Alþýðublaðið - 29.03.1920, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 29.03.1920, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 A1 þýðubla dið er ódýrasta, fjölbreyttasta og bezta dagblað landsins. Kanpið það og lesið, þá getið þið aldrei án þess verið. Málmíorði Islandsbanka þ. 31. des. 1918 var, samkvæmt ársreikningi bankans 1918, 5,330,602 kr. 03 an., en samkvæmt lögum landsins ekki nema 3,140,796 kr. 04 an. Með þvi að telja málmforðann 2,189,805 kr. 99 an. hærri en hann er, skýtur bankinn sér undan því að gjalda ríkissjóði 2,719 kr. 05 au., sem er 2% afgjaldið fyrir desem- bermánuð einan 1918, því að fyrir þann mánuð geldur hann ekkert í ríldssjóð. Hrað er tap ríkissjóðs raikið hina 11 mánnði ársins 1918 og hvað er það raikið árin 1915, 1916 og 1917? Pinnur stjörninL enga íorvitni á aö vitaþaö? ]M!erfoIeg t>óls:. Arthur Ransome: Seks Uger i Rusland i 1919. Martins Forlag. Vér íslendingar getum ekki sagt að vér ættum því láni að fagna, að fá sem nýjastar og sannastar fregnir af viðburðum í Evrópu á stríðstímunum. Bar til þess það að eirtu leytinu, að Bandamenn höfða gát á fregnum hingað, og að hinu leytinu þekkingarleysi eða þá hlut- drægni blaða vorra. Því það verð- ur rneð ecgu móti af sumum þeirra skafið að þau drógu taum annars aðila og er það þó vart fyrirgef- anlegt. Sum blöð vor hafa þó ekki á þarm hátt leyft sér að blinda augu þjóðarinnar, heldur skýrt hlut- laust frá eftir beztu vitneskju, sem þó ekki hefir ætíð verið á marga fiska. Síðan friður sá komst á sem nú er að nafninu til, hefir ekki. verið um annað meira rætt eða ritað í Vestur-Evrópu en byltingu „Komm- unista" í Rússlandi og hafa gengið hinar mestu kynjasögur um stjórn arfar og ástand þar í landi. Óhætt mun vera að segja að flestar af sögum þeim sem blöð auðvaldsins f Vestur-Evrópu haía flutt um hermdarverk og annað athæfi Bolsivíka, sé annaðhvort hreinn uppspuni eða þá svo „blandaður" sannleikur að þær gefi eigi rétta mynd af ástandinu þar. Sú bók er hér ræðir um er rituð af enskum vísiodamanni og rithöfundi sem dvaldi í Rússlandi í 6 vikur í fyrravetur, eins og tit- ill bókarinnar segir til. Rithöfund- ur þessi mun ýmsum hér að góðu kunnur fyrir hina ágætu bók sfna um ritsnillinginn enska Oscar Wilde. Mr. Ransome hefir dvalið 6 ár áður í Rússlandi, alt þangað til byltingin skall á, og er hann því að fornu kunnur ýmsu sem hann lýsir í þessari bók sinni Bókin er mestmegnis ferðasaga hans og lýsing á ástandinu þar sem hann dvaldi og einnig út- dráttur ir viðtölum er hann áttf við ýmsa af helztu forsprökkum Bolsivíka. Lýsir hann ýmsum helztu foringjum þeirra og ýmsum merk- um viðburðum sem gerðust þar meðan hann dvaldi þar, t. d. stofn- un „þriðja internationale" o. s. frv. Bókin er að vísu skrifuð í fyrra- vetur í íebrúar og rnarz, en mun þó vera eitt af þvf nýjasta um þetta efni, er við höfum völ á. Bókin er skemtilega en alger- lega hlutlaust skrifuð, enda lýsir höfundurinn því yfir f byrjun bók- arinnar að hann sé algerlega óháð- ur pólitiskum flokkum. Bókin er gefin út af „Socialt Bibliothek Martins Forlag", hefir bókaútgáfa þessi gefið út hverja bókina annari betri um þjóðfélags- mál. Eru það bækur aðgengilegar og ódjrrar og ættu sem flestir að kaupa þær og lesa. X Pýzkir holsivíkar voru að halda sameiginlegan fund fyrir alt þýzka ríkið í lok febrúar í Baden, en lögreglan komst á snoðir um fundinn og bannaði framhald. Voru teknir höndum þar ýmsir rússneskir sendimenn, og þeir fluttir úr landi, en hvert er ekki getið. Alþbl. kostar I kr. á mánuði. Útleaiar jréttir. Olíukyndun. Það hefir áður verið sagt frá því hér í blaðinu, að fjölda gufu- skipa væri verið að breyta þannig, að nota mætti oliu í þeim, sem eldivið. Er útbúnaðurinn þannig, að gufuvélin dælir sjálf olíu inn í eldstóna, og kemur olían inn í smá- gusum, sem loga upp á sömu I ., stundu og þær koma inn í stóna. Kol kostúðu til skipa, í Eng- landi, í byrjun febrúar, 3 sterlings- pund smál., en olía kostaði 6 sterlingspund smál. og borgaði sig þó betur að nota olíu. Sá galli hefir fylgt olíukyndun, að olía heflr feng- ist langtum óvíðar en kol, sem hafa fengist svo að segja í hverri höfn. En nú er verið að setjaupp olíugeyma, í því augnamiði að birgja upp skip, í öllum meiri háttar höfnum heimsins. „Stálkóngnrinn" Henry Glay Frick, sem lézt í Am- eríku í desember, lét eftir sig 145 milj. dollara. Af þeim hafði hann ánafnab ættingjum sínum 25 milj., en hitt hafði hann ánafnað ýmsum opinberum stofnunum, svo sem Harward og Þrincetown háskólun- um og tekniska háskólanum í Massachusetts. New York borg á- nafnaði hann málverkasafn sitt og höll þá er hann átti í 5. Avenue. Málverkasafnið eitt er metið á 50. milj. dollara. Alþbl. ekki liégómi. í rit- stjórnargrein þeirri, sem Kn. Ziem- sen skrifar í Mgbl. á laugardaginn, segir hann, að svo sé nú guði fyrir þakkandi, að fáir lesi Alþbl. Sumir mundu nú kalla þetta að leggja guðs nafn við hégóma, en K. Z. finst auðsjáanlega að það sé enginn hégómi, sem stendur um hann í Alþbl., og er blaðið honum samdóma um það.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.