Tíminn - 17.06.1950, Blaðsíða 4
4
TÍMINN, Iaugardaginn 17. júní 1950
AUKABLAÐ
RÆKTUN SANDANNA
(Framhald af 3. síðu.)
og Alaska. í Bandaríkjunum
er sandgræðslan stórkost-
legri en í nokkru öðru landi
heims. Hafa þar verið reynd-
ar grastegundir, svo hundr-
uðum skiptir, bæði þarlend-
ar og fluttar að frá öðrum
löndum.
Af þeim grastegundum, er
reyndar hafa verið á sönd-
unum hér á landi eru einkum
þrjár, sem reynst hafa af-
burða vel, bæði til að hefta
sandfok en þó einkum til
ræktunar, sem nytja- og fóð-
urjurtir.
Grös þessi eða fræ af þeim
er flutt frá Norður- og Norð-
vesturhluta Bandaríkjanna.
Hefir fræi þessu verið sáð í
sandgræðslugirðingar á Vest
fjörðum. í Norður-Þingeyjar-
sýslu, og Vestur-Skapta-
fellssýslu, en m'est hér á
sandana í Gunnarsholti á
Rangárvöllum. Hefir árang-
urinn af ræktun sandanna
með þessum grösum orðið
miklu meiri og skjótari en
við þorðum að búast við í
upphafi. Grastegundir þess-
ar eru:
1. Bromus inermis, sem
við höfum nefnt sandfax.
Grastegund þessi hefir verið
kynbætt mikið undanfarin ár
í Bandaríkjunum, með sand-
ræktina fyrir augum. Sand-
faxið er mjög harðgerð gras-
tegund, vex ört fyrstu mán-
uðina og er með marggreind-
Um og löngum rótarskotum,
sem hefir þýðingu fyrir heft-
ingu. sandfoksins. Það er
nægjusöm jurt og hefir vax-
ið vel og gefið góða upp-
skeru hér á örfokasandi með
tiltölulega litlum áburði.
Sandfaxið er ennfremur mjög
góð fóðurjurt, næringarefna-
rík og ézt vel.
2. Phalaris arundinacea.
Randagras. Það er mjög stór
vaxiö, með breiðum og löng-
um blöðum og skriðulum og
löngum rótum. Á síðastliðnu
sumri náði vöxtur þess nokk-
uð á annan meter hér í
Gunnarsholti, á öðru ári frá
sáningu. Það er einnig ágætt
fóðurgras, næringarefnaríkt
og gefur mjög mikla uppskeru
pr. flatareiningu. Auðvelt er
að fá fræ bæði af sandfax-
inu og randagrasinu frá
Bandaríkjunum fyrir viðun-
anlegt verð.
3. Poa Macrautha, sem við
höfum nefnt sandsveifgras.
Gras þetta líkist melgrasinu,
að það hleður á sig sandi, en
myndar miklu þéttari og
samfelldari gróður heldur
en melurinn. Gras þetta er
frekar láTgvaxið, en biaðríkt
og með mjög öflugum, skrið-
ulum og greindum rótum,
sem breiðast ört um sandinn.
Fræ af þessari tegund er iítt
fáanlegt og mjög dýrt.
V.
Hnattstaða íslands, lofts-
lag, hitastig og veðráttan öll
er þannig, að erfitt og ó-
mögulegt er að rækta sumar
verðmætar nytjajurtir land-
búnaðarins. Sú nytjajurt,
sem langmestu máli skiptir
um viðgang og alla afkomu
landbúnaðarins, er grasið.
Enda er það svo, að skilyrði
til grasræktar eru yfirleitt
hin ákjósanlegustu hér á
landi. Gras getur vaxið og
það á mjög skömmum tíma,
jafnvel þótt hitastig sé lágt,
ef það hefir nógan raka,
áburð og birtu. Þetta sást
mjög greinilega vorið 1949,
sem var eitt hið kaldasta, allt
fram um miðjan júní. Þá var
jörð svo til ógróin um allt
land. En á hálfum mánuði,
eða um mánaðamót júní—
júlí var sumsstaðar komin
slægja í tún. Á íslandi er
eyjaloftslag, sumur eru oft-
ast köld og flestir vetur mild-
ir. Úrkoma er yfirleitt rnlkil,
einkum sunnanlands. .4 aðal
vaxtar- og þroskatíma grass-
ins, en það er í júní og júlí-
mánuði, eru bjartar nætur og
sólargangur langur. VeJdur
það miklu um ákjósanleg
skilyrði grasræktarinnar.
Allmiklu erfiðara er þo með
ræktun korntegundanna.
Einkum eru erfiðleikar korn-
ræktarinnar hér á Jandi
bundnir við siðasta vaxtar-
tímabil kornsins, þ. e. þegar
kjarninn er að ná tulium
þroska og þá ekki síður í sam
bandi við uppskeru þess.
Ekki þarf að reikna með, að
korn nái hér fullum þroska
fyrr en seinni hluta septem-
bermánáðar. Er þá allra
veðra von, einkum eru þá oft
úrkomur tíðar. Reynist þá
stundum alveg ómögulegt að
ná korninu geymsluhæfu í
hús.
Nokkuð hliðstæðir eru erf-
iðleikarnir með kartöflurækt
hér á landi og kornrækt.
Kartöflur hafa yfirleitt ekki
náð viðunanlegum þroska
fyrr en í september, en á
þeim tíma árs eru oft miklir
erfiðleikar með alla uppskeru
vinnu, sakir óstöðugrar og
votrar veðráttu.
Undanfarin þrjú ár höfum
við haft nokkra kornrækt,
allmikla kartöflurækt sam-
hliða grasræktinni á söndun-
um í Gunnarsholti. Mjög er
það áberandi, hvað grasrækt-
in hefir haft mikla yfir-
burði, bæði hvað uppskeru
pr. flatareiningu snertir, svo
og nýtingu alla. Reiknað í
fóðureiningum er saman-
burðurinn þvi sem næst
þessi pr. ha.:
Gras 2500—3000 fe.
Korn 1500—2000 —
Kartöflur 1000—1500 —
Með tilliti til ræktunar og
vinnukostnaðar mun kart-
öfluræktin þó gefa lang lak-
asta útkomu.
Við ræktun sandanna und-
anfarin þrjú ár, með áður-
nefndum amerískum gras-
tegundum og tilbúnum á-
burði eingöngu, hefir komið
í ljós, að sandræktin virðist
vera mjög hagstæð, t. d. í
samanburði við mýrarækt-
ina, sem ríkjandi hefir verið
í ræktunarmálum hér á landi
undanfarið. Veldur þar mestu
um, að enginn er framræslu-
né heldur vinnslukostnaður
við ræktun sandanna, og svo
hitt, sem ýmsum mun koma
á óvart, að áburðarþörf sand-
anna virðist ekki vera neitt
verulega meiri heldur en
mýranna.
Ræktunarkostnaður sand-
anna var vorið 1949 því sem
næst þessi pr. ha.:
6 sekkir á 100 Ibs. amm-
oníaksaltp. á 50/- 300.00
5 sekkir á 50 kg. þrí-
fosfat á 45/- 225.00
45 kg. grasfræ á 12/- 540.00
Vinna við sáningu og
áburð 100.00
1.165.00
Uppskera er strax á fyrsta
ári sem svarar 40 hestburö-
um af heyi pr. ha.
VI.
Þess var áður getið, að inn-
flutningur kjarnfóðurs væri
nú allstór liður í gjaldeyris-
notkun okkar. Ennfremur, að
margt bendir til, að sá liður
aukist, með sömu fóðuröfl-
unar- og heyverkunarað-
ferðum framvegis. Ég benti
á, að dx-aga mætti nokkuð úr
notkun innflutnings kjarn-
'fóðurs með aukinni notkun
síldar- og fiskimjöls. Enn-
fremur vil ég segja þetta:
Með því að vernda öll þau
næringarefni, sem í grasinu
okkar eru, við. verkun þess,
tel ég að við gætum framleitt
fóður hér innanlands, sem
fullnægði fóðurþörf búpen-
ings okkar. Þetta mætti gera
með framleiðslu heymjöls í
stórum stíl og kornrækt, þar
sem vélar væru til að þurrka
kornið og vinna það um upp-
skerutíma þess á haustin,
hvei-ju sem viðrar. Ég hygg,
að hvergi séu aðstæður betri
til slíkrar ræktunar og fram-
leiðslu innlends kjarnfóðurs
en á Rangárvöllum. Allt
bendir til þess, að hægt sé að
framleiða 4000 kg.‘heymjöls
pr. ha. á ári með því áburð-
ar- og fræmagni, sem að
framan getur.
Á Rangárvallasandi eru
innan einnar girðingar 2500
ha. lands, slétt og hallalaust,
sem engu þarf til að kosta
um framræslu né vinnslu. Á
þessu landi mætti rækta gras
til heymjölsframleiðslu, t. d.
á 1500 ha., sem myndi gefa
6.000 tonn heymjöls og korn
á 1000 ha., sem ætti að geta
gefið 10—15000 tunnur korns
árlega. Til þess að nýta þessa
uppskeru þarf að vera til
staðar heymjölsverksmiðja,
sem afkastað gæti 6000 tonn-
um heymjöls frá því 1. júlí
til 1. september, og í septem-
bermánuði verkað kornupp-
skeruna.
Ef þetta yrði framkvæmt
á þann hátt, sem hér hefir
verið bent á, mætti fram-
leiða allt kjarnfóður hér á
landi, sem við þurfum handa
búpening okkar næstu árin.
Ég tel, að möguleikarnir
séu svo miklir og skilyrðin
svo góð til þess, að við ekki
höfum efni á að láta slíkar
framkvæmdir ógerðar.
Utan úr heimi
Fljúgandi næturklúbbur.
í París tók fljúgandi næturklúpp
ur til starfa í gær. Á hverju kvöldi
mun stór flugvél með 22 farþega
hefja sig upp af flugvelli borgar-
innan og svífa yfir höfuðstaðn-
um fram á nótt meðan farþeg-
arnir óansa og drekka kampavín.
Samkvæmisklæðnaður er inn-
gönguskilyrði. Kvöldið kostar þús-
und franka.
Hungurmeistarar.
Willy Schmitz heitir maður einn
í Frankfurt. Hann ætlaði að fasta
í 50 daga. Eftir 44 daga hafði hann
léz’t um 28 kg. og var þá orðinn
svo af honum dregið, að hann
Bergsteinn Krisíjánsson:
Eigum við að rækta skóg?
Viðnám.
Fyrstu áratugir 20. aldar-
innar voru að mörgu leyti
vakningartímar hér á landi.
Æska ungmennafélaganna
var bjartsýn og að mörgu
leyti stórhuga. Meðal annars
hafði hún áhuga fyrir skóg-
rækt og fyrir því að bæta og
prýða landið á fleiri háttu.
Hún skildi það, að í mold
þess og gróðri var framtíð
hennar fólgin, og að það var
skylda hennar að skila land-
inu betur á sig komnu en hún
tók við því, eða eins og þá
var sagt, láta tvö strá spretta
þar sem áður spratt eitt.
Þetta hugarfar studdi að því
að veitt var viðnám við eyð-
ingu þeírra skógai’leifa, sem
eftir voru í landinu, og dá-
lítið var gert aö því að grisja
skóginn og jafnvel á stöku
stað létt af honum beitinni.
En æskan vildi líka rækta
nýja skóga og gera birkiskóg
ana, sem fyrir voru, fegurri
og víðáttumeiri. En þar mætti
hún seigri mótspyrnu, því
bændur litu svo á, að mesta
gagnsemi skógarins væri
sauðfjárbeitin.
Unga fólkið benti á, að
skógarkjarrið væri hentugt
til að skýla öðrum gróðri. En
bændurnir sögðust hingað til
hafa getað ræktað töðu og
kartöflur án þess að rækta
skóg því til skjóls, og enginn
vildi nýta skóginn til neins,
ekki einu sinni til eldsneytis.
Unga fólkið minntist á
þrastascng og skógarilm. En
bændurnir sögðu, að þröstur-
ínn væri víst meinlaus og
góður fugl, en varla væri
hann þess verður að kosta
miklu til að rækta tré handa
honum til að spóka sig í, og
þetta með lyktina — kven-
fólkið gæti keypt sér vellykt-
anda 'í glösum fyrir lítinn ull-
arlagð og hingað til hefðu
karlmennirnir látið sér
nægja að taka í nefið.
Nýr siður. •
En þegar Hákon Bjarnason
tók hér við forustu skógrækt
armálanna, þá tók hann að
boða nýja trú. Hann hélt því
fram, að hér mætti rækta
nytjaskóga, og ef rétt væri
að farið, mætti gera landið
sjálfu sér nóg hvað trjávið
snerti.
En þs að menn séu oft
blendnir í hinni gömlu trú,
þá er trúboð alltaf erfitt
verk, og þó að margir aðhyllt
ust hina nýju kenningu skóg
ræktarstjórans, var það lengi
vel fámennur hópur, bví að
almenningur heimtaði, að
hann staðfesti kenningu sína
með jarteiknum eins og
vanalegt er. ,
Og kraftaverkið skeði, því
skógræktarstjórinn sýndi, að
furu- og grenitré af útlend-
um uppruna, sem hann hafði
látið gróðursetja hér, hafði
tekið þeim þroska, að hægt
var að sanna með óhrekjan-
mátti ekki mæla. Hann var hrædd
ur um að keppinautur sinn, fakír
einn á Indlandi. sem lokaði sig inni
i slöngubúri með 100 slöngum, hafi
haft brögð í tafli og étið 20 slöng
ur og talsvert af slöngueggjum
meðan á föstunni stóð.
legum tölum, að með sarna
vexti væri landið orðið sjálfu
sér nóg hvað trjávið snerti
að hundrað árum liönum.
Synd skógræktarstjórans.
En þó að skógræktarstjór-
inn boði nýja trú, þá er hann
ekki syndlaus maður fremur
en aðrir trúboðar. Hann hef-
ir talað illa um íslenzku sauð
kindina. En eins og allir vita
þá er hún hin mesta nytja-
skepna og hefir veitt lands-
mönnum fæði, klæði og
skæði, allt frá landnámstíð,
og hefir jafn lengi haft hér
landsyfirráð. Hún er því aö
réttu lagi heilagt dýr og veit
ir jafnan harða mótstöðu, ef
menn vilja ganga á landsyf-
irráð hennar. En skógrækt-
arstjóranum féll það ekki
sem bezt í geð, að hún klippti
ofan af þeim piöntum, sem
gróðursettar voru, og sagði
henni því stríð á hendur.
En hér verður að semja
frið. Það verður að svipta
sauðkindina landsyfirráðum
í eitt skipti fyrir öll, svo að
hún leggi ekki skógræktina í
auðn, og það þarf að vernda
hana með sterkum girðing-
um, svo að Hákon geri henni
ekki mein.
Pílagrímsför að Skarfanesi.
Það heita pílagrímsferðir,
er menn heimsækja helga
staði til að rækja trú sína.
Og það var í krafti þessarar
nýju trúar, sem forvígismenn
Rangæingafélagsins í Reykja
vík fóru á fund skógræktar-
stjórans og spurðu hann,
hvað félagið gæti gert fyrir
skógrækt í Rangárþingi.
Svör skógræktái’stjórans voru
skýr og ákveðin á þessa leið:
Farið hópferð austur í Rang-
árþing og gróðursetjið skóg-
arplöntur. Fyrst í skógræktar
girðingar ríkisins að Skarfa-
nesi í Landsveit og síðan á
fleiri staði.
Að fengnum þessum svör-
um var leitað til nokkurra
manna, karla og kvenna, um
afstöðu þeirra til hins nýja
siðar, og var fljótlega fylltur
30 manna taíll, lofuðu þátt-
töku í ferðinni 24 karlar og
6 ungar konur.
Ferðin var ákveðin laugar-
daginn 3. júní kl. 2 síðd. Og
þrátt fyrir storm og rigningu
mættu allir á ákveðnum stað
og stundu, nema einn,* sem
forfallaðist, en hans skarð
var fyllt við Ölfusá.
Var nú haldið sem leið ligg
ur að Skarfanesi á Landi, og
brátt skipti um veður, og ekki
hafði rignt þar efra.
Komið var á staðinn klukk
an að ganga 8, tjaldað og
snætt, og síðan tekið til
starfa. En með plöntur og
verkfæri, og til leiðbeiningar
var þarna mættur Garðar
skógarvörður á Tumastcðum
með liðsmenn sína.
Urn kvöldið var svo unn-
ið að gróðursetningu til kl.
11 og á sunnudaginn frá kl.
9 árd. til 5 síðd. og gróður-
settar um 8000 furuplöntur.
Þótti ferð þessi hafa tekizt
vel. En síðar mun verða nán
ar grennslast eftir útbreiðslu
hins nýja siðar meðal með-
lima Rangæingafélagsins.