Tíminn - 28.06.1950, Blaðsíða 6
6
TÍMINN, miðvikudaginn 28. júní 1950.
138 blað
TJARNARBID
Glitra daggir«
grær fold
Myndin, sem er að slá öll
met í aðsókn
Sýnd kl. 9.
Síðasta sinn
Konan sem hvarf
Frönsk prýðilegá leikin
mynd.
Aðalhlutverk leikur eins
frægasta leikkona Frakka
Francoise Rosay
Danskur Texti
Sýnd kl. 5 og 7
.« .-O—____ ^
N Y J A B I □
Fvrir friílsi og
réttlæíi
Dönsk stórmynd, gerð í
tilefni af 100 ára minningu
grundvailarlaganna.
Aðalhlutverk:
Ebbel Rode
Mogens Wieth
Paul Reumert
Sýnd kl. 9
Járnbrautarræn-
ingjarnir
Ný „Cowboy“-mynd með
William Boyd og öllum
þeim helstu i þeirri grein.
Bcnnuð yngri en 12 ára.
Sýnd kl. 5 og 7.
TRIPDLI-BÍCÍI
'
ALASKA
Afar spennandi og viðburða-
rík, ný amerísk mynd, frá
dögum gullæðisins, byggð á
samenfdri skáldsögu eftir
Jack London.
Aaðalhlutverk:
Kent Taylor
. Margaret Lindsay
John Carradine
Dean Jagger.
Sýnd kl. 5, 7 og 9
Bönnuð börnum innan 16 ára
Sonur glæpa-
mannsins
Mjög spennandi amerísk
sakartiálamynd frá skugga
hverfi New York-borgar —
Danskur texti.
Aðalhlutverk:
Bruce Cabot,
Tommy Ryan.
Bönnuð yngri en 16 ára.
Sýnd kl. 5, 7 og 9
í
■jg
ÞJÓDLEIKHÚSID
í dag, miðvikudag ki. 8
Fjalla-Eyvindur
Síðasta sinn
★
Á morgun kl. 8
Nýársnóttin
Síðasta sinn
★
Föstudag kl. 8
íslandsklulckan
Síðasta sinn
•k
Aðgöngumiðar að íslands-
klukkunni seldir í dag frá kl.
13,15—20,00 Svarað i síma
80 000 eftir kl. 14.00.
nin nýja sagnritnn
(Framhald af S. slOu.)
fyrirlítum þá sögufræðslu,
sem byggist á skipulagðri
fölsun heimilda og stað-
reynda eins og George Or-
well iýsir í bók sinni 1981, er
þó ekki hægt að loka augun-
um fyrir þeirri staðreynd. að
ýmsir gera sér slíka fræðslu
að góðu. En það er alvarleg
hætta á ferðum, þegar opin-
ber biöð leyfa sér að segja
rangt frá afstöðu manna við
atkvæðagreiðslur og tillögur.
Sú hætta er staðreynd í þjóð
lífi Pkkar.
Það er menningarhlutveik
Þjóðviljans að sýna þá hættu,
minna á hana, og opna augu
aimennings.
Það ætti svo að vera menn-
ingarhlutverk lescndanna að
lækna Þjóðviljann og láta
í komilcit
Spennandi og fögur ame-
rísk mynd.
Aðalhlutverk:
William Gargan
Nansy Kelly
Bönnuð yngri en 12 ára.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
BÆJARBÍD
HAFNARFIRÐI
Ilamlan við gröf
og dauða
Bráðskemmtileg ný sænsk
gamanmynd.
Aðalhlutverk:
Nils Poppe
Sýnd kl. 7 og 9
Sími 9184
BJml IIIM.
Ilervörðlir
í Marokkó
Amerísk mynd. Aðalhlutv.:
Ggorge Roft
Akim Tamiroff
Marie Windsor.
Sýnd kl. 9.
Prinsessan Tam — Tam
hin bráðskemmtilega dans-
og söngvamynd með Jose-
phinc Baker.
Sýnd kl. 5 og 7.
GAMLA BÍÓ
Ilryllilcg nótt
(Deadline at Dawn)
Hin dularfulla og óvenju
spennandi ameríska saka-
málakvikmynd með
Susan Hayward
Bill Williams
Paul Lukas
Joseph Calleia
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Bönnuð yngri en 16 ára.
-----------
SKIPAUTGCKO
RIKISINS
„HEKLA”
Farmiðar I næstu ferð skips-
ins, frá Reykjavík 6. júlí til
Glasgow, verða seldir á morg-
un. Farþegar þurfa að koma
með vegabréf sín, þegar þeir
sækja farmiðana.
starfsmenn hans hverfa frá
hinni nýju sagnaritun og
taka upp gamla og góða með-
ferð heimilda, sem byggist á
þvf. sem sannast og réttast
er vitað. Ö+Z.
Rauður hestur
fallegur, styggur, járnaður,
tapaðist í mai i vor. Ættaður
frá Hólum í Hjaltadal.
Ef einhver hefir orðið hans
var er vinsamlega beðið að
gera aðvart í síma að Selja-
brekku, Mosfellssveit.
Mark óvíst (2 bitar?).
íslenzk frímerki
Notuð íslenzk frlmerki kaupl
ég ávalt hæzta verðl.
JÓN AGNARS
Frímerkjaverzlun
P. O. Box 356 — Reykjavlk
Auglýsingasími
Tímaus
cr 81300.
JOHN KNITTEL:
FRÚIN Á
GAMMSSTÖÐUM
--------------- 41. DAGUR ------------------------
því að hún vildi ekki vera honum lengur byrði en óhjá-
kvæmilegt var.
í sömu andrá kom hjúkrunarkona út í garðinn til hennar
og tjáði henni, að Anton Möller hefði símað og spurt, hvort
hann mætti heimsækja hana.
— Hvers vegna spyr hann, hvort hann megi koma? Viltu
ekki segja honum, að méí sé ánægja að því að sjá hann hér?
— Hann rekur upp stór augu, þegar hann sér þig, Teresa,
sagði hjúkrunarkonan. Hann þekkir þig varla í nýja kjóln-
um, og svo er kominn svo fallega brúnn blær á hárið af úti-
verunni. *
Klukkustundu síðar kom Anton Möller.
— Hvernig líður þér, Teresa? spurði hann.
— Miklu, miklu betur, svaraði hún.
— Þá veit maður það, drundi hann.
Hann náði í stól og settist við hlið hennar. Bæði þögðu
nokkra stund. Það var eins og hann brysti hugrekki, er hann
sá þessa kornungu stúlku. Hann velti vöngum. Hún var fög-
ur eins og hin heilaga jómfrú í þessum svarta, fábrotna kjól.
Honum fannst snöggvast, sem hann ætlaði sér allt of mikið,
er hann girntist slíka konu.
— Þú ert gerbreytt, Teresa, mælti hann loks. En mig
undrar það ekki.
— Ég skil húsbóndann líklega ekki fullkomlega, svaraði
hún.
Hann reri fram í gráðið, akaði sér á stólnum og fitlaði við
fingurna.
— Þú ert ekki heldur af svo lágum stigum, sem þú kannt
að halda, sagði hann. Það er ranglæti, að þú sért vinnukona.
En nú er bezt, að ég segi þér eins og er: Ég fór til Síon og
spurðist fyrir um þig. Og nú bið ég þig leyfis: Má ég ekki
tala blátt áfram um öll þín málefni? Líttu ekki undan —
þá segi ég ekki orð meira. Svaraðu aðeins því, hvort það
myndi særa þig, ef ég færi að rifja þetta upp.
— Nei, húsbóndi. Þeir sorgardagar eru nú liðnir.
— Það veit ég, og ég skal ekki heldur fara að tala um auka-
atriði. Ég segi það eitt, að ég veit allt um þig. Ég veit jafnvel
meira en þú sjálf. Ég þekki alla sögu ættar þinnar, og ég
veit, að þú ert komin af efnuðu fólki í miklu áliti. Ég veit
margt, Teresa.
— Þetta veit ég líka, svaraði hún eins og ekkert hefði í
skorizt. Faðir minn minntist oft á það. Hann sagði, að þetta
hefði verið eina huggunin sín, þegar hann var í fangelsinu.
Og þegar hann varð farlama, var honum líka hugfró að þvi.
— Þú átt ekki að bera syndir föður þíns. Hefði ég drýgt
eitthvað, sem ekki skyldi — heldur þú, að ég hefði viljað,
að það bitnaði á — á börnunum minum?
— Ég hefi aldrei drýgt illvirki.
— Hvern getur það ekki hent að gera eitthvað misjafht?
svaraði hann. Sjálfur hefi ég gert ekki svo fátt, er aldrei
skyldi verið hafa, og þó að ég sé farinn að reskjast, er ég
ekki enn neinn dýrölingur. Síður en svo.
Hann horfði niður í grasið og brosti. Og í fyrsta skipti
leit hún ekki á hann sem auðmjúk vinnukona. Hún hvessti
á hann augun, eins og hún vildi sjá í gegnum hann, bora
augnaráði sínu inn í leyndustu afkima huga hans. Hanri leit
skyndilega upp og undraðist sjálfsöryggi hennar. Nei — þetta
var ekki venjuleg vinnukind. Vinnukind myndi áldrei þora
að líta þannig á nokkurn mann. Það var hann viss um. Og
hann vissi meira. Hann þekkti leyndardóma ætternisins, og
hann tók alltaf hreint afbragðskyn fram yfir miðlungsstofn.
Og hvað mannfólk snerti: Hvers virði voru umgengnisvenjur,
menntun, kaupmannsvit og þess háttar móts við aðalsmerki
kvenlegrar fegurðar og göfgi hins hreina blóðs? Þar var
allur samanburður óþarfur. Anton Möller, óðalsbóndi á
Gammsstöðum, var ekki lengur herra og húsbóndi. Teresa
var tiginborin kona, og hún drottnaði yfir honum. Nú vissi
hann það.
— Stundum, sagði hún — stundum finnst mér ég vera
orðin gömul. Miklu eldri en húsbóndinn. Ég get ekki lýst
þessari tilfinningu, en þetta er satt. Þegar húsbóndinn skaut
kynbótanautið sitt, fannst mér hann haga sér eins og skap-
bráður skóladrengur. Það hefði ég ekki getað gert. Ég hefði
verið of gömul og ráðsett til þess.
— Nú — Kóng! Það er nú ein af mínum syndum. Ég skal
viðurkenna það. Ég sagði það líka, að ég er ekki neinn dýrð-
lingur.