma sér yfir miklum örðugleikum, sem skapist af innflutningi fólks til bæjar ins. Þetta er einmitt þvert á móti. Meðan fólk flytur til Reykjavíkur, er bærinn vax- andi bær. Og vaxandi bæ er auðvelt að stjórna og leysa vandamál hans. Fólk, sem flytur i höfuð- borgina kemur margt með veruleg efni og mikla starfs- orku. Við komu þess skapast aukin verkefni og möguleikar til að leysa þau. Og það kem- ur til að taka þátt í störfun- um og njóta iífsþægindanna, sem hér eru meiri en annars- staðar á landinu. En hvers Vegna eru þau meiri hér? Til þess liggja márgar ástæður og fleiri en auðvelt er að telja í stuttu máli. En megin orsökin er, að hér eru mestu möguleikar, mTest fjármagn komið saman á þennan litla blett, sem Rvík stendur á. Þetta útnes, sem þræl Ingólfs þótti næsta ó- byggilegt. En leiðir penginganna til Reykjavíkur eru margar og skal á nokkurar minnst hér, þótt fjarri fari að tæmandi upptalningu sé að ræða. Æðsta stjórn landsins er í Reykjavík sem að líkum læt ur. Þótt forsetinn sé búsettur á Bessastöðum, hefir Alþingi og stjórnin aðsetur í Reykja vík með öllum sínum mörgu undirdeildum, skrifstofum skrifstofustjórum, fulltrúum og starfsliði öllu. Hér er Há skólinn, Menntaskólinn, Kenn araskólinn. verzlunarskólarn- ir og fleiri skólar, sem fólk úr öllum héruðum landsins sækir og flytur um leið með sér miklar fjárhæðir árlega til höfuðborgarinnar. Biskup landsins situr hér. Sömuleiðsi landlæknir, fræðslumálastjóri, vegamála- stjóri o. fl o. fl. forstjórar. Allir þessir embættismenn hafa um sig skrifstofur, sem fara vaxandi og þurfa aukið fjármagn til reksturs síns í Reykjavík. Rétt er að minnast sérstaklega á tryggingarstofn un ríkisins, það mikla nýsköp unarbákn. Hún safnar mikl- um fjárhæðum til Reykjavík- ur en dreifir nokkru út aftur. Ekki mun þó Raykiavík skað- ast á þeirri nýsköpun. Enn má telja Ríkisútvarpið, sem jafnframt sínu menning- arstarfi, tekur virkan þátt í aðdrætti peninga til höfuð- borgarinnar. Hin stórkostlega blaða og bókaútgáfa er mest öll í Reykjavík. Er hún stór- tæk í fjáröflun fyrir sinn heimabæ. En ef til vill er þó verzlun- in frekust til fjárins. Nálega öll heildverzlun landsins hef- ir aðsetur í Reykjavík. Og mik il smásöluverzlun við flest héruð. Eru það ótaldar fjár- hæðir og ekki litlar, sem þess ir aðilar draga í bú Reykja- víkur, frá öðrum landshlut- um. Hefir enda verið haldið uppi áróðri fyrir, að verzlunin ætti að bera háa skatta og út- svör. Þá gætu framfarirnar verið miklar í kaupstöðunum. Ýmsum þykja þetta góð fræði og gott að láta kaupmenn borga há útsvör og eru enda reiðir yfir hve kaupfélögin borga lítið S.Í.S. greiðir raun- ar hæst útsvar i Rvík í ár). Almenningur, hið vinnandi fólk, sér ekki alltaf í gegnum svikavefinn og skilur ekki, að einmitt það sjálft, borgar háu skattana og útsvörin, sem verzluninni er gert að greiða. Enn eru samgöngumálin ó- talin. Allar helztu samgöngu miðstöðvar hafa aðsetur í Reykjavík. Flugfélögin eiga þar heima og eru stórtæk í fjáröfluninni fyrir höfuðstað- inn. Eimskip og Rikisskip reka svipað hlutverk. Og ekki má gleyma öllum bifreiðun- um, sem sækja fólkið út um landsbyggðina. Það er mjög gaman að fara í bil. En það kostar penginga. Og þeir lenda ótrúlega oft til höfuð- borgarinnar. Hér hefir verið drepið á i (Framha'd ú 7. síðu.J UTAN UR HEIMI Sendiherrann mótmælir. Brezki sendiherrann í Stokk- hólmi hefir nýlega borið fram mót mæli af því tilefni, að sænskt firma hefir notað nafn og mynd Elísabetar prinsessu og Karls prins í auglýsingaskyni fyrir háls- festi úr gerviperlum á 35 krónur. Segir sendiherrann, að slík notk- un hinna konunglegu nafna sé ekki til þess fallin að auka virð- ingu og bæta sambúð landanna. Bendir hann á frændsemi Elísabet ar við Lovísu Sviaprinsessu og krefst þess, að auglýsingin verði ekki birt aftur, ella muni hann neyta annarra bragða í samráði við ríkisstjórn sina. Stockholmstidning en er borið fyrir þessari sögu. Tveggja marka meybarn. í Modesto í Kaliforníu fæddist um páskana meybarn, sem vnr 532 grömm. Það er talið vera minnsta barn, sem fæðst hefir lif- andi svo að vitað sé, en það lifði ekki nema 62 klst. eftir fæðingu. Sagt er að það hafi vevið á stærð við mannshendi. Endurminningar Tanners. Sagt er að Vainö Tanner, stjórn- málamaðurinn finnski, hafi skrif- að endurminningabók og muni hún koma út í haust. Þar er talið, að hann ræðl um utanríkismál Finna á tímum vetrarstríðsins. Tíminn birtir hér grein eftir danska blaðamanninn Jörgen Bast. Hann segir hér frá því, að Bretar hafi sent suður í Súdan legstein, sem þeir tóku fyrir aldamótin af gröf höfðingja þess, sem Gordon hershöfðingi féll fyrir og rifjar Bast upp ýms atriði þeirra deilumála í greininni. Fréttaritari Times í höf- uðborginni í Sudan, en hún heitir Khartoum, hefir ný- lega sent blaði sínu skeyti, sem mjög er eftirtektarvert. Þar segir frá því, að hið mikla þjóðarsafn Breta, British Museum, hafi sent heim til Súdan merkan minja grip.grafstein Madhians. Jafn framt er getið um það, er sir James Robertson afhenti steininn með mikilli viðhöfn, en sá sem við tók var Sayed sir Abdel Rahman el Mahdi Pasha, en hann er sonur Mahdians, 65 ára gamall fæddur eftir dauða föður síns. Ný sjónarmið. Hér kemur nú fram úr þok unni minning um einhverja blóðugustu og hræðilegustu atburði í nýlendusögu brezka heimsveldisins. En jafnframt því, sem fortíðin rifjast upp sýnir þetta atvik lægni Breta og skilning á núverandi við- horfum, en það er ástæða þess, að brezka ríkið er enn- þá heimsveldi. Legsteinn Mahdians var geymdur í British Museum til að tákna ög túlka brezka hefnd yfir þeim, sem sýndu ríki hátignarinnar þr j ózku en flutningur hans heim í Súdan er sönnun þess, að Bretar þurfa nú og sækjast eftir samúð þeirra, sem hefnd in átti að bitna á. Trúboði og þjóðhetja. Það eru fjögur fræg nöfn bundin við þá sögu, sem hér liggur tiJ; gr’undvatyar. Það eru nöfn brezku herforingj- anna, Gordons og Kitcheners, Mahdians sjálfs og eftir- manns hans en það var Abd- ullahi kalífi tengdasonur hans. Mahiinn hét í fyrstu Mo- hammed Ahmed Ibn Syyid Abdullah og var trúboði og kennimaður, sem safnaði um sig lærisveinum á Abbaeyju norður af Khartoum. Svo fékk hann þá hugmynd, að hann ætti að frelsa Súdan undan útlendu valdi, bæði ensku og egipzku. Hann fór að prédika það, sem kallað var uppreisnaráróður. Eð ir að gerö hafði vgyið misheppn uð tilraun t;l að brjóta hreyfingu hans niður með vopnavaldi tók hann sér tit- ilinn Al-Mahadi al Manastir, en það þýðir, hinn komandi leiðtogi, og þaðan í frá var hann aðeins þekktur undir nafninu Mahdiinn, en því nafni fylgdi ótti og æsing. Þetta var árið 1881. Hér er ekki unnt að rekja allar þær ^tilraunir, sem gerðar voru til (að bæla hreyfingu hans nið- ur, en hún magnaðist fljótt. Það er nóg að minna á það, er hann sigraði Gordon, hinn fræga brezka herforingja, Grafhýsi Nalidians. Til vinstri eins og það var árum saman til hægri eins og það er nú þegar legsteinninn kemur heim aftur tók Khartoum hinn 25. jan- úar 1885 og veitti Gordon banasár með eigin hendi með því að leggja hann spjóti i gegnum á dyraþrep- um hallarinnar. Þar með var Mahdiinn orð inn höfðingi yfir miklu svæði í Súdan og ægði Norður-Af- ríku frá höfuðborg sinni. Hann settist samt ekki að 1 höllinni i Khartoum, en byggði sér nýja hinum meg- in við Níl í eyðimerkurbæn- um Omdurman, sem er nú stærsta borg innfæddra manna í Afríku. „Göfugur maður.“ Þar dó Mahdiinn sama ár- ið og hann sigraði Gordon, og fáum mánuðum se'inna ól ein af ekkjum hans svein, sem nú hefir tekið við leg- steini föður síns. En sá, sem tók við ríki eft- ir hann, var Abdullahi kalífi, tengdasonur hans, og það var hann, sem lét byggja graf- hýsi Mahdians og reisa þar hinn fræga legstein með ara- biskri grafskrift. í hugum flestra Englendinga og Egipta var Mahdiinn blóðug- ur ofstækismaður, en það við horf átti fyrir sér að breyt- ast. Til dæmis fer Winston Churchill lofsamlegum orð- um um hann í einni af fyrstu bókum sínum, The River War og segir þar m. a.: Hann var göfugur maður, prestur, her- maður og mikill ættjarðar- vinur. Hann varð sigurveg- ari í miklum orrustum. Hann lagði grundvöll að ríki. Hann endurbætti trúarbrögðin. Að vissu leyti bætti hann hið opinbera siðferði og með því að taka þræla í herþjónustu braut hann odd þrælahalds- ins.“ Hins vegar eru það fáir, sem bera eftirmanni hans gott orð. Helztu einkenni hans var grimmdin og skráin um hryðjuverk hans gæti cirðið löng. 13 ára barátta. En hann var fastur fyrir og voldugur. Það tók Breta 13 ár að sigrast á ríki hans, en völd hans voru þe;m hin mesta skapraun. En sá mað- ur kom, sem gat sigrað hann, en hann er kunnastur undir nafninu Kitchener lávarður, þó að hann hefði ekki hlot- ið lávarðstign þegar þetta var. Kalífinn ætlaði honum að fara hiná sömu för og Gordon fór 1885, en það fór á annan veg. Annan sept- ember 1898 vann Kitchener fullnaðarsigur á hersveitum hans og kalífinn flýði sem útlagi. Kitchener fór með hersveit ir sínar inn í borgirnar Khar toum og Omdurman. Til að sýna að tími Mahidans og eftirkomenda hans væri nú liðinn, eyðilagði hann gröf hans og nokkru seinna var legsteinninn fluttur til Eng- lands. Musterið búið. En þrátt fyrir þetta hafði grafhýsið sína þýðingu og var merkilegt musteri fyrir Ar- abana í Súdan, og við há- tíðahöldin nú kom fram gam all maður, sem í 60 ár hefir verið vörður grafarinnar og tók nú með tárvotum augum við legsteininum, sem innan skamms verður kominn á sinn gamla stað. Gröfin er skammt frá höll þeirri, sem Mahdiinn lét byggja og kalífinn sat í um sína stjórnardaga. Höllin er annars ekki frá- brugðin öðrum húsum í kring að utan. Það er fyrst þegar inn er komið, sem hún fær annarlegam svip. Allar dyr eru þar á ská, og standast hvergi á svo að hægra sé að verjast, ef inn yrðiráðizt. Enn þá stendur íbúð kalífanS óhreyfð, en yfir þröskuld hennar mátti enginn stíga nema bróðir hans, sem var herforingi. Meðal annars er þarna enn óhreyft hið ara- biska gufubað, sem kalífinn hafði, með heitum og köld- um leiðslum og krönum. Sir Abdel Raliani. Sveinninn, sem fæddist eftir dauða föður síns, slapp við að verða fórnarlamb hins blóðþyrsta kalífa, og má það merkilegt heita. Hann ólst upp í Súdan og varð ekki landflótta. Hann hallaðist smám saman að Englending- um, enda þarf ekki frekari vitna við en þess, að hann er sir, til að sjá að hann er einn af áhrifamönnum í land inu. Það eru heldur ekki nema fá ár síðan hann var í London og ræddi þar við Bretastjórn um framtíðar- skipan Súdanmála Það mun hafa verið í þeirri ferö, sem hann komst að því hvar leg- steinn föður hans var niður kominn og eftir heimkomuna tók hann málið upp og ræddi það við brezk yfirvöld í Súdan. Abdel Rahman býr hluta af árinu í Omdurman, en hann á þó jafnframt fallega íbúð í KhartQum, og þar fór fram viðhöfnin, þegar leg- steinninn var afhentur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.