Tíminn - 06.07.1950, Blaðsíða 5

Tíminn - 06.07.1950, Blaðsíða 5
145. blað TÍMINN, fimmtudaginn 6. júlí 1050 5 Fimmtud. 6. jútí Kóreustyrjöldin Siðan Kóreustyrjöldin hófst hefir mjög verið um það rætt 1 blöðum og manna á meðal, hvort hún kynni að leiða til nýrrar heimsstyrjaldar. Allir spádómar um slíkt eru þó vitanlega mjög á huldu, en hins vegar eðlilegt, að mikið sé um þetta rætt, því að ekk- ert skiptir mannkyn allt meira máli en að þriðju heimsstyrjöldinni verði af- stýrt. Yfirleitt virðist það sam- eiginlegt álit þeirra erlendra blaðamanna, sem bezt ættu um mál þessi að vita, að hvorki Rússar eða vestrænu stórveldin óski eftir heims- styrjöld. Af hálfu beggja að- ila muni því verða reynt að haga Kóreustyrjöldinni þann ig, að ekki þurfi að koma til beinna árekstra og vopna- viðskipta milli stórveldanna sjálfra. Hins vegar getur sú leið orðið vandrötuð og jafn- vel minniháttar atvik geta kollvarpað þeim ásétningi, þegar komið er út í jafn al- varlega deilu og átökin í Kór- eru eru nú orðin. Það virðist hafa verið trú Rússa, er Norður-Kóreumenn voru látnir hefja innrásina, að hún myndi heppnast á skömmum tíma og vestur- veldin myndu sætta sig við orðinn hlut. Kóreustyrjöldin virðist ein af mörgum til- raunum kommúnista til að vinna ný lönd með ójafnaði og yfTrgangi, án þess þó að efna til yfirlýstrar heims- styrj aldar. Afleiðing þess, ef lýðræðisríkin sættu sig við slíkt háttalag kommúnista yrði þó vitanlega fyrr eða síðar heimsstyrjöld eða al- ger uppgjöf fyrir ofbeldi kommúnistanna. Viðbrögð lýðræðisríkjanna hafa því eðlilega orðið hin sömu nú og í Berlínardeilunni að láta hart mæta hörðu og sætta sig ekki við ofbeldið. Önnur leið er ekki til, ef tryggja á frið- inn til frambúðar. Meginspurningin nú er sú, hvernig Rússar mæta þessu svari lýðræðisþjóðanna. Geta þeir af metnaðarástæöum sætt sig við það, að áform þeirra í Kóreu séu brotin á bak aftur? Geta þeir látið sér nægja að veita Norður-Kór- erumönnum óbeina ' hjálp, sem vafalaust mun reynast ónóg,er til lengdar lætur, þótt hún geti lengt styrjöldina í nokkra mánuði? Rússar hafa hér byrjað leik, sem ekki er sýnt hvernig þeir ætla sér að tefla til enda eftir að hann hefir næstum strax í upp- hafi snúist á aðra leið en þeir hafa fyrirfram gert sér vonir um. Sennilega jnun svar þeirra velta mest á því, hver þeim virðist styrkur lýð- ræðisþjóðanna. Þær ágiskanir hafa komið fram, að Rússar kynnu að láta Kínverja koma Norður- Kóreumönnum til hjálpar. Erfitt er hins vegar að sjá, að því verði komið við, án þess að Rússar lendi sjálfir í styrjöldinni. í vetur var gerður samningur milli Rússa og Kínverja um gagnkvæma hernaðaraðstoð, ef annað- ERLENT YFIRLIT: Vígstaðan í Kóreu Tekst kommiinistum að ná allri Suðnr» Kóreu á vald sitt? Styrjöldin í Kóreu er sá at- burður, sem mest hefir verið rætt um seinustu daga. Enn verður þó litlu spáð um gang hennar eða hvern dilk hún kann að draga á eftir sér. I yfirliti því, sem hér fer á eftir, verður reynt að rekja í stuttu máli að- draganda hennar og vígstöðuna eins og hún virðist vera í dag. Það varð eitt fyrsta skrefið í landvinningasókn Japana að leggja Kóreu undir sig, sem þá taldist sjálfstætt ríki, enda skiljanlegt, þegar litið er á hina mikiLvægu hernaðarlegu þýð- ingu landsins. Eftir að Japan- ir gerðust aðilar að síðari heims styrjöldinni var það ein fyrsta yfirlýsing vesturveldanna, að þau myndu veita Kóreu sjálf- stæði sitt á ný. Rússar voru ekki aðilar að þessari yfirlýsingu, því að þeir áttu þá ekki í stríði við Japani. Skipting Kóreu. 1 stríðslokin varð það að sam komulagi stórveldanna, að Rúss ar skyldu hernema Koreu norð an 38. breiddargráðu, en Banda ríkjamenn sunnan hennar. Her námið skyldi aðeins vera til bráðabirgða og báðir landshlut- arnir síðan sameinaðir undir eina sjálfstæða stjórn. Sam- komulag um skipun slíkrar stórnar strandaði hinsvegar á Rússum, sem tóku að koma fót um undir sérstaka stjórn fyr- ir Norður-Kóreu. Sáttanefnd frá sameinuðu þjóðunum reyndi að miðla málum, en Rússar höfnuðu öllum tillögum henn- ar. Þegar Bandaríkjamenn sáu að hverju fór, fóru þeir einnig að vinna að myndun stjórnar fyrir Suður-Kóreu. í desember 1948 var svo kom ið, að Rússar töldu kommún- istastjórn þá, sem þeir höfðu komið upp í Norður-Kóreu svo trausta í sessi, að þeir fluttu hernámslið sitt í burtu. Komm- únistastjórn Norður-Kóreu hafði þá þegar yfir öflugum her að ráða. Bandaríkjamenn vildu ekki hafa hernámslið í Kóreu öllu lengur en Rússar og höfðu lokið við að flytja það þaðan á miðju sumri 1949. Aðeins nokkrir amerískir herfor- ingjar urðu eftir til aðstoðar við þjálfun á her Suður-Kóreu- manna. Bæði þing og forseti Suður-Kóreumanna báðu Banda ríkin um að flytja ekki her sinn í burtu fyrr en her Suður- Kóreu væri orðinn það sterkur að hann gæti mætt árás að norðan. Þessari beiðni var hafn að. Bandaríkjastjórn vildi ekki liggja undir þeim áróðri komm únista, að hún hefði herlið leng ur í Kóreu en Rússar, enda mælt ist það misjafnlega fyrir með- al almennings þar, m. a. vegna þess, að hernámsstjórar þeir, sem hún hafði haft í Kóreu höfðu verið klaufskir í ýmsum stjórnarathöfnum sínum. Skiptingu Kóreu hafa fylgt mikil vandkvæði fyrir íbúana. 1 Norður-Kóreu eru helztu námusvæðin, end landbúnað- arframleiðslan er mest í Suð- ur-Kóreu. íbúar Norður-Kóreu eru um 10 millj., en íbúar Suð- ur-Kóreu um 20 millj. Auk þess hefir margt flóttamanna komið frá Norður-Kóreu til Suður-Kóreu í seinni tíð, því að harðstjórn kommúnista í Norður-Kóreu hefir sífellt færst í aukana. Örlagarík töf. Innrás kommúnista frá Norð ur-Kóreu í Suður-Kóreu hófst snemma dags sunnudaginn 25. f. m. Til að réttlæta hana töldu þeir, að Suður-Kóreumenn hefðu áður gert árás. Það sýndi sig strax, að her Norður-Kóreu- manna átti allskostar við her Suður-Kóreumanna. Önnur ríki áttu hinsvegar óhægt með að koma Suður-Kóreu*til hjálp ar meðan ekki lá fyrir úrskurð- ur frá öryggisráðinu. Öryggisráðið kom saman til fundar síðdegis á sunnudaginn 25. f. m. Þar var skorað á Norð- ur-Kóreu að hætta árásinni og flytja her sinn til baka. Sam- kvæmt reglum sínum varð ör- yggisráðið að bíða í tvo sólar- hringa eftir svari Norður-Kóreu manna. Fyrst síðdegis á þriðju- daginn, þegar jákvætt svar var ókomið, gat meirihluti þess skorað á þátttökuríkin í S.Þ. að veita Suður-Kóreu virka að- stoð. 1 samræmi við þá áskor- un lýstu Bandaríkin þátttöku sinni í Kóreustyrjöldinni og síðan hafa yfir 40 ríki í S.Þ. tekið undir hana beint óg óbeint. Það drógst af þessum ástæð- um fram á miðvikudagsmorg- un eða þangað til styrjöldin hafði staðið í þrjá sólarhringa að Bandaríkin gætu skorist í leikinn svo um munaði. Þetta hefir haft örlagaríkar afleið- ingar. Innrásin varð kommún- istum miklu greiðari meðan þeir áttu í höggi við Suður-Kóreu- menn eina. Það hefir og haft lamandi áhrif á baráttuþrek Norður-Kóreumanna meðan ó- víst var um endanlega afstöðu Bandaríkjanna. Ójafn leikur. Þegar styrjöldin hófst var hvort ríkið lenti I styrjöld. Á þessu stigi virðist því erfitt að spá um framtíðina. Menn vona það bezta, en eru hins vegar við öllu búnir. Þannig hefir t. d. norska stjórnin tryggt sér umboð frá þinginu til að gera marg- háttaðar óvenjulegar ráðstaf anir, ef grípa þyrfti til þeirra fyrirvaralítið. Hvað, sem gerast kann í þessum efnum, hefir Kóreu- styrjöldin orðið lýðræðisþjóð- unum nýr lærdómur. Hún sýnir þeim, að þær þurfa alltaf og allsstaðar að vera á varðbergi, ef illt á ekki að ske. Aðeins nægilega mikill styrkur þeirra virðist líkleg- ur til að koma í veg fyrir það, að atburður eins og innrásin í Norður-Kóreu endurtaki sig. Verði því líka afstýrt, að hún leiði til heimsstyrjaldar.bygg ist það öðru fremur á því, að styrkur lýðræðisþjóðanna er álitinn svo mikill, að ekki þykir árennilegt að heyja styrjöld við þau. Það yrði þá sennilega fremur nokkru öðru kjarnorkusprengjunni að þakka og því er eðlilegt og skiljanlegt, að „friðar- sinnar“ eins og þeir, sem standa að Stokkhólmsávarp- inu, fjandskapist sérstaklega gegn henni, þótt þeir virð'st hafa mestu velþóknun á öll- um öðrum vopnum. Það er að sönnu ekkert ánægjuleg til- hugsun, að friðurinn skuli þurfa að byggjast á herbún- aði og vopnum, en fyrir þeirri staðreynd verða menn eigi að síður að beygja sig með- an ofbeldisstefnur á borð við nazismann og kommúnism- ann eru mikilsráðandi í heim inum. - *%. MacArthur hernaðarstyrkur Kóreuríkjanna talinn vera þessi: Her Norður-Kóreumanna taldi 150—200 þús. manns, sem skipt var í 9 herfylki, þar af 3 vélaherfylki. Herinn hafði a. m. k. um 200 skriðdreka og mik- ið af fallbyssum. Flugherinn hafði um 120 flugvélar, þar af um 20 sprengjuflugvélar. Vel líklegt er, að fyrir árásina hafi vélakostur hersins mjög verið aukinn fyrir tilstyrk Rússa og Kinverja. Her Suður-Kóreumanna taldi 65 þús. manns, hafði enga skrið dreka, nær ekKert af fallbyssum og 15 flugvélar. Hann var því fullkomlega óundirbúinn að mæta innrás velbúins vélahers, enda hefir viðureignin farið eft ir því. Fyrsta takmark innrásarhers- ins var að taka höfuðborg Suð- ur-Kóreu, Seoul, sem er um 50 km. frá landamærunum. Þang að liggja tvær járnbrautir frá Suður-Kóreu. Aðalher Suður- Kóreumanna var á þeim slóð- um, en komst fljótt að raun um, að vörn borgarinnar var von- laus. Hún féll því í hendur inn- rásarhersins 28. f. m. eða eftir þriggja daga viðureign, en að- alher Suður-Kóreumanna hörf- aði suður yfir Hanfljótið. Þar hugðist hann að taka nýja varn arstöðu og voru brýr yfir fljótið sprengdar. Vörnin fór hinsveg- ar í handaskolum og á helztu varnarsvæðunum (umhverfis Suwon) brást flótti i liðið vegna flugufregna og var innrásar hernum því sóknin miklu greið ari en ella. Er ekki annað sjá- anlegt en upplausn hafi ríkt í her Suður-Kóreumanna síðan Seoul féll. Vígstaðan í dag. Mac Arthur, -yfirhershöfðingi Bandaríkjanna í Japan, hefir nú tekið að sér herstjórn í Kóreu, enda virðast varnirnar í Suður-Kóreu nú byggjast nær eingöngu á Bandaríkjamönn- um. Síðan Seoul og Suwon féllu, virðast Bandaríkjamenn hafa hugsað sér aðalvarnarlínuna við Kumfljótið, sem er rétt norð an við borgina Taijon, þar sem stjórn Suður-Kóreu hefir nú að setur sitt. Vafasamt er þó talið, að þeirri varnarlínu verði hald ið til langframa. Eins og er, er aðstaða Banda ríkjamanna hin óhægasta. Þeir hafa enn lítinn landher í Kóreu og verður hann ekki aukinn að ráði næstu dægur, þar sem flytja verður viðbótarlið alla leið frá Bandaríkjunum, því að í Japan höfðu þeir ekki nema 60—70 þús. manna her, sem vart getur farið þaðan. Flug- her verður illa við komið i Kóreu, þar sem rigningatíminn er nú hafinn og mun mjög tor- velda not flugvéla tvo næstu mánuðina. Það virðist því eng- anveginn útilokað, að Norður- Kóreumenn geti náð allri Kóreu, en vafalaust mun Bandaríkja- mönnum þó takast að ná henni aftur, ef þeir beita til þess næg um liðstyrk, og Kóreumenn verða einir um vörnina. Hins- vegar yrði það Bandaríkja- mönnum miklu erfiðara og tímafrekara að ná Suður-Kóreu (Framhald á 6. siöu.) Hví er veiðum við Grænland ekki hald- ið áfram ? Sumarið 1949 var að því leyti merkilegt, að þá lögðu þrir fiskileiðangrar af stað frá íslandi til Grænlands. Það mætti spyrja sem svo: Hví sameinuðust öll þessi skip ekki í einn vel útbúinn leið- angur? Allar þessar þrjár útgerðir voru vanhugsaðar, af vanefn- um gerðar, og engin þeirra komst af stað fyrr en afla- hrotan á línu við Grænland var að enda, og þekking og reynslu á veiðum við Græn- land skorti alla ísl. Græn- landsfarana. Enginn þeirra hafði áður komið til Græn- lands, hvað þá meira. Ef ykkur er ekki ljóst, hver áhrif slikt þekkingarleysi og skortur reynslu hefir á afla- brögðin, þá setjið ykkur fyr- ir sjónir til samanburðar, að Grikkir eða Tyrkir, sem eru allsókunnugir miðum og fiski göngum hér við land, sendu hingað skip til þorskveiða og renndu blint í sjóinn, hvern- ig haldið þið, að útkoman yrði hjá þeim fyrsta sumar- ið, þ. e. að segja, ef þeir hög- uðu sér líkt og íslendingarn- ir, er til Grænlands fóru, að leita sér engra upplýsinga um fiskigöngur og fiskimið? Mikill afli fæst hvergi í ver- öldinni nema með rækilegri þekkingu á fskigöngum og fiskislóðum, og til þess að ísl. sjómenn öðlist þetta, þarf á- framhaldandi útgerð við Grænland. Og það er ófyrir- gefanleg skammsýni og glópska af þeim, sem fyrir út- gerðinni ráða, að láta ekki nokkur skip halda áfrain veið um við Grænland, til þess að safna aukinni þekkingu og reynslu. Þvi Isl. útgerð er það lífsnaúðsyn, að komast inn á Grænlandsmiðin og geta hagnýtt sér þau. Reynsla Grænlandsfaranna gaf sízt ástæðu til að kikna í þessum efnum. Ef skipin hefðu komist til Grænlands snemma í maí, mundi, þrátt fyrir allt, hafa orðið stór- gróði á öllum þeim isl. bát- um, er sjófærir voru þar, því það var mokafli við Græn- land í fyrra frá því í apríl og fram undir-miðjan júlí, er fiskurinn fór á ferð og flug að elta síli uppi í sj ó og dreifð ist norður með landi, en ísl. skipin komu ekki til Græn- lands fyrr en í lok þessarar aflahrotu í júlí, er öll erlend skip voru þá búin að fá meg- inafla sinn. Síðari hluti sumarsins I fyrra var aflarýr fyrir skip allra þjóða, og ísl. skipin stóðu sig, þrátt fyrir allt, svo vel, að þau voru með afla- hæstu skipum á því tíma- bili. Stóra trillan frá Akra- nesi fékk t. d. 7 þús. kr. hluti. Allt þetta sýndi, að halda bæri ísl. útgerðinni við Græn land áfram. Og það er stór- vítavert, að ráðamenn útgerð arinnar hafa ekki gert það. Nú í allt vor hefir verið mokafli við Grænland, svo margan má nú iðra þess, að hafa ekki gert skip sín út þangað. J. D.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.