Tíminn - 17.06.1950, Side 7
AUKABLAÐ
TIMINN, Iangardaginn 17. júní 1950
7
Rachel Knappett:
ÞAR
RASIÐ GRÆR
Kafli úr bókinni: „A Fullet on the Midden”
„Hvað gerir fólkið' eiginlega allan
daginn á sveitabæ?" segir bæjarbúinn
í Englandi, og unga stúlkan, höfund-
ur bókar þeirrar, sem eftirfarandi
kafli er tekinn úr, vill reyna að svard
þeirri spurningu. Racbel Knappett
gaf sig fram sem sjálfboðaliða í seinni
heimsstyrjöldinni og blaut það hlut-
skipti að starfa á sveitabýli í Lanca-
shire. Þar dvaldi hún fimm ár, og
hún lýsir lífinu og störfunum þar af
óvenjulegum næmleik, glettni og
samúð, svo að bók þessi hefir uirnið
hug og hjarta fjölda Jesenda. Ekki er
ólíklegt, að einhverjum þyki gaman
að iieyra lýsingu hennar á heyskapn-
um á hinu enska sveitabýli, en kafli
sá, sem hér birtist úr bók þcssari, er
tim hann.
Grasið, sem vex á túnunum
í Bath Farm og nær öllum
öðrum sveitabýlum í Suð-
vestur-Lancashire, er ekki
þetta ilmandi engjagras, sem
maður þekkir frá þeim lands
hlutum, þar sem ræktað er
sauðfé og nautgripir. Þetta
er smárahey, og það vex ekki
af sömu rót á sama stað ár
eftir ár, heldur verður að sá
til þess hvert sinn.
Grasið er sá jarðargróði á
bænum, sem vex lengst á tún
um og ökrum, áður en upp-
skera fæst eða hægt er að slá
það og hirða. Þaö er ekki
hægt fyrr en tveim árum eft-
ir sáninguna. í þessu liéraði
fær enginn jarðargróði bú-
setu á sama akri tvö vaxtar-
tímabil í röð, og fyrra vaxt-
arár sitt verður smárinn að
deila moldinni á akrinum við
hveitið. Hveitinu er sáð á
haustin, og vorið eftir, þegar
hveitið hefir skotið upp góð-
um stofni, er smáranum sáð
meðal þess, og hann fær að
vaxa milli hveitistanganna.
Eftir nokkrar vikur er kom-
inn grænn þeli milli stang-
anna, og þar með .fenginn
vísir að því, að hveitiakurinn
.í ár verði smáratún að ári.
Grasfræinu er sáð með vél,
sem er einna líkust léttum
hjólbörum. Ofan á börunum
er aflangur'kassi með götum
i röðum á botninum. í þess-
nm kassa er grasfræið. Litlir
burstar á sívalningum eru
festir við stöng í kassanum.
Þegar börunum er ekið, snú-
ast burstarnir og sópa fræinu
út um götin.
Það er mjög vandasamt
starf að sá smárafræi. Ég get
raunar ekki lýst þyí eins og
vera ber af þeirri einföldu á-
stæðu, að mér hefir aldrei
verið falið slíkt trúnaðar-
starf. En sé dæmt eftir svip-
móti sáðmannsins og síend-
urtekinni athugasemd Bar-
neys, „að það sé segin saga,
að honum sé falið þetta
starf, þegar honum hafi orð-
ið það á að stíga ólánsfætin-
um fyrr út úr rúminu um
morguninn, hlýtur það aö
vera mjög vanda^amt.
Sáðvélin gengur fyrir
hreyfli, og þegar sáðmaöur-
inn hefir ekið henni um
þveran og endilangan akur-
inn allan daginn, er hann orð
inn bæði sárfættur og bak-
veikur.
Listin við sáninguna er sú
að skilja ekki eftir ósáðar
rendur eða bletti, og það er
allt annað en auðveld list.
Það er nær því sama, hvaða
varúðarráðstöfunum sáð'-
maöurinn beitir, þótt hann
noti alls lcyns merki, svo sem
pappírsmiða og smáspýtur til
þess að merkja á milli hins
sána og ósána lands, eða taki
mið af trjám, girðingastaur-
um eða öðrum hlutum, þeg-
ar hann stýrir vél sinni, get-
ur hann ekki ráðið við snögg-
an vindgust, sem blæs hinu
létta fræi afleiðis og skilur
eftir ósána rönd. Sæðið fell-
ur meðal hveitisins, og það er
ógerlegt að sjá, hvar sáð hef-
ir verið eða ósáð er. En seinna
þegar hveitið hefir verið
slegið, og. smárabreiðan er
vaxin þykk og mjúk úr
mold, koma auðir blettir og
rákir í ljós, þar sem ekkert
fræ hefir fallið. Og þá fer
gamanið fyyir sáðmanninn að
grána. Þá hefst háðið og
spottið meðal heimilisfólks-
ins. Auöu blettirnir eru kall-
aðir „helgidagar“.
„Já, því líkt og annað eins,
helgidagar í þúsundatali“,
segir húsbóndinn. „Og það
alla leið upp að járnbrautar-
stöð, þar sem þeir blasa við
allra augum“.
„Hvernig í ósköpunum
stendur á þessu, Barney?
Varstu fullur?“
„Nei, það er bara vegna
þess, að ég settist niður og
fékk mér blund, en ákafinn
í sáðvélarskriflinu var svo
mikill, að hún hélt áfram
einsömul“.
Barney og Jói eru bestu sáð
mennirnir, og þeir svara fyr-
ir sig hvor meö sínurn hætti
og stríða hvor öðrum ótæpt.
„Já, stendur heima“, segir
Barney. „Það kom snarpur
vindgustur og feykti fræinu
burt, og ég hafði" engin ráð
með að tína' það saman aft-
ur“.
Um geysilangan „helgi-
dag“, sem teygir sig yfir þver
an akurinn, hefir hann þessa
skýringu á reiðum höndum:
„Já, hér hafa smáfuglarnir
tínt upp allt fræið“.
Svör Jóa eru ekki eins lang
sótt, og þau eru oftast þess
eðlis, aö þau girða fyrir fleiri
háðglósur:
„O, fjandinn eigi það“, seg-
ir hann. „Næst skaltu þara
reyna að sá sjálfur og' sjá
hvernig það tekst“.
Þegar búið er að sá, er fræ-
ið herfað niður í moldina, og
síðan er akurinn valtaður.
eftir það getur fræið farið aö
spíra í friði, þvi að nú er það
látið afskiptalaust til næsta
vors' Þá er aftur komið ti.1
liös við það á vaxtarskeiðinu
meö áburði. Þegar kemur
fram í miöjan júni, eru
smárablómin orðin Ijósraúð
og hvít og ilma sætlega. Þá
er farið að huga að sláttuvél-
unum. Þær eru dregnar iit í
dagsljósið og smurðar. Stakk
trén eru einnig endurnýjuð
eða lagfærð. Og svo hefst
heyskapurinn.
Heyskapardagurinn hefir
yfir sér sinn sérstaka glæsi-
brag. Karlmennirnir segja,
þegar þeir sjá sólina koma
upp í austri, hreina og
skæra, en ekki eldrauða og
logandi: Nú verður góður
heyskapardagur í dag.
Snemma á morgnana ligg-
ur döggin þung og glitrandi,
á hverju strái og blaði. Þegar 1
hún gufar upp, leggst létt
móðuský yfir akurinn og fyll
ir loftið sætum smárailmi. j
Og allt í einu berast kyn- |
leg hljóð út yfir akrana. Þar
blandast saman kliður sláttu j
vélanna, fótatök hestanna í
mjúku grasinu, raddir karl-1
mannanna og suð hinna iðju- ,
sömu býflugna, sem fljúga
milli smárablómanna af því- (
líkum ákafa, að engu er lík- ;
ara en þeim sé það fullljóst, j
að nú sé hver stundin síðust |
til að safna þar hunangi. Slík,
hljóð gefa til kynna dásam-,
legan heyskapardag, Ég
minnist eins sumars, þegar
tíú slíkir dagar komu í röð
hver á eftir öðrum.
Sláttuvél er undarlegt og
afkáralegt skrapatól. Á henni
eru tvö járnhjól með sæti á
milli. En út undan öðru hjól-
inu rekur hún heljarmikla
hárgreiðu með hyössum tönn
um, og þessi greiða rennur
eftir jörðinni. í slíðrum hinna
hvössu tanna eru hvassir Ijá-
ir. Hverri sláttuvél fylgja
margir ljáir, og meðan
einn ljár er notaður, eru
hinir hvesstir. Þegar sláttu-
vélin er í gangi, hreyfist ljár-!
inn með geysihraða fram og|
aftur, svo að varla verður
auga á komið. Þá er nti viss- !
ára að gæta sín að ana ekki j
fram fyrir greiðuna, því að,
„það er aldrei að vita hvenær j
fjandinn hleypur í klárana“,j
eins og karlarnir segja. Ef
það skeður nú samt sem áð- j
ur, að maður hefir álpast
fram fyrir greiðuna, og svo
fara hestarnir af stað allt í
einu, verður afleiðingin svo
hryllileg, að það er ekki einu
sinni hægt að hugsa um
hana. Ég umgengst því ætið
sláttuvél'og ljái hennar með
hátíölegri virðingu.
Einu sinni höfðum við
þrjár sláttuvélar í gangi i
einu. Tvær af nýjustu tízku
og dregnar af hestum, en hin
þriöja gömul hringla, sem
hengd var aftan í dráttarvél.
En sú gamla var ekki auð-
veld í meöförum, og dráttar-
vélarstjórinn gat ekki stjörn
að henni jafnhliða dráttar-
vélinni. Þess vegna var ein
okkar stúlknanna sett upp á
hana til þess að lyfta greið-
unni við horn. Hún hökti yf-
ir teiginn meö þrumugný. í
fyrsta sinn, sem ég átti að
fara með Jóa til þess að slá
meö þessari sláttuvél, sagði
hann:
„Taktu hjólið þitt með
þér“.
Ég hlýddi, þótt ég slcildi
eklti, hvað þaö ætti að þýða.
Klukkustund síðar varð ég
þó fegin að erípa það og
hjóla í ofboði heim til bæjar.
Það er sem sé hvergi afdrep
að finna á ökrunum eða tún-
unum.
Þar kom þó að lokum. að
gamla sláttuvélin var alger-
lega gefin á bátinn eftir ótal
axarsköft og bilanir. Hús-
bóndinn og Jói höfðu bjástr-
að við hana langa stund með
hömrum, skrúflyklum og
smurningskönnum, en allt
varð árangurslaust og þeir á-
kváðu að henda henni í
skrandyngjuna.
Hinar sláttuvélarnar tvær
eru dregnar af tveim hestum
hvor, og ganga hestarnir
sinn hvorum megin við langa
stöng. Bill og Billy eru yfir-
sláttumenn og hafa hvor um
sig stúlku sér til hjálpar. Við
byrjum að slá í jaðri hvers
teigs, og sláttuvélarnar elta
hvor aðra hring eftir hring,
þar til ljáin mætist í miðjum
teig. Þær skilja grasið eftir
fallið í múga.
Þegar við Marjorie höfum
komið okkur saman um það,
hvorum sláttumanninum
hvor okkar eigi að fylgja,
vopnumst við hrífum og rölt-
um á eftir sláttuvélunum. Við
rökurn heyið frá greiðunum,
þegar það vill falla fast að
hinu óslegna grasi. Af og til
hvílum við okkur og skiptum
verkum við karlmennina,
setjumst í hásæti vélanna og
stjórnum hestunum. Ég ann
þessu starfi. Mér finnst næst
um því að ég sé að aka stríðs-
vagni, þegar ég sit á sláttu-.
vélinni.
Hornin eru vandasömustu
(Fraviliald á 8. síöu.)
Þessir fuglar eru að byrja að virða fyrir sér lífið og tilveruna.
ungar, nýskriðnir úr eggjum.
Þetta eru hænu-
4l