Tíminn - 23.06.1950, Blaðsíða 1

Tíminn - 23.06.1950, Blaðsíða 1
ItttllllllllllltllflflllinillttltlHlltllltMlllllllfllllMMMI a 2 | Skrifstofur í Edduhúsinu | Fréttasímar: 81302 og 81303 Afgreiðslusími 2323 Augljjsingasimi 81300 1 Prentsmiðjan Edda íiiiiiiiiiiiiiiiiiimiimiiimiiiiiiiiiiiiiiiiimitiiiiiini 34. árg. Reykjavík, föstudaginn 23. júní 1950 134. blað Ljúka námi í flug- umferðastjórn Samkvæmt samningi milli íslands og Bandaríkjanna, sem gerður var árið 1946, tóku Bandaríkin það að sér að sjá um kennslu og tæknislega þjálfun 47 íslendinga, sem fylla áttu ákveðnar stöður við rekstur Keflavíkurflugvallar. I Af þessum 47 áttu 27 að fara! til Bandaríkjanna til náms. Námið hefir verið þannig skipulagt, að það tekur þrjú ár, frá 1949 til 1951. Sex nem- endur hafa þegar hafið nám í ýmsu, sem lýtur að flugum- ferðastjórn. Tveir þessara nemenda hafa þegar lokið náminu í Bandaríkjunum og eru komnir til íslands. Eru það þeir Bjarni Jensson, Reykjavík, og Guðjón Bjarna son, Haínarfirði. Myndin sýnir þá Guðjón Bjarnason og Bjarna Jensson heimsækja miðstöð flugumferðarstjórnar á LaGuardia flug- vellinum í Nevv York. Ráðstefna norr. stofnana Óskar Bjartmarz er nýkom Heiðmörk opnuð almenningi á sunnudaginn kemur inn heim frá Stokkhólmi, þar sem hann sat fund lög- gildingastofnana á Norður- löndum. Var hann þar full- trúi íslands. Frá Noregi voru á fundi þessum tveir fulltrú- ar, tveir frá Danmörku og einn frá Finnlandi, auk Svia, er sátu fundinn. Ráðstefnan stóð í fimm daga, frá 1.—4. júní, og voru þar fluttir fyrirlestrar um ýms viðfangsefni, sem varða mynt, mál og vog, og sam- hæfingu þess. Voru síðan um ræður á eftir. 5.—7. júní ferðuðust fund-' armenn um nágrenni Stokk- j hólms í boði Svia og skoðuðu ýmsar stofnanir og verksmiðj ur, er varða verkahringj þeirra. Óskar Bjartmarz kom heim' úr för sinni s. 1. sunnudags- j kvöld, og ber hann hið mesta lof á móttökur Svía og for-' sjá alla og vinsemd þeirra í garð íslendinga. Sænsk rausn og prýði er einstök, sagði Óskar. Breiðadalsheiði fær bifreiðura Bifreiðar fóru yfir Breið- dalsheiði fyrir nokkrum dög- um í fyrsta sinn á þessu sumri. Breiðdalsheiði er á milli ísafjarðar og Önundar- fjarðar og er með hæstu fjall vegum, sem bílfærir eru hér á landi, nokkuð á 7. hundrað metra á hæð. Viftliafitarmikil ví$$sluliá(íð cfra Heiðniörk, griðland Reykvíkinga, verður opnuð almenn- ingi á sunnudaginn kemur. Verða þá hátíðahöld mikil efra, og væntanlega mikið fjölmenni. Mun meginþorra bæjarbúa þessi staður lítt kunnur enn, og verða það sennilega margir, er þangað koma í fyrsta skipti á sunnudaginn. Hátíðahöldin Hátíðahöld’n munu hefjast klukkan þrjú, og verða ferð- ir frá Ferðaskrifstofu ríkis- ins klukkan hálf-tvö. For- maður Skógræktarfélags Reykjavíkur, Guðmundur Marteinsson, mun setja sam- komuna, en Gunnar Thorodd sen borgarstjóri flytur ávarp og Hákon Bjarnason skóg- ræktarstjóri og Sigurður Nor dal prófessor flytja stuttar ræður. Þjóðkórinn mun syngja undir stjórn Páls ís- ólfssonar, og Lúðrasveit Reykjavíkur leikur. Átta hektara skógarteigur. Tuttugu og níu félög, auk Skógræktarfélags Reykjavík- ur, hafa fengið í Heiðmörk reiti, sem um fimmtíu þús- und barrv'ðarplöntur hafa verið gróðursettar í, mest tveggja ára furuplöntur og nokkuð af greniplöntum. Myndi sá teigur þekja átta hektara, ef um samfellt land væri að ræða. Byrjað var að planta á upp stigningardag og haldið á- iram siðan fram undir þetta. bæði á kvöldum og um helg- ai. Gróðursetningin virðist hafa tekizt vel, og þær plönt- ur, sem gróðursettar voru fyr ir hvítasunnu eru sýnilega farnar að vaxa. Er von til þess, að lítil afföll verði. Veð- urfar hefir líka verið hag- stætt, nema kannske helzt til þurrt upp á síðkastið. Gang.ð vel um. Mörg félaganna hafa rek- ið niður hæla umhverfis það land, er þau hafa plantað í, og fest snúrur á hælana, til auðkennis, svo að fólk veiti ekki nýgræðingnum átroðn- ing. Er þess fastlega vænzt, að fólk gæti þess vandlega, að spilla engu þar efra, enda nóg undanfæri á Heiðmörk. Prestastefnan stendur yfir Prestastefna íslands hófst i Reykjavik i fyrradag með guðsþjónustu í dómkirkjunni, og predikaði séra Jón Kr. ís- feld á Bildudal, en séra Jón Þorvarðsson í Vik þjónaði fyr ir altari. Allmargir forustumenn kirkjunnar á Norðurlöndum sitja prestastefnuna að þessu sinni. Gert er ráð fyrir, að presta- stefnunni ljúki á morgun. Aðalfundi S.Í.S. lokið: Sigurður Kristinsson hylltur í tilefni sjötugsafmælis síns Eysteinn Jónsson «g Björn Kristjánsson cndurkosnir í stjórn Sainhandsins Aðalfundi Sambands ísl. samvinnufélaga lauk í gær skömmu fyrir hádegi og hafði fundurinn þá staðið á þriðja dag. í gær fcru fram kosningar og voru þeir Eysteinn Jóns- son, ráðherra, og Björn Kristjánsson, fyrrv. alþm., endur- kosnir í stjórn sambandsins til þriggja ára. Síðasta verk fundarins var að hylla Sigurð Kristinsson, fyrrverandi for- stjóra S. í. S. Auk stjórnarkjörsins voru I kosnir átta menn í fulltrúa- | ráð Samvinnutrygginga og j Andvöku. Hlutu eftirtaldir: , menn kosningu: Björn Jónsson, Kolbeins-; stöðum, Seltjarnarnesi; Karl j Hjálmarsson, Hvammstanga; Óskar Sæmundsson, Garðs-! i auka, Rangárvallasýslu; I Kristján Jónsson frá Garðs- stöðum; Jón S. Baldurs, Blönduósi, Óskar Jónsson, Vík í Mýrdal; Halldór Ás- grímsson, Vopnafirði; Eirík- ur Þorsteinsson. Þingeyri. Ólafur Jóhannesson, pró- fessor, var endurkjörinn end- urskoðandi S. í. S. og Guð- ! brandur Magnússon varaend urskoðandi. Sigurður Kristinsson Sigurður Kristinsson, j hylltur. Sigurður Kristinsson, fyrrv. forstjóri Sambandsins og nú- verandi formaður þess, verð- ur sjötugur 2. júlí n. k. Sam- þykkti fundurinn eftirfar- andi ávarp til hans í tilefni afmæiisins og verður honum sent það skrautritað á af- mælinu með undirskrift allra fundarmanna: „Aðalfundur Sambands íslenzkra samvinnufélaga haldinn í Reykjavík dag- ana 20.—22. júní 1950 ósk- ar samhuga að votta þér, — Sigurðuý Kristinsson, forstjóri — á sjötugsafmæl þínu 2. júlí alúðarfyllstu þakkir fyrir hið mikla og dygga starf. er þú hefir af- reka^í þágu samvinnustefn unnar á íslandi. Sérstaklega vill fundurinn m'nnast og þakka forstjórn þína á Sambandi íslenzkra samvinnufélaga um 21 árs skeið og metur til fullra veröleika árvekni þína, þrautseigju og sleitulaust starf við að verja Samband- ið og sambandsfélögin áföll um gcgnum margra ára fjár hagskreppu. Um le.ð og fundurinn sendir þér og fjölskyldu þinni alúðarfyllstu ham- ingjuóskir á sjötugsafmæli þínu, er það ósk hans og bæn, að þú megir vel og lengi njóta launa hins trúa þjóns.“ Sigurði Kristinssyni var skýrt frá samþykktinni og þakkaði hann fundarmönn- um fyrir þann hlýhug, þá vinsenld og það traust, sem hann hefði jafnan notið í starfi sinu fyrir S. í .S ., í kvöld fara fulitrúar að- alfundar S. í. S. í Þjóðleik- húsið í boði Sambandsins og sjá .,Nýársnóttina.“ Húnvetnskar konur á ferðalagi Lcggja af stað til Suðurlands á þriðjudag Næsta þriðjudag munu kon ur úr Þverárhreppi í Húna- vatnssýslu leggja af stað í fjögurra daga ferðalag til Suðurlands. Er það í boði Kaupfélags Vestur-Húnvetn- inga á Hvammstanga. Er það venja, sem xaupfélagið hefir haldið allmörg undanfarin ár að leggja konum úr ein- um hreppi félagssvæðis síns ár hvert til bifreið í slíka fjögurra daga ferð. Taka þátt í henni húsfreyjur og ráðs- konur. í þessari för verða rúmlega 30 konur úr Þverár- hreppi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.