Tíminn - 04.05.1950, Blaðsíða 6

Tíminn - 04.05.1950, Blaðsíða 6
6 TÍMINN, fimmtudaginn 4. maí 1950 96. blað TJARNARBID * Á Vængjum Vindaiina (Blaze of Noon) i Ný amerísk mynd, er fjallar um| hetjudúðir amerískra flug- j manna um það bil er flugferð- i ir voru að hefjast. Aðaihlutverk: Anne Baxter William Holden Sonny Tufts Sýnd kl. 5, 7 og 9. I N Y J A B I □ | Amliáit Araiia- höfðingjans íburðamikil og skemmtileg ný Jamerísk mynd í eðlilegum llt- um. Aðalhlutverk: Yvonne de Carlo George Brent Andy Devine ! Bönnuö börnum innan 12 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. TRIPDLI-BID jGissur og Rasmmaj fyrir rétti Ný, sprenghlægileg amerísk j j grínmynd um Gissur Gullrass j | og Rasmínu konu hans. Aðalhlutverk: Joe Yule Renie Riano Sýnd kl. 5, 7 og 9 Simi 1182 Æ vintýr ahet ja ii frá Texas (The Fabulous Texa.0 Mjög spennandi, ný, amerísk cowbay-mynd, byggð á sönnum viðburðum. Aðalhlutverk: John Carroll Catherine McLeod William Elliott Bönnuð börnum innan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Erlent yfirlit (Framhald af 5. siau.) „Time varð til vegna þess, að fréttirnar voru of margar til þess að menn hefðu tóm til að fá yfir- sýn yfir þær og fylgjast með i erli og annríki daganna. Time varð til af því, að fólk eins og þið spurði: Hvernig fæ ég þær frétt- ir, sem varða mig, í svo stuttu og glöggu formi, að ég geti lesið þær og skilið, teknar saman svo hlutdrægnislaust og trúverðugt, að ég geti treyst þeim, skrifaðar svo vel, að ég geti munað þær?“ Það voru Yale-stúdentarnir tveir, sem fundu það, að þannig þyrfti fólkið að hugsa, þó að það gerði það ekki, en sigur blaðsins ligg- ur í því, að það hefir kennt mikl- um fjölda manna að hugsa eitt- hvað þessu líkt. ÞAÐ VAR A ÞESSUM grund- velli, sem Luce og Hadden gerðu drög að stefnuskrá fyrir vikublað framtíðarinnar. Þar sögðu þeir svo: „Time er vikulegt fréttablað, (ennþá var það ekki nema hugar- íóstur tómhentra unglinga) sem hefir það takmark að fullnægja hinni miklu þörf samtíðarinnar innar fyrir fræðslu um opinber mál. Það er stofnað á grundvelli nýrrar stefnu í blaðamennsku en heizta einkenni hennar er ákveð- ið efnisval og efnisform. Time leit- ar ekki yfirburða með því hversu mikið lesmál það flytji, heldur hve mikið af efninu lesendurnir tileinki sér.“ í öllum meginatriðum hefir Time alltaf verið stjórnað eftir þessari stefnu sem upphaflega var mörkuð. Þess vegna hefir blaðið aldrei neina forustugréin. Þess vegna eru í hverju eintaki hundr- uð smágreina án höfundarmerkis. Það er aðeins ein grein í hverju SKÚIAGOTU Ástin sigraði (Innri maður) Spennandi, ensk stórmynd 1 eðll legum litum, byggð á sam- nefndri skáldsögu, sem nýlega hefir komið út á íslenzku. Bönnuð börnmn innan 16 ára. Sýnd kl. 7 og 9. Fjórir kátir karlar Hin bráðskemmtilega sænska gamanmynd. — Sýnd kl. 5. BÆJARBID HAFNARFIRÐI Eaun symlariiinar Mjög áhrifamikil og athyglis- verð finnsk-sænsk kvikmynd. Aðalhlutverk: Kirstin Nylander Leif Wager Bönnuð börnum innan 16 ára. Sýnd kl. 7-og 9. Biml >1936. DALALÍF Stórfengleg sænsk mynd, byggð á frægri sögu eftir Fredrik Stron. — Aðalhlutverk: Eva Dalbeck Edvin Adolphsson Karl Henrich Fand Sýnd kl. 5, 7 og 9 vegna fjölda áskorana. GAMLA B I □ Sjón er sögu ríhari (smámyndasafn) Litmynd í 20 skemmtiatriðum, tekin af Lofti Guðmundssyni. Tökum að okkur allskonar raflagntr önnumst elnnlg hverskonar vlðhald og vlð- gerðlr. Raftækjaversl. LJÓS & HITl Sfml 5184. Laugaveg 79, Reykjavfk blaði, sem er lengri en 100 línur, hin svokallaða caver story, sem fjallar um einhvern kunnan sam- tíðarmann en mynd hans er birt framan á kápunni í samræmi við þetta hefir myndast sérstakur Time-stíll, sem blaðið kannast að sönnu ekki við, en er þó engu síður staðreynd, svo að ekki ber á öðru en blaðið frá upphafi til enda sé skrifað af sama manni, og hefir öll einkenni þess, að sagt sé frá svo stuttort, gagnort og greinilega, sem verða má. í þessari mynd eru hvorki ást eða slagsmál, en eitthvað fyrir alla. Aukamynd * Frá dýragarðinum í Kaup- mannahöfn. Myndin verður sýnd kl. 5, 7 og 9. Síðasta sinn. Rotetiller Garð-tætari til sölu. Vara- hlutir geta fylgt. — Upplýs- ingar gefur Þorsteinn Magnússon Laugaveg 159aIII. ELDURINN gerlr ekki boð & undan sérl Þelr, sem eru hyggnlr tryggja strax hjá Samyinnutryggingum fluylýAii í TitnaHum JOHN KNITTEL: FRÚIN Á GAMMSSTÖÐUM ---------------- 2. DAGUR ------------------------ — Hún er að spyrja um vinnu, sagði ungi maðurinn og hagræddi blússu sinni. — Ég þarf ekki fleira fólk, sagði maðurinn, sem nefndur var Röthlisberger. Hann renndi augunum til Teresu, og þótt farið væri að skyggja, duldist honum ekki, hve mjög henni varð um þetta svar. , — Hvaö viltu? spurði hann vingjarnlegar en áður. Það var eins og einhver afsökun í raddhreimnum. — Eru þetta Gammsstaðir? spurði hún. — Bær Antons Möller, fyrrverandi stj órnarfulltrúi — jú. — Fólk segir, að hann hafi alltaf vinnu handa þeim, sem vinna vill. — Hvað geturðu gert? — Ég vann í Síon. — Hvers vegna fórstu þaðan? — Faðir minn dó. — Var hann sveitamaður? Hún virtist hika litla stund.... Já, hann var sveitamað- ur. — Og átti hann jörð? —, Nei. Þá þyrfti ég ekki að leita mér vinnu annarsstaðar. — Þú ert að minnsta kosti óvitlaus, sagði Röthlisberger. — Ég get lika unnið. Ég skal ekki reynast siðari neinu ykkar við mjaltir. Röthlisberger og pilturinn hlógu báðir. Síðan virtu þeir stúlkuna fyrir sér. Röthlisberger kallaði: Fríða! Fríða! Kona kom kjagandi út úr húsi. Hún var feit og ljóshærð, og blússa hennar opin í hálsmálið, svo að sjá mátti hálf brjóstin. — Hérna er stúlka handa þér, sagði Röthlisberger. Vittu, livernig hún reynist. Friða krosslagði handleggina og stóð grafkyrr. — Hún, þessi þarna? sagði hún, þung á brún. Þessi þarna? Hún er með grátt sjal og hneppta skó. Það vantar ekki hirðmeyjar hér á bæ! — Nú? Sagðirðu ekki, að þig vantaði stúlku? — Mig vantar ekki stúlku af þessu tagi. Ég kæri mig ekki um flæking á hennar aldri. — Hvað ertu gömul? spurði Röthlisberger og sneri sér að Teresu. — Tuttugu og eins árs, sagði Teresa lágt. — Aðeins tuttugu og eins árs og meira að segja frá Valais! hrópaði Fríða. Það var þá eitthvað, sem hentaði okkur! — Viljir þú hana ekki, Fríða, þá tek ég hana í stað Adri- ans, sem kallaður verður til herþjónustu. — Já, einmitt — hefi ég lika ekki alltaf sagt, að þessar stelpur sunnan að geri karlmennín^ vitlausa! hrópaði Fríða og leit illilega til Teresu. Það verða ekki liðnir marg- ii dagar áður en hún fer að hanga utan í Lénharði og Kosímó í skotunum hérna. — Það skal enginn sjá mig hanga utan í neinum, svaraði Teresa hvatskeytlega. Ég vil vinna, og ég þigg þá vinnu, sem mér býðst. — Gott, sagði Röthlisberger. Komdu þá inn. Hann benti henni að elta sig, en kona hans stóð eftir hjá kúnum. i Anton Jakob Möller hélt tryggð við dyggðir feðra sinna. Þótt hann væri svo vel efnum búinn, að arðurinn af eign- um hans hefði nægt til þess að standa straum af þægilegu lifi í stórborg, kaus hann ekkert fremur en vera hóndi á óðali sínu, ganga í svörtum vaðmálsfötum, plægja akra feðra sinna og hirða kýr sínar og naut, hesta og hænsni. Hann var í stuttu máli sagt bóndi af lífi og sál. Hann hafði um mörg ár verið fulltrúi bændastéttarinnar hjá ríkisstjórn- inni í Bern, og þar hafði hann gerzt. forvígismaður hinna gætulegu skoðana fjallabændanna og flutt mál sitt á þann hátt, að hann hafði hlotið viðurkenningu fyrir. Hann hafði verið sverð og skjöldur stéttar sinnar, og oftar en einu sinni tók hann nýjar hugmyndir upp á sína arma og ruddi þeim braut. Hann hafði líka um langt skeið verið einráður í Gammsþorpi. En þrátt fyrir frama sinn og upphefð hélt hann við gamla og fábreytta lifnaðarhætti. Hann var gestrisinn, eins og skyldan bauð, og neitaðl

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.