Tíminn - 23.06.1950, Page 4
4
TÍMINN, föstudaginn 23. júní 1950
134. blaff
Þegar hattarnir fjúka
i.
Eftirfarandi saga var sögð
í Reykjavík á stríðsárunum:
Prúðbúinn maður var á gangi
um eina af aðalgötum höf-
uðstaðarins, og hafði nýjan
og dýran hatt á höfði. Um
leið og göngumaður fór fyrir
húshorn, mætti honum vind-
hviða og tók af honum hatt-
inn. En maðurinn hélt áfram
göngu sinni berhöfðaður og
leit ekki einu sinni við til að
sjá hvað orðið hefði af kjör-
gripnum. í næstu fatabúð
keypti hann sér annan hatt
jafndýran, og lýkur þar sög-
unni.
Þessi saga var til þess sögð,
að minna á hið mikla virðing
arleysi fyrir verðmætum sem
ýmsum þótti verða eitt af
þjóðareinkennum íslendinga
á tímum stríðsgróðans. Sem
betur fór, var þó fjöldi fólks
lítt eða ekki snortinn af far-
aldri þessum. En i rauninni
var þarna ekki um nýtt fyr-
irbrigði að ræða. Virðingar-
leysi fyrir fjármunum er
kunnur þjóðfélagssjúkdómur
frá ómunatið, og hefir reynst
stærri þröskuldur á vegi fram
fara og almennrar velmegun-
ar en flest annað, sem mann-
kynið tefur á þroskabraut
sinni.
Sumir segja, að við íslend-
ingar höfum verið of stór-
huga á undanförnum árum,
að við höfum verið of ákafir
að ráðast í margskonar at-
vinnufra'mkvæmdir á skömm
um tíma, og því hafi okkur
farið eins og bónda þeim. er
„yfirbyggir“ jörð sína og
skortir af þeim ástæðum fé
til að sjá fyrir sér og sínum
með afurðum jarðarinnar.
Vera má, að svo sé. En þetta
eru þó smámunir einir hjá
því, sem hugarfar mannsins
með hattinn hefir verið þjóð-
inni til tjóns á sama tíma.
Og þegar svo tekst til, að
menn með því hugarfari,
veljast að meira og minna
leyti til að hafa forustu um
framkvæmdir þjóðarinnar, er
ekki von, að vel fari.
II.
Jafnhliða atorku, hjálp-
semi og þegnskap, er spar-
seml meðal hinna mestu
þjóðardyggða. Ekki sparsemi
nirfilsins, sem sveltir heim-
ili sitt og felur fé sitt í veggj-
arholu, heldur sú sparsemi,
sem kann að greina skil á
þörfu og óþörfu, og forðast
þau útgjöld, er sízt mega að
gagni verða. Það er hinn
mesti misskilningur, að þeir.
sem gæddir eru þessari dyggð
kunni miður að njóta lífs-
ins og hinna miklu gleði-
gjafa þess en hinir, sem ör-
ari eru á fé til hvers sem vera
skal, og hafa verðmætin og
gildi þeirra i flimtingum.
Það er líka rangt.að sparsemi
sé í þvl fólgin, að verða eng-
um að liði nema sjálfum sér.
Sparsamir menn verða að
jafnaði fleirum að liði en
eyðsluseggirnir, enda er það
vitanlega enginn skortur á
sparsemi, að verja fjármun-
um sínum til styrktar öðrum,
sem þess þurfa með til sinna
nauðsynja.
Sumir halda, að það sé eitt
af einkennum sannrar glæsi-
mennsku, að spyrja aldrei
hvað það kosti, sem verði er
keypt. Þessi hugsunarháttur
er m. a. nokkuð algengur hjá
ungum bæjarbúum, en eldist
að jafnaði af fólki eins og
fleiri andlegir barnasjúkdóm
ar,vþegar alvara lífsins kem-
ur til sögunnar. Að kaupa eitt
hvað án þess að vita um verð
þess, er í raun og veru menn-
ingarskortur en ekki kurteisi.
Hitt er svo annað mál, þótt
eigi þyki háttvíslégt að gera
öðrum kunnugt, hvað sá
greiði kostar, sem honum er
gerður.
III.
Eyðsla um efni fram er
háskaleg þeim. er þannig
fer með fjármuni, og leiðir
að jafnaði til ósjálfstæðis og
margskonar mannrauna af
þeim sökum. Eyðsla á opin-
berum fjármunum er svik-
semi, ef langt gengur. En
eyðsla þess, sem efnin hefir
nóg, getur líka verið hættu-
leg, og verður það að öllum
jafnaði. Mikið vantar á, að
þetta sé almennt viðurkennt,
en sannleikurinn er sá, að
eyðsla þeirra, sem sjálfir
hafa nóg peningaráð til
eyðslu sinnar, er eitt hið
hættulegasta mein þjóðfélags
ins nú á tímum.
Napoleon sagði einhvern-
tíma, að Frakkar teldu meir
um vert, að allir væru jafnir
en að allir væru frjálsir.
Þau orð voru að vísu mælt
í ákveðnum tilgangi, en jafn-
víst er það, að sú hugsun, að
allir eigi að standa jafnt að
vígi til að njóta lífsins, býr
með flestum mönnum nú á
tímum, a. m. k. í hinum
þroskaðri þjóðfélögum, enda
þótt flestir viðurkenni, að
slikum jöfnuði verði ekki með
auðveldum hætti við komið.
Hóflltil eyðsla, þótt á eig-
in fé sé, er ginnandi for-
dæmi þeim, sem síður hafa
ráð á, einkum þeirra, sem
ekki hafa fyrir neinum að
sjá nema sjálfum sér og þvi
möguleika til eyðslu, þótt
það kunni að kosta þá það,
að verða síðan snauðir menn
alla ævi. Sá sem eyðir eigin
fé í hófleysu, er því oftast
jafnframt með fordæmi sinu
að eyða fé fjölda efnaminni
manna, og eyðileggja fram-
tíð þeirra að einhverju leyti.
Og sama gerir í raun og veru
hver sá, er í hófleysu eyðir.
Á aðra, sem ekki fylgja for
dæmi eyðslunnar, af því að
þeir geta það ekki, eða hafa
of ríka ábyrgðartilfinningu
til að telja sér slíkt heimilt,
hefir atferli hinna eyðslu-
sömu gagnstæð áhrif, og þó
oft þjóðhættuleg. Meðal
þeirra eru fyrst og fremst
þeir, sem hafa fyrir öðrum
að sjá en eigi meiri efni en
svo, að fullrar aðgæzlu þarf
við til að hafa til hnífs og
skeiðar. í þessum hópi er mik
ill hluti þjóðarinnar, þeir
sem mestan þunga bera af
erfiði dagsins. kjarni lands-
lýðsins og hinar raunveru-
legu „m5.ttarstoðir“. Hjá flest
um, sem þannig eru settir,
vekur eyðslan gremju til
þeirra, sem eyðsluna stunda
og kasta fjártnunum á glæ,
ásamt meðvitund um, að þeir
lifi í óréttlátu þjóðfélagi, er
launi þeim bezt, er minnst
hafa til þess unnið, en hafi
hina út undan, sem fyrst og
fremst gæti skyldu sinnar. í
augum þeirra verður eyðslan
tákn þjóðfélags ranglætis,
jafnvel umfram það sem eðli-
legt er, því að oft eru menn
aðeins að eyða því, sem þeir
hafa með réttu aflað, og taka
sjálfir gjöld óforsjálni sinn-
ar. —
IV.
Það er því rík skylda öll-
um þeim, er þegnskap vilja
glæða með þjóðinni, að
stemma stigu fyrir eyðslu
sjálfra sin og annarra eftir
því sem frekast er unnt. Á
erfiðum tímum, þegar þjóð-
in þarf á öllu sínu að halda,
eiga hinir iðjusömu og spar-
sömu í landinu, skýlausa
kröfu á því, að eyðslan sé
stöðvuð. Það er út af fyrir
sig hættulegt, að fjármunum
sé sóað á slíkum tímum, hver
svo sem teljast kann eigandi
þeirra eða umráðamaður. En
leitt er að særa þá að óþörfu,
er sízt eiga skilíð, að láta
þá vera vitni þess, að dýr-
keypt verðmæti sáu látin af
hendi fyrir hégóma, sem að
litlu haldi kemur.
Því aðeins mun þjóðinni vel
farnast, að sá siður verði nið-
ur lagður að láta hattana
fjúka.
V.
Áhrif eyðslunnar ná dýpra
en oft virðist i skjótu bragði.
Það er út af fyrir sig nokkuð
kostnaðarsamt fyrir eyðslu-
menn þjóðarinnar, að sitja
dýrar veizlur, I tilheyrandi
skartklæðum, aka „drossium*
í þúsundatali, lítilla erinda,
og veita sér annað álíka. sem
hugurinn girnist, innan lands
og utan. Þeim eyðslueyri
kynni að vera betur varið til
annars. Það kann að vera
kostnaðarsamt fyrir þjóðfé-
lagið að veita sér 17 milljóna
leikhús og álíka margra millj.
„luxusskip" eins og nú stend-
ur á, og má þó ef til vill
segja, að þá rausn beri að
skrifa á reikning fyrri tíma.
En það er líka önnur hlið á
slíkum fyrirbrigðum.sem eigi
er síður athyglisverð.Það þarf
margar hendur til að fram-
leiða fyrir markað eyðslunn-
ar hér innanlands, og þær
hendur væru annars staðar
betur komnar. En eyðslan
heimtar sína þjóna, hundr-
uðum og þúsundum saman,
I hótelum og „sjoppum“,
veizlusölum, bifreiðum, verzl-
unarbúðum, og „menningar-
musterum."
Allt þetta fólk er tekið frá
störfum, sem fleiri þyrftu að
vinna að en nú gera. Eyðsl-
an á sinn þátt og ekki óveru-
legan i aðstreyminu til höf-
uðstaðarins, I flóttanum frá
framleiðslunni, og þeim at-
vinnubresti, sem af því kann
að hljótast um stundarsakir,
ef eyðslunni slotar.
VI.
En óhófseyðsla sú, er átt
hefir sér stað í landinu mörg
undanfarin ár, hefir á fleiri
sviðum haft sinar afleiðing-
ar, sem ekki láta að sér hæða.
Húsnæðisskorturinn í höf-
uðborg landsins er bein af-
leiðing eyðslunnar. Nógu
mikið hefir verið byggð í Rvík
til þess að allir íbúar bæj-
arins gætu haft viðunandi
húsnæði, ef byggingarefni og
vinnu hefði verið ráðstafað
(Framhald d 7. siOu.)
Sól og blíðviðri um allt
land, eins og raunar á að vera
um þetta leyti árs, þó að
stundum beri út af með það.
í góðu veðri eru menn alltaf
léttari í hug og liður jafnan
betur en ella. Auk þess er
það mikilvægt fjárhagslegt
atriði fyrir þjóðarbúskapinn
hvernig viðrar og ekki sízt á
vorin.
Menn tala samt oft um
erfiðleika og ískyggilegar horf
ur. Sumum virðist vera það
nýtt og'óvænt að erfiðleika
skuli bera að höndum og
fjárhagsleg afkoma almenn-
ings verða óvissu háð. Þeir
hafa víst verið farnir að
halda, að slíkt kæmi aldrei
fyrir framar.
Og nú á það sér stað, að
bændur, sem fluttu frá jörð-
um sínum fyrir tveimur,
þremur eða fjórum árum
vildu gjarnan vera komnir
þangað aftur. Ef til vill er
jörðin enn í eigu þeirra. Vera
má að þar standi húsin enn,
sæmilega á sig komin. En bú-
stofninum hafa þeir fargað.
Og þeix búa ekki án þess, að
hafa skepnur. En það kostar
sitt í landi dýrtíðarinnar að
eignast þær. Og það er engin
peningastofnun sem nú um
sinn stendur opin þeim, sem
vilja fá lán til að kaupa sér
bústofn, svo að þeir geti byrj-
að búskap.
En á sama tíma, sem menn
hafa verið að hverfa frá land
búnaði og sveitum, meðfram
vegna þess, að þeir hafa ekki
fengið lánsfé til að reka at-
vinnu sína, er alltaf verið að
byggja íbúðir í Reykjavik.
Menn, sem ekki fengu lán til
að byggja upp peningshús á
jörðum sínum eða gera önn-
ur slík mannvirki, hafa ef til
vill horfið frá búskap til at-
ivinnu og búsetu í Reykjavík.
Og svo byggir ef til vill Reykja
víkurbær yfir þá fyrir miklu
meira fé en um var að ræða
að þeir fengju lánað til að
halda áfram búskap og nýta
þau verðmæti, sem þeir áttu
á jörð sinni.
Hvort myndi nú vera betra
fyrir þjóðarbúið, að leggja
fram 50 þúsund krónur að
láni til að framlengja búskap
á býli, sem talsvert fé hefir
verið fest í eða leggja fram
150 þúsund til að byggja yf-
ir atvinnulausa fjölskyldu 1
Reykjavík? Þetta er spurn-
ing, sem ég vil biðja ykkur að
hugleiða. Og ef þið skylduð
halda að framleiðsla land-
búnaðarafurða skipti ein-
hverju máli og ætti að auk-
ast, þá takið þið það með í
reikninginn. Og finndist ykk
ur betra að leggja lægri fjár
hæðina í framleiðslu til að
bjarga öðrum verðmætum og
láta þau gefa arð heldur en
verja meiri fjárhæðinni til
íbúðabygginga, þar sem at-
vinna er ótrygg, þá heiti ég
á ykkur að stuðla að stefnu-
breytingu á þessu sviði, því
að hin leiðin hefir verið far-
in. — En ef ykkur finnst
þetta gott sem fer, þá er auð-
vitað bara að fagna því.
Þekkið þið einhverja, sem
eru að byggja og fá ekki mið-
stöðvarefni? Eruð þið kann-
ske sjálf í þeim hópi? Hafið
þið gert ykkur grein fyrir
því, að á sama tíma er lögð
fjórföld hitalögn frá fjórum
miðstöðvarkötlum í húsum
þeim, sem Reykjavíkurbær er
nú að láta byggja við Bú-
staðaveg. Þar vantar ekki
miðstöðvarefnið. En íbúðir,
skólar og sjúkrahús annars-
staðar verða að bíða, vegna
þess að þetta er ekki til.
Þarna er höfð sérstök mið-
stöð fyrir hverja ibúð. Og
svo er talað um sparnað, hag-
sýni, hófsemi, jöfnuð og ná-
ungans kærleika. Okkur
finnst stundum að þessar
dyggðir birtist í dálítið ann-
arlegum myndum.
Starkaður gamli.
ASKORUN
Þeir kaupendur blaðsins er ekki hafa enn
greitt síðasta árgang blaðsins eru enn einu
sinni alvarlega áminntir um að senda greiðslu
nú þegar. Nú fyrsta júií n. k. fellur árgangur
þessa árs í gjalddaga. Þeir sem ekki hafa greitt
síðasta árgang 1. júlí eiga það á hættu að þeim
verði ekki sent blaðið án frekari viðvörunar.
Innheimta TÍMANS
Frestið ekki lengur, að gerast
áskrifendur TÍMANS