Tíminn - 24.05.1950, Page 3
112. blað
TÍMINN, miðvikudaginn 24. maí 1950
3
y9ÍC8»S-»$$S3v$S$$SS$S$$$SS$SS$$$SS$$3$$SSSS$$$$S$S$$$3$$S3$S$SS3Sg>'S3';
I /sLendingaþættir I
^SSSSSSSSSSSSSSSSSSSSS ÍSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSS
Dánarminning: Hjöriur Hansson,
frá Grjóteyri
Hinn 1. maí s. 1. var til
moldar borinn að Hvanneyri
i Borgarfirði merkur maður:
Hjörtur Hansson fyrr bóndi
að Grjóteyri — fyrsti nem-
andi búnaðarskólans á Hvann
eyri.
Hann var fæddur að Hæk-
ingsdal í Kjós 19. okt. 1863,
sonur hjónanna: Þórunnar
Björnsdóttur og Hans Þor-
steinssonar, sem þar bjuggu
þá.
Því miður véit ég ekkert
um ættir Hjartar, annað en
það, að tvö móðursystkini
hans þekkti ég: Guðrúnu og
Sigurð, sem bæði voru vel
gefin og afburða dugleg. Sig-
urður var eftirsóttur, til
margskonar sveitavinnu, eink
um bygginga- og jarðabóta-
vinnu. Sonarsynir hans eru
talsvert nafnkunnir menn:
Sigurður Þorvaldsson býr
miklu myndarbúi norður í
Skagafirði, skammt frá Hól-
um í Hjaltadal, Friðrik Þor-
valdsson býr i Borgarnesi,
framkv.stj. m.s. Laxfoss, og
Jónas Þorvaldsson er skóla-
stjóri í Ólafsvík.
Hjörtur var kornungur er
faðir hans dó, og varð hann
þá að fara til vandalausra.
Tvö fyrstu árin var hann á
Kjalarnesi, en síðan ólst
hann upp í Grímsnesinu, við
mikla vinnu en knappan kost.
Úr Grímsnesinu fluttist
hann að Gjábakka í Þing-
vallasveit, og dvaldi þar um
nokkur ár. Um 25 ára aldur
fluttist«hann vestur til Borg-
arfjarðar og átti þar heima
æ síðan. — Þegar búnaðar-
skólinn á Hvanneyri var
stofnaður vorið 1889, sótti
Hjörtur um inngöngu í hann,
og var hann eini nemandinn
fyrsta árið. — Á þeim árum
var alþýða manna lítið hrif-
in af bóklegum fræðum. „Bók
vitið verður ekki látið í ask-
ana,“ var orðtak og lífsspeki
almennings. — Það er heldur
ekki ofmælt, að mikill kulda-
gustur lék um Hvanneyrar-
skólann á fyrstu árum hans,
og fyrsta árið heyrðust hlakk
andi raddir um það, að ekki
yrði mikið úr þessu skóla-
fargani, sem byrjaði með að-
eins einn nemanda.
Allt þetta lét Hjörtur eins
og vind um eyrun þjóta. Sýn-
ir það Ijóst, að hann var eng
inn meðalmaður að kjarki og
sjálfstæði. Kom það oft fram
seinna í lífi hans, að hann
var þéttur fyrir, og lét ekki
þoka sér frá því, sem hann
vissi að var satt og rétt. —
Honum var það alvörumál,
áð búa sig undir lífið, með
staðgóðri þekkingu, og hirti
ekkert um að troða slóðir
margra alda gamals hugsun-
arháttar.
Fyrstu árin eftir að hann
lauk námi á Hvanneyri vann
hann mikið að jarðabótum,
einnig stundaði hann barna-
kennslu að vetrinum.
Árið 1896 festi hann kaup á
Grjóteyri ásamt Grjóteyrar-
tungu, en þau býli losnuðu
ekki úr ábúð fyrri en vorið
1901, þá byrjaði hann bú-
skap þar. Var hann þá fyrir
nokkru kvæntur Gróu Símon
ardóttur, frá Ásgarði við
Hvanneyri, Teitssonar og
Guðrúnar Guðmundsdóttur
frá Norður-Reykjum í Hálsa-
sveit. Hún var alsystir Finn-
boga föður Guðmundar próf.
Landsbókavarðar.
Þau hjónin Hjörtur og Gróa
dvöldu síðan á Grjóteyri til
æviloka.
Grjóteyri var þá harðbala-
kot. Að vísu fylgdi því flæði-
engjablettur, lítill, en túnið
var lítið og þýft, en út frá
því niður að firðinum slétt
grjóteyri graslaus gamall ár-
farvegur. Allt er þetta nú
rennislétt tún, sem breiðst
hefir út frá bænum i þrjár
áttir, og þó að jarðvegur sé
að mestu- aðfluttur og víða
grunnur gefur það nú af sér
í meðal ári um 10 kúa fóður.
Það eitt er víst, að mikla
vinnu og þolinmæði hefir sú
umbót kostað.
Það sem einkum einkenndi
Hjört Hansson, var frábær
trúmennska, samvizkusemi og
snyrtimenska. Hann var vel
gefinn, en dulur í skapi og
hlédrægur að eðlisfari. Vildi
í engu vamm sitt vita.
Öll verk sín vann hann með
frábærri vandvirkni, hvort
sem hann vann fyrir sjálfan
sig eða aðra. Þó að efnahag-
ur hans væri þröngur á tima
bili, var það fjarri skapgerð
hans að svelta anda sinn.
Hann las til þess að fræðast
og kunni vel að velja sér
lestrarefni. Einkum voru þó
eilífðarmálin honum hjart-
fólgin, um þau las hann og
hugsaði mikið. Hann var heit
ur og einlægur trúmaður, en
hleypidómalaus.
Þegar hann fór að kynnast
hér um Borgarfjörð og Mýr-
ar, varð hann mjög valinn
til þeirra starfa, sem kröfð-
ust sérstakrar trúmennsku,
hreinlætis og vandvirkni. Þeg
ar þurfti að sótthreinsa eftir
næmar sóttir, sem oft kom
fyrir á þeim árum, féll það
lang oftast í hans hlut að
vinna það verk.
Snemma lærði hann að
vana hesta, bólusetja sauðfé
við bráðapest og lækna fjár-
kláða, vann hann að þessu
öllu um margra ára skeið, án
nokkurra mistaka. Meðan
hann var í Þingvallasveitinni
varð hann frábær refaskytta,
svo að enn í dag kunna
menn þar um slóðir ,margar
sögur um viðureign hans við
rebba, — skæðasta óvin sauð-
kindarinnar.
Þegar byrjað var að flokka
Ull með gæðamati vorið 1916,
var hann skipaður ullarmats-
maður, og vann hann við það
starf, fyrst mörg vor á Sel-
eyri og síðan í Borgarnesi.
Forðagæzlumaður var hann
um nokkurra ára skeið, var
um hríð í stjórn búnaðarfé-
lags Andkílinga.Einnig mældi
hann jarðabætur í sýslunni
um nokkur ár. Hjörtur var
ákveðinn og einlægur sam-
vinnumaður og lét samtök
(Framhald á 7. sVtu.)
Ferð m.s. Gullfoss
kringum land
Út af blaðaskrifum og um-
tali sem orðið hefir vegna
þess að Eimskipafélag ís-
lands hefir ekki séð sér fært
að taka farþega 1 hringför
m/s Gullfoss kringum land,
vill Eimskipafélagið birta al- i
menningi það, sem hér skal.
greina:
Umrædd för m/s Gullfoss,
er farin eingöngu til þess að,
kynna landmönnum úti um
land skipið, en vegna rekst-
urs skipsins mun ekki verða
hægt, fyrst um sinn, að láta
skipið sigla til annarra hafna 1
hér á landi en Reykjavíkur. I
Þótti Eimskipafélaginu slík j
kjmnisför sjálfsögð, en þvi
miður verður, vegna naum-
leika tímans, ekki mcgulegt
að koma í nema tiu hafnir
úti um land í umræddri hring
ferð skipsins.
Það hefir verið tilgangur
Eimskipafélagsins að halda
uppi hringferð þessari nokk-
uvri risnu fyrir fólk á við-
komustöðum skipsins og þá,
sem þangað kunna að koma
annars staðar að, til þess að
skoða skipið. En eins og ligg-
ur í augum uppi er ekki hægt
að samrýma slíka risnu þvl
að skipið sé fullt af farþeg-
um, þegar vegna þess að starfs
fólk skipsins, sem vinnur að
matreiðslu og öðrum veiting
um, getur ekki afkastað því
bæði að sjá fjölda farþega
fyrir þörfum þeirra og halda
uppi móttöku fyrir boðsgesti
á hinum ýmsu höfnum, enda
ekki nægilegt húsrúm til
slíks 1 skipinu. Vegna mikill-
ar eftirspurnar hér , Reykja-
vik eftir fari til skemmtiferð
ar í umræddri hringferð
skipsins, var fyrirsjáanlegt
að skipið myndi fyllast af
farþegum héða, sem Eimskipa
félagið taldi af framangreind
um ástæðum, algjörlega
ósamrýmanlegt tilgangi þess
arar farar skipsins og mundi
verða til þess að fólki úti um
land yrði ekki sýnt það til-
lit hér að lútandi, sem ætlast
var til af hendi Eimskipafé-
lagsins.
Hinsvegar virtist ekki þörf
aukinna samgangna til hafna
úti um land, þar sem Esja
fór frá Reykjavík austur um
land 19. þ. m. og Hekla fer
vestur 22. þ. m. auk bílferða
og flugferða.
Eimskipafélagið hefir þó
talið eðlilegt, að fólk, sem
þarf að fara til viðkomuhafna
m/s Gullfoss í umræddri
ferð, fái far með skipinu, í
því trausti að í því efni verði
ekki um mjög marga farþega
að ræða.
Að gefnu tilefni skal það
tekið fram að algjörlega stað
lausar eru sögur þær, sem
gengið hafa um að Eimskipa
félagið ætlaði að fylla m/s
Gullfoss með boðsgestum í
umræddri hringferð. í þeirri
ferð verða ekki aðrir boðs-
gestir félagsins en Árni Egg-
ertsson, lögmaður frá Winni-
peg, kona hans og dóttir, en
svo sem kunnugt er á Árni
sæti í stjórn félagsins, og eru
þau í boði þess hér, svo og
einn framkvæmdastjóri skipa
smíðastöðvarinnar, sem smíð
aði skipið og kona hans, enda
bauð félagið þeim hjónum í
þessa fyrstu ferð skipsins.
Reykjavík, 21. maí 1950.
Eimskipafélag íslands.
Deila jþróttasambands íslands
og Blaðamannafélags íslands
Greinargerð Irá stjjórn I. S. t.
Blaðamannafélag íslands
hefir látið birta í dagblöð-
unum samþykktir og greinar
gerð um mál, sem verið hefir
á döfinni milli B.í. og íþrótta
sambands íslands varðandi
ósk blaðamanna, að hafa
frjálsan aðgang að iþrótta-
mótum innan Í.S.Í.
Framkvæmdastj órn Í.S.Í.
telur rétt vegna félaga sinna
og sérsambanda og annarra
þeirra, er hafa áhuga fyrir
máli þessu, að gera nokkuð
fyllri grein fyrir gangi þessa
máls en fram kemur i skýrslu
B.Í.. Á fundi framkvæmdastj.
Í.S.Í. 3. apríl er lagt fram bréf
frá B.í. dagsett 31. marz, þar
sem farið er fram á það að
félagar B.í. hafi jafnan greið
an aðgang að íþrótta- knatt-
spyrnu- og sundmótum, sem
haldin eru á vegum hinna
ýmsu sérsambanda Í.S.Í. gegn
framvísun félagsskirteinis.
Framkvæmdastjórn Í.S.Í.
leit á þetta sem nýja tillögu
um fyrirkomulag um aðgang
blaðamanna að íþróttamót-
um og sýningum og gerði þá
jafnframt ráð fyrir að þeim
yrði þá að ætla sömu sæti
(beztu sæti) og venja er þeg-
ar aðgöngumiðar eru sendir
til blaðanna, og ætlaðir eru
þeim er um mótin rita. Var
framkvæmdastjórnin á einu
máli um að ekki væri hægt
að gefa þetta leyfi án sam-
þykkis sérsambanda Í.S.Í.
enda var á s. 1. ári samin
reglugerð af fulltrúum frá
íþróttabandalagi Reykjavík-
ur, sérsamböndum og fram-
kvæmdastjórn Í.S.Í., þar sem
gert er ráð fyrir að hvert blað
fái 1 aðgöngumiða, og hefir
upplýst, að þáverandi for-
maður B.Í., Helgi Sæmunds-
son, hafi látið munnlega i
ljós það álit, .,að hann teldi
það yfirdrifið“ og við það var
stuðst.
Þess má geta hér, að til-
laga um þetta kom fram á
þingi Í.B.R. 1949, og kom fram
í umræðunum að mjög var
kvartað undan fjölda boðs-
miða og fríaðgönguskírteina
og óskað að það væri skorið
niður sem hægt væri. Síðan
fékk málið þar þá afgreiðslu
sem að framan greinir og
voru bæði stór og smá félög
innan Í.B.R. því samþykk.
Var B.í. skýrt frá þessu og
send reglugerð með bréfi dag
settu 11. apríl og jafnframt
óskað góðrar samvinnu við
B.Í., eins og verið hefði. 16.
apríl fékk framkvæmdastjórn
Í.S.Í. annað bréf frá B.í. dag-
sett 14. apríl. Þar endurtek-
ur B.í. óskir sínar og telur
sig óánægt með svar Í.S.Í. og
biður um skýlaust svar.
Á fundi framkvæmdastjórn
ar Í.S.Í. 17. apríl er svo bréf
þetta tekið til umræðu. Var
ákveðið að leita norðurland-
anna: Danmerkur. Noregs og
Svíþjóðar og spyrjast fyrir
um hvaða reglur giltu þar
1 þessum efnum með það fyr-
ir augum að hafa svipað fyrir
komulag 'hér og þar. Jafn-
framt er ákveðið að leita á-
lits sérsambandanna í málinu
og að fengnum þessum upp-
lýsingum að leysa það á frið-
samlegan og vinsamlegan
hátt. Frá þessu greinir fram-
kvæmdastjórn Í.S.Í. í bréfi
sínu til B.Í. dagsettu 24. apríl
Með þessum aðgerðum áleit
framkvæmdastjórnin að mál-
ið yrði öruggast leyst og til-
tölulega fljótt.
Það næsta, sem fram-
kvæmdastj órnin fær að vita
um þetta mál er það að for-
maður B.í. Thorolf Smith og
ritari, Jón Bjarnason, mæta
á fundi framkvæmdastjórn-
arinnar 15. mai eftir sam-
komulagi við Erling Pálsson,
varaforseta Í.S.Í. fyrr um dag
inn, símleiðis. Skýrðu þeir
félagar málið og gátu þess að
þetta væri einn þáttur í því
að afla blaðamönnum meiri
viðurkenningar og réttinda í
(Framha'd á 7. síðu.)
UTAN Ú R H EIMI
Dýrasta kvikmynd.
Nú er í undirbúningi hjá Metro-
Goldwyn-Mayer að kvikmynda
Quo Vadis? eftir Sienkiewitz og er
talið, að það verði dýrasta kvik-
mynd, sem gerð hefir verið. Sag-
an hefir þrisvar verið kvikmynduð
áður, en þetta verður fyrsta hljóm
mynd hennar. Gert er ráð fyrir, að
þetta fyrirtæki kosti 8 milljónir
dollara, enda þarf meðal annars að
hafa fulltamin ljón i leiknum eins
og lesendur sögunnar skilja. Svo
þarf að sauma 10 þúsund búninga,
og i nágrenni Rómaborgar á að
byggja upp í fornrómverskum stíl.
Alls er talið að þurfi 100 þús-
undir manna við myndatökuna.
O
Stjörnur í Tékkóslóvakíu.
Kona ein f Tékkóslóvakíu á að
hafa skrifað kvennablaðinu
„Vlasta“ og spurt um heimilishagi
og einkalif Grétu Garbo. sem hún
sagðist mjög dást að. í næsta
blaði af „Vlasta“ var þessari mála-
leitun svarað svo:
, „Einkalif Grétu Garbo vitum vér
ekkert um, hvorki ritstjórnin né
heldur tékkneskir kvikmynda-
menn. Vér erum undrandi yfir því,
að nokkur skuli geta sökkt sér í
slika draumóra á þessum tímum,
þegar nóg verkefni bíða allra. Það
er annað meira og merkara um að
hugsa en einkalif útlendrar kvik-
myndastjörnu. En ef einhver hefir
áhuga á slíkum stjörnufræðum,
ætti hann að dvelja við vorar kvik-
myndastjörnur, eða þá pólskar og
rússneskar stjörnur".
O
Eldspýtnanotkun í Ameríku.
Daglega eyðast í Bandaríkjunum
um það bil 125 milljónir eldspýtna.
Fræðimenn telja, að timbur það,
sem þannig eyðist, væri nóg til að
byggja 175 sex herbergja íbúðir í
hverri viku. Auk þessa nota svo
Bandaríkjamenn eldspýtur úr
pappir, — því að auðvitað eru það
spýtur, — og þannig eyða þeir
34500 smálestum af pappír daglega.
Til jafnaðar nota Ameríkumenn
14 eldspýtur hver á dag og verður
þá ársnotkunin alls 500 milljarðar
eldspýtna.