Tíminn - 06.07.1950, Side 4

Tíminn - 06.07.1950, Side 4
4 TÍMINN, fimmtudaginn 6. júlí 1050 145. bláð Náttúrulæknmgafélagið Þrumugoð Náttúrulækn- ingafélag&ins, Björn veður- fræðingur, veður fram á víg- völlinn, undir sigurfána fé- lagsins, í Tímanum þann 9. júní s. 1., og hyggst hlaða mér með sundurlausum stór- yrðum. Betra væri fyrir hann ef hann hefði manndóm til, að beita á mig reginmætti rakanna, ef ég ætti að falla varnarvana. Rökin á hann ekki til. Það er gullkorn, sem ekki eru í fórum hans. Þau eru fokin út í veður og vind. Höggin reiðir hann hátt og títt, en lítið verður úr þeim, því fimur skilmingamaður er hann ekki á leikvelli rit- listarinnar. Hvað sem veðurfræðingur- inn álítur sjálfur um þessar svargreinar sínar í Tíman- um, þá finnst mér að þær beri vott um mikið myrkur í höfði hans, og órækan vott um, að hann kafni ekki í mannviti. Hvað, sem hann annars heldur um sína til- veru, þá held jég að hann sé bara maður í sinni stöðu og meira ekki. Hann heldur að hann fari við ský og þrumi yfir landinu eins og Þór yfir jörðinni og feyki þokunni af tindunum, en ég held nú samt, að hann fari með jörð- inni og sé duft og aska, ef á hann er andað. Það er nú svona með hann Björn veðurfræðing, að hann er fallegastur þegar maður sér hann ekki, og gáfaðast- ur þegar maður heyrir ekki til hans, og sér ekkert eftir hann á prenti. Ég held, að hann álíti allt, sem hann tal- ar og skrifar séu andleg af- reksverk, en mér finnst margt af því bragðdauft og mátt- vana. Þetta er nú, heiðruðu lesendur, bara forspjall og kem ég nú að efni um- ræddra greina. Vil ég nú svara þeim lítillega. f grein sinni, í Tímanum, þann 18. mai s. 1. segir hann að fyrst menningarþjóðirnar neyti víns og tóbaks, sé ekk- ert mark takandi á þekkingu þeirra í hagnýtri heilsufræði, og á þessari vanþekkingu byggist neyzla þeirra á kjöti og fiski. Hvað finnst nú hátt- virtum lesendum blaðsins um þessa rökfærslu? Mér finnst hún bera vott um hyl- dýpi mannlegrar einfeldni. Vitað er, að allar menn- ingarþjóðir hafa lagt, og leggja enn mikið fé og tíma í manneldisrannsóknir. Erum við allra menningarþjóða ó- þroskaðastir í þessari grein. Menningarþjóðirnar hafa þaulrannsakað næringar- efnainnihald kjöts og fisks og vita út í ystu æsar um gildi neyzlu þeirra. Einmitt þess vegna sækjast þjóðirnar eftir þessum neyzluvörum. Mér vitanlega bannfærir enginn kjöt og fisk sem mann eldisvöru nema Ari Wearlarrd, en Svíar hafa ekkert mark tekið á honum í þessum efn- um. Herra læknir Jónas Krist jánsson hefir ekki, mér vit- anlega, sannað hið minnsta fræðilega um óhollustu á neyzlu kjöts og fisks. Hann hefir aðeJ'ns haldið þessu fram eins og Ari, en hvor- ugur hefir enn fært nein gild rök fyrir þessu máli sínu. Dr. med. Skúli Guðjónsson kemst að allt annarri niður- Eftir Pétnr Jakobsson stöðu í bók sinni „Manneldi og heilsufar i fornöld.“ Með fyllstu nærgætni og mikilli virðingu fyrir Jónasi Krist- jánssyni lækni dettur mér ekki í hug að taka hann fremri dr. Skúla í manneld- is- og næringarfræði. Ég tel það mjög misráðið að fæla þjóð vora frá neyzlu kjöts og fisks, sem eru aðalfram- leiðsluvörur þjóðarinnar, og aðalneyzluvörur um liðnar aldaraðir. Nær væri að kenna þjóðinni h'ina beztu meðferð þessara vara, en það kannast ég ekki við að Jón- as læknir hafi gert. Ég tel mig jafn lærðan manneldis- fræðing og veðurfræðingur- inn. Ég hvet þjóðina til hóf- legrar neyzlu kjöts og fisks, og vona að neyzla þessara fæðutegunda verði henni til góðs hér eftir sem hingað til. Ekki bjóst ég við, að Björn veðurfræðingur, þessi mikli riddari á skákborði tilverunn ar, legðist svo lágt að neita eintali okkar. Ég get ekki sannað samtal okkar um á- sigkomulag húseignarinnar Grundarstígur 15B. Hitt leik- ur ekki á tveimur tungum, að húseignin var í dæma- fárri niðurníðslu, þegar hann bað mig að selja hana. Um þetta hefir veðurfræðingur- inn hlotið að vita. Hann er framkvæmdastjóri félags- ins og umsjónarmaður fé- lagseignanna. Hefði hann, þetta mikla Mímishöfuð Nátt úrulækningafélagsins, átt að geta sagt sér það sjálfur, að skaði væri fyrir félagið að láta bjóða húseignina til sölu í því ástandi sem hún var. En hvað sem hann segir, þá benti ég honum á þetta eins og ég segi í grein minni 31. maí s. 1. Félagið skaðaðist án efa á því að láta selja eign- ina í því eymdarástandi sem hún þá var. Þetta verður ekki aftur tekið fremur en aðrar framdar skyssur. Báðir hafa þeir, hr. læknir Jónas Kristjánsson og veður- fræðingurinn viðurkennt, að ég hafi verið góður félags- maður. Er ég þeim þakklátur fyrir þessa yfirlýsingu. J!á, ég var svo góður félagsmaður, að ég vildi láta halda uppi öflugri fræðslustarfsemi inn an félagsins. Mér fannst, að félagsmenn ættu heimtingu á, fyrir að byggja upp félag- ið, fyrir að starfa í nefndum þess ókeypis og fyrir að greiða árleg félagsgjöld, að fá fræðslu sem samboðin væri félaginu og láta í té og okk- ur samboðið að þiggja. Taldi ég skyldu félagsstjórnarinn- ar, að veita okkur fræðslu í líkamsfræði, lífeðlisfræði, næringarfræði og manneldis- fræði, í svo góðum stíl, að gagn væri að. Lét ég vanþókn un mína í ljósi yfir því, að leikmenn væru fengnir til að halda heilsufræðislega fyrir- lestra innan félagsins og sýndi fram á, að læknar ein- ir gætu leyst þetta fræðslu- starf af hendi svo vel væri. Framkvæmdastjórinn vildi láta veðurfræðinga, heild- sala, blaðamenn og múrara, annast fræðslustarfsemina. Þess vegna héldu þeir sina frægu fyrirlestra í Lista- mannaskálanum Björn veð- urfræðingur og Hjörtur heild sali. Á lækna mátti ekki minnast. Þá væri ekki hægt að fá til fyrirlestrahalds. Þeim væri lítið um félagið, enda ætlaði það að bæta svo heilsu manna, að ekkert væri með þá að gera í land- inu. Ég hefi hlustað á þessa leikmarinafræðslu innan fé- lagsins og þótt dauft að henni bragðið. Ég hefi hlustað nær æfinlega á hr. læknir Jónas Kristjánsson, þegar hann heí, ir flutt erindi innan félags- ins. Með mikilli vinsemd og mikilli nærgætni honum til handa verð ég að játa hrein- skilningslega, að mér hefir fundist minna á erindum hans að græða, en ég gerði mér vonir um. Fyrirlestrar hans hafa verið sambland af heimspeki', guðspeki og heilsu fræði, og þannig framsettir, að mjög hefir verið erfitt að nema nokkuð af þeim sér til verulegs gagns. Þetta munu fleiri hafa fundið. Bjóst ég við að framkvæmdastj óri fé- lagsins, þessi mikli verndar- logi á eyðihjarni heilsuleys- isins, mund ráða bót á þessu í samræmi við virðingu fé- lagsins, en það brást. Það hefir verið mikið á- hugamál Náttúrulækningafé- lagsins að koma á fót bygg- ingu Náttúrulækningahælis. Þetta er nú gott og blessað. Náttúrulækningafélagið vill fækkun sjúkrahúsa, en þó vill það keppa að því, að bæta einu við, þvi náttúrulækninga hæli er sjúkrahús og ekkert annað. Upphaflega ætlunar- verk félagsins var, og er, að kenna fólki að verja sig fyrir veikindum. Félaginu stæði því nær að efla heilbrigðis- fræðslu meðal félagsmanna og landsmanna yfirleitt og hefja þannig upp merki hug- sjónar sinnar til gengiS og gagns fyrir þjóðina, en biðja hana um tugmilljóna sam- skot til sjúkrahússbyggingar. Ég tel heilbrigðisfræðsluna mikils virði, en læt mér fátt um finnast byggingu hælis- ins. Hr. læknir Jónas Krist- jánsson segir í Tímanum 20. maí s. 1., að ég megi taka bet- ur á, en skrifa eina blaða- grein til að eyðileggja Nátt- úrulækningafélagið. „Tvisvar verður gamall maður barn,“ datt mér í hug, þegar ég las þetta. Mér hefir aldrei kom- ið til hugar að eyðileggja fé- lagið. Ég vil vöxt þess og við- gang, heiður þess og ham- ingju. Jónas læknir heldur víst að félagið sé stórveldi. Því mið- ur er það ekki stórveldi. Það hefði getað verið orðið stór- veldi, ef rétt hefði verið á spilum haldið. Herráösfor- ingjar Náttúrulækningafé- lagsins eru ekki skaptir til stórræða. Þeir eru seinir að að vinna borgir og lönd, en þó held ég, í minni fáfræði, að þeir séu enn verr til þess fallnir að halda unnum sigri. Jónas læknir telur félagatöl- una í landinu alls 1800. Þetta er víst full hátt. Nærri mun láta að einn af þúsundi þjóð- arinnar sé í félaginu. Fáum mun það stíga til höfuðs, þeg ar tekið er tillit til þess hve félagið hefir starfað lengi og (Framhald á 6. síðu.) Kári hefir sent baðstofunni eftirfarandi pistil: „Mjög er ánægjulegt hversu ýmsir hafa tekið vel uppástungu minni um að láta í ljós í „tíu punktum“ hvað hrífi þá mest. Og þá er athugasemd „Hákon- ar“ í „baðstofuhjalinu" í þessu sambandi ekki síður gleðileg, því hún hitti alveg í mark. Allir þeir sem reynt hafa, vita hve ómetanlega mikils virði það er að einbeita huganum að því sem hrífur hann — eða að því „hvað fallegast og bezt hafi fyrir okk- ur borið“. Þeir sem bæði hafa verið bölsýnis- og bjartsýnis- menn, þekja mismuninn og hve hið síðartalda er margfalt betra og hollara, bæði mönnum sjálf um og þeim er umgangast þá. Það eru misjöfn tilefni, sem hrífa menn. En áreiðanlega get ur margt sveitafólk tekið und- ir með Jóni bónda á Laxamýri, er hann segir í einum lið sinna „tíu punkta“: „að sjá gróður- litla útjörð breytast í iðgræn tún“. Og svipað sýnir fjöldi kaupstaðabúa í verki; það vitna m. a. hinir fögru trjágarðar í Reykjavík, sem nú eru að verða mesta prýði höfuðstaðarins í stað áður grárra holta og gróð- urlausra eyðimela. En hvenær fær maður að sjá svör frá einhverri konunni um það sem hrífur hana mest?“ Stína af Ströndum hefir sent eftirfarandi svör við fyrirspurn um Kára: 1. Að sitja hjá eiginmanni sínum við vöggu sofandi barns. 2. Að sitja vakran og viljug- an hest. 3. Að tína ber í góðu veðri með glöðu fólki. 4 Að taka fjallagrös á heiðar- landi hlýja vornótt. 5. Að hlusta á orgelspil og fagran söng. 6. Að vinna við garðyrkju. 7. Að sitja við hannyrðir með vinkonum sínum. 8. Að horfa yfir Skagafjörð- inn af Stóra-Vatnsskarði um bjartan sumardag. 9. Að hlusta á Helga Hjörvar lesa Bör Börsson. 10. Að greiða götu þeirra, sem eitthvað amar að“. Ahorfandi sendir baðstofunni þessa hugleiðingu: „Ofan við greinaskil í (ísa- fold 17. jan.), stendur þetta ' í grein um Patreksfirðinga: I „Einstaklings- og félagsfram- j takið hefir verið hinn trausti grundvöllur atvinnulífsins". En 1 ef taka skal mark á því, sem er (neðan við greinaskilin, þá mætti halda að þeir hafi enn \ ekki komið auga á nytsemi fé- lagsframtaksins, því að þar stendur þetta: „Almenningur þar hefir séð j að einstaklingsframtakið er sá | aflgjafi, sem hefir megnað að skapa því atvinnuöryggi“. Ef hér á ekki að lesa í mál- ið, þá er reyndar öðru máli að gegna, því þá er átt við at- vinnuöryggi einstaklingsfram- taksins sjálfs. Vonandi hefur almenningur séð það. En sæmi- legast er að lesa í málið og þá vedSur það ekki misskilið, að félagsframtakið og árangur þess muni vera þoku hulin eða : ofbirtu frá „forystu Sjálfstæðis- i manna, sem hafa haldið þar 1 uppi víðtækum verklegum fram- I kvæmdum og umbótum", eins og það er orðað í blaðinu. Þar sem svona sérstaklega stendur á væri ekki vitlaust að búast við vonbrigðaroki í mán- aðarlokin. Erf það stendur ekki víða líkt á. Því fer sem fer. Víðast hvar I stendur þveröfugt á við Patreks 1 fjörð, sem við er að búast. íhald ið hefir lengi haft hann á brjósti — að sögn þess sjálfs og hver lofar sína hýru. Þó það væri. Þeir eru víst hvorki van- þakklátari né verri Patreks- firðingar en gerist og gengur. Því fer sem fer, að fæstir hafa sömu sögu að segja, heldur sjá mjög greinlega árangur sam- vinnunnar, samvinnusamtak- anna, félagstramtaksins. Því fer sem fer. Því fór sem fór kveður bráðum við í borginni. Hún hefir ekki sömu sögu að segja og Patreksfjörður. Því fer sem fer“. Þetta læt ég nægja í dag. Starkaður gamli. Hugheilar þakkir til allra, sem sýndu okkur ógleym- anlega hluttekningu við andlát og jarðarför GUÐMUNDAR ÁRNASONAR hreppstjóra I Múla. Eiginkona og fósturbörn. Hreðavatnsskáli Vegna margra fyrirspurna og talsverðs misskilnings, skal tekið fram: „Hótel Hreðavatn“ starfar ekki og gisting er engin í Hreðavatnsskáia, nema leigð eru út íáein tveggja manna herbergi, en í hverju þeirra eru aðeins tvö rúmstæði með dýnum. Eru þau ætluð fólki, sem hefir með sér svefnpoka eða sængurföt. Kostar hvert herbergi 12 krónur á sólarhring. Salur er einn-' ig, þar sem 60—80 manns (hópar, eða tjaldafólk, þeg- ar rignir) geta legið í hvíiupokum sínum á gólfinu. Hann er ókeypis.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.