Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Tíminn - 03.05.1950, Síða 6

Tíminn - 03.05.1950, Síða 6
6 TÍMINN, miðvikudaginn 3. maí 1950 95. blað TJARNARBID Á Væiigjum Viiidanna (Blaze of Noon) Ný amerísk mynd, er fjallar um hetjudúðir amerískra flug- manna um það bil er flugferð- ir voru að hefjast. Aðalhlutverk: Anne Baxter William Holden Sonny Tufts Sýnd kl. 5, 7 og 9. N Y J A B I □ í sAmi>átt Araba- höfðingjans íburðamikil og skemmtileg ný amerísk mynd í eðlilegum lit- um. Aðalhlutverk: Yvonne de Carlo George Brent Andy Devine Bönnuð börnum innan 12 ára.' Sýnd kl. 5, 7 og 9. TRIPDLI-BID jGissnr og Rasmínaj fyrir rétti Ný, sprenghlægileg amerisk grínmynd um Gissur Gullrass og Rasmínu konu hans. Aðalhlutverk: Joe Yule Renie Riano . Sýnd kl. 5, 7 og 9 Sími 1182 Ævintýralietjan frá Texas (The Fabulous Texas) Mjög spennandi, ný, amerísk cowbay-mynd, byggð á sönnum viðburðum. Aðalhlutverk: John Carroll Catherine McLeod William Elliott Bönnuð börnum innan 16 ára. j Sýnd kl. 5, 7 og 9. í * ÞJÓDmKHÚSID f dag, miðvikud. kl. 8. TVýársnóttin eftir Indríða Einarsson. [ Leikstjóri: Indríðz Waage. |f Musik, Árni Björnsson. Stjórnandi: Dr. Urbantschítsch. r £ ★ Á morgun kl. 8. íslandskluhkan * 5. maí kl. 8. | Listamannaþing 1950. i KAMMERMÚSIK — LISTDANS ★ VIO SKÚLAfiOTU Ástin sigraði (Innri maður) [ Spennandi, ensk stórmynd í eðU legum litum, byggð á sam- ! nefndri skáldsögu, sem nýlega j hefir komið út á íslenzku. I Bönnuð börnum innan 16 ára. Sýnd kl. 7 og 9. Fjórir kátir karlar Hin bráðskemmtilega sænska gamanmynd. — Sýnd kl. 5. BÆJARBTD HAFNARFIRÐI Lauit syndarinnar Mjög áhrifamikil og athyglis- verð finnsk-sænsk kvikmynd. Aðalhlutverk: Kirstin Nylander t Leif Wager Bönnuð börnum innan 16 ára. Sýnd kl. 7 og 9. Slml «1938. DALALÍF Stórfengleg sænsk mynd, byggð á frægri sögu eftir Fredrik Stron. — Aðalhlutverk: Eva Dalbeck Edvin Adolphsson Karl Henrich Fand Sýnd kl. 5, 7 og 9 vegna fjölda áskorana. GAMLA B I □ ; Sjón er sögu ríkari (smámyndasafn) | Litmynd í 20 skemmtiatriðum, tekin af Lofti Guðmundssyni. í þessari mynd eru hvorkf ástj eða slagsmál, en eitthvað fyrir alla. Aukamynd Frá dýragarðinum í Kaup-] mannahöfn. Myndin verður sýnd kl. 5, 7 og 9. Aðgöngumiðar seldir í dag frá kl. 13,15—20 Pantaðir aðgöngumiðar sækist fyrsta söludag hverr- ar sýningar. Aburðardreifari fyrir tilbúinn áburð óskast til kaups. ÞORSTEINN BJARNASON, Freyjugötu 16. Bergur Jónsson . Málaflutnlngsskrifstofa [ Laugaveg 65, sfmi 5833 ii Heima: Vitastlg 14. N.s. Dronning Alexandrine Næstu tFær ferðir frá Kaup- manna höfn verða: 3. maí og 19. maí. Flutningur óskast tilkynnt ur sem fyrst á skrifstofu Sam einaða í Kaupmannahöfn. Frá Reykjavík fer skipið 10. maí til Færeyja og Kaup- mannahafnar. Þeir, sem fengið hafa lof- orð fyrir fari sæki farseðla n. k. þriðjudag 2. og 3. maí, annars seldir öðrum. Skipaafgreiðsla Jes Zimsen Erlendur Pétursson Ástand og horjur .. (Framhald af 3. síðu.) sem nú eru framundan, ríður mest á þvi, að allir lands- menn skilji nauðsyn þess að spara sem mest, aö takmarka við sig kaup á erlendum varn ingi, og auka útflutnings- framleiðsluna, að láta í té meiri og betri vinnuafköst, til þess að vér verðum betur samkeppnisfærir á erlendum markaði, og að kauppkosta að afla allra nauðsynja, sem unnt er að framleiða i land- inu, til innanlandsþarfa. Öll „bjargráð", hversu góð sem þau kunna að vera á pappírn um, hljóta að renna út í sand inn, ef eyðsla og ráðdeidar- leysi verður ekki látið víkja fyrir sparsemi og iðjusemi. JOHH KHITTEL: FRÚIN Á GAMMSSTÖÐUM ---- l.DAGUR ---- I. Skömmu fyrir ijósaskiptin sást til ferða ungrar stúlku í grennd við Gammsstaði. Hún nam staðar við og við og 'renndi forvitnisaugum til mjórrar og hlykkjóttar götunn- ar, sem lá heim að stórum og reisulegum útihúsum. Það bjó ríkt fólk í þessum dal — það hafði henni verið sagt.... íólk, sem átti víðar lendur og hundruð kúa, tvö hundruð, kannske enn meira.... fólk, sem ekki vissi, hvað skortur var, heldur lifði við allsnægtir. Stúlkan stóð kyrr og hugsaöi ráð sitt. Hún leit um öxl |í áttina til dalsins, sem hún hafði lagt leið sína um. Græn- ir, bungubreiðir hjallar undir bröttum grenihlíðum lokuðu !útsýn, en til beggja handa gnæfðu grábleikar klettahyrnur og graníthamrar, sem sköguðu fram úr hinum miklu tinda- jfiöllum upplands Bernar. Fólkið uppi í þessum dal hafði sagt henni, að hún myndi varla hitta neinn, sem tæki hana í vinnu, en Anton Möller væri sá maður, sem hyggilegast væri að leita til í þeim erindum. Hún rölti af stað heim að útihúsunum. Stór kúahópur stóð þar í hnapp umhverfis langt steinker, sem var barmafullt af tæru drykkjarvatni. Dálítið neðar í hallanum var stúlka að strokka smjör, og það mátti sjá hvernig áfirnar seytl- uðu út um rifurnar á sólbökuðum strokknum. Frá heystöng- unum heyrðist samtal karlmannanna, sem voru að bera fóður inn i gripahúsin. Einhvers staðar heyrðist dynur rafmagnsvélar. — Joggi, heyrðist maður kalla. Farðu og spurðu hana, hvaða erindi hún eigi. — Hvaða erindi hver eigi? var svarað hásum og gamal- legum rómi inni í gripahúsunum. Ertu lappalaus sjálfur? Og hvar í fjandanum eru Kosímó og Lénhar^ur? Á ég að gera allt samtímis? Ég er að smyrja júgrið á Línu, og svo á ég hlaupa út um hvippinn og hvappinn og gera allt annað! — Ég verð einu sinni enn að færa þig i tal við Kristján, svaraði sá, sem fyrr hafði kallað. En nú var strigatjaldinu allt í einu svipt frá einum dyr- unum, og maður vagaði út á hellulagt hlaðið. Þetta var gamall karl, nakinn að ofan, magur og kófsveittur. Við þjóhnappana á honum dinglaði fastspenntur mjaltastóll. Kann horfði reiðilega á manninn, sem hafði verið að ónáða hann. — Hún er áreiðanlega með ofsahita, og ég verð að smyrja júgrið á henni með nýrri og volgri mykju! Á ég að lækna hana eða ekki? spurði Joggi reiðilega. — Lina er víst dauðans matur, hvað sem þú gerir, sagði hinn. — Dauðans matur! Ég skal bjarga henni — bara ef okk- ur tekst að ná úr henni þessum vindi. — Hún drepst að minnsta kosti, ef þú heldur áfram að kukla þetta viö hana, Joggi. Fjóskarlinn ygldi sig, hnykkti höfðinu i áttina til gest- konunnar ungu og hrópaði: Hver ert þú? Hún sagði til nafns síns: Teresa Etierme. — Hvað vilt þú? — Fá vinnu, ef hægt er. Joggi teygði langan hálsinn. — Ne-ei, hún er ekki héðan úr sveit, og ekki ofan af fjall- inu heldur, sagði hann. — Nei, sagði unga stúlkan. Ég er frá Valais. — Hananú! hrópaði Joggi gamli til heimamanna. Jesús minn! Hún er frá Valais. — Jæja — er hún frá Valais? Ekki heyrist það þó á mæli hennar, sagði ungi maðurinn, sem fyrst hafði kallað á Jogga. Þeir gengu nú báðir í áttina til stúlkunnar, og |oggi sagði þumbaralega: Ja-svei, Valais. Það er hinum megin við Wildstrubel og Blómalpa. Það er nær Ítalíu en Bern! Ungi maðurinn gekk alveg til stúlkunnar. — Hvað geturðu gert? Við fyrstu sýn virðist þú ekki vera til stórræðanna. — Ég hefi verið á ferli frá því snemma í morgun. — Þarna kemur Röthilsbergqr, hrópaði Joggi og haltraði aftur inn í fjósið. Hávaxinn, maður, dökkur yfirlitum, gekk til Teresu Etienne. — Hvað er á seyði? spurði hann. Hvers vegna standið þið hér eins og glópar? Hvaða stúlka er þetta?

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.