Tíminn - 24.05.1950, Page 2

Tíminn - 24.05.1950, Page 2
2 TÍMINN, miðvikudaginn 24. maí 1950 112. blað hafi tii heiia j -Y'TTMltfr' I I nótt: Næturlæknir er í læknavarðstof- unni, sími 5030. Næturvörður er í Reykjavíkur apóteki, sími 1760. Næturakstur annast Hreyfill, sími 6633. Útvarpið í ivarpið i dag: Fastir liðir eins og venjuiega. Kl. 20,30 Breiðfirðingakvöld: a) Ávarp (Sigurður Hólmsteinn Jóns- son, formaður Breiðfirðingafélags- ins í Reykjavík). b) Ræða (Guð- mundur Einarsson fulltr.) c) Upp- lestur: Kvæði (frú Ragnheiður Ás- geirsdóttir). d) Breiðfirðingakór- inn syngur. e) Upplestur: Kvæði (frú Guðbjörg Vigfúsdóttir). f) Kvartettinn Leikbræður syngur. g) Upplestur: Sögukafli (séra Jón Thorarensen). h) Frásöguþáttur (Oscar Clausen, rithöfundur). i) Kveðjuorð (Sigurður Hólmsteinn Jónsson). 22,10 Danslög (plötur) 22,30 Dagskrárlok. Hvar eru skipin^ S í.S. — Skipadeild. Arnarfell er á leið frá Patras til Cadiz. Hvasafell er á Húsavík. Rikisskip. Hekla var væntanleg til ísafjarð- ar siðdegis í gær. Esja var á Akur- eyri I gærkvöld. Herðubreið fer frá Reykjavík í kvöld til Vestfjarða Skjaidbreið fer frá Reykjavík í dag til Breiðafjarðar. Þyrill er í Reykjavík. Ármann fór frá Reykja- vík i gærkvöld til Vestmannaeyja. L'imskip Brúarfoss fór frá Vestmanna- eyjum 22. maí til Hul og Ham- borgar. Dettifoss er i Reykjavik. Fjallfoss fór frá Akureyri í gær til Húsavíkur. Goðafoss fór frá Reykja vík kl. 22 í gærkvöldi til Vest- mannaeyja og austur um land tíl Reykjavíkur. Gullfoss er í Reykja- vík. Lagarfoss er i Reykjavík. Sel- foss fór frá Reykjavík 21. maí vestur og norður. Tröllafoss er í New York, fer þaðan væntanlega i dag til Reykjavíkur. Vatnajökull fór frá Vestmannaeyjum 20. maí til New York. Árnab heilla Gullbrúðkaup. í smágrein i blaðinu i gær í til- efni af gullbrúðkaupi Jóns Guð- mundssonar og Guðrúnar Jakobs- dóttur, hafði brenglast nokkuð í prentuninni. Átti m. a. að standa: Þau hjónin bjuggu um alllangt skeið að Narfeyri á Skógarströnd og hafa oft verið kennd við þann bæ síðan. Gullbrúðkaup þeirra hjónanna var fjölsótt af vinum og vanda- mönnum og var veitt þar af mik- illi rausn og myndarskap. Blöb og tímarit Menntamál. apríl-júni hefti flytur: Frjálst uppeldi, Lotte Bernstein. Gætu gagnfræðanemar í Reykjavík haft meiri not af skólayistinni, Guðm. Þorláksson. Lestrarkennsla, Eyjólf ur Guðmundsson. í Lundúnaskóla, Inga Lauridsen. Hervald Björnsson sextugur. Minningarorð um Þór- eyju Skaptadóttur. Kristján Sig- urðsson, minningarorð eftir M.J.M. Sigfús Sigurðsson minning. Launa mál, Arngrímur Kristjánsson. Þjóðleikhús og skóiar, Á. H. Leið- arvisir um að gera fjölrit. Margt fleira er í ritinu. Úr ýmsum áttum Hvítasunnuferðir Ferðaskrifstofunnar. Ferðaskrifstofan ráðgerir að • efna til þriggja ferða um Hvíta- j sunnuna: Ferð vestur í Stykkishólm og Breiðafjarðareyjar. Ferð til Gullfoss og Geysis og Hringferð um Krísuvík og Hellis- heiði, með viðkomu i Strandar- kirkju. í Stykkishólmsferðina verður lagt af stað kl. 14 á laugardag og komið til baka á mánudagskvöld. Faríð verður á bát um Ereiða- fjörð og eyjarnar skoðaðar. Gullfoss- og Geysisferðin verður kl. 9 á sunnudagsmorgun: Reynt verður að stuðla að gosi. Ferðin til Strandakirkju og hring inn, um Hveragerði og Tellisheiði verður á mánudag, lagt af stað kl. 12,15. Dvalið við Strandakirkju meðan athöfnin við afhjúpun högg myndarinnar „Landsýn" fer fram. Fiskimjölsveiðar. Eitt fjöllesnasta blað landsins hefir undanfarið hvað eftir annað, verið að skrifa um að alltaf væru fleiri og fleiri togarar að fara út á fiskimjölsveðiar. Áður hefir oft heyrát að skip færu á þorskveiðar, karfaveiðar o. s. frv. og einnig að þau færu á fiskveiðar. Ætli sé nú kominn nýr fiskur í sjóinn, sem heitir fiskimjöl — eða er þetta ef tii vill aðeins „fjóla“? G. Skemmtiferð. S. 1. laugardag fóru 52 nemend- ur úr öðrum bekk Gagnfræðaskól- ans við Lindargötu í tveggja daga feiðalag austur að Guilfossi,- Geysi, Laugarvatni og að Þingvöllum. í leiðinni var komið við á Ljósafossi og orkuverið skoðað. Fararstjóri var Karl Guðmundsson, leikfimis- kennari. í. R. - KOLVIÐARHÓLL Sjálfboðavinna að Kolviðar- hóli í kvöld. Lagt af stað frá Varðarhúsinu kl. 7 e. h. Komið verður aftur í bæinn kl. 11,45 e. h. Skiðadeild t.R. Þröngar brýr. Sparsemi er dyggð en fyrirhyggju leysi er vítavert. Á iandinu eru hundruð brúa, sem eru svo þröngar að bílar þeir. sem nú eru notaðir komast með naumindum yfir og kemur að oft fyrir að stórir fólks- flutningsbílar skemmist við það að snerta handrið eða rífa barðana á hvössum röndum, sem steyptar eru á kant brúarinnar. Hér um þarf ekki að kenna klaufaskap því ekki nema færustu bílstjórar geta ekið löngum og breiðum bifreiðum yfir þessar brýr. Sennilega hafa brýrnar verið gerðar svona þröngar með það fyrir augum að spara efni og hefir því breidd brúnna verið miðuð við farartæki þau, sem tíðkuðust er brýrnar voru gerðar. Nú eru flestar þessara brúa gerðar eftir að bílar fóru að ganga og þó að breidd bíla sé nokkru meiri nú en fyrir nokkr um árum, var það og er fyrirhyggju leysi að gera brýrnar þannig úr garði, að þær séu ónothæfar ef smábreyting verður á farartækj- um. Kvenréttindafélag íslands. heldur fund í Aðalstræti 12 kl. 8,30 í kvöld. Bergur Jónsson Málaflutningsskrifstofa Langaveg 65, síml 5833 Heima: Vitastig 14. Ctbreiðtð Tímann. ■IIII(IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII*lllllilllllllllllllllllllllllIlllllllllllllllllllIlllllllllltlll<IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII>IIIIIIIIIIIIIIIIIBI>lll | | | Ný list - Laugarnesleir | Skoðið hina fjölbreyttu sýningu í Austurstræti 3, Café Höll | 5 ungir listamenn sýna þar, keramik, höggmyndir, í málverk, ásaum og myndvefnað | Fylgist með íslenzkri list. — Leggið leið ykkar um | Austurstræti i jiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiimiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii ♦ J Leikskóli Sumargjafar í Grænuborg tekur til starfa 1. júní n. k. Tekið á móti umsóknum í síma 6479 frá kl. 1—5 og á skrifstofu félagsins Hverf^sgötu 12. I— förnum veai Brauð og bakari Eg hefir undir hönduni bók eft- ir A. J. Cronin. Ein af söguhetjun- um í þessari bók er mjög trúhneigð ur bakari, sem predikar jafnvel, þegar svo ber undir. En hann er samt góður bakari, og einu sinni, þegar gestur hans fór að hrósa brauðunum, sem hann bakaði, svaraði hann, að efni til á þessa leið: ,,Það borða margir fátækir menn brauðin mín. Brauð er kjarninn í fæði námamanna og verkamanna hérna og barna þeirra. Þess vegna nota ég aðeins gott mjöl og gott ger og vanda vinnu mína“. £g gat ekki annað en staldrað við, er ég las þessa setningu. Og ég spurði sjálfan míg: Hvað mikil ítök skyjdi þessi hugsunarháttur elga á íslandi? Hugsa íslenzku bakararnir s\ ona: Það borða fátæk börn brauð ið frá mér, og það er nauðsynlegt, aii þau fái sem mest næringarefni úr því. Eg kaupi þess vegna beztu efnivöru, sem ég á völ á og vanda vinnu mína á allan hátt. Það skipt ii meira máli en gróði minn. Sem betur fer munu finnast í ýmsum starfsgreinum menn, sem svo hugsa. En þeir eru of fáir — allt of fáir. Það er allt annað. sem undir slær hjá langflestum. Það er hugsað um eftirtekjuna — þá, sem borguð er út f hönd — en ekki hina, sem njóta eiga eða gjalda góðrar vöru eða lélegrarj Skozki bakarinn hafði annað sjónarmið, sem ekki mátti gleyma, enda þótt hann þyrfti líka að sjá I sér og sínum farborða. Og er háns sjónarmið ekki þess vert, að það sé haft í huga — og það við fleira en bakaraiðn? J. H. TILKYNNING frá j félagsmálaráðuneýtinu Með vísun til 4. greinar laga um sveitarstjórnarkosn- ingar skulu almennar hreppsnefndarkosningar í þeim sveitarfélögum, sem ekki var kosið í í janúarmánuði síðastliðinum, fara fram sunnudaginn 25. júní næstkom andi og áminnast hér með oddvitar og sveitarstjórnir um að kjörskrár til hreppsnefndarkosninga þessara séu lagðar fram og leiðréttar eins og lög mæla fyrir, og kosningin að öðru leyti undirbúin í samræmi við fyr- irmæli laga nr. 81 1939 um sveitarstjórnarkosningar. Félagsmálaráðuneytið, 23. maí 1950. • DAGRENNING • Nýtt hefti er komið út. Helztu gremar eru: Hernema Rússar ísland frá Spitzbergen? eftir Jónas Guðmundsson Eru stórfeldar náttúruhamfarir í vændum? eftir G. Lindsey Konungurinn af Zíonsblóði, eftir R. A. Bradbury Sál og andi, eftir Penn-Lewis. Dagrenning fæst hjá bóksölum í lausasölu, en betra er að vera fastur kaupandi. Nýir kaupendur fá það sem til er af eldri heftum ókeypis. Símið eða skrifið Tímaritið DAGRENNING Reynimel 28 — sími 1196 — Nýir kaupendur Þeir, sem gerast nýir á- skrifendur að Tímanum fá blaðið ókeypis til mánaða- móta. — Áskriftarsími 2323. — Nýja fasteignasalan Hafnarstræti 19. Síml 1518 og 81546, kl. 7,30 til 8,30 e. h. Annast sölu fasteigna, skipa, bifreiða og verðbréfa. Við- talstími kl. 10—12 og 1—6 virka daga.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.