Tíminn - 03.05.1950, Side 2
2
TÍMINN, miðvikudaginn 3. maí 1950
95. blað
Næturlæknir er í læknavarðstof-
v.nni, sími 5030.
Næturvörður er í Lyfjabúðinni
Iðunni, sími 7911.
Næturakstur annast Hreyfill,
n'ini 6533.
ÚtvarpÍð
t tyarpið i dag:
(Fastir liðir eins og venjulega.)
20.25 Dagskrá listamannaþings-
ins: 1) Tónleikar: Þrjú karlakórs-
lög eft r Þórarin Jónsson (Karla-
kcrinn Fóstbræður syngur, Jón
Hailöórsson stjórnar). 2) 20.40 Er-
inái: Hugleiðingar um hús og höf-
v.ðstað • (Sigurður Guðmundsson
rrk tekt). 3) 21.00 Upplestur skálda,
rithöfunda og leikara. 4) 21.50
Tónieikar: a) Sönglög eftir Pál
ísóifsson (Þuríður Pálsdóttir syng
ur.’, b) Sönglög eftir Hallgrím
Helgason (Guðmundur Jónsson
syngur). 22.10 Danslög (plötur).
Hvar eru skipin?
Rikisskip.
Hekla er í Reykjavík. Esja er á
leið frá Austfjörðum til Akureyr-
ar. Herðubreið var væntanleg til
Bakkafjarðar síðdegis í gær.
Skjaidbreið fer frá Reykjavík í
kyö d t l Snæfellsneshafna, Gils-
fjarðar og Flateyjar. Þyrill er í
Reykjavík. Ármann fór frá Rvík
í ígáérkvöidi til Vestmannaeyjá ög
Hornafjarðar.
S.t.S. — Skipadeild.
Arnaríell er væntanlegt til Or-
an á föstudagsmorgun. Hvassafell
er á Akureyri.
Limskip
Erúarfoss fer frá Kaupmanna-
höín í dag til Gautaborgar. Detti-
íoss er í Reykjavík. Fjallfoss kom
til Kalifax 27. apríl. Goðafoss fór
fra Reykjavík 28. apríl til Vest-
m:\nnaeyja, Hull, Rotterdam og
Ant’verpen. Lagarfoss er í Reykja-
vík. Selfoss er í Reykjavík. Trölla-
foss kom til Reykjavíkur 1. mai
fíá New Yo:k. Vatnajökull er á
Spán:. Dido væntanlegur til Rvík-
ur á morgun frá Noregi.
hafi til
Úr ýfnsum áttum
' Iðgjöld hækka.
j Iðgjöld Sjúkrasamlags Reykja-
| víkur hækka úr 16 kr. í 20 kr. írá
1. maí. Orsök þessarar hækkunar
er aukinn læknakostnaður og lyfja.
Læknafélagið hefir sagt upp samn
ingum og krafist verulegrar launa-
hækkunar.
Ný verðskrá á lyfjum gekk í gildi
um síðustu mánaðamót, sem veld-
ur 25% verðhækkun á lyfjum. Út-
gjöid samlagsins af þessum orsök-
um munu þess vegna verða um kr.
425.000.
Landskeppni í skák.
12 af 15 mönnum. sem hafa rett
til þess að taka þátt 1 landskeppn-
inni, kepptu á sunnudaginn að
Þórskaffi. Eru þeir þessir: Baldur
Möller, Ásmundur Ásgeirsson, Guð
jón M. Sigurðsson, Guðm. Ágústs-
son, Benóný Benedlktsson, Lárus
Johnsen, Eggert Gilfer, Sturla Pét-
ursson, Bjarni Magnússon, Margeir
Steingrímsson, skákmeistari Norð-
urlands, Jón Kristjánsson, skák-
meistari Hafnarfjarðar og Hjálmar
Theódórsson, skákmeistari Suður-
nesja. Önnur umferð var tefld í
gærkvöldi, en úrslitin eru ekki
kunn ennþá. i
Karlakór Reykjavíkur
heldur samsöng í Gamla Bíó í
kvöld undir stjórn Sigurðar Þórð-
arsonar. Einsöngvarar með kórn-
um eru þeir Guðmundur Jónsson
og Magnús Jónsson, en Fritz
Weisshappel er við hljóðfærið.
Mc Arthur vill
banna komm-
únistaflokkinn
McArthur hershöfð.'ngii
flutti ræðu á afmælisdegi
stjórnarskrárinnar japönsku,
og lét hann meðal annars
svo ummælt, að vert gæti
fyrir Japani að taka til íhug-
unar, hvort ekki bæri að
banna kommúnistaflokkinn í
Japan.
Leiðrétting
Hr. ritstjóri!
Ég vildi biðja yður um að
koma á framfæri eftirfar-
andi leiðréttingu og athuga-
semdum við fréttatilkynn-
ingu í sambandi við nýja
Gullfoss. Þar er sagt, að
Gullfoss sé fyrsta íslenzka
skip'ð, sem sé búið stutt-
bylgjutalstöð." Þetta er ekki
rétt, því að e.s. „Hæringur“
var búinn þessu tæki í Port-
I land Ore. Reykjavík Radío
jheyrði vel í okkur á leiðinni
' he:m allt frá því er ég notaði
talstöðina í fyrsta skipti á
24 metra bylgjulengd er við
vorum um það bil þvert af:
Bermuda, en það er ca. 2500
mílur. Styrkleikinn var qsa
3—4 en það þýðir, að styrk-
leiki sé sæmilegur til góður.
Stöðin í Hæring er ekki ein-
göngu stuttbylgjutalstöð,
heldur er einnig tal og morse
útbúnaður á henni á millum
og langbylgjum allt upp í
1500 metra bylgjulengd. Ég
, keypti sjálfur þessa stöð í
| skipið og verðið var 4^.95 doll
arar eða rúmar þrjú hundr-
uð krónur þá með fullkomnu
setti af varalömpum og öll-
um leiðslum til niðursetning
ar. Mér þætti gaman að vita,
hvað tækin í Gullfoss kosta.
Stöð þessi er ennþá um borð
í Hæring og geta víst þeir,
sem áhuga hafa fengið að sjá
hana. Það sem nýtt er 1
sambandi við Gullfoss er, að
Reykjavik Radio hefir ekki
haft þjónustu á tali á stutt-
bylgjum fyrr en nú.
Með fyrirfram þökk fyrir
birtingu athugasemdarinnar.
Pétur Guðjónsson,
Loftskeytamaður,
Brávallagötu 18,
Reykjavík.
Jfö
ornum uecji
* *
Anægjulegt spor
i
Árnað heilla
Hjúskapur:
S.l. laugardag voru gefin saman
í hjónaband af séra Jakob Jóns-
syni ung iú Anna G. Helgadóttir
cg Thomas R. Roberts, skrifstofu-
maður á Keflavíkurflugvelli.
8/öð og tímarit
Víkingur.
Sjcmannablaðið Víkingur, 4.
tölublaö, cfninnikið að vanda, flyt-
ur að þessu s nni eftirfarandi efni:
Huglciðingar sjómanns, athyglis-
verða rrein um baráttu sjómanns-j
ins, Er soíið á verðinum? sem er
grein um landhelgismál íslendinga.
Þegar H.M.S. Andania var sökkt,
frásögn Guðmundar Sveinssonar
sk'pstjcra, Júlíus Havsteen skrifar
grein, sem hann kallar Hnefana á
to:ðið og fjallar hún um landhelg
ismál íslcnd nga. Rússneskir vís-
indrmenn ráðgera að dæla fiski úr
sjcnum. Með Heklu til Skotlands,
eftir S.gurð Guðjcnsson kennara.
Þýtt og endu: sagt eftir* Halldór
Jcnsson. Á frívskíinni, kvæði o. fl.
Þáttur um cjó nn eftir Grím Þor-
kelsson. Jcns V. Jensen skrifar um
Kaínargerðina á Patreksfirði.
Nokkrar athugasemdir eftir Theó-
dór Fálsson. Margt fleira efni er
í blað'nu, sem er eitt albezta
stéttatímarit íslands.
Fyrir nokkrum dögum brá rikis-
útvarpið til þeirrar nýbreytni, að
Selfyssingum var falið að sjá um
eina kvöldvöku. Fór kvöldvaka
þessi vel og skipulega fram, og
höfðu íbúar hins unga og vaxandl
kaupstaðar, sem orðinn er með
nokkrum hætti hjarta Árnesþings,
veg og sóma af.
Af eðlilegum orsökum er mikill
næiri hluti þeirra manna, sem
fram koma í útvarpið, höfuðstað-
arbúar. Raddir úr öðrum byggð-
um landsins eru harla fágætar, og
hefir ýmsum þótt þetta ljóður á
ráði hinnar ágætu stofnunar, sem
er sameign allrar þjóðarinnar og
á að vera helguð- henni allri.
En með kvöldvökunni á dögun-
um var upp tekin nýbreytni, sem
gafst svo vel, að eflaust verður
lengra haldið í þá átt. Það er full
ástæða til þess að ætla, að með
þessum hætti megi veita einhverju
af ferskum straumum inn i út-
varpið, auk þess sem skapazt hlýt-
ur heilbrigð og þroskavænleg sam-
keppni milli byggðarlaga um góða
frammistöðu við hljóðnemann, ef
útvarpsráð hverfur að þeirri
venju að gefa einstökum byggð-
arlögum við og við kost á bví að
annast kvöldvökur. Gæti slíkc til
dæmis orðið góð uppörvim fyrir
söngflokka og margt annað, það
sem til menningar horfir. Gætu við
slíkt jafnt komið til greina kaup
staðir og hin fjölmennustu kaup-
tún og héruð ýms.
En jafnframt því, sem einstök-
um byggðarlögum væri þannig
sómi sýndur og ýtt undir menning-
arviðleitni þeirra, fengi þjóðki að
kynnast nýjum sjónarmíðum,
heyra nýjar raddir, sem flyttu nýj-
an boðskap, og öðlast innsýn i líf
og starf og hætti fólks, sem ann-
ars hefir sig lítt í frammi, og að-
stöðu i þeirra byggðum.
J. 11.
KARLAKDR REYKJAVIKUR‘
Söngstjóri: Sig. Þórðarson ,
SAMSÖNGUR
í Gamla Bíó í dag miðvikudaginn 3. maí kl. 19,15
Einsöngvarar: Guðmundur Jónsson og Magnús Jónsson
Við hljóðfærið: Fritz Weishappel
Aðgöngumiðar verða seldir í Bókaverzl. Sigfúsar Ey-
mundssonar og Ritfangaverzlun ísafoldar, Bankastræti
HUSEIGENDUR
Um leið og vorstörfin hefjast í garðinum, þarf girðing
in og garðshliðin að athugast.
í rakasömu landi er ryðskófin árviss, þó járnið sé
málað. Það eina, sem er til frambúðar er málmhúðun,
sú riðvörn endist árum saman. Hringið í síma 81 850
og við sækjum hliðið að morgni og skilum því rið-
hreinsuðu og málmhúðuðu að kveldi sama dags. Sparið
tíma og peninga.
Notið nýja tækni
SANDBLÁSTUR & MÁLMHÚÐUN H. F.
Smyrilsvegi 20.
í
TILKYNNING
s-
frá ttleHntamálaráii DáíandA
Umsóknir um styrk til náttúrufræðirannsókna á
árinu 1950, sem Menntamálaráð íslands veitir, verða
að vera komnar til skrifstofu ráðsins fyir 23. maí
(> næstkomandi.
♦
♦
♦
♦
Fyriiiiggjandi
Alíkálfakjöt
Nautakjöt
Kýrkjöt
Ærkjöt
Foialdakjöt
Dilkalifur *
Hangikjöt
Rúllupylsur
Saltað ærkjöt
Saitað tryppakjöt
Samband íslenzkra samvinnufélaga
Sími 2678
Hjartanlega þakka ég öllum nær og fjær. sem glöddu
mig á sjötíu ára afmæli mínu 1. maí s. 1. með heim-
sóknum, gjöfum og heillaóskaskeytum. Sérstaklega
þakka ég börnum mínum, tengdabörnum, systkinum,
kvenfllagi Bessastaðahregps og öllum öðrum, sem
gerðu mér daginn ógleymanlegan.
Ilrefna Ólafsdóttir, Eyvindarstöðum
Auglýsingasími Tímans 81300