Tíminn - 24.05.1950, Síða 4
4
TÍMIN'N, miðvikudaginn 24. maí 1950
112. blað
Einar Arnórsson og Murti
Eftir Bcnedikt Cáíslason, Hofteigi.
ÞAÐ HEFIR ráðist svo, að Gull- gerðist,
foss tekur farþega til þeirra hafna,1
sem hann kemur á í hringferð
sinni um landið, og skal ekki
í útvarpinu, svo sem venja
er. Það er þvi of seint að segja,
þér nokkuð frá því. Félagsformað-
íslenzk fræði eru allt 1
senn, hjartfólgnust þjóðinni,
þýðingarmest fyrir andlegt
líf hennar og næst tilveru
hennar i hugsun og starfi.
En svo stórum erfið til úr-
lausnar í flestum greinum.
Sannast þetta bezt þegar at-
hugað er, að engin heildar-
saga þjóðarinnar hefir enn
verið skráð, og hefir komið
hvort tveggja til, erfið að-
staða um heimildirnar og of
litlir hæfileikar með þeim
mönnum, sem menntun hafa
hlotið til þess að vinna slík
verk. Er og þess að minnast,
að tiltölulega er stutt síðan
aðstaða varð til að vinna
þetta verk, þar sem Háskóli
íslands er ung stofnun, og
mennirnir lifa á launum en
ekki verkum í þessari grein.
En það, sem unnið hefir ver-
ið, er frístundavinna ís-
.lenzkra hæfileikamanna fyr-
ir utan alla háskóla og nokk-
urt starf i erlendum háskóla.
Af þessum sökum er hægt að
segja, að íslendingar eru rétt
að byrja að vinna i sögu sinni,
en það, sem unnið hefir ver-
ið, er á ýmsan hátt á varhuga
verðum grunni reist, og tek-
ur þetta bæði tll hinnar al-
mennu sögu þjóðarinnar og
bókmennta og stjárnmála-
sögu hennar. Skárst hefir ver
ið unnið í stjórnmálasögunni,
en þó ekki betur en það, að
á þeim tima, sem íslendingar
voru i konungssambandi við
Norðmenn, frá 1264—1388,
gera íslendingar ráð fyrir
því, að erlendir menn hafi
haft aðild að landstjórnar-
málum á íslandi, með fullu
samþykki þjóðarinnar. Fyrir
þessu finnast þó engin rök
eða fræði, annað en kjafthátt
ur síðari tíma manna, sem
virðast hafa slegið sögu ís-
lands á þessum tíma saman
við danska grautinn í sögu
þess síðar. Fyrir þessu verð-
ur ekki hægt að gera frek-
ari grein í þessu máli, enda
hefir nokkuð verið áður tek-
ið fram í þessa átt í Tíman-
um á s.l. ári, eins og um bú-
fjárflutninga yfir hafið í stór
um stíl á landnámsöld.
Ég, sem þetta rita, réðst i
það að skrifa sögu Smiðs
Andréssonar hirðstjóra, sem
svo hrapallega hafði verið af-
flutt, að hann var gerður að
Norðmanni, jafnvel þótt öll
sögurannsókn hlyti að sjá, að
slíkt var ekki á rökum reist.
Það var auðveldast að skrifa
sögu hans til þess að hnekkja
þeirri vanfræði, sem íslend-
ingar höfðu uppi í stjórnmála
sögu sinni um þennan um-
rædda tíma. Það hefir kom-
ið á daginn, að þetta var nýtt
efni fyrir menn. Fróðir menn
og greindir hafa skrifað um
þessa bók og lýst því yfir, að
þeir gætu ekki tekið afstöðu
til þeirra kenninga, sem hún
hafði að flytja um þetta sögu
iega atriði. Sýnilegt var, að
„þekkingin“ á norskum upp-
runa valdamanna á íslandi
stóð þarna í vegi þessara
ágætu manna, sem þó ætíð
vilja hafa það, er sannara
reynist. Aðrir, sem töldu sig
vera fróða menn og þóttust
hafa verið ögn að leggja
hönd á plóginn í íslenzkum
fræðum, tóku það ráð að
þegja um bókina opinberlega,
en fóru á bak við tjöldin að
ráðgast um það, hversu leyna
mætti því, sem þessi bók op-
inberaði þeim.> ' Ógreindir
kjaftaskúmar og ódrengir
eiga þó venjulega hægra um
vel flesta hluti aðra en þegja,
enda skeði athyglisverður
skúmkjaftaskapur í sam-
bandi við þessi, öllum mein-
lausu, en þýðingarmiklu
fræði. Það tók sig til einn af
þeim mönnum, sem aldrei
hafði komið við Islenzk fræði
öðruvísi en sem ómerkilegur
skúmur, Einar Arnórsson,
sem m. a. hefir verið prófess-
or við Háskóla íslands, og fór
þess á leit við útvarpsráð að
fá að halda hvorki meira né
minna en þrjú erindi í út-
varpið um Smið Andrésson.
Sjálfsagt hefir útvarpsráð vit
að hvað maðurinn var að
fara og sennilega þekkt þær
ástæður, sem nú voru fyrir
hendi í fræðum um þennan
mann, og hefði því átt að sjá
um umræðugrundvöll í út-
varpinu, þar sem höfundur
Smiðs sögu hefði sinn rétt til
varnar sinni skoðun. Út-
varpsráð skorti heiðarleika
til þessa og fól skrifstofu-
stjóra sínum, Helga Hjörvar,
sem í samtali við mig lýsti
þeirri sannfæringu! sinni, að
Smiður Andrésson væri út-
lendingur, til þess að búa
Einari Arnórssyni út sams-
konar ræðustól og Hitler not-
aði, eftir ameriskum kvik-
myndum, þegar hann talaði
við fólkið, en hann var úr
skotheldu gleri. Einar Arnórs
son skyldi láta sem saga
Smiðs Andréssonar hefði
aldreí verið skrifuð, og nú
væri hann að vinna eitt vís-
indaverkið í íslands sögu á
borð við Ara fróða og Land-
námuútgáfuna. Um hitt
skyldi svo eigi sakast, þótt
allt heimildaefni í þessa fyr-
irlestra væri tekið úr þessari
bók. Það munaði prófessor
Einar Arnórsson ekkert um.
Um þennan Hitlers ræðu-
stól í útvarpinu skyldi mig
svo engu varða, en ef ég
semdi erindi um þessi fræði,
þá skyldi þeim góðfúslega frá
vísað, ef ég minnist á Einar
Arnórsson. Fyrirlestrar Ein-
ars Arnórssonar eru nú kunn
ir hlustendum útvarpsins, en
ekki þessi saga.
Fyrirlestrar Einars Arnórs-
sonar um Smið Andrésson
voru enn verra bull en bók
hans um Ara fróða, sem eng-
inn sögumaður, hversu léleg-
ur sem hann er, reiknar með
að sé til, enda munu þeir ekki
lita dagsins ljós á prenti og
voru eingöngu fluttir af öf-
undsjúkri minnimáttarkennd
til þess að reyna að læða
þeirri skoðun inn hjá almenn
ingi, að ég vissi ekkert í þess-
um fræðum um Smið Andrés
son. Það hefði ekki staðið á
Einari Arnórssyni að slá sig
til riddara yfir mér á opin-
berum vettvangi, án allra
Hitlersstóla, ef hann hefði
þorað, eða vitað, að ég hafði
ekki rétt fyrir mér. En svo
langt gekk Einar Arnórsson
í þessari óvirðingu á sjálfum
sér, að hann sannaði það, að
hann hefði ekkert vitað um
réttarstöðu íslands, þegar
hann samdi bók sína, Rétt-
arstaða íslands, og munu
flestar bækur Einars Arnórs-
sonar samdar með sama
hætti.
Leséndum Tímans er ef til
vill í minni dómur minn í þvi
blaði um Landnámuútgáfu
Einars Arnórssonar og munu
auðveldlega sjá samhengið á
milli þessarar framkomu
hans í minn garð, og fyrir-
fram vitað um það, að ást
hans á íslenzkum fræðum var
ekki meiri en það, að hún
mátti ganga í súginn fyrir
einu bolabragði á mínum
verkum í þessum fræðum.
Hina sömu lesendur læt ég
hér með vita það, að ég hefi
talað við fyrirlesarann í Hitl-
ersstólnum í útvarpinu í
fimm síðustu Mánudagsblöð-
um í Rvik, og er greinin alls
um 30 dálkar. Áhrif greinar-
innar má nokkuð marka á
þvi, að þeir, sem enn eru á
skrækskeiði í íslenzkum fræð
um, hafa verið að reka upp
óp fyrir Einar Arnórsson, og
er það hlutlaust af mér, en
i fyrirsögn greinarinnar not-
aði ég sögumálslíkinguna:
Kilpur Arnórsson, og ekki
mín sök, þótt hún sé farin
að ganga á hælum Einars
Arnórssonar prófessors.
Þeir, sem iáta sig íslands-
sögu einhverju skipta og ekki
hafa átt þess kost að sjá
Mánudagsblaðið, munu geta
fengið það hjá aðalafgreiðslu
þess í Reykjavík, og er þeim
nokkurt gagn að kynna sér
þessa grein, sem mun verða
það síðasta, sem um málið
verður rætt í bili, því það er
alveg víst, að Einar Arnórs-
son mun þegja eftirleiðis í
þessu máli, og útvarpsráð og
Helgi Hjörvar skammast sín
nógu rækilega til þess að
biðja skúmaskotið um vernd
fyrir þennan verknaðinn.
Hins vegar mun saga ís-
lands síðar meir kveikja þar
á eldspýtu, ef hún leggur
kapp á það að skoða alla sína
Murta.
Er mörg raun vorrar sögu,
og nokkuð munu þeir kyndl-
ar hennar hafa að sjá, sem
bornir verða að þeim ósóma,
sem hér hefir skeð, að eitt
aðalmenningartæki þjóðar-
innar sé notað í varhyggðar-
tilgangi gagnvart sögu henn-
ar, og prófessor látinn af-
flytja málstað og efni fræða,
sem alþýðumaður hefir unnið
vísindalega, og þetta gerir
prófessorinn með þeim beinu
lygum í áheyrn alþjóðar, að
þetta verk hafi ekki verið
unnið. Gefur þetta nokkra
hugmynd um það, hvers má
vænta af þessu fólki, sem
myndað hefir einskonar
prófessoriskan „bar“ til yfir-
lætislifnaðar í þessum mennt
um, því enn mun þess verða
freistað að vinna nokkuð í
grunni íslenzkra fræða, en
lítil skemmtun að því að
þurfa að líta oft inn á „bar-
inn“.
Frímerkjaskipti
Sendið mér 100 íslenzk frí-
merki. Ég sendi yður um hæl
200 erlend frímerki,
JON AGNARS,
Frímerkjaverzlun,
P. O. Box 356, Reykjavík.
meira fjölyrða um það mál hér.
Hitt var ekki rétt, að Selfoss biði
komu hans fullhlaðinn. Áreiðan-
legur maður, sem vel má vita, seg-
ir mér, að útskipun í hann hafi
ekki verið lokið fyrr en á laugar-
degi. Það var aldrei ætlun mín að
afflytja málið að neinu leyti, og
vænti nú, að sú slysni mín að segja
frá þessum orðrómi, verði hér með
til að kveða hann niður. Annars
er það góð regla, að segja upp-
hátt það, sem heyrist sem hljóð-
skraf að tjaldabaki, því að þá er
hægt að taka á því og leiðrétta, og
mætti gjarnan gera slíkt oftar.
SVO ER HÉRNA bréfkafli frá
Hólmsteini Helgasynl á Raufar-
höfn. Formála hans sleppi ég að
mestu, enda er hann að veruleg-
um hluta kunningjarabb okkar á
molli aðeins, sem ég hefi þá fyrir
mig. Hér með fær Hólmsteinn
orðið:
„MÖNNUNUM munar, annað-
hvort aftur á bak, ellegar nokkuð
á leið“.
Þessi ágæti, hraðvirki frétta-
flutningur útvarpsins okkar. sem
enginn vill missa, hefir orðið þess
valdandi, að annar þáttur i ís-
lenzku, andlegu þjóðlífi hefir
breytzt til muna, þótt hann hafi
ekki enn horfið með öllu, sem bet-
ur fer, en það er íslenzk gestrisni,
eins og hún var og hét.
ÉG GET EKKI sttllt mig um að
láta fljóta hér með eina stöku,
þótt ég taki hana traustataki, af
þvf þær eru nú heidur í afhaldi
hjá þér, sem Jóhannes Jóhannes-
son bóndi á Ytra-Lóni í Sauðanes-
hreppi, N.-Þing. varpaði fram við
gest sinn í gamni eitt harða vor-
ið, fyrir rúmum 30 árum, og sýn-
ir inn á þetta svið:
Margir vilja gimast gest,
gamanfýsn að sefa.
En fáir vilja hýsa hest
heyin til að gefa.
EN ÉG ÆTLAÐI að segja ein-
hverjar fréttir.
Ég var nýlega á kaupfélagsfundi.
Þar voru saman komnir fulltrúar
af öllu félagssvæðlnu og ræddu
margt og réðu ráðum kaupfélags-
ins og héraðsins, sem hvað bind-
ur annað og á alla hagsmuni sam-
an. Sjálfsagt ertu nú búinn að
frétta það helzta af þvi, sem þar
ur var gestrisinn að vanda og hlað-
in borð. með gnægðum góðra vista,
stóðu um skála þveran.
í FUNDARLOK, þegar dagskrá
var tæmd, kvaddi framkvæmda-
stjóri félagsins sér hljóðs og til-
kynnti fundarmönnum, og bað þá
segja sínum nágrönnum, að hann
hefði verið beðinn að hafa á boð-
stólum hvalrengi, nýtt, hraðfryst
og súrsað, fyrir einhvern hvalara
sunnan lands, og fór maður þá jað
fá vatn í munninn, þótt ekki vært
svo sem sulturinn til staðar þá
stundina, því sú var nú tíðin, hér
um slóðir a. m. k„ að margur fékk
af því mettan kvið í baðstofu sinni.
Því hvalrekar voru margir hér áð-
ur fyrr um Sléttu og Langanes.
Var þessi björg, sem oftast var
kærkomin, dregin á sleðum eða
flutt á klökkum um allar sveitir og
islenzki hesturinn lagði til dráttar-
eða burðaraflið. Þetta rengi, sem
þarna var boðið, átti að kosta kr.
4.00 kílóið cif. Eru þetta að lfls-
indum ekkert verri kaup á mat-
mælum en almennt gerist nú, því
þetta er þó beinlaus biti. Verð á
þessu í öðru ástandi man ég ekki.
NÚ ER ÞAÐ dálítið til gamans
og jafnframt til fróðleiks um það,
hvar við stöndum nú, að bera sam-
an verð á þessari vöru fyrir hálfri
öld, þótt ekki sé nú litið lengra
til baka. Þá var þessi vara almennt
seld á kr. 2.50 vættin, 50 kg. Verð-
hækkun á þessari vörutegund er þá
á ca. 50 árum 8000% — átta þús-
und af hundraði. Er þetta víst
talsvert meira en menning þjóð-
arinnar hefir vaxið á sama tíma.
En ef til vill svarar það helzt til
fjármálamenningar hennar, en þá
í öfugu hlutfalli“.
EKKI RENGI ÉG þessar tölur
á nokkurn hátt, en á það vil ég
benda, að þetta er vara, sem fyrr
á árum var ekkert hægt við að
gera nema selja til manneldis og
skepnufóðurs. Þessi verðbreyting
er því að vissu leyti sambærileg
við verðhækkun fiskbeina, en þeim
hefir víða verið fleygt og mátti þá
hver hirða þau sem vildi, ókeypis
og endurgjaldslaust, en nú kosta
þau peninga, þar sem hægt er að
mala þau. Mér skilst, að tonnið
hafi mátt kosta nál. 300 krónur við
verksmiðjuvegg undanfarið eða ef
til vill meira.
Stmrkaður gamli.
Menningartengsl íslands og Ráöstjórnarríkjanna:
YNDSYNING
Að þvi tilefni að liðin eru áttatíu ár frá fæðingu
V. I. Lenins er sýning á myndum úr lífi hans og starfi
eftir myndlistarmenn í Ráðstjórnarríkjunum í Sýn-
ingarsal Ásmundar Sveinssonar, Freyjugötu 41, opin
daglega kl. 2—10 e. h.
Ennfremur verður klukkan 9 sýnd kvikmynd af at-
burðum úr ævi Lenins.
Stjórn MÍR.
Auglýsingasími Tímans 81300