Tíminn - 24.05.1950, Blaðsíða 6

Tíminn - 24.05.1950, Blaðsíða 6
B ^r-iprrTFW) TÍMINN, miðvikudaginn 24. maí 1950 112. blaff TJARNARBID Adam og Eva Heimsfræg brezk verðlauna- ] mynd. Aðalhlutverk: Stewart Granger Jean Simmons Sýnýd kl. 9. Síðasta sinn Ný, sænsk gamanmynd Pipar í plokkfisk- Inum Bráðskemmtileg og nýstárleg gamanmynd. Aðalhlutverk hinn heimsfrægi sænski gamanleikari NILS POPPE. Sýnd kl. 5 og 7 N Y J A B I □ Bagur hofndar- innar Afar spennandi mynd frá [ París á hernámsárunum. Aðalhlutverk: Rémy Suzy Carrier. Aukamynd: „Eitthvað gegnur nú á“ Sprenghlægileg grínmynd með GÖG og GOKKE. Sýnd kl. 5. 7 og 9 Bönnuð bömum innan 16 ára. — TRIPDLI-BID Tálbeita (DECOY) Afar spennandl, ný, amerísk sakamálamynd, gerð eftir sögu eftir Stanley Rubin. Aðalhlutverk: Jean Gillie Edward Morris Róbert Armstrong Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð innan 16 ára. Þeir hnigu til foldar (They died with their boots on) Óvenjulega spennandi, amerísk kvikmynd. Aðalhlutverk: Errol Flynn Bönnuð börnum innan 16 ára. Sýnd kl. 9. — .. ...... .... — Hótel Casahlanca Hin sprenghlægilega og spennandi ameríska gamanmynd með hinum frægu MARX-bræðrum Sýnd kl. 5 — Hljómleikar kl. 7 ____—i ÞJÓDLEIKHÚSIÐ ( F? r ) í dag kl. 8: Fjallu-Eyvindur ★ Á morgun kl. 8. TVýársnóttin ★ Föstudag kl. 8 ÍslandshlukUan ★ Sala aðgöngumiða hefst tveim dögum fyrir sýningar- dag. Aðgöngumiðasalan opin dag- lega frá kl. 13,15—20. Sími 80000. Erlent yfirlit (Framhald af 5. síSu.) stjórnmálamanna eftir stríðið, er fárra annarra úr frelsishreyfing- unni getið þar, — og svo vitan- lega de Gaulles. en stjórnmálafer- ill hans virðist ætla að taka skjót- an enda. Fjöldi annarra frama- manna á stríðsárunum er horfinn í gleymsku. Þeim hefir ekki auðn- ast að ávaxta arfinn eftir hina miklu baráttu. þar sem 130 þús- und Frakkar voru iíflátnir í refsing arskyni og hálf milljón féll i vopna viðskiptum. ANDSTÖÐUHRE YFIN GIN í Hoilandi og Belgíu hefir þá sér- stöðu, að þar hafa engin sérstök nöfn verið hafin hátt á loft. Þessi ríki bæði áttu útlagastjórn í Lon- don og það varð þeirra hlutverk að stjórna frelsisbaráttunni. Það var því eðlilegt, að í þeim iöndum bæri hæst þá stjórnmálamenn, sem komu heim úr útlegðinni. Þrír synir Spennandi sænsk flugmynd. Aðalhlutverk: George Fant Britta Holmberg Stig Olin. Sýnd kl. 5, 7 og 0 3ÆJ ARBÍD HAFNARFIRÐI Póstræningjarnir Spennandi og viðburðarrík amerísk cowboymynd. Aðalhlutverk: Jac Pervis Sýnd kl. 9. Chaplinsyrpa Sýnd kl. 7 Blml B1B3S. Máttnr ástarinnar Bráðskemmtileg sænsk mynd gerð eftir leikriti Victors Skuier hauge. Fjallar um sveitastúlku, sem kom til Stokkhólms og kynntist auðnuleysingja, sem hún gerði að betri manni. Sýnd kl. 5, 7 og 9 Aukamynd: UndirsTcrift A tlanzhafssáttmálans GAMLA BÍD Morðingi fyrir ferðafélaga Framúrskarandi spennandi ný amerísk sakamálamynd frá RKO Radio Pictures. Aðalhlutverk: Lawrence Tierney Nan Leslie Ted North Sýnd kl. 5, 7 og 9 Bönnuð börnum innan 16 ára. Þó er ein undantekning frá þessu í Belgíu, þar sem er fyrsti forsæt- isráðherra landsins, eftlr að her- náminu lauk, jafnaðarmaðurinn Achille van Acker, sem barðist á heimavígstöðvunum. Ríkisstjórinn, Charles prins, er líka úr heima- varnarliðinu. í NOREGI drógu þeir sig í hlé, sem stóðu fremst í frelsisbarátt- unni heima fyrir. Þeir lýstu því yf- ir á frelsisdegi landsins, að hlut- verki sínu í barátturini væri lokið. Konungur landsins og útlagastjórn in kom heim frá London. Formað- ur andstöðuhreyfingarinnar heima fyrir, Poal Berg, reyndi að mynda einskonar bráðabirgðastjórn, en það tókst ekki, og þar með lauk stjórnmálasögu hans. Einn maður- inn aðeins í norsku stjórninni get- ur rakið upphefð sína til andstöðu hreyfingarinnar heima fyrir, en það er Jens Chr. Hauge landvarnar málaráðherra, sem var aðeins 25 ára þegar stríðið hófst, en gegndi hinum þýðingarmestu störfum fyr ir frelsishreyfinguna síðustu ár stríðsins. Fasteignasölu- miðstöðin Lækjargötu 10 B. Simi 6530 Annast sölu fastelgna, skipa, blfreiða o. fl. Enn- fremur alls konar trygging- ar, svo sem brunatryggingar, innbús-, líftryggingar o. ÍL 1 umboði Jón Fijnnbogasonax hjá Sjóvátryggingarfélagi ís- lands h. f. Viðtalstími alla vlrka daga kl. 10—5, aðra tlma eftir samkomulagl. Anglýsingasími Tírnaus er 81300. Þannig er í stuttu máli sagan um þessa hraustu menn og þeirra litlu laun. Hér þarf ekki að rekja það, sem allir vita, hvernig sagan hefir þróast í Danmörku. JOHN KNITTEL: FRÚIN Á GAMMSSTÖÐUM ---------------- 1B. DAGUR -------------------------- ur, en það voru engar líkur til þess, að þann ávöxt væri hægt að slíta af trénu í einu vetfangi. — Segðu mér, Teresa, sagði hann með hægð. Hvað get ég gert fyrir þig? Ég vildi gjarna hjálpa þér, og hvað get ég 'gert? Hann sleppti henni. — Ég er bara vinnustúlka, og ég er ánægð með það hlut- •skipti, húsbóndi. — Engan þvætting! Ég er ekki húsbóndi þinn. — Ég skil húsbóndann ekki fullkomlega. — Jæja — en þú skilur mig kannske seinna. Þau felldu talið, og hún gekk leiðar sinnar. Hún botnaði ekkert í þessum manni. í rödd hans hafði hún þótzt heyra eitthvað, sem allt i einu varð að blýþungri byrði. Það gat ekki verið. Hann! Fyrrverandi stjórnarfulltrúi! Ríkur mað- ur, sem átti fullvaxta börn! Upp frá þessari stundu óttast hún húsbónda sinn í leynum hjarta síns. Hinn suðræni, ástríðuheiti eðlisþáttur sálar hennar var vaknaður. En hún gætti þess vandlega að láta engan verða varan við þennan leynda ótta. Hún virtist jafnvel stærilátari en áður. Einn daginn minnti Lénharður hana auðmjúklega á, að nú væri meira en mánuður síðan hún hefði lofað að fara með honum á dansleik. — Ég get það ekki, Lénharður, sagði hún og horfði út í fjarskann. — Þú lofaðir því, Teresa, og nú eru síðustu forvöð. Ég fer í selið í næstu viku, því að bráðum verða nautgripirnir rekn- ir upp eftir. — Ég get það ekki, sagði hún. — Hvers vegna geturðu það ekki? — Það er svo margt, sem ég hefi um að hugsa. Hann hafði líka margt hugsað, og nú áræddi hann að spyrja hana, hvort hann mætti ekki lána henni eitt hundrað franka. — Hundrað franka! hrópaði hún. Ég gæti aldrei borgað þér aftur hundrað franka. — Það gerir ekkert til, sagði hann. — Nei, sagði hún. En mig langar til þess að fara í selið. Það hýrnaði yfir honum. — Hvað segir Röthlisberger um það? — Ég hefi ekki talað um það við hann aftur. — Þú skalt bíða, sagði Lénharður. Ég skal láta þig vita, þegar hann er í góðu skapi, og ég skal tala við konuna hans um það, að þú viljir fá að fara í selið. Það var kominn á hann slægðarsvipur. En hann vissi ekki, að húsbóndi hans hafði einnig uppi miklar ráðagerðir. "n Anton Möller hafði fengið bréf frá syni sínum, og þetta bréf gerði hann órólegan, þótt hann léti ekki á því bera. Gottfreð Sixtus hafði tjáð honum, að hann kæmi heim með tvo skólabræður sína, er ætluðu að vera á Gammsstöðum i sumarleyfinu. — Jæja, Gottfreð Sixtus — jæja, drengur minn! tautaði hann við sjálfan sig. Hvað gat hann annað gert en leyft honum að koma með þessa stráklinga? Faðir gat ekki bannað syni sínum að koma heim 1 sumarleyfinu. — Náttúrlega kemurðu með þá — blessaður komdu, skrif- aði hann honum. Komdu með alla þá skólabræður og kunn- ingja, sem þú átt! Eina nóttina kom Anton Möller mjög seint heim úr „Vín- viðinum.“ En þótt hann hefði drukkið óspart konjakk um nóttina, var hann jafn stöðugur á fótunum og endranær. Hann þrammaði heim í myrkrinu, opnaði útidyrnar og þreif- aði sig inn í skrifstofuna. Þar fleygði hann frá sér hattin- um og lét fallast í djúpan stól. Um stund horfði hann svip- brigðalaust fram fyrir sig, líkt og uxarnir hans í fjósinu milli mála. Teresa var enn á fótum. Hún kom inn að lítilli stundu liðinni og lokaði hurðinni á eftir sér. — Þú ert mjúk eins og kettlingur, rumdi hann. Alltaf er Teresa svo prúð og nett! — Hér er sítrónuvatnið húsbóndans, sagði hún. — Sítrónuvatn? Hvað á ég að gera við sítrónuvatn? Ekkl er ég nein kararkerling. Það veit sjálfur drottinn og allir nans dýrðlingar, að ég er sterkur eins og uxi. Láttu þetta,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.