Tíminn - 17.06.1950, Side 10

Tíminn - 17.06.1950, Side 10
10 TÍMINN, laugardaginn 17. júní 1950 AUKABLAÐ GÍSLI GUÐMUNDSSDN, ALÞINGISMAÐUR íslenzkur landbúnaður á tímamótum Sá, sem þetta ritar, veit um bóncia, sem nú er um sex tugsaldur cg aldrei hefir átt hest á búskaparárum sínum. Bcndi þessi hefir lengst af haft lítiS fjárbú á engja- lausri beifcijörð, og hann lét sig ekki muna um, að bera töðuna heim í hlöðu á bak- inu, en til aðdrátta, sem ekki voru miklir, hafði hann ýms úrræði. Nú rekur þessi bóndi ao vísu stórbú, með margföldum töðufeng og miklum aðdráttum til bú- skaparins, en hestur.'nn hef- ir ekki enn komið þar við sögu. Þegar mannsorkunni fór að reynast átök'n um megn, nú fyrir nokkrum ár- um, tók dráttarvélin við, og bifreið -flytur nú tilbúinn á- burð, kjarnfóður og elds- neyti úr kaupstað, þá leið sem bóndinn áður geklc með bagga á baki eða skíðasleða í eftirdragi. Þessi búskaparsaga er að vísu nokkuð óvenjuleg. Fiest ir bændur hér á landi hafa frá alda öðii haft hestinn sér tii aðstoðar. við búskap- arstörfin. Án hestsins hefði ísland aldrei orðið slíkt land búnaðarlana, sem það ávallt hefir verið, og með hjálp hestsins hófst hin mikla land búnaðarbylting fyrir nokkr- um áratugum, er þúfnaslétt un tók að færast í vöxt er farið var að nota pióg og herfi við iarðrækt og tiisvar andi verkíæri mcð heyvinnu. Hesturinn lagði þá til þá orku, sem við þurftum til þess, að hin nýju verkfæri eða vinnuvélar gætu komið að notum. En nú er svo komið, að sum heimili, sem notið hafa aðstoðar hestsins í þúsund ár, telja sér hans ekki leng- ur þörf. Bóndinn, sem lengst er kpminn á braut vélaþró- unarinnar, eyðir ekki lengur dýrmætri morgunstund til að lcita hssta i haga, og hann telur hestinn of veik- an aflgjafa til aö valda þeim viðfangsefnum, sem nú eru fyrir hendi á stóru búi, þar sem miklu þarf að breyta á skömmum tíma. Honum þyk ir betur henta, að geta geng ið að aflvélimii. dráttarvél- inni eða jeppanum á sínum stað, og beitt hcnni til átaka, sern áður voru óframkvæm- anleg. Honum er það minn- isstætt, að afli hestsins, eins og mannsins, voru mikil tak mörk sett, að sjálfstæður vílji hests'ns gat verið erfið- ur í tamningu, að hesturinn þarfnað'ist fóðurs, hirðingar og húsaskjóls, að mörg l;ross á búi voru eldur í heyjum, þegar harðindi bar aö hönd- um. En í ýmsu öðru eru hinir nýju búskaparhættir ólíkir þe.'m, er áður voru. Sú þunga vara, sem aðallega þurfti að flytja til sveitahemilisins úr kaupstað, hefir lengst af ver ið kornmatur til manneldis, auk húsaviöar til endurnýj- unar bæjar- og fénaðar hús- um á nokkurra áratuga fresti þar sem ekki var trjáreki fyr ir landi jaröarinnar sjálfrar. Nú hefir hin aðkeypta þunga vara margfaldast, og meiri- hluti hennar eru rekstrarvör ur til búskaparins. Þannig eru hinir nýju búskaparhætt ir víða nú orðið, og yfirleitt er nú að því stefnt á sveita- heimilum landsins, að full- lcomna þessa tegund búskap arhátta eða taka þá upp, þar sem það enn hefir ekki tek- izt af ýmsum ástæöum. íslenzkur landbúnaður er á tímamótum. Mikil og var- anleg mannvirki hafa verið unnin á þúsundum jarða í sveitum landsins. Hverjum sem landbúnaði ann og hlúa vill að landi sínu, hlýtur að hlýna um hjartartætur, við að sjá hin fornu tún færast út svo að segja óöfluga með ári hverju, reisuleg steinhús yfir fólk og fénað þar sem áður voru lágir moldarbæjir stritandi vélar, sem erja mold iira og skera upp ávöxtinn á skömmum tíma, og létta þyngsta erfiðinu af langlún um höndum. Síðustu árin hefir mörgum v:rzt framkvæmdir landbún- aöar.'ns ganga „eins og í sögu“ og mikil bjartsýni hef ir verið ríkjandi um blessun arr-ík áhrif hinna nýju bú- skaparhátta. . Menn hafa þótzt sjá þess glögg vitni, að lífskjör í sveitunum væru, þrátt fyrir mikla fjárfest- ingu í margskonar fram- kvæmdum, mun rýmri en áð ur var, einnig þau lífskjör, sem ekki standa í beinu sam bandi við framkvæmdirnar sjálfar, svo sem húsnæði og hlýja á heimilunum. Þetta hafa menn þakkað hinum nýju búskaparháttum, hefir það vissulega mikið til síns máls. En þess verður þó jafn framt að gæta.að síðasta ára tuginn hefir yfirleitt verið mjög óvenjuleg velmegun hér á landi, og eru til þess sérstakar ástæður, sem ekki verða raktar að þessu sinni. Nú þegar sverfa tekur að þjóðinni á marga -lund frá því sem áður var um skeið, munu menn hinsvegar kom- ast að raun um, að hinirj nýju búskaparhættir hafa í för með sér ýmsa örðugleika, sem gefa þarf gaum að í tíma, og að margs þarf nú að gæta, þegar næstu áfang ar eru ráðnir, og að einnig hinir eldri búskaparhættir hafa nokkuð til síns ágætis, ef samræmdir eru nýrri reynslu og nýjum viðfangs- efnum. Við nánari athugun verð- ur það t. d. auðsætt, að breyt ing búskaparhátta og híbýla í nítízkuhorf á öllum sveita- býlum landsins, og nauðsyn leg myndun nýbýla, þótt ekki sé nema í stað þeirra, er úr byggð falla af eðlileg- um ástæðum, vegna nýrra við horfa, getur aldrei orðið á mjög skömmum tíma.. Má því engum á óvart koma, þótt sum býli breytizt hægar en önnur eða hinar almenciu breytingar taki lengri tíma en þeir kynnu að hafa hugs að sér, sem bjartsýnastir eru og minnstan gaum gefa að þeim takmörkunum, sem jafnan reynast á hraða fram faranna, enda þótt ekki sé um nein sérstök áföll að ræða. Láta mun nærri, að á land Glsli Guðmundsson inu hafi verið um 6200 bænd ur í árslok 1948, og hefir sú tala ekki breytzt að ráði síð- an. Tala íbúða i sveitum munu vera um 6000. Sam- kvæmt skýrslum, sem fyrir hendi eru um það efni, má gera ráð fyrir, að um 2400 bæi þurfi að endurbyggja, ef öll sveitaheimili eiga að fá „mannsæmandi" húsakynni. Ef gert er ráð fyrir, að hvert hús kosti 100 þús. kr„ nota 2400 hús samtals 240 millj. króna. Gerum ráð fyrir, að 1200 bændur eigi dráttarvélar til heimilsnota. Sé gert ráð fyr ir, að slík dráttarvél kosti 15 þús. kr„ þarf 75 milljónir kr. til þess að 5000 bændur geti eignast heimilisvélar. Með sama hætti geta menn reynt að gera sér í hugarlund! hvað það myndi kosta land- j búnaðinn í heild að eignast t. d. votheysturn eða, jeppa- bifreið á hvern bæ, hvað kost ar að koma upp steinsteypt- um fjósum og fjárhúsum á þeim bæjum, sem ekki hafa þegar komið sér upp slíkum byggingum o. s. frv. Það liggur í augum uppi, J að svo mikla fjármuni getur landbúnaðurinn ekki lagt: fram eða aflað sér í skjótrij svipan. Hér veröur því aðj fara eftir ástæðum og athuga> j hversu haganlegast verði að farið. Til eru þeir hlutir, sem ekkert sveitaheimili mætti án vera til búrekstrarins, eins og nú standa sakir. Til þeirra má telja hinar al- gengustu vinnuvélar, svo sem venjuleg jaröyrkjuverk- færi, sláttuvélar, rakstrarvél ar, o. s. frv„ og frá sjónar- miði landbúnaðarins í heild eiga kaup slíkra verkfæra og véla að sitja fyrir öðrum. Um hinar dýru aflvélar, (drátt- arvélar, bifreiðar) er nokkuð öðru máli að gegna. Hætt er við að slíkar vélar reyndust mörgum bændum ofviða, meðan bú þeirra eru ekki stærri en þau eru nú. Það getur ekki talizt hagkvæmt, að eiga dýra vél, sem e. t. v. hefir ekki verkefni að vinna nema nokkrar vikur eða jafn vel ekki nema nokkra daga á ári. Öðru máli er. að gegna um þær vélar stórar og smá ar, sem margir bændur geta átt í félagi og séð fyrir næg- um verkefnum allan þann tíma ársins, sem vinnufært er. Margt bendir til þess, að enn um nokkurt skeið verði hesturinn hagkvæmasti orku gjafi mjög margra bænda- býla hér á landi, þó þannig að hann fái alstaðar þau verkfæri til að vinna með sem samsvarar orku hans, og að enn meiri alúð verði lögð við það en verið hefir, að ala upp góða vinnuhesta óg temja þá til samvinnu við vélarnar. Vélanotkun við búskap nær því aðeins tilgagni sin- um, að þekking á vélum og næg kunnátta og æfing í meðferð þeirra sé fyrir hendi. Segja má að allar vélar sömu gerðar séu jafn „duglegar", en afköst þeirra eru mjög undir stjórn þeirra komið. Sama Vélin getur unnið helmingi meira hjá vönum og lægnum vélstjóra, en und ir stjórn annars manns, sem er henni með öllu óvanur enda getur ekki lært hin réttu tök. Ljár og orf í hönd um lélegs sláttumanns hef- ir aldrei skilað stórri slægju að kvöldi. Sama lögmál gild ir um vélina og þann er henni stjórnar. En munurinn er sá, að orfið og ljárinn eru bóandanum svo ódýr, að verð þeirra skiptir litlu máli í bú rekstrinum, en vélin er dýr og veldur bóndanum tjóni, ef ekki tekst að hafa þau not af henni, sem til var ætl ast. Ekki skiptir það heldur höfuðmáli, þótt skarð komi í ljá eða orf brotni, því að hvorttyeggja má bæta með litlum kostnaði. En vanhirða eða vangá, sem seldur bilun dýrra véla, er mikið alvöru- mál fyrir hvern þann, er fyr ir verður. Þá er það og mikið tjón ís- lenzkum landbúnaði, ef menn gæta þess eigi, vegna hinnar nýju búskapartækni að gera sitt til að fullkomna þá möguleika, sem fyrir hendi eru á búi hverju og oft er hægt að nota með minni tilkostnaði, en hitt sem að er keypt, auk þess sem að slíku mætti oft verða sparnaður fyrir þjóðina í heild. Enn mun víða á það skorta, að sá áburður sem til fellst heima,'fyfir, sé nýtt ur sem skyldi, og er slíkt til- finnanlegt, þegar. tilbúinn á- burðúr er keyptur dýrum dómum frá öðrúm löndum, fyrir gjaldeyri,. sem bóndinn má illa án ver'a til þeirra hluta. Enginn æt#i að kaupa tilbúinn áburð. fýrr en hann hefir komið upp safngryfju og steyptu haugstæði á bæ sínum, ef nokkur tök eru á. En samkvæmt jarðræktarlög um nemur framlag ríkisins a. m. k. 27 krónum á hvern rúmmetra í saíngryfjum og 9 kr. á rúmmetra í steyptum haugstæðum. Svipað má raunar segja um nauðsyn vot heysgeymslu fyrir verulegan I hluta heyfengsins. Með slíkri verkunaraðferð er fóðrur- gildi heyjanna stórum auk- ið, og hver sem votheysgerö stundar, framleiðir í raun og veru meira eða minna kjarn fóður á búi sínu, sem sparað getur aökeyptan fóðurbæti. Framlag ríkisins til að koma upp votheysgryfjum nemur um kr. 16,50 á hvern rúm- metra, og hefir verið hækk- að til mikilla muna með hin um nýju jarðræktarliogum frá síðasta Alþingi. Á það hefir áður verið minnst í þessari grein, að nú séu tímamót í sögu landbún aðar hér á landi. Að sjálf- sögðu ber íslenzkum bænd- um, að nota sér allt það af tækni nútímans, sem búskap þeirra hentar og þeir hafa bolmagn til á hverjum tíma — og einnig til aö hagnýta hverskyns verðmæti, sem bú- in geta lagt til, sjálfum sér til viðhalds og eflingar. En fyrsta skilyröi til þess, að ár angur af rekstri búskapar geti orðið góður, er að þar sé sá andi ríkjandi, sem liðnar kynslóðir nefna „trú- mennsku," en nú mætti vel heita búskaparmennmg, og ' er m. a. í því fóigin að þroska sjálfan sig til að leysa verk- ! efni sín svo vel sem unnt er, ' hvort sem það er gert meö ' gömlum eða nýjum aðferð- ' um.. Merkur bóndi var ný- lega spurður, hvað hann teldi mestu máli skipta í bú- skap sínum. „Ekkert“ svar- aði bóndinn. „Það skiptir allt jafn miklu máli“. Til þess að geta rekið búskap með viöunandi árangri, verö 1 ur maður að hafa auga á öllu jafnt, sjá um að allt sé í , lagi.“ j Þetta var án efa viturlega mælt. Og hollt mun það vera : íslenzkum bændum, að hafa i þessi ummæli stéttarbróður ' síns í huga á þeim tímamót 1 um, sem nú eru í landbúnað inum, og þá eigi sízt með til liti til þess, að ýmsar blikur eru nú á lofti, sem vandséð er, hvernig úr rætist. Ullin reidd í kaupstað á gamlan móð.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.