Tíminn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúlí 1950næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2526272829301
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    303112345

Tíminn - 01.07.1950, Blaðsíða 8

Tíminn - 01.07.1950, Blaðsíða 8
34. árg. Reykjavík. 1. júlí 1950. 141. blað Aldrei jafn fáar stúlkur gefið sig fram til síldarsöltunar og í ár En iiægt að solja mpira af Naltsíld on nokkurn tíma áður Verði síldveiði góð í snmar, munu íslendingar geta selt greiðleg'a mikið magn saltsíldar. Nú bregður hins vegar svo við, að aldrei hafa eins fáar stúlkur gefið sig fram til síld- arsöltunar. — Góðar söluhorfur. Sölusamningum er þannig háttað, að vissa er fyrir, að við getum selt 180 þúsund tunnur saltsíldar eða jafnvel meira. Hafa samn'ngar ým- ist verið gerðir um þessi við- skipti eða sterkar líkur til að samningum ljúki innan sk.amms. Ei þetta meira magn en tekizt hafa samn- ingar um undanfarin ár, þótt síldveiðin hafi á hinn bóginn verið svo treg síðustu árin, að við höfum ekki get- að uppfyllt gerða samninga. Hörgull á síldarstúlkum. Nú bregður hins vegar svo við, að sögn síldarsaltenda, að aldrei hafa jafn fáar stúlk ur gefið sig fram til starfa við síldarsöltun sem í ár. Hef ir þetta valdið miklum áhyggj um. Síldarstúlkur njóta nokk urrar kauptryggingar, um þúsund krónur, og sé mikið saltað, er sildarsöltun upp- gripaatvinna, er hefir gefið mjög mikið í aðra hönd á stuttum tíma. Að vísu er sild arsöltun erfið vinna, þegar mikið berst að, en slíkt mun fólk ekki setja fyrir sig, ef um góðan afrakstur er að ræða. Saltsíldin gefur meiri gjaldeyri. Þótt bræðslusíld skapi miklar gjaldeyristekjur, ef | aflabrögð eru sæmileg, fæst; þó miklu meiri gjaldeyrir. ef söltunarhæf síld er söltuð. Þegar svo er ástatt sem nú er, um gjaldeyrishag þjóðarinn- ar, væri það meiri háttar ó- lán og sleifarlag, ef söltun síldar skyldi stranda á ó- nógu vinnuafli í landi. Virðist skylt að gera í tæka tið ráð- staíanir til þess, að slikt hendi ekki. Iðnaðurinn og verk- smiðjustúlkurnar. Uppástungur hafa verið Læknavörður á laugardögum Læknaféiag Reykjavíkur hefir ákveðið að varðlæknir starfi eftir kl. 2 á laugardög- um yfir mánuðina april— september. Vitjanabeiðnum verður veitt móttaka í Læknavarðstof- unni í barnaskóla Austur- bæjarr sími 5030. Menn eru beðnír að ónáða varðlækni ekki nema brýna nauðsyn beri til og að þeir nái ekki til heimilislæknis sins. gerðar um það, að iðnrekend ur í landinu hafi í þessum efnum samvinnu við síldar- saltendur og stjórnarvöld, ef nauðsyn krefur. í fjölda verk smiðja er nú þurrð á hráefn- um, en stúlkur, sem þar vinna, þora að vonuin ekki að fara í sildarvinnu í sum- ar, af ótta við, að þær verði ekki teknar aftur í verk- smiðjuvinnuna aftur í haust, ef þær fara einu sinni. Er þetta mjög skiljanlegt. Virðist eðlilegt, þegar þjóð- arnauðsyn kallar, að verk- smiðjur og iðnaðarfyrirtæki drægu úr starfsemi sinni í sumar, ef með þarf, og reyndu að nota tímann til þess að safna hráefnum til starfsemi sinnar í vetur, þeg- ar atvinnuþörf verður meiri. en hétu stúlkum sínum, er færu í síldarsöltun, atvinnu á ný, þegar þær kæmu i haust. Skólafólkið. í öðru lagi má benda á, aS allmikil brögð hafa verið að þvi að undanförnu, að skóla- fólk hafi ekki fengið vinnu, er skólanámi lauk i vor. Virð- ist eðlilegt, að því yrði og eftir föngum beint að þessari vinnu. Veiðihorfur. Nú verður að vísu ekkert um það vitað, hvernig afla- brögð kunnar að verða í sum ar. Það vekur þó nokkrar von ir, að fyrstu skipin hafa feng ið dágóð köst. í öðru lagi er það álit margra glöggra sjó manna, að síldveiði verði betri^þegar langvarandi norð anátt er fyrir sildveiðitím- ann og í byrjun hans, líkt og nú hefir átt sér stað. Telja þeir, að átan, sem aðallega er við yfirborð sjávarins, ber- ist þá nær landi en ella, en síldargöngurnar elti. En hvað sem líður öllum vangaveltum um veiðihorfur, þá er okkur skylt að vera við því búnir að veiða sem mesta síid og hagnýta hana á þann hátt, sem hagur þjóðarinnar krefst. Mlklir brottflutningar fólks frá Patreksfirði lm níntíu manns liafa farið þaðan þetta síðasta niÍNseri Um níutíu manns hafa flutt frá Patreksfirði á þessu ári, sagði séra Einar Sturlaugsson á Patreksfirði við tíðinda- mann Tímans í gær. Er það um það bil tíundi hver maður, sem þar var búsettur um síðastliöin áramót. Flest af þessu fólki hefir flutt t.l Reykjavíkur, en tvær fjölskyldur til Ak- ureyrar og tvær í sveit. Tvær fjölskyldur munu ætla að flytja í kauptúnið. Hinn heimskunni kjarnorku- fræðingur Niels Bohr sendi fyrir nokkru S. Þ. opin bréf um kjarnorkumál. Hér sést hann flytja ávarp í útvarp um bréf sitt. Þessir miklu brottfluttn- ingar þykja iskyggilegir, og hætta er á, að fleiri leiti á eftir, þegar margir eru farn- ir í önnur byggðarlög. Megin orsök brottflutninganna er ótti við léleg atvinnuskilyrði. Á Patreksfirði voru tveir tog arar, en annar þeirra var seidur, og hinn fórst. Er þar því enginn togari nú. Óskað hefir verið eftir tveimur af þeim togurum, sem nú eru í smíðum, til Patreksfjarðar, svo að rætast ætti úr um at- vinnu, ef þeir koma. Afli smábáta, er gerðir voru út frá Patreksfirði í vor, brást að kalla algerlega. Nú sem stendur er einkum at- vinna við hafnargerðina og byggingu nýrrar mótorraf- stöðvar, sem á að vera til ljósa og suðu i kauptúninu. Landher Bandaríkjanna tek- ur þátt í vörnum S.-Kóreu Norðiirlieriiin koininn snðnr yfir Han-fljót oi> haróar ornNtu geisa sumian fljótsins Það var tilkynnt í Washington síðdegis í gær, að Tru- man Bandaríkjaforseti hefði skipað landher Bandaríkj- anna að taka þátt í hernaðaraðgerðum á Kóreu ásamt flug- her og flota. Norðurherinn hefir brotizt suður yfir Han-fljót og sækir að Su-won flugvellinum. Harðir bardagar geisuðu | í gær 10 mílur sunnan árinnar á allbreiðu svæði Rætt um fjárveit- ingu til hernaðar Á Bandaríkjaþingi I gær var rætt um frumvarp stjórn arinnar um framlag til hern- aðarþarfa hinna frjálsu þjóða. Upphæð sú, sem stjórn in fer fram á til þessara þarfa er 1200 millj. dollarar og eiga 1000 millj. að fara til Atlanzhafsbandalagsins en 10 millj. af því sem eftir er til Kóreu. Algert hafnbann. Jafnhliða því, sem Brad- ley forseti herforingjaráðs- ins tilkynnti þá ákvörðun for setans að beita landhernum einnig, kvað hann hafa ver- ið tekna þá ákvörðun að setja á algert hafnbann á #llum höfnum Kóreu-skagans. Brad ley hershöfðingi sagði að ekki væri ákveðið enn né hægt að skýra frá því, hvaða sveit- um landhers yrði beitt, né hvort notaðir yrðu skriðdrek- ar. Ákvörðun þessi væri tek- in til þess að brjóta á bak aftur sókn innrásarhersins og hrekja hann norður fyrir 38. breiddargráðu. Brutust yfir Han-fljót í nótt. Mac Arthur tilkynnti í gær að hersveitir norðurhersins hefðu brotizt yfir Han-fljótið i fyrrinótt. Notuðu þær til þess létta báta og fleka og tókst að koma yfir 40 skrið- drekum og á eftir allmiklu af fótgönguliði. Sótti lið þetta síðan allhratt fram og hörf- aði varnarherinn undan, en bjóst til varnar á ný um 10 mílum sunnar. Norðurherinn sótti fast fram að Su-won flugvellinum, sem ér annár stærsti flugvöllur Suður- Kóreu. Bandarískar flugvélar gerðu harðar árásir á norður herinn og skutu niður fimm flugvélar hans í gær og eyði- lcgðvK allmarga skriðdreka og bifreiðar. Er nú verið að leggja jarð- strengi í göturnar. Þess er vænzt, að hafnargerðinni þoki það áfram í sumar, að þilbátar fái þar trygga legu næsta vetur. Sláttur vestra Á Rauðasandi var sláttur hafinn fyrir Jónsmessu, og um Patreksfjörð og Tálkna- fjörð mun almennt verða byrjað að slá í næstu viku. Kappreiðar Sindra við Pétursey Frá fréttaritara Tímans i Vík í Mýrdal. Hestamannafélagið Sindri, félag Eyfellinga og Mýrdæla, efndi til kappreiða við Péturs ey í Mýrdal um síðustu helgi. Aðeins var keppt í stökki, og voru tólf hestar reyndir. Fyrstu verðlaun hlaut grá hryssa. Freyja frá Brekkum í Mýrdal, eign Kjartans Guð- mundssonar. Önnur verðlaun fékk Þráinn Antons Guðlaugs sonar í Vík og þriðju verð- laun Blakkur Guðlaugs Ei- ríkssonar á Felli í Mýrdal. Hershöfðinginn segir af sér. Hershöfðingi suðurhersins Queuille tekur að sér stjórnarmyndun Hlaut trau.st þingsins Queuille fyrrum forsætis- ráðherra Frakka hefir nú tek ið að sér að reyna stjórnar- mýndun. Hann lagði i gær fyrir þingið frumdrög að stjórnarsamningi sínum og baðst' traustsyfirlýsingar þings!ns tll að mynda stjórn- ítiá. Sagðl hann að nú riði á að allir borgarflokkar Frakk- lands stæðn saman. Þingið veitti honum traust til stjórn armyndunar. sem samþykkt öryggisráðsins um hernaðaraðgerðir gegn reyndi að stytta sér aldur. Norður-Kóreu eru fyrirskip- eftir sókn norðurhersins suð' aðar. Segir þar. að samþykkt ur yfir fljótið en það var Þessi sé ölögleg og því harð- hindrað og sagði hann síðan af sér. Mótraæla samþykkt öryggisráðsins. Stjórn Norður-Kóreu hefir sent S. Þ. orðsendingu þar mótmælt að fulltrúa Norður-Kóreu var ekki leyft að skýra málið frá sinni hlið. Segir einnig, að Suður-Kóreu menn hafi hafið árásir og beri því einir sök á styrjöld- inni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað: 141. tölublað (01.07.1950)
https://timarit.is/issue/58346

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

141. tölublað (01.07.1950)

Aðgerðir: