Tíminn - 13.06.1950, Síða 8
„ERLEIVT YFIRL1T“ t DAG
Átöh í flohhi republihti
Hagstofan fær fuli-
komnar reiknivéiar
Vélarnar spara vinnukraft, auka afkösl og
inöguleika íil fullkomnarl o«’ víðta*karf
skýrslngerða 4
Hagstofa íslanfls hefir nýlega tekið í notlain mjög full-
komnar reikni- og skýrslugerðavélar. Vélarnar eru leigðar
frá Internationaí Businessmaehines Manufacturers í New
Ycrk. Slíkar vélar fást ckki keyptar en fyrirtækiö leigir jiær
fyrir ákveðið mánaðargjald. Þessi vélasamstæða, sem hag-
stofan hefir, er leigð fyrir 340 dollara á mánuði.
- ■" - . .::.: ..................................
..................... -
Þorsteinn Þorsteinsson hag
stofustjóri skýrði fyrir blaða-
mönnum í gær nauðsyn þess
að slíkar vélar voru fengnar.
Starfsvið hagstofunnar eykst
ár frá ári og þörfin fyrir ná-
kvæmari yfirgripsmeiri og
hiaðari skýrslugerð fer vax-
andi um leið og þjóðfélagið
verður margbrotnara.
Tveggja ára afgreiðslutími.
Árið 1947 var farið þess á
leit að fá þessar vélar, en fé-
lagið þurfti tveggja ára af-
greiðslutíma. Þá voru sendir
til Bandaríkjanna tveir menn
þeir Áki Pétursson og Ottó
Mikaelsen. Voru þeir þar á
námsskeiði hjá IBM til að
læra meðferð og gæzlu vél-
anna. IBM greiddi allan kostn
að við dvöl {jgirra þar vestra
að undanteknum ferðunum.
Vélarnár komu svo veturinn
1949 og voru teknar í notkun
eftir áramótin.
Störfin aukast.
Aðalstörf hagstofunnar eru
í sambandi við manntalið,
sem er all umfangsmikið og
einnig mánaðarlegar verzl-
unarskýrslur o. fl. Ekki er
auðvelt að áætla vinnusparn
að af vélunum en hann er
mjcg mikill.
Áki Pétursson sýndi frétta-
mönnum vélarnar og skýrði
frá notkun þeirra. í aðalat-
riðum er aðferðin við skýrslu
gerð þessi: Af skýrslum þeim
er hagstofan fær til úrvinnslu
eru þær tölur, sem vinna
þarf úr, stungnar með vél á
svo til gert strikað og númer-
að spjald. Götin á spjaldinu
tákna flokka og tölur o. fl.
Önnur vél, sem tekur við
bunka af slíkum spjöldum
með öllum þeim upplýsingum
sem þar eru, raðar og telur
hvert atriði fyrir sig og sjást
tölur og aðrar upplýsingar úr
bunkanum á svipstundu í
teljurum á vélinni. Þriðja vél
in tekur svo við bunkanum og
prentar skýrslu með þeim at-
riðum sem óskað er eftir.
Kominn bitliagi
kmda kúm
í Norðurárdal og öðrum
uppsveitum Borgarfjarðar er
fyrir nokkru farið að beita
kúm, og hafa þær orðið um
það bil nógan bithaga.
Allir höfðu nægjanleg hey,
þrátt fyrir erfiða heyslðapar
tíð í fyrrasumar.
'Mé
Heim eftir 43 ár
erlendis
Nýlega er „kominn til
Reykjavíkur frá Danmörku,
Hallgrímur Gíslason og hefir
hann dvalið þar samfleytt í
43 ár. Hallgrímur er fæddur
í Votmúla-Austurkoti í Flóa.
Stundaði hann sjómennsku
hér heima en fór til Dan-
merkur 1907.
Hallgrímur hefir verið um-
sjónarmaður við kirkjugarða
í Fredreksberg undanfarin 34
ár. Hann er giftur danskri
konu og eiga þau hjónin
tvær dætur á lifi.
Hallgrímur dvelur nú í
Eskihlíð 11. Hann mun fara
aftur tií Danmerkur 29. júli
n. k.
Aðalfundur Eim-
skipafélagsins
Aðalfundur Eimskipafélags
íslands var haldinn í Eim-
skipafélagshúsinu á laugar-
daginn var, og voru þar mætt
ir fulltrúar, er fór,u með um-
boð rösklega þriðjungs hlut-
hafa. Setti formaður félags-
ins, Eggert Claessen, fundinn,
en fundarstjóri var Ásgeir Ás
gerisson, bankastjóri og fund
arritari Tómas Jónson, borg
arritari.
i Áður en gegnið var til dag
skrár ávarpaði formaður fé-
lagsins Árna Eggertsson lög-
mann frá Willipeg og minnt-
ist starfs hans og föður hans
og þakkaði ávarp form., bar
þakkaði ávarp formanns, bar
fram árnaðaróskir, þakaði
þann sóma er honum, konu
hans og dóttur hafði verið
sýndur með heimboðinu og
færði að lokum kveðju Ás-
mundar P. Jóhannssonar frá
Winnipeg.
Síðan flútti formaður
skýrslu um hag félagsins og
framkvæmdir þess á liðnu
ári, en gjaldkeri, Halldör Kr.
Þorsteinsson, lagði fram
reikninga.
Úr stjórninni áttu að ganga
Eggert Claessen, Guðmund-
ur Ásbjörnsson, Richar Thors
og Ásmundur P. Jóhannsson,
en voru allir endurkjörnir.
Guðmundur Vilhjálmsson
hefir nú veitt félaginu for-
stöðu í tuttugu ár, og var
þess minnzt á fundinum.
Thorolf Smith tekur korn. Bjarni Guðmundsson, blaðafull-
trúi, styður við boltann en kippti samt hendinni að sér
þegar Thorolf sparkaði.
Samsöng kariakóranna
afburða vei tekið
Þpir héiiiii þrjá samsöngva í Austurhsrjar-
Eiíú o« suiiiíu á suitnuda^iim í Tívólí
Lanflssönginót íslenzkra karlakóra hófst s. 1. föstudag
með samsöng í Austurbæjarbíó. Þar sungu allir kórarnir
saman og hver fyrir sig og var tekið með miklum fögnuði.
Sjö kórar taka þátt í mótinu.
Kói’arnir sungu tvö lög
hver samkvæmt söngskrá,
en urðu allir að syngja eitt
aukalag. en meira fengu
hJustendur ekki. Að lokum
sungu allir kórarnir saman,
og komust þeir trauðla fyrir
á sviðinu, enda mun þar hafa
verið saman kominn stærri
karlakór, en áðu hefi sézt
hér á landi á söngskemmtun
og voru í honum nokkuð á
3. hundrað manns.
Aðalsöngstjóri mótsins var
Jón Halldórsson og stjórnaði
hann fyrsta og síðasta lag-
inu, sem þessi stóri kór söng,
en þeir Þormóður Eyjólfssön
Sigurður Þórðarson og Ingi-
mundur Árnason sínu laginu
hver.
J Á laugardag'nn héldu kór-
1 arnir tvo samsöngva í Aust-
urbæjarbíó og var þar hús-
fyllir sem fyrr. Á sunnudag-
inn sungu kórarnir í Tívóii,
I en þar var aðsókn fremur
lítil, enda var veður slæmt
og naut söngurinn sin ekki
sem bezt.
I Nánar verður skýrt frá
söngmótinu í næsta blaði.
i_________________________
Opifi liréf um
kjarisorktmiál
Danski kj arnorkufræðing-
urinn Niels Bohr hefir sent
út opið bréf um alþjóðlegt
samstarf á sviði kjarnorku-
mála. Bréf um sama efni
seg.'st Bohr hafa sent Roose-
velt forseta í júlí 1940.
Viðurkenna ekki
hin nýju landamæri
Bonn-stjórnin sendi út
harðorða mótmælatilkynn-
ingu í gær gegn samningum
austurþýzku stjórnarinnar
og pólsku stjórnarinnar um
breytingar á austurlandamær
um Þýzkalands. Segir þar, að
hún muni aldrei viðurkenna
hina nýju landamæralínu við
Oder, þar sem siíkar stjórn-
ir sem þrengt hafi verið upp
á Þjóðverja af Rússum hafi
engan rétt til slíkra samn-
in'gá fyrir hönd þýzku þjóð-
arinnar.
Kennarastóll í
íslenzkn við
Hanítóbaháskóla
Ta*knili‘jí aI|5jó«Sa-
ráðslofna
í dag hefst í Lake Success
alpjóðleg ráðstefna á vegum
S. Þ. um tæknilegt efni. Rúsá-
land, Pólland og Tékkósló-
vakía, munu ekki taka þátt
í ráðstefnunni.
Þann 7. þ. tn. flutti Árni
Eggertsson lögmaður erindi
á fundi í háskólanum, þar
sem viðstaddir voru forsetar
háskóladeildanna, kennarar
heimspekideildar og nokkrir
gestir, um stofnun kennara-
stóls í íslenzku við Manitoba-
háskólann.-'— Skýrði hann ít-
arlega frá fjársöfnun Vestur
-íslendinea og aðdraganda
þessa máls, en því er nú svo
langt kom'ð’ að samnin^ar
hafa tek!zt við stjórn Mani-
tobaháskóla um, að slíkt em-
bætti skuli bráðlega stofnað.
Hafa Vestur-íslendingar þeg
ar safnað um 160.000.00 doll-
urum, on ætlunin er að stofn
féð nemi 200.00.00 dollurum.
Mun ísienzkur fræðimaður
verða ráðinn til þessa starfs
innan nokkurra mánaða.
Kekkonen kominn
til Moskvu
Kekkonen forsætisráðherra
Fínnlands kom til Moskvu í
gær og var tekið með mikilli
viðhöfn á járnbráutarstöð-
inni. Gromyko varautanríkis
ráðherra tók á móti honum á-
samt ýmsum embættismönn-
um og senndiherrum erlendra
ríkja. Stööin var fánum
skreytt. Kekkonen undirrit-
ar í Moskvu fimm ára við-
skiptasamning Rússa og
Finna.»
lyndir frá leik
blaðamanna og
leikara
Landsmót leikara og blaða-
manna biður þá, sem tóku
ljósmyndir inni á leikvangin
um á sunnudaginn var, að
gera sér þann greiða að tala
við Thorolf Smith hjá Vísi
sem allra fyrst.
Blaðamenn oí*
leikarar
(Framhald. af 1. síðu.)
boltann af miklu afli inn á
völlinn.
Liðin voru bæði skipuð
mörgum góðum mcnnum og
geta blaðamenn verið hreikn
ir af því að eiga bezta mann
vallarins. er tvímælalaust var
miðframherji þeirra Halldór
Kristjánsson frá Kirkjubóli,
er sýndi snilldar boltameðferð
og var mark leikara oft i
hættu þegar hann og útherj-
arnir þeir Jón Helgason og
ívar Guðmundsson léku með
boltann alveg að markteig.
Kallarahornið stíflað.
Dómarinn Erlendur Ó. Pét-
ursson, hafði mikið að gera
og stóð sig með ágætum, þó
einu sinni lægi nærri að bolt-
inn lenti ofan íhann i gegn
um kallarann. Ekki er vitað
hvort boltanum var sparkað
svo af ásettu ráði, en þannig
stóð á, að Erlendur var að
gefa strangar skipanir þeim,
er sparkaði, en boltinn stifl-
aði orðin í kallaranum.
Mikið reyndi á línuverði og
sérstaklega þó á Ingimar
Jónsson skólastjóra, sem stóð
sig prýðilega og sá jafnan
glöggt, er boltinn fór út af
vellinum.
Leiknum lauk með alger-
um ósigri leikara.
Óperan skorar.
Sennilega í von um auð-
unninn sigur, hefir sænska
ðperan skorað á leikara í
knattspyrnukeppni. Enn hefir
samt ekki verið ákveðinn
tími n éstaður. Ýmsir leikarar
hafa látið það uppi að þeir
óski eftir því að óperuflokkn
um vinnist ekki tími til kapp-
leiksins.
Fór kappleikurinn hið bezta
fram og hefir annar eins
fjöldi ekki verið þar saman
kominn, ekki einu sinni á
millilandaleikjum .
I