Tíminn - 28.06.1950, Blaðsíða 1
Ritstjóri: |
| Þórarinn Þórarinsson |
Fréttaritstj&ri:
Jón Helgason
Útgefandi:
| Framsóknarflokkurtnn |
aMnfHiiiiiiiiiiiiiiiniiiimiiiiHimiiiiiimiiiiiuiiuii
| Skrifstofur i Edduhúsinu §
Fréttasimar:
81302 og 81303
AfgreiOslusími 2323
Auglýsingasími 81300
Prentsmiöjan Edda
IHIHHIIIIHIIIIimillllllHllllimilHIIHHIHHHHHHIir
34. árg.
Reykjavík, miðvikudaginn 28. júní 1950.
138 blað
Bandaríkjamenn skipa flugher sín-
um og flota aö styðja Suður-Kóreu
Soí.ja einnig öflnga flotadeild til varnar
Formosu, auka Iirrsíyrk á Filippseyjum og
veita Frökkum meiri stuðning í Indó-Kína
Síðdegis í gær birti Truman Bandaríkjaforseti yfirlýs-
ingu þess efnis, að hann hefði skipað flugher og flota
Bandaríkjanna að fara þegar til liðs við stjórn lýðveldisins
í Suður-Kóreu. Einnig hefði hann skipað svo fyrir, að 7.
flotadeild Bandaríkjanna tæki sér stöðu við Formosa og
verji hana gegn hugsanlegri árás frá meginlandinu. — Her-
sveitir Suður-Kóreu hafa nú hrakið her Norður-Kóreu nokk-
uð aftur og var aðalvíglínan í gærkvöldi 15—25 km. norð-
an við Seoul.
Yfirlýsing Trumans.
Truman Bandaríkjaforseti
hélt fund eftir hádegi í gær
í Hvíta húsinu með yfir-
mönnum hersins, ráðherrum
og leiðtogum þingflokkanna.
Að þeim fundi loknum gaf
hann út yfirlýsingu sína, og
er aðalefni hennar á þessa
ieiö:
„Öryggisráð S. Þ hefir skip
að her Norður-Kóreu að
hverfa tafarlaust norður fyr-
ir 38. breiddargráðu. Þetta
hefir ekki verið gert. Þessu
hefir ekki verið hlýtt. Örygg-
isráðið hefir einnig heitið á
liðsinni allra þjóða i S. Þ. að
veita aðstoð sína til þess að
binda endi á vopnaviðskiptin.
Aí þessum sökum hefi ég skip
að flugher og flota Banda-
ríkjanna að veita stjórn S -
Kóreu alla aðstoð.
Árásin á Suður-Kóreu tek-
ur af ailan efa um það, að
kommúnistar ætla nú ekki að
láta nægja lengur fyrri að-
ferðir í yfirgangi sínum við
hinar óháðu þjóðir, heldur
ætlar að beita vopnaðri árás
og stríði.
Vegna þess, að innrás
kommúnista á Formosa væri
bein ógnun við öryggi Kyrra-
hafslandanna og Bandaríkin,
krefjast kringumstæðurnar
sérstakra aðgerða á þessu
svíði. Þess vegna hef ég skip
að 7. flotadeild Bandaríkj-
anna að taka sér stcðu við
Formosa og verja eyna hverri
árás. Eg hef einnig mælzt til
þess við stjórnina á Formos,
að hún hætti öllum árásum j
lofti og á sjó á meginlandið.
Eg hef einnig mælt svo fyr
ir, að herstyrkur Bandaríkj-
anna á Filippseyjum verði
aukinn og stjórn Fílippseyja
veitt meiri hernaðarhjálp.
Samtímis hef ég gert ráðstaf-
anir til þess, að franska hern
um í Indó-Kina verði veitt
meiri hjálp, og sérstök hern-
aðarnefnd verður send þang-
að til að skipuieggja varnir.
Eg hef falið Austin, fuhtrúa
Bandaríkjanna i öryggisráð-
inu, að skýra frá þessu síðasta
skrefi Bandarikjanna."
Þessi yfirlýsing var sam-
tímis í gær send öllum þjóð-
um í S. Þ.
Stefnubreyting.
Talið er að Bandaríkin hafi
með þessum síðustu aðgerð-
um breytt nokkuð um stefnu
í utanríkismáium og séu á-
kveðin i því að berjast til
þrautar gegn frekari land-
vinningum Rússa í Asíu. Þau
munu þó ekki senda land-
her til Kóreu, nema það reyn
ist flugher og flota ofurefli
að hrekja hersveitir kommún
ista norður fyrir 38. breidd-
argráðu. Engin aukin her-
kvaðning hefir átt sér stað
í Bandaríkjunum sjálfum.
Tillaga í öryggisráðinu.
Á fundi öryggisráðsins í gær
kvöldi fluttu Bandaríkin til-
lögu þess efnis, að ráðið skor
aði á öll ríki í S. Þ. að veita
hverja þá aðstoð er þau mega
I til að stöðva bardagana í Kór
eu. Attlee forsætisráðherra
Breta lýsti því yfir i gær-
kvöldi, að brezka stjórnin
mundi styðja þessa tillögu
Bandarikjanna.
Her Norður-Kóreu hörfar.
í fyrrakvöld voru hersveitir
Norður-Kóreu komnar aiveg
að Seoul og jafnvel talið, að
þær væru komnar suður fyr-
ir borgina. Það reyndist þó
ekki svo, nema einstaka skrið
drekasveit, sem var einangr-
eru þau í vernd bandarískra
fhigvéla og herskipa. Meðai
þeirra er eitt norskt skip með
600 erlenda menn.
Stjórnin kyrr í Seoul.
Stjórn Suður-Kóreu hefir
alitaf haldi kyrru fyrir í
Seoul, þrátt fyrir miklar or-
ustu rétt utan við borgina.
(Framhald á 2. síðu.)
Síðustu fréttir
Mc.Arthur, hernámsstjóri í
Japan tilkynnti í gærkveldi,
að flugvélar og herskip Banda
ríkjanna hefðu þegar hafið
hernaðaraðgerðir í Kóreu óg
við strendur skagans.
Þegar fundur cryggisráðs-
ins hófst í gærkveldi mætti
fulltrúi Rússa ekki til fundar.
Franska stjórnin hefir til-
kynnt að hún muni styðja til
lögu Bandaríkjanúa í örygg-
isráðinu. Engar fregnir höfðu
borizt í gærkveldi um sam-
þykktir ráðsins á þessum
fundi.
Kappleikur KFUM-
Boldklub og Vals
Kappreiðar
Sleipnis
S. 1. laugardag hélt hesta-
mannafélagið Sleipnir í Ár-
nessýslu kappreiðar að Sel-
fossi. 23 hestar voru reyndir
Talsverður stormur var og
myndi betri árangur hafa
naðst ef veðrið hefði verið
betra.
SkeSð.
Úrslit urðu þessi: Á skeiði
250 m. varð fyrstur Fengur
á 26.4 sek., eigandi Sigurberg-
'ur Runólfsson, Reykjavik.
Annar varð Blesi á 28,3 sek.,
eigandi Sigurbjartur Guð-
mundsson, Reykjavík. AIls
kepptu 7 hestar í skeiði en
allir aðrir hlupu upp en þess-
ir tveir.
Stökk.
Úrslit 300 m. stökki: Fyrst-
ur varð Hjáhnur 22,7 sek.,
eigandi Gísli Brynjólfsson,
Haugi, Árnessýslu. Annar
(varð Glaður á 24,3, eigandi
1 Magnús Hannesson, Hvera-
, gerði. Þriðji varð Glói á 24.7
eigandi Steinn Einarsson,
Eyrarbakka.
Folahlaup.
Folar. sex vetra og yngri í
250 m. stökki. — Fyrstur varð
Trausti á 19,2, eigandi Bjarni
Ársælsson frá Bakkakoti,
Rangárvöllum.’ Annar varð
Máni á 20,4 sek.. eigandi GisH’
Brynjólfsson, þriðja Gola á
20,8, eigandi Einar Guðmunds
son, Túni, Árnessýslu.
Auk þess var haldin gæða-
keppni og var, keppt um
skjöld útskorinn eftir Rikarð
Jónsson. í gæðakeppninni
sigraði Blakkur Gísla Bjarna
sonar frá Selfossi.
Togaraverkfall
yfirvofandi
Verkfall á togurunum er
nú yfirvofandi og mun það
hefjast á laugardaginn, ef
ekki nást sættir áður.
Sjómannaféljög þau, er
ná til togaramanna, sögðu
fyrir nokkru upp samn-
ingum sínum frá 1. júlí að
telja, og eru ekki komn-
ir á nýir samningar. Samn
ingaumieitanir hófust fyr-
ir síðustu helgi, en ekki
varð samkomulag um ann
að en lelta til sáttasemj-
ara ríkisins.
uð og tekin. I gærmorgun hóf
I her Suður-Kóreu gagnsókn
I og í gærkveld var aðalvíglin-
• an ná nær 200 km. breiðu
I svæði um 20 km. norðan við
borgina.
Loftorustur.
Allmiklar loftorustur hafa
átt sér stað, og hafa Suður-
Kóreumenn skotið niður 3
flugvélar af rússneskri gerð.
Bandarískar flugvélar skutu
einnig niður 4 rússneskar
fhigvélar, er þær reyndu að
tefja flutninga á bandarisk-
um borgurum til Japan flug-
leiðis. Einnig hafa nokkur
skip lagt af stað frá Kóreu
tll Japan með útlendinga og
Góður gestur á ferð
C. O. P. Christiansen, skóla
stjóri í Friðriksborg og áður
kennari í Askov, er kominn
hingað til lands í stutta heim
sókn. Dvelur hann á heimili
Friðriks Ásmundssonar Brekk
an og komi hans að Selja-
vegi 29. Mun hann taka þar
á móti gömlum nemendum
og vinum í kvöld kl. hálf-níu.
IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIHIIIIIIIII*l*llll*llll*llllHIIHHIHl
~ ~
i Samkoma Fram-1
1 sóknarmanna I
I í Vík |
| Næsta laugardag, 1. júlí, 1
| halda Framsóknarmenn í |
I Vestur-Skaftafellssýslu 1
| samkomu í Vík í Mýrdal. |
1 Þar flytur Hermann Jón- |
I asson, landbúnaðarráð- |
| herra, og Jón Gíslason, al- |
\ þingismaður, ræður. Einn- |
1 ig mun hinn kunni og vin- |
| sæli söngvari, Guðmundur |
| Jónsson, syngja. Að lokum 1
| verður dansað.
| Skaftfellingar, f jölmenn I
I ið á þessa samkomu og I
! gerið hana glæsilega og á- |
[ næg'julega. I
Dönsku K.F.U.M. knatt-
spyrnumennirnir koma hing-
að flugleiðis klukkan fimm í
dag. Fyrsti leikur milli ís-
lendinga og Dananna fer svo
fram í kvöld og leika þeir við
Val. Liðin eru þannig skipuðj
Per Krogh, Börge Blom, Th.
Thomsen, Preben De Fries,
Helge Ahlen, Erik Dennung,
fyrirliði, Hans P. Nielsen,
Kjeld Christensen, Bent Dyhr
Rich. Krlstensen, Jörgen
Hilborg.
I Sveinn Helgason. Ellert Sölva
j son, Gunnar Gunnarsson,
Halldór Halldórsson, Guð-
mundur Elísson, Sigurhans
Hjartarson, Einar Haildórs-
son, - Gunnar Sigurjónsson,
Jón Þórarinsson, Sigurður
Ólafsson, fyririiði, Örn Sig-
urðsson.
Fiskimálaráðstefnu
Norðurlanda lokið
Fulltrííar lýsa vanþókntm sinni á untmæl-
um biaðsins „Verdcas GsiHg“ um Íslendinga
Fiskimálaráðstefnu NorSurlanda í Lysekil 1 Sviþjóð er
lokið. Af íslands hálfu voru þar mættir Árni Friðriksson,
fiskifræðingur, Hans G. Andersen þjóðréttarfræðngur og
Davíð Ólafssen fiskimálastjóri. Davíð Óiafsson kom til ís-
lands um s. 1. helgi.
Samkvæmt upplýsingum
frá Davið Ólafssyni sátu 100
fuUtrúar ráðstefnuna og
voru flestir frá Svíþjóð, 33
talsins. Á ráðstefnunni voru
m. a. rædd þessi mál: Fisk-
merkmgar, ofveiðar, flot-
varpan, fiskneyzla heimila,
útflutningur og markaðir og
(Framhald á 7. síðu.J