Tíminn - 03.05.1950, Blaðsíða 3
95. blað
TÍMIN'N, miðvikudaginn 3. maí 1950
3
Ástand og horfur í gjaldeyrismálum
\ - fc -'1 ' ■’»>'
Við lok stríðsins áttu íslend '
ingar hátt á 6. hundrað
millj. króna í erlendum inn- j
stæðum, miðað við 'þáverandi
gengi erlends gjaldeyris. Hér ’
var um að ræða góðan gjald
eyri — dollara og pund sem'
hægt var að nota til hvers
konar vörukaupa, eftir því
sem bezt hentaði. Verður að |
greina glöggt milli slíkra inn ,
eigna og. innstæðna, sem að- .
eins er hægt að nota í á- j
kveðnu landi, og þá oft með ,
afarkostum að því er við kem
ur vöruverði og vörugæðum. I
Þessum mikla gjaldeyris-'
sjóði styrjaldaráranna var i
eytt á skömmum tíma — og !
sumu a. m. k. til vafasamra ;
framkvæmda. Snemma á ár-
inu 1947 var gjaldeyrisforð-
inn genginn til þurrðar. Eftir
það hefir gjaldeyristekjunum
verið eytt jafnóðum, og ekki
verið leitazt við að safna nauð
synlegum gjaldeyrisforða.
enda hefir Landsbankinn ekki
haft nein tök á því, þar sem
gj aldeyrisúthlutunin hef ir
verið, algerlega í höndum
annarra stofnana. En bankinn
tók þegar í upphafi þá stefnu
að stofna ekki sjálfur til
skulda erlendis, nema í tak-
mörkuðu mæli samkvæmt
viðskiptasamningum við önn
ur lönd. Hefir bankinn hald
ið fast við þessa stefnu síðan
þó að gj aldeyrisskortur hafi
með köflum verið mjög mikill
og margir hafi hvatt til þess,
áð bankinn tæki gjaldeyris-
ikn. Vitað er, að einstakling-
ár, og aðrir aðilar, haaf stofn
að til einhverra skulda er-
lendis, en óvíst er, hve miklu
það nemur. Gjalda verður var
huga við slíku, og ætti raun-
ar að banna með lögum, að
slík lán séu tekin, nema með
samþykki hlutaðeigandi
stjórnarvalda. Skuldir þessar
verður að greiða, ef þjóðin á
ekki að fá á sig óreiðuorð, og
er einmitt oftast gengið eftir
greiðslu þeirra í sambandi
við milliríkj asamninga, og
getur oft valdið óþægmdum
við samningagerðir.
Óvænt höpp.
Snemma á árinu 1974 var
gjaldeyrisþurrðin það mikil,
að bankanir áttu ekki annars
úrkosta en að taka upp
stranga skömmtun á erlend-
um gjaldeyri. Var þá búið að
gefa út miklu meira af gjald
eyrisleyfum en gjaldeyrisinn
eigninni nam. Hélzt þetta á-
stand fram í byrjun árs 1948,
en þó opnaðist mjög hagstæð
^ur markaður fyrir ísfisk í
Þýzkalandi, auk þess sem hin
óvænta síldveiði í Faxaflóa
þá um veturinn færði þjóð-
inni milljónatugatekjur í er-
lendum gjaldeyri, og seinna
á árinu kom Marshallhjálpin
til sögunnar. Yfirfærsluörðug
leikarnir hurfu í bili af þess
um sökum, og það reyndist
meira að segja unnt að
greiða lausaskuldir þær, sem
safnazt höfðu árið áður. Út-
flutningur ársins 1948 var
meiri en nokkru sinni fyrr.
Fram eftir ári 1949 gætti á-
hrifa þessa hagstæða árferð
is, en í júlí síðastliðinn var
gjaldeyririnn aftur þrotinn,
og gátu bankarnir ekki sinnt
yfirfærslubeiðnum allra
þeirra, sem höfðu gjaldeyris-
leyfi 1 höndum. Varð þá milli
bankanefndin, sem ákveður,
Erindi Jóns Árnasonar bankastjóra flutt í ríkisútvarpið sJ. laugardag
í hvaða röð yfirfærslubeiðn-
ir skuli afgreiddar, þegar
skortur er á gjaldeyri, að láta
aftur til sín taka. Síðan hafa
yfirfærsluörðugleikarnir stöð
ugt verið að aukast.
Undanfarin 2—3 ár hefir
verðlag útflutningasafurð-
anna farið lækkandi og mark
aðir dregizt saman, en á þessu
ári hefir keyrt um þverbak í
þessu efni. Verðfallið og mark
aðstregðan ætti ekki að koma
neinum á óvart, þvi að þessu
hlaut að reka, eftlr því sem
framleiðslan í heiminum
jókst og samkeppnin færðist
í sitt fyrra horf að stríðinu
loknu.
ísfisksalan til Bertlands
Til dæmis um hin breyttu
viðhorf í afurðasc'lumálun-
um skal með fáum orðum
gerður samanburður á ísfisk-
sölunni það sem af er þessu
ári og sömu mánuði í fyrra.
Til miðs aprílmánaðar yfir-
standandi árs hafa, vegna ó-
hagstæðra söluskilyrða, ekki
verið farnar nema 87 sölu-
ferðir með ísfisk til Bret-
lands en 140 söluferðir á
sama tímabili 1949, og heild-
armagnið hefir í ár numið
um 17.000 tonnum, en um
26.000 tonnum í fyrra. Eng-
inn ísfiskur hefir verið seld-
ur til Þýzkalands það, sem af
er árinu og verður ekki seld
ur þangað fyrr en 1 haust.
Brúttósöluverð ísfisksútflutn
ingsins til miðs apríl í ár hef
ir numið 720.00 sterlingspund
um, þ. e. 33 millj. kr. skv. nú
gildandi gengi, en 126.00
pundum, eða 58 millj kr. á
sama tímabili 1949. Er hér um
að ræða mikil umskipti í ó-
hagstæða átt, sem munu
hafa örlagaríkar afleiðingar
fyrir þjóðabúskapinn. —
ísfisksalan til Þýzka-
lands.
Allt árið 1949 voru flutt til
Þýzkalands 63.000 tonn af ís-
fiski, fyrir 66 milj. kr., og er
hér miðað við fob.-verð sam
kvæmt útflutningsskýrslum
Hagstofunnar, en með nú-
gildandi gengi. í ár má ekki
gera ráð fyrir meiri ísfiskút-
flutningi til Þýzkalands en
um 25 þúsund tonnum, eða
aðeins 40% af magninu í
fyrra, og verðmæti fob. verð-
urð varla meira en 21 milj.
kr., á móti 66 milj. kr. síðast-
liði ár. Þess skal til skýring-
ar getið, að í fyrra var fisk-
urinn seldur fyrir fram fyrir
ákveðið verð, en verður í ár
að sæta markaðsverði í
Þýzkalandi, eins og það verð
ur á hverjum tíma. Þessi stór
felldi samdráttur ísfisksölunn
ar til Þýzkalands veldur
meiri örðugleikum, þegar
haft er í huga, hve takmark-
aður og lélegur brezki ísfisks
markaðurinn er nú orðinn, að
sölumöðuleikar freðfisksins
fara þverrandi með hverjum
mánuði sem líður, og að mik-
il óvissa er ríkjandi um salt
fisksöluna, vegna mikillar
aukningar framleiðslunnar á
þessu ári.
Freðfisksalan.
— Markaðshorfur eru
mjög slæmar fyrir freð-
fisk. Uudnafarin ár hefir
brezka ríkisstjórnin keypt
um helming freðfiskfram
leiðslunnar með samningum,
sem gerðir hafa verið
snemma ár hvert, en nú er
brezka stjórnin hætt slíkum
kaupum, og er talið víst, að
einkainnflytjendum muni
ekki kaupa nema mjög lítið
magn og það með lækkuðu
verði, sökum samkeppni, sem
stöðugt færist í vöxt.
Villandi tölur.
Ég vil nota tækifærið til að
leiða athygli að því, að upp-
lýsingarnar, sem birtar eru
um söluupphæðir ísfisks í
Bretlandi, gefa mjög villandi
hugmynd um þær gjaldeyris-
tekjur, sem bankarnir fá til
ráðstöfunar af ísfisksútflutn-
|ingunum. Hér er um mjög
gj aldeyrisfrekan rekstur að
^ræða, og auk þess gera ýms
atvik það að verkum, að
' minna verður afgangs af sölu
^andvirði ísfisksins en maður
skyldi ætla. Af 720.000 ster-
lingspunda brúttósöluand-
jvirði ísfisksins í ár fram til
, miðs aprílmánaðar, er ekki
nema 146.000 pundum eða að
jeins um 20%, skilað til bank-
t anna. Mismunurinn fer í lönd
unarkostnað, toll og margs
konar önnur útfjöld erlendis.
Stórfelld rýrnun
útflutningsteknanna.
Eins og fyrr var getið hefir
útflutningurinn orðið mest-
ur á árinu 1948, 396 millj. kr.
eftir þágildandi gengi og svar
ar það til um 725 milj. kr.
eftir núverandi gengi. Á ár-
inu sem leið lækkaði útflutn
ingsverðmætið mikið, eða úr
725 millj. kr. 1948 í 504 millj.
kr. 1949, hvorttveggja miðað
við núgildandi gengi, og kom
þá aftur til algerrar gjaldeyr
isþurrðar, sem hefði leitt til
hinna alvarlegustu afleiðinga
fyrir þjóðina, ef hún hefði
ekki notið Marshallaðstoðar-
innar. Samkvæmt athugun,
sem Landsbankinn hefir látið
gera um útflutning yfirstand
andi árs, er óvarlegt að á-
ætla hann meiri en um 345
millj. kr. Gerir það ekki mik
ið betur en að samsvara
helmingi ■ útflutningsverð-
mætisins 1948 að raunveru-
legu verðgildi. — Til viðbótar
útflutningstekjunum er Mar
shall-aðstoðin, sem gera má
ráð fyrir að nemi um 100
millj. kr. á þessu ári. Af fram
ansögðu er bersýnilegt, að
miklir erfiðleikar eru fyrir dyr
um.
Marshallaðstoðin.
Þýðing Marshall-aðstoðar-
innar fyrir afkomu þfóðarinn
ar þessi árin verður þó engan
veginn rétt metin með því að
vísa til vaxandi hlutdeildar
hennar í gjaldeyristekjum
landsins, .vegna þess að án
hennar mundi skorta dollara
til kaupa á ýmsum nauðsyn-
legustu matvörum og rekstr-
arvörum sem eru ófáanlegar
nema í Ameríku. En vér Verð
um að gera oss ljóst, að vér
lifum ekki til langframa á
matargjöfum frá útlöndum.
Marshallaðstoðinni lýkur
um mitt ár 1952, og verða
landsmenn þá að geta staðið
á eigin fótum um nauðsyn-
lega gjaldeyrisöflun.
Gengislækkunin.
Nú er rúmur mánuður síð-
an gengisbreytingin kom til
framkvæmda, og er of
snemmt að gera sér grein fyr
ir, hvers vænta má af henni
um bætta afkomu útflutn-
ingsframl. og jafnvægi í gjald
eyrismálunum. Þó að þessi ör
lagaríka ráðstöfun, og þær að
gerðir aðrar, sem ákveðnar
voru samtímis henni, leysi
ekki til fulls þann mikla
vanda, sem nú steðjar að,
ktefst þjóðarhagur þess, að
allir geri sitt til, að þessar
ráðstafanir nái tilgangi sín-
um, sem er fyrst og fremst
sá að létta fyrir, og auka út
flutningsframleiðsluna.
Miklir yfirfærsluörðug-
leikar næstu mánuði.
Gjaldeyriseign bankanna
nemnur nú aðeins rúmum 40
millj. kr., miðað við nýja
gengið. Samsvarar þetta að-
eins 3ja vikna gjaldeyrissölu
bankanna eins og hún var ár
ið sem leið, og er þetta að-
eins lítið brot þeirrar gjald-
eyriseignar, sem nauðsynlegt
er til þess, að' greiðslur geti
átt sér stað truflunarlítið.
Þyrfti gjaldeyrisforðirua með
núverandi gengi jafnan að
vera a. m. k. 250 millj. kr. til
þess að svo mætti verða. Und
anfarna mánuði hefir marg-
oft orðið að láta sitja á hak-
anum yfirfærslur til greiðslu
á brýnum nauðsynjavörum,
og má af þessu marka hví-
líka erfiðleika er hér við að
etja. — Þá má og geta þesS,
að þó að lítið sem ekkert hafi
verið gefið út af gjaldeyris-
leyfum fyrir öðru en brýnum
nauðsynjum það sem af er ár
inu, liggja nú í bönkunum
yfirfærslubeiðnir fyrir 60—70
millj. kr. sem enginn gjald-
eyrir er til fyir. Ekki bætir
það úr, að mjög lítið er vænt
anlegt af gjaldeyristekjum
.næstu mánuði í fyrsta lagi
vegna þess, að tekjur af ís-
fiskútflutningi, sem áður
hafa verið miklar og tiltölu-
lega jafnar yfir árið, bregð-
ast nú tilfinnanlega, og í öðru
lagi vegna þess, að sala á salt
fiski hefir enn verið litil,
miðað við framleðslumagn,
og verður sennilega lítil eða
engin í sumar. Tekjur af salt
fskútflutningi eru þannig
ekki væntanlegar fyrr en í
haust eða vetur, en á hinn
bóginn hefir hin stóraukna
saltfiskframleiðsla í för með
sér mikla gjaldeyrisnotkun
strax, vegna saltkaupa og til
greiðslu á leigu fyrir skip til
saltflutninga. Gerir þetta sitt
til að auka til muna gjald-
eyrisskortinn næstu mánuði.
Skorturinn á
sterlingspundum.
Undanfarin ár hafa ster-
lingspundatekjur verið mjög
ríflegar, vegna mikillar sölu
á ísfiski og freðfiski til Þýzka
lands, sem hefir verið greidd
ur í pundum til frjálsra um-
ráða. Þau pund, sem orðið
hafa afgangs framyfir greiðsl
ur til Bretlands sjálfs, höf-
um vér' getað yfirfært eftir
þvi sem oss hefir hentað til
allra landa annarra en hins
svonefnda dollarasvæðis.
Hafa þessi pund gengið til að
greiða mikinn hluta olíuinn-
flutningsins til landsins,
leigu fyrir erlend skip, sem
nemur feikna fjárhæðum,
og síðast enn ekki sízt hafa
þau farið til að jafna greiðslu
halla við fjölmörg lönd, sem
hagstætt hefir verið fyrir
oss að eiga skipti við. Þessi
pund, auk frjálsra dollara-
tekna, hafa þannig verið eini
gjaldeyririnn, sem vér höfum
haft yfir að ráða, og hann
hefir m. a. gert það mögulegt
að fram að þessu hefir verið
komist hjá því að reyra alla
utanríkisverzlunina í viðjar
tvíhliða viðskiptasamninga.
Nú eru viðhorfin í þessu efni
orðin gerbreytt. Engar ster-
lingspundatekjur verða af ís-
fiskútflutningi til Þýzkalands
í ár, vegna þess að skv. ný-,
gerðum viðskiptaáamningri
við Vestur-Þýzkaland eigum
vér að kaupa vörur þar fyrir
andvirði isfisksins, sem Þjóð
verjar kunna. að kaupa. Þá
eru ekki horfur á miklum
pundatekjum fyrir útflutn-
ing til Bretlands, vegna þess
að ísfisksalan þangað gefur
litlar sem engar tekjur í ár,
og freðfisksala þangað verður
litil eins og áður segir. Með
hliðsjón af þeirri þýðingu,
sem pundið hefir fyrir utan-
ríkisverzlun vora, má gera ráð
fyrir, að brottfall mikils hluta
pundateknanna, sem nú virð
ist yfirvofandi, muni orsaka
stórkostlega örðugleika. Jafn
vel þó að hægt verði að selja
verulegan hluta saltfisk-
framleiðslunnar fyrir pund,
verður ekki hlutfallslega jafn
mikið af pundum til frjálsr-
ar ráðstöfunar eins og und-
anfarin ár.
Eyðsla og ráðdeildarleysi
verða að víkja fyrir
sparsemi og iðjusemi.
Ég hefi nú í stuttu mál gert
grein fyrir ástandi og horf-
um á sviði gjaldeyrismálanna
og minnzt á helztu atriði, er
þar koma til greina. Ég hef
talið rétt og sjálfsagt að
skýra undandráttarlaust frá
því, hvernig þessum málum
er nú háttað, vegna þess, að
almenningur á rétt á að fá um
það fulla vitneskju, enda er
það frumskilyrði þess, að
þjóðin beri gæfu til þess að
sigrast á erfiðleikunum. En
það verður ekki gert, nema
landsmenn dragi úr kaupum
á erlendum varningi eftir
fremsta megni, svo gjaldeyris
tekjurnar hrökkvi á hverjum
tíma tii greiðslu á innflutn-
ingnum.
Það á líklega ekki við að
víkja hér orðum að hinu háa
Alþingi, en ég ætla þó að
leyfa mér að segja þetta:
Sé til þess ætlast, að al-
menningur taki upp sparnað
í stað eyðslu, sem mjög hefir
komizt í tízku undanfarin ár,
þá verður Alþingi að ganga
á undan með góðu eftirdæmi,
spara útgjöld, þar sem þess
er nokkur kostur, og afgreið^
fjárlög með ríflegum tekjuaf
gangi.
Myndin, sem ég hefi dreg-
ið hér upp af því, sem fram-
undan er í gjaldeyrismálum,
er dökk, en þvi miður sönn og
rétt eftir því sem ég bezt veit.
En hvað svo sem líður öllum
aðgerðum og ráðagerðum um
að bæta úr þeim örðugleikum
(Framhald á 6. síðu.)