Alþýðublaðið - 29.03.1920, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 29.03.1920, Blaðsíða 1
blaðið C^reíið lit af .A-lþýÖwfloktenwsiA. 1920 Mánudaginn 29. marz 71. tölubl. Rússar sigra pélverja. Khöfn, 27. marz. Þýzka blaðið L<»kal Anzeiger segir að Rússar (bolsivíkar) hafl tekið borgina Tilna. Stjórnin í "Warschaw er flúin(?) [Líklegast hafa Pólverjar verið nokkuð fljótir á sér um daginn að lýsa sigri]. ^llsherjar verkbann í DanmSrku ? Khöfn, 27. marz. Atvinnurekenda félagið danska hótar að gera allsherjar verkbann í Danmörku 9. ápríl. Khöfn 28. marz. Verkbannið nær alls til 150 þúsund verkamanna, en ekki til sjómanna né þeirra, ,er vinna við opinberar stofnanir. ?rakkar eínír. Khöfn, 27. marz. Trá Washington er símað, að Bandaríkin, England og ítalía séu 4 móti því, að bandamenn setji herlið inn í Ruhrhérað [á Þýzka- landi]. fnklíM ©ánægSlr. Khöfn, 26, marz. Trá París er símað, að þar sé mikil óánægja yfir því, að Frakkar hafa orðið að leyfa ríkisvarðliði Þjóðverja að halda inn í Ruhr- iftérað. Suður-3étlanð. Khöfn, 27. marz. Alþjóðanefndin leggur til, að alt annað atkvæðasvæði Suður-Jót- lands, þar á meðal Flensborg, til- heyri framvegis, sem nú, Þýzka- Iandi. Danskt herlið heldur á skírdag suður yfir landamærin, sem verið hafa, og sezt að í hinum nýfengnu löndum Dana. psherjarverk|all s tng Khöfn, 26. marz. Prá-, London er símað, að alls- herjarverkfall sé yfirvofandi í Eng- landi, en að Lloyd George reyni að miðla málum. [Verkfall þetta mun standa í sambandi við kaupkröfur, en ekki kröfurnar um að gera kolanám- urnar að þjóðareign.] þjoðverjar og Banlr. Vifurlegar ráðstafanir. Khöfn, 26. marz. Þjóverjar ætla að semja við Dani um að vernda rétt þjóðernisminni- hlutanna í báðum löndunum. Bolsivismi f þýzkalanðL Khöfn, 26. marz. Ráðsstjórn er sett á stofn í borguhum Rostock og Warnemúnde í Mecklenburg í Norður-Þýzkalandi. €kkí er alt sem sýnist. „Enginn er dómari í sinni eigin sök". Útgerðarmaðurinn Ólafur Thors ritar fremur barnalega grein, sem hann nefnir „Með afbrigðum", í Mgbl. 17. marz s.l. Greinin er „með afbrigðum" kveinstafir, vegna þess hve þingið hafi verið frá- munalega ósvífið, að spyrja út- gerðarmenn ekki ráða um það, hvernig bezt yrði fyrir komið lög- um um botnvörpuveiðar í land- helgi hér við land. Hví kveinar hann ekki líka fyrir útlendu út- gerðarmennina? Þeir hefðu þó lík- lega engu síður getað frætt þingið um það, hvernig hægast væri fyrir botnvörpunga að veiða í landhelgi. Eða heldur Thórs að ekki sé sama hver brýtur lög landsins? Heppi- legast væri, eftir því sem hann setur fram, að t. d. þjófar væru spurlir að því, hvernig haga ætti lögum um þjófnað. Þeir eru vafa- laust sínum hnútum kunnugastir, engu síður en útgerðarmenn, Thórs fjargviðrast mikið út af því, hve sjómönnunum íslenzku sé aukið erfiði með því ákvæði, að veiðarfæri öll skuli vera í „búlka", er togarar eru innan landhelgi. Eg skal nú setja hér lýsingu á því, hvernig farið er að því að búlka „troll", og fræða jafnframt útgerðarmannínn, sem Alþingi átti 'að leita til um „upplýsingar" um það, að hingað til heflr sá skiln- ingur verið lagður í sögnina „að búlka", sem lýsir sér í eftirfarandi lýsingu: í hvert skifti, sem varpa er dregin inn,. er miðhluti hennar, með botnrúllunum („the bobbies") settur inn íyrir öldustokkinn, net- ið síðan dregið inn, og sé fiskur í vörpunni, þá fer hann niður í pokann, sem síðan er dreginn i'nn með vindunni. Á meðan liggja báðir vængirnir utanborbs, ásamt með hlerunum, aftan og framan til á skipinu. Ætli skipið a5 hreyfa

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.